Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 21
JLJV ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 Atvinnusaga í reyfarastíl Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna réðst í það stórvirki fyrir nokkrum árum að skrá sögu fyrirtækisins og dótturfyrirtækja í tilefni 50 ára afmæli móðurskipsins. Til verksins, sem telur þrjú bindi, var ráðinn Ólafur Hannibals- son en Hjalti Einarsson skrásetti fyrsta bind- ið. Þá kom Jón Hjaltason sagnfræðingur einnig að verkinu. Afraksturinn leit dagsins ljós nú í desember þegar þrjú bindi af sögunni komu á markað. Bækurnar eru læsilegar og raunar má segja að það felist nokkurt þrekvirki í því að skrifa þannig um frystihús og sölu sjávarfangs að efnið haldi manni fongnum. í fyrsta bindi bókarinnar, sem ber einfald- lega titilinn „Frystihúsin", er rakin saga ail- flestra þeirra frystihúsa sem hafa verið um lengri eða skemmri tíma innan SH. í þeirri bók felst ómetanleg saga sigra og ósigra fyrir- tækja í einstökum byggðarlögum, og menn skyldu ekki vanmeta þann hlut sögunnar. Oft- ar en ekki var eitt fyrirtæki burðarásinn og örlög þess, góð eða ill, jafnframt örlagavaldur allra íbúanna. Þegar kóngur fellur af stalli er hirðin í uppnámi og margir hafa kynnst þeirri þjáningu sem fylgir gjaldþroti aðalatvinnufyr- irtækisins í heimabyggðinni. í þessu riti má lesa staðreyndir um gjaldþrot fyrirtækja eða velgengni eftir atvikum sem jafnframt fela i sér atvinnusögu byggðarlaganna. í framtíð- inni munu menn nota þetta rit til að fletta upp atvinnusögu einstakra byggðarlaga. Eini sjáanlegi gallinn er sá að staðlaðar upplýsingar um þann mikla fjölda frystihúsa sem nefndur er til sögunnar eru ekki settar upp í samræmt form á hverri síðu heldur týn- ast þær eða verða óaðgengilegri inni í texta. Annar galli er auðvitað sá að saga þeirra frystihúsa sem ekki eru innan SH er ekki tí- unduð. Fyrir því eru auðvitað þær eðlilegu ástæður að þetta er saga SH en ekki annarra. Bókmenntir Reynir Traustason Annað bindi ritraðarinnar ber nafnið „Með spriklið í sporðinum" og hefur að geyma sögu SH frá stofnun 1942 og allt til ársins 1996. Þar er sagt frá upphafi hrað- frystiðnaðarins sem rakið er til ameríska verkfræðingsins Clarence Birdseye. Þá segir frá fyrsta íslenska íshúsinu sem reist var 1895 fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar, bankastjóra Landsbankans. Það var reist í Reykjavík og kallaðist Nordalsíshús. Fyrstu frystivélamar voru settar upp hjá ísfélagi Vest- mannaeyja árið 1908 að ákvörðun Gísla J. Johnsen. Sagan er ítarleg og læsileg. Ekki er hægt að merkja ann- að en höfundar haldi sig við rétta sagnfræði í frásögninni og ekki er að merkja tiihneig- ingu til að fegra hlut SH þó að það fyrirtæki fjármagni útgáfuna. Þvi er þó ekki að neita að sú tilimning lætur á sér kræla að ýmislegt í slagn- um við ÍS sé ósagt. Þriðja og síðasta bindið ber heitið „Yfir lönd, yfir höf ‘ og geymir ítarlega sögu dóttur- fyrirtækja SH. Þetta er efni sem allir sem á annað borð hafa áhuga á atvinnusögu þjóðar- innar geta lesið. í stuttu máli má segja að höf- undum hafi tekist að færa hundleiðinlegt efni í alveg bráðskemmtilegan búr.ing þannig að öllum aðstandendum er sómi af. Þjóðinni væri hollt að líta upp úr Kökubók Hagkaups eða Bert og baðstrandargellunum og lesa merka atvinnusögu í reyfarastíl. Hjalti Einarsson, Jón Hjaltason og Ólafur Hannibalsson: Sölumiöstöö hraðfrystihúsanna í 50 ár, I—III SH 1997 Úr útlegð Stefán Snævarr sendir nú frá sér sína sjö- undu ljóðabók með því undarlega nafni „Ostraka". Það er heitið á leirkerabrotum þeim sem Aþeningar skráðu á útlegðardóma til foma. Er ekki óeðlilegt að skáld og heim- spekingur, sem lengi hefur dvalist erlendis, vísi til grískrar fornaldar, auk þess sem út- Bókmenntir Geirlaugur Magnússon legðin hefur löngum verið skáldum yrkisefhi. Og líkt og skáldum fyrri tíðar verður Stefáni hugsað heim þó ekki sé allt í anda Jónasar og Bjarna. Þannig segir hann í Ijóðinu „í díasporu": Island er lítiö skrímsli meö vestfirskan haus og austfirskan þjó norölenskt bak og sunnlenskan búk. Þaö sefur fram á Reykjaneslappir. Mér er meinaö aö vekja það sööla þaö ríöa á því inn i sólarlagið. En útlegðartilfinningin nær lengra því ljóð- mælandinn er oft einfari sem „þreytir einatt glímu / við Hvunndaginn". Þessi hefðbundna ímynd hins einmana skálds verður satt að segja nokkuð þreytandi og myndmálið ofurkunnug- legt. En þegar Stefáni tekst best til er hann oft hnyttinn, svo sem í „Einræningjanum": Einrœninginn rœnir þögninni frá götunum Ijósinu frá mánanum og myrkrinu frá himninum Lœöist svo heim meö fenginn breytir honum í Ijóö. Stefán Snævarr hefur tamið sér knappt form og er oft orðhagur en hagmælskan tekur stundum af honum völdin og orðaleikirnir verða innantómir. En þar sem best er gert glitrar í perlur. Þess vegna er Ostraka bók sem vert er að gefa gaum að. Stefán Snævarr Ostraka Mál og menning 1997 Þrjár fyrir yngstu börnin Sagan af skessunni sem leiddist er eftir Guðrúnu Hannesdóttur en hún hefur áður safnað og myndskreytt gamlar vísur fyrir börn og gert myndir við verðlaunabókina um Risann þjófótta og skyrfjallið. um skessuna er einfóld og ljúf frásögn, sniðin aðl' þörfum yngstu barn- anna. Myndir Guðrúnar eru virkilega failegar og í þeim er ýmislegt að sjá. Á grjót- inu í bakgrunninum má til dæmis greina andlit sem endurspegla tilfinningar skessunnar. Engu að síður vantar töluvert upp á að sagan sjálf sé nógu heillandi. Þema hennar er nokk- uð líkt þema Raunamædda risans eftir Ás- laugu Jónsdóttur en er að mínu mati ekki sett eins skemmtilega fram. Ekki finnst niér skessan heldur sannfærandi íslensk skessa. Hún sest til dæmis út í sólskinið um hábjart- an dag og lítur allt of krúttlega út til þess að hún sé trúverðug skessa. Þar að auki er nefið (á henni eins og rani. Og talandi um nef. Gott að bora i nefið heit- Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir ir skemmtileg myndabók eftir Danielu Kulot-Frisch í þýðingu Hildar Hermóðs- dóttur. Myndirnar í þessari bók eru lit- ríkar, fallegar og nefborunin skemmtilega útfærð hjá þremur misinunandi dýrategundum. Við- fangsefnið eru mannasiðir sem allir boða en enginn fer eftir. Þessi bók sló rækilega í gegn heima hjá mér, sonur minn lærði hana fljótlega utan að og „les“ hana nú fyrir alla sem heyra vilja. Hanna frænka fer upp i sveit er sniðug saga eftir Olgu Berg- mann af undarlegri kvenper- sónu sem fer upp í sveit og lendir i árekstri við Rósu kú. í þessari sögu hafa dýrin mennska eiginleika og unna að tala. Kötturinn hennar Hönnu, hún Hulda, er til dæmis kaldhæðinn fýlupúki og kýrin Rósa kemur í kaffi til Hönnu frænku um helgar. Vatnslitamyndir Olgu eru sniðugar og þar er margt að sjá og skoða, enda bæta þær heil- miklu við textann. Það er gaman að sjá höf- und nýta sér frásagnarmöguleika myndmiðils- ins eins vel og hér er gert. Við mæðginin skemmtum okkur prýði- lega við lestur þessarar bókar. Eins og allar betri myndabækur er hún gerð með það að leiðarljósi að skemmta bæði barninu sem lesið er fyrir og hinum fullorðna sem les. Guðrún Hannesdóttir: Sagan af skessunni sem leiddist Forlagið 1997. Daniela Kulot-Frisch: Gott að bora í nefið Hildur Hermóðsdóttir þýddi Mál og menning 1997. Olga Bergmann: Hanna frænka fer upp í sveit Mál og menning 1997. íenmng • • • Gísli aftur Jón prímus Aðalstöðin og Sígilt FM hafa sýnt það menningarlega frumkvæði að taka upp Kristnihald undir jökli eftir Halldór Lax- ness. Leikgerð fyrir útvarp samdi Sveinn Einarsson upp úr frægri leikgerð sinni fyrir Leik- félag Reykjavíkur sem ; var frumsýnd 1970 og; gekk í þrjú ár í Iðnó., Sveinn leikstýrir | einnig nú. Aðalfréttirnar eru I þær aö aðalhlutverkiö,' séra Jón prímus, leikur ' Gísli Halldórsson sem' heillaði áhorfendur árin þrjú í Iönó og er ógleymanleg- ur þeim sem sáu hann. í kringum hann raða sér aðrir sjarmörar: Umba leikur Hilmir Snær Guðnason, Úu Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Goodman Singman leik- ur Jón Sigurbjörnsson, Hnallþóru Mar- grét Helga Jóhannsdóttir og Gunnar Eyj- ólfsson biskupinn. Leikritinu verður skipt í tvennt, hvor hluti tekur eina og hálfa klukkustund og verður fyrri hluti fluttur á jóladag kl. 15. Ekki missa... Hverjir eiga að gagnrýna Það rifjast upp við fréttir af velgengni skáldsögu Sigurjóns s Magnússonar, sem ; er annars staðar á opnunni, ! Þröstur Helgason kvartaði undan því í ! Morgunblaðinu að gagnrýni Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Dagsljósi væri endurtek- ! in í Degi. Auðvitað var svolítið fyndið að ! útgefandinn skyldi vitna í sama gagnrýn- E andann tvisvar í auglýsingum um bókina, eins og um tvo ólíka menn væri að ræða, en samt er leitt aö Dagur skyldi hlýða » Þresti og hætta að birta gagnrýni KoUu. ! Það var nauðsynlegt að geta lesið hana líka - enda dómarnir skilmerkilegri á I prenti. Hvort sem þessi tvítekning var siðleg eða ekki hefur ýmsum fundist óviður- kvæmilegt að rithöfundar sem eru með bók á jólamarkaði skuli skrifa um bækur Iannarra höfunda í víðlesið blað eins og Mogga. Það er tæpast sniðugt að setja fólk í svo sterka samkeppnisstööu og i raun- inni ætti að vera sjálfsögð regla að rithöf- undar sem eru að gefa út bækur skrifi ekki gagnrýni um bækur það ár. Markað- urinn er viðkvæmur og fáir fjölmiðlar sem birta reglulega gagnrýni; það er ástæða til að teygja sig langt tU að hefja j hana yfir efasemdir um einlægni. Gleðileg jól! Þar sem þetta er síðasta menningarsíða fyrir jól vill umsjónarmaöur óska öllum lesendum síðunn- ar gleðUegrar hátíðar með mörgum löngum lestrarnóttum. Jöla- óskunum fylgir ljóð ’ ársins. Það er úr Ljóðlínuspili7 nýrri bók Sigurðar Pálssonar: „Sæluhús": Sœluhús eru bara í óbyggöum þessa lands Gamalt kex Saggi Feitar ryógaöar niöursuóudósir Prímusinn bíöur þess albúinn Aö hvissa bláum loga Reka saggann burt Hita vatnió hita andrúmiö Hita andlit okkar og hendur En við þyrftum ekki síöur sœluhús hér í byggöinni Ekki útaf kexi og niöursuöudósum af þeim höfum vió nóg; nei viö þyrftum þetta orö: Sœluhús og vió þyrftum þennan loga sem rekur burt saggann hitar andlit okkar og hendur hitar andrúmiö hitar andrúmiö milli okkar þegar viö komum kalin heim i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.