Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 28
28 + íþróttir Bland í poka Heimsbikarmóti í svigi, sem fram átti að fara í Madonna Di Campiglio á Ítalíu í gær, varð að aflýsa en Krist- inn Bjömsson hugðist taka þátt í mðtinu. Hlýindi voru á keppnisstaðn- um í gær og mikil þoka lagðist yfír flallið svo ekki reyndist unnt að keppa Patrick Ewitig, mið- herjinn snjalli hjá New York Knicks, leikur ekki meira með á þessu timabili. Eins og kom fram i DV í gær meiddist hann á fæti i leik gegn Milwaukee um helgina og nú er ljóst að hann þarf að gangast undir aðgerö á hægri rist. Greg Norman frá Ástralíu er efstur á síðasta styrkleikalista alþjóða golf- sambandsins sem gefinn var út í gær. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er I öðru sæti og Nick Price frá Zimbabwe er í þriðja sætinu. íþróttafréttamenn á Spáni völdu í gær Raul Gonzalez, leikmann spænska landsliðsins og Real Madrid, leikmann ársins á Spáni. Jafnir í 2.-3. sæti urðu Femardo Hierro, Real Ma- drid, og Luis Enrique, Barcelona. tgsp----sa Brasilíski landsliðs- maðurinn Ronaldo, W £ fe ^ Inter Milan, var í gær 9 útnefndur knatt- f spyrnumaður ársins í fluj Evrópu en franska Football stóð að kjör- inu. Júgóslavneski landsliðsmaður- inn Predrag Mijatovic, Real Madrid, varð annar og franski landsliösmað- urinn Zinedine Zidane, Juventus, þriðji. Ronaldo, sem kjörinn var besti knattspyrnumaður heims 1996, leik- maður ársins 1996 og 1997 af World Soccer tímaritinu og handhafi gullknattarins fyrir að vera marka- hæsti leikmaðurinn í Evrópu á síð- asta ári, er fyrsti S-Amerikumaður- inn sem hlýtur titilinn Knattspymu- maður ársins í Evrópu. Dennis Bergkamp, leikmaöur Arsenal og hollenska landsliðsins, varð Qórði i kjörinu, Brasilíumaður- inn Roberto Carlos hjá Real Madrid fimmti, Andreas MöUer, Dortmund, sjötti, Raul, Real Madrid, sjöundi, Peter Schmeichel, Man. Utd, áttundi, Jtirgen Kohler, Dortmund, níundi og Matthias Sammer, Dortmund, tíundi. -GH Klinsmann til Spurs Jiirgen Klinsmann gekk í gær í raðir Tottenham Hotspur og mun leika með liðinu út þessa leiktíð. Klinsmann hefur í vetur leikið með Sampdoria á Italíu. Þar hefur hann ekki náð sér á strik og Tottenham og Sampdoria komust að samkomu- lagi um helgina um leigusamning sem gildir fram til júní á næsta ári. Klinsmann er ekki ókunnugur herbúðum Tottenham en hann lék með liðinu keppnistímabilið 1994-95. Klinsmann fann sig ein- staklega vel í búningi Tottenham, skoraði 29 mörk fyrir félagið og var útnefndur knattspymumaður árs- ins. Frá Tottenham fór hann til síns gamla félags í Þýskalandi, Bayem Múnchen, og síðastliöiö sumar gerði hann samning við Sampdoria en mörg félög vom þá á höttunum eftir honum, meðal annars Tottenham. Forráðamenn Tottenham vona að með tilkomu Klinsmanns liggi leið liðsins upp á við en það er í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar.-GH ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 Þorvaldur til Oster? - sænska liðið hefur boðið honum 3ja ára samning Líklegt er að Þorvaldur Makan Sigbjömsson, framherji Leift- ursliðsins í knattspymu, gangi í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Öster. Þorvaldur æíði með liðinu á dögunum og í kjölfarið vildu for- ráðamenn liðsins gera við hann samning „Þeir buðu mér þriggja ára samning en ég var ekki sáttur við lengd hans. Ég vil ekki binda mig lengur en í tvö ár. Ég sendi nú í morgun (í gær) tillögu frá mér sem þeir koma til með að skoða næstu dagana. Ég á svona frekar von á að þetta gangi saman hjá okkur enda vill þjálfarinn fá mig til liðsins. Mér leist mjög vel á lið- ið og allar aðstæður em hinar bestu,“ sagði Þorvaldur í samtali við DV í gærkvöldi. Fari svo að hann semji við öst- er verða tveir íslendingar í her- búðum félagsins á næsta tímabili en fyrir er Skagamaðurinn Stefán Þórðarson sem á eitt ár eftir af tveggja ára samningi sínum við fé- lagið. Nokkur félög hér heima hafa sett sig í samband við Þorvald með það í huga að fá hann í sínar raðir. Eyjamenn eru þar á meðal og nái hann ekki samningi við Öster er ekki ósennilegt að hann gangi í raðir íslandsmeistaranna. -GH Þorvaldur M. Sigbjörnsson. NBA körfuboltinn í nótt og fyrrinótt: Malone magnaður - tryggði Utah góðan útisigur á Atlanta Karl Malone var Utah mikilvægur rétt eina feröina í nótt þegar lið hans vann góðan útisig- ur í Atlanta, 99-101. Malone skoraði 11 stig í síðasta leikhluta, þar á meðal körfúna sem kom Utah 5 stigum yflr hálfri mínútu fyrir leikslok. Þetta var þriðji sigur Utah í flmm leikja keppnisferð. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þess- ari útkomu og tapleikina tvo hefðum við getað unnið,“ sagði John Stockton, hinn snjalli leikmaður Utah. Lakers gerði þó enn betur og vann fjórða leik- inn af flmm á sínu ferða- lagi, 83-94 í Houston. Táningurinn Kobe Bry- ant lék mjög vel með Lakers, hóf leikinn á bekknum en varð samt stigahæstur. „Þetta er i fyrsta skipti sem þeir vinna okkur á sannfærandi hátt. Þeir spiluðu mjög vel allan leikinn og það sem gerði útslagið var að þeir hittu vel en við ekki,“ sagði Clyde Drexler, sem skor- aði mest fyrir Houston. Cassell frábær Sam Cassell átti frá- bæran leik með New Jersey sem sótti góðan sigur til Orlando. Leikur- inn var hnífjafn þar til Cassell tók til sinna ráða á lokasprettinum. Þetta var fjórða tap Orlando í röð eftir gott gengi lengst af í vetur. Úrslit leikja í nótt: Atlanta-Utah .... 99-101 Laettner 20, Smith 18, Re- casner 16 - Malone 27, Homacek 15, Stockton 13. Charlotte-Toronto . 81-79 Mason 17, Rice 16, Wesley 11, Geiger 11 - Stoudamire 21, Camby 13, Wallace 13. New York-Dallas . . 79-67 Houston 19, Johnson 18, Starks 13 - Scott 18, Finley 13, Pack 11. Orlando-N. Jersey . 88-99 Price 23, Grant 18, Seikaly 16 - Cassell 28, Gill 18, Douglas 16, Van Hom 16. Philadel.-Detroit . . 92-96 Coleman 23, Jackson 20, Thomas 18 - Hill 22, Hunter 17, Stackhouse 17, B. Wiil- iams 17. Houston-LA Lakers 83-94 Drexler 17, Barkley 14, Bull- ard 13 - Bryant 19, Campbell 18, Jones 17. Milwaukee-Wash. 79-110 Robinson 22, Hill 11, John- son 10 - Howard 25, Webber 23, Strickland 19. Phoenix-G. State . . 91-76 McDyess 17, Ceballos 17, Chapman 14 - Delk 15, Smith 13, Coles 12. Sacram.-Minnesota 89-79 Richmond 27, Williamson 13, Stewart 13 - Gugliotta 19, Marbury 15, Gamett 11. Úrslitin í fyrrinótt: Cleveland-Utah . 106-101 Kemp 24, Anderson 23, Ilg- auskas 16 - Malone 24, Keefe 16, Russell 13. Boston-LA Clippers 99-77 Walker 23, Barros 17, Mercer 14 - Rogers 20, Wright 14, Barry 10. Vancouver-Portland 88-86 Rahim 28, B.Edwards 15, Chilcutt 14 - Rider 19, Sab- onis 18, Wallace 14. -VS/GH John Stockton kemur sér þægilega fyrir á bakinu á Wes- ley Person hjá Cleveland og skorar fyrir Utah í leik liðanna í fyrrinótt. Reuter Sendid tð: íþróttamaöur ðrsins ÐV - Þverholti 11 105 Reykjavík Nafn íþróttamanns 1____________________ ENGLAND Leik Wimbledon og Arsenal í úrvalsdeildinni í gær var hætt á fyrstu mínútu síðari hálfleiks þeg- ar slökknaði á flóðljósunum á Selhurst Park, heimavelli Wimbledon. Staðan var þá markalaus í frekar tilþrifalitlum leik. Eftir 20 mínútna hlé kviknaði á ljósunum aftur en þau dðu út i þann mund sem liðin vom að gera sig klár. Þetta er í annaó sinn á skömmum tíma sem bil- uð flóðljós koma i veg fyrir aö hægt sé að ljúka leik í úrvalsdeildinni en fyrir nokkrum vikum slokknaði á ljósunum þegar West Ham og Crystal Palace áttust við á Upton Park, heimavelli Palace. Þetta er hins vegar í annað sinn sem leikmenn Wimbledon lenda í slíku en fljóðljósin biluðu þeg- ar Derby tók á móti Wimbledon í fyrsta heimaleik félagins á Pride Park. Crystal Palace leikur án ítalanna Attilio Lombardo og Michele Padovano í leikjunum gegn Southampton og Blackburn um jólahátíöarnar. Þeir eiga báðir við meiðsli að stríða og ætla að fara í meðferð til lækna i Torínó. Brian Laudrup, Daninn snjalli hjá Glasgow Rangers, er mjög eftirsóttur en samningur hans við Rangers rennur út í vor. Manchester United er eitt þeirra liða sem hafa sýnt Dananum mikinn áhuga en forráðamenn Ajax i Hollandi telja sig nokkuð visa með að klófesta Laudrup. Eldri bróð- ur Brians, Michael Laudrup, leikur með Ajax. Jiirgen Klinsmann fékk hlýjar móttökur hjá stuðningsmönnum Tottenham í gær. Fjölmargir stuðningsmenn mættu á White Hart Lane, heima- völl Tottenham, og fögnuðu Klinsmann enda var hann dáður og elskaður af stuðningsmönnunum þegar hann lék með liðinu fyrir tveimur árum. Sviinn Martin Dahlin hjá Blackburn er loks bú- inn að ná sér af meiðslum sem hafa hijáð hann síðustu þrjá mánuðina og er klár í slaginn fyrir jólatömina. Dahlin verður þó sennilega að sætta sig við að vera utan við liðið eitthvað lengur því Blackbum-liðinu hefur gengið allt í haginn að undanfomu. Dean Jones, leikmaöur Bamsley, var í gær dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann af aga- nefnd enska knattspymusambandsins. Jones féll á lyfjaprófi sem hann fór í i lok október og við rétt- arhald viðurkenndi hann að hafa neitt fíkniefna á næturklúbbi. Christian Gross, stjóri Tottenham, er að reyna að styrkja liö sitt fyrir baráttuna fram undan. í gær bættist Júrgen Klinsmann í hópinn og Gross ætl- ar ekki að láta það duga. Hann hefur sýnt áhuga á að fá Lee Carsley, hinn 23 ára gamla miðvallar- leikmann Derby, til félagsins og er reiðubúinn að borga 3 milljónir punda. -GH Essen hefur boðið Patta nýjan samning - skoraði 12 gegn Magdeburg Patrekur Jóhannesson átti sannkallaðan stjörnuleik með liði Essen í fyrradag þegar liðið tapaði, 26-27, fyrir Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik. Patrekur skoraði 12 mörk í leiknum, öll með þrumu- skotum, og leikmenn Mag- deburg réðu hreinlega ekkert við hann. Minn besti leikur „Jú, þetta var örugglega minn besti leikur með Essen frá upphafi en því miður dugði það ekki til sigurs. Við vorum með leikinn í okkar höndum. Þegar um 15 mínútur voru eftir var forysta okkar 6 mörk en á hreint ótúlegan hátt glopruðum við þessu niður. Annars var liðið að leika nokkuð vel og með sama áframhaldi komumst við vonandi á sigurbraut. Við lékum án Aleksanders Tutsckins, sem er á spítala vegna bak- meiðsla, og með hann innanborðs hefðum við farið með sigur af hólmi," sagði Patrek- ur í samtali við DV. „Ég var ákveðinn að sýna þjáifaranum hvað í mér býr í þessum leik enda hefur hann fryst mig í sóknarleiknum í undan- förnum leikjum," sagði Patrekur í samtali við DV. Fleiri félög hafa sýnt Patreki áhuga Samningur Patreks við Essen rennur út í vor og hafa forráðamenn félagsins þegar boðið honum nýjan samning. Patrekur sagði í samtali við DV í gær að hann ætlaði að skoða málin nánar en DVhefur heimildir fyrir því að að minnsta kosti tvö félög hafi sýnt áhuga á að fá hann i sínar raðir fyrir næsta tímabil. -GH ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 29 íþróttir Tiu efstu i kjori íþróttamanns ársins - kjörinu verður lýst í 42. sinn þann 29. desember Birgir Leifur Hafþórsson - golf. Geir Sveinsson - handknattleikur. Guðrún Arnardóttir - frjálsar. Halldór Svavarsson - karate. Jón Arnar Magnússon - frjálsar. íþróttamaður ársins verður kjörinn 29. desember. Tíu efstu íþróttamenn í kjörinu eru eftirtaldir, í stafsrófsröð: Birgir Leifur Hafþórsson kylfmgur, Geir Sveinsson handknatt- leiksmaður, Guðrún Amardóttir frjálsíþróttakona, Halldór Svavarsson karatemaður, Jón Arnar Magnússon frjálsi- þróttamaður, Kristinn Bjömsson skíðamaður, Ólafur Stef- ánsson handknattleiksmaður, Sigurbjöm Bárðarson hesta- maður, Vala Flosadóttir frjálsíþróttakona og Örn Arnars- on sundmaður. Kjörið að þessu sinni er það 42. í röðinni. Sá fyrsti sem var útnefndur íþróttamaður ársins var Vilhjálmur Einarsson frjálsíþróttamaður en alls hreppti hann þennan eftirsótta titil fimm sinnum. Vilhjálmur hefur oftast allra verið út- nefndur íþróttamaður ársins. Einar Vilhjálmsson frjálsí- þróttamaður, sonur hans, hefur þrisvar verið kjörinn eins og Hreinn Halldórsson kúluvarpari. Kjörið þann 29. desember verður haldið á Hótel Loftleið- um eins og undanfarin ár og hefst það klukkan 21. Leifur Geir Hafþórsson Leifur Geir Hafþórsson, atvinnumaður í golfi, stóð sig vel á árinu, jafnvel framar vonum. Hann reyndi að komast inn á evrópsku mótaröðina næsta sumar en þvi miður gekk það ekki eftir í þetta skiptið. Leifur Geir reynir aftur að ári en í staðinn fer hann inn á svokallað Challenge Tour. Hann á framtíðina fýrir sér í golfmu og bíða eflaust marg- ir eftir framgöngu hans í mótum á komandi ári. Geir Sveinsson Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Wuppertal, hefur verið í hópi sterkustu línumanna heims um árabil. Hann var fyrirliði landsliðsins sem náði þeim glæsilega árangri að hafna í fimmta sæti á heimsmeistaramótinu í Kumamoto í Japan á sl. vori. Þetta er besti árangur landsliðsins á heimsmeist- aramóti frá upphafi. Besti árangurinn áður var 6. sætið í Sviss 1986. Geir hefur sl. ár leikið með liðum á Spáni, Frakklandi og nú með Wuppertal í Þýskalandi. Guðrún Arnardóttir Guðrún Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, var í sviðs- ljósinu á árinu. Hún var af mörgun talin „gulldrottning Smáþjóöaleikanna" sem haldnir voru hér á landi sl. sumar. Guðrún náði ennfremur góðum árangri í 400 metra hlaupi á HM innanhúss sem haldið var í París. Hún bætti síðar tíu ára gamalt íslandsmet í greininni. Hún setti á árinu íslandsmet í 200 metra hlaupi og 400 metra grinda- hlaupi. Á alþjóðlegum mótum, ekki síst á stigamótum cd- þjóða frjálsíþróttasambandsins, náði hún ennfremur góðum árangri. Halldór Svavarsson Halldór Svavarsson karatemaður náði mjög góðum árangri á árinu. Hann hreppti brons á opna skandinavíska meist- aramótinu í Eslöv í Svíþjóð. Síðar vann Halldór gull á opna enska meistaramótinu í London. Hann varð íslandsmeist- ari í sínum þyngdarflokki á sl. hausti. Halldór hlaut einnig gull á opna danska meistaramótinu í kumite sl. vor. Jón Arnar Magnússon Jón Arnar Magnússon varð í þriðja sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss í París. Hann setti um leið Norðurlandamet í greininni. Jón Amar var nálægt því að fara alla leið en brást bogalistin í stangarstökkinu. Hann setti íslandsmet í 110 metra grindahlaupi á Smá- þjóðaleikunum, hljóp fyrstur manna vegalengdina á undir 14 sekúndum. Jón Amar setti síðan íslandsmet í tugþraut á móti í Götzis í Austurríki. Hlaut hann þar alls 8.470 stig en gamla metið var 8.274 stig. Kristinn Björnsson Kristinn Bjömsson skíðamaður byrjaði árið með því að sigra á alþjóðlegu móti i Val Gardena á Ítalíu. Fékk hann fyrir það 8,26 punkta sem var besti árangur til þessa. Á þessu móti keppti Kristinn við marga af bestu skíðamönn- um heims og skaut þeim öOum ref fyrir rass. Kristinn sló síðan rækilega í gegn á heimsbikarmóti í Park City í Utah í síðasta mánuði. Kristinn kom þá annar í mark í svigi og vakti sú framganga mikla athygli í skíðaheiminum. Krist- inn var þá um leið búinn að skapa sér nafn i íþróttinni á alþjóðlegum vettvangi. Hér heima varð hann þrefaldur ís- landsmeistari í stórsvigi og risasvigi og annar í svigi. Kristinn vann síðar alþjóðlegt mót sem haldið var á Dal- vík. Ólafur Stefánsson Ólafur Stefánsson hefúr leikið í Þýskalandi undanfarin tvö ár við góðan orðstír. Framganga Ólafs í vetur með Wuppertal hefur vakið verðskuldaða athygli og lýstu mörg af bestu liðum Þýskalands áhuga á að fá þennan snjaOa leikmann í sínar raðir. Það fór svo að stórliðið Magdeburg vann kapphlaupið um eina bestu vinstri handarskyttu heims í dag. Ólafur lék einnig mjög vel með landsliðinu á árinu og ekki hvað síst á heimsmeistaramót- inu í Kumamoto í Japan. Sigurbjörn Bárðarson Sigurbjöm Bárðarson er yfirburðamaður í hestaíþrótt- um hér landi. Á heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Nor- egi í sumar varð Sigurbjöm tvöfaldur heimsmeistari í samanlögðu og gæðingaskeiði. Þetta var þriðja heims- meistaramótið í röð sem Sigurbjöm vinnur sigur i gæð- ingaskeiðinu. Hann vann 32 guOverðlaun á árinu, þar af fem á íslandsmótinu; í 150 og 250 metra skeiði, í saman- lögðu stigum og hindmnarstökki. Vala Flosadóttir Vala Flosadóttir setti í upphafi ársins glæsUegt heims- met unglinga í stangarstökki á stórmóti ÍR í Laugardals- höOinni. Hún var þar yfir 4,20 metra. Á heimsmeistara- mótinu innanhúss í París fór hún aðeins yfir 4,00 metra og komst ekki í úrslit. Vala átti svo við meiðsli að stríða. Það verður gaman að fylgjast með framgöngu hennar á nýju ári en hún hefur skipað sér á bekk meðal bestu stangarstökkvara heims í kvennaflokki. Örn Arnarson Öm Arnarson fór í B-úrslit í 200 metra baksundi á Evr- ópumeistaramótinu. Hann náði með þessum árangri lág- mcU’ki fyrir heimsmeistaramótið sem verður hcddið í Perth í Ástralíu í næsta mánuði. Enginn annar íslenskur sundmaður náði lágmörkunum og verður hann fyrsti ís- lendingurinn sem kemst á HM í sundi síðan 1992 en þar kepptu þá Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragnheiður Run- ólfsdóttir. Öm náði svo í þessum mánuði frábæmm ár- angri á Norðurlandamóti unglinga í Ósló, setti þar meðal annars Norðurlandamet í baksundi. Öm er mesta efni sem fram hefur komið í sundinu hin síðari ár. Hann á tví- mælalaust glæsta framtíð fyrir sér. Stig gefin samkvæmt reglugerö Eins og áður kom fram verður kjörinu lýst á Hótel Loft- leiðum og verður það sýnt í beinni útsendingu í ríkissjón- varpinu. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að útnefningunni en samtökin vom stofnuð 1956. Tuttugu og einn félagi er nú í Samtökum íþróttafréttamanna, frá Morgunblaðinu, DV, Ríkissjónvarpinu, íslenska útvarps- félaginu (Stöð 2, Bylgjunni og Sýn) og Degi. Hver félags- maður í samtökunum setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna og þeim era síðan gefið stig skv. reglugerð um kjörið. í hófmu 29. desember verða tíu efstu íþróttamenn í kjörinu heiðraðir með veglegri bókagjöf frá Máli og menn- ingu eins og síðustu ár. Þrir efstu í kjörinu fá eignargripi. Styrktaraðilar SÍ vegna kjörsins að þessu sinni em Mál og menning og Hótel Loftleiðir. íþróttamaður ársins fær svo vitaskuld tU varðveislu styttuna glæsUegu sem fylgt hefur nafnbótinni frá upphafi. Þess má geta að öUum fyrr- um íþróttamönnum ársins er boðið í hófið á Hótel Loft- leiðum. Senn kveöur gott íþróttaár Árið sem senn kveður er fyrir margir sakir gott íþrótta- ár. Landsliðið í handknattleik stóð fyrir sínu á HM í Jap- an en því miður tókst ekki að fylgja þeim árangri eftir í forkeppni Evrópumótsins. Frjálsíþróttafólk var í sviðs- Ijósinu og stóð sig i mörgum tilfeUum með stakri prýði. Skíðamenn geta glaðst yfir árangri sinna manna en á meðal þeirra era að koma fram góðir og efnUegir skíða- menn. MikU uppsveifla virðist hjá karatemönnum og ber frammistaða þeirra á mótum hér heima og á alþjóðavett- vangi glöggt merki um það. Svona mætti lengi telja og er óhætt að bíða spenntur eftir þvi hvað nýja árið ber í skauti sér i heimi iþróttanna. -JKS Kristinn Björnsson - skíði. Ólafur Stefánsson - handbolti. Sigurbjörn Bárðarson - hestar. Vala Flosadóttir - frjálsar. Örn Arnarson - sund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.