Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Side 22
22
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
um sinn
Frá því ættfræðisíða DV hóf göngu sína 20. júlí 1987 hafa ættfræðingar og
ilaðamenn DV rakið ættir og æviágrip um 11.000 íslendinga á síðum blaðsins,
Alls koma vel á annað hundrað þúsund manns við sögu í ættrakningum DV
i vefnum. Frá deginum í dag eru
á Netinu. Á Ættfræðivef DV er hægt að fletta upp
í stafrófsröð eða leita að því með öflugri leitarvél í þessum
f gongu sina
æviágrip
þúsund
ættfræðigreinar DV aðgengilegar almenningi
nöfnum fólks
fróðleiks.
um sinn verður aðgangur ókeypis til kynningar.
ÆttfiwBlvefur DV fcfó
mmm------
mmmsmm
www.dv.iswww.dv.iswww.clv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.is W'WW.dV.iS www.dv.iswww.dv.is
***«*»» ***•«*,**,,..
www.dv.iswww.dv.is
f l I l llt
1 sI » M)iiSt»A
isri sdinc; \
f I I TIR
ISIPIINDING A
»11 Tllt
NDINOA
www.dv.is.www.dv.is www.dv.iswww.dv.iswww.dv.is yywv/.dv.is y/ww.dv.is www.dv.iswww.dv.is
Fréttir______________pv
Enn ekkert leyfi fyrir hvalspiki:
Kjarkleysi
- segir Steinar Bastesen
Dy Ósló:
„Það er undarlegast að það skuli
vera Sámur frændi sem ræður því
hvort íslendingar fá hvalspik á næsta
þorrablóti. En svona er það samt. Það
eru einhverjir embættismenn hér í ut-
anríkisráðuneytinu sem þora ekki að
flytja út spikið vegna þes að þá verða
Bandaríkjamenn súrir,“ segir norski
hvalfangarinn og stórþingsmaðurinn
Steinar Bastesen í samtali við DV.
Steinar var um borð í báti sínum,
Mathilde, þegar DV ræddi við hann í
gær. Bátnum var sökkt í haust af
ókunnum tilræðismönnum og hefur
Steinari ekki tekist að koma vélinni í
gang. Hann segist verða að snúast í
því í jólafríinu.
„Ég ætla að gera allt sem í mínu
valdi stendur til að koma hvalspikinu
til íslands, og ef það tekst vO ég að
mér verði boðið á þorrablót," sagði
Steinar sem lýsir áhuga íslendinga á
að fá hvalspikið sem einstöku tæki-
færi til að hefja útflutning á hvalaf-
urðum frá Noregi.
Norðmenn eiga nú um 730 tonn af
spiki á lager og vita ekkert hvað þeir
eiga við það að gera. Alþjóðlegt bann
er á viðskiptum með hvalafurðir en
hvorki íslendingar né Norðmenn við-
urkenna bannið.
„Mér finnst það sárgrætilegt að það
eru engar formlegar hindranir í vegi
fyrir að flytja út spikið, bara einhverj-
ir kjarklausir embættismenn," sagði
Steinar. Hann sagði að i svona málum
réðu embættismennirnir ferðinni í
Noregi og því væri ólíklegt aö Peter
Angelsen sjávarútvegsráðherra gæfi
útflutningsleyfi.
„Þetta verður sjálfsagt ekki afgreitt
fyrr en eftir áramótin og líkumar á að
leyfi fáist eru litlar. Ég get hins vegar
fullyrt að vinur minn, Peter Angelsen,
hefur ekkert á móti því að selja spik-
ið,“ sagði Steinar.
Steinar sagðist reikna með að 200
íslenskar krónur væri það minnsta
sem Norðmenn gætu sætt sig við fyr-
ir kíló af spiki. Þó væri verð alltaf
samningsatriði en örugglega væri
hægt að komast að niðurstöðu um það
atriði málsins.
Steinar á tvo báta sem hann gerir
út frá Brunneyjarsundi á Hálogalandi.
Hann sagði við DV að hann væri að
gefast upp á útgerðinni vegna anna á
Stórþinginu og því myndi hann selja
bátana í vor.
Steinar hefur um árabil verið helsti
málsvari norskra hvalveiðimanna en
hefur síðustu árin ekki gert út á
hrefnuveiðar sjálfur. Áður var hann
mörg sumur við hrefhuveiðar við ís-
land og var m.a. tekinn 1 landhelgi og
fékk að gista fangageymslur á Akur-
eyri árið 1976.
Snælandsskóli í Kópavogi státar af „karlakór" með karla á öllum aldri innan-
borðs. í kórnum eru nokkrir átta ára drengir, auk skólastjóra Snælandsskóla
og smíðakennara. DV-mynd Hari
Afgreiðslutími smáauglýsingadeildar DV um jolin:
OPIÐs
Þriðjudaginn 23. desember kl. 9-18.
Annan íjólum kl. 14-18.
Laugardaginn 27. desember kl. 9-14.
Sunnudaginn 28. desember kl. 16-22.
Síðasta blað fyrir jól kemur út þriðjudaginn
23. desember.
Fyrsta blað eftir jól kemur út að morgni
laugardagsins 27. desember.
Sími 550-5000