Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 31
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 31 I>V Fréttir Húnaflói: Þorskur uppi í landsteinum DV; Hólmavík: Menn sem komnir eru yflr miðj- an aldur eru á allra siðustu misser- um að upplifa svipað undur og gerð- ist rétt fyrir og um stríðsárin síð- ustu þegar fiskur var nánast uppi í landsteinum. Fyrir kom að stór- þorska rak á land í stórviðrum - nokkuð sem fólk upplifði og gleym- ir aldrei. Þó ekki hafi enn þau dæmi heyrst þá her öllum saman um þá ánægju- legu þróun að fiskigengd á grunn- slóð hefur vart verið meiri í annan tíma. Gunnsteinn Gíslason, oddviti Ár- neshrepps, segir aflabrögð þar hafa verið mjög góð i haust. Nefnir hann sem dæmi aðkomubát frá Raufar- höfn, sex tonn að stærð, sem kom- inn var fyrir nokkru með yfir 80 tonna afla síðan í september. Þrír eru í áhöfn og hafa þeir verið með beitningarvél. Afli annarra báta á þessu svæði hefur verið sambæri- legur en róðrar þeirra mun færri. Þar hafi það óvenjulega átt sér stað að fisk hafi verið að fá inni á Trékyllisvíkinni. Stóð það reyndar ekki lengi enda svæðið ekki stórt, en sýnir vel fiskigengdina. Nú er þetta aflaævintýri á enda runnið og ekki síst vegna þess að flutninga- leiðir á landi eru lokaðar eða að lok- ast, sem varir til vors. Aflinn var slægður og ísaður þar en síðan fluttur í burtu til vinnslu því „nú er hún Snorrabúð stekkur" eins og skáldið Jónas kvað forðum. Ekki er nú um sinn einn fiskuggi unninn i allri sýslunni. -GF Frá framkvæmdum við svonefnda Líká skammt frá Stóra-Fjaröarhorni lægð í landinu án nokkurra varnarvirkja og varla steinstöpull. Koliafirði þar sem var stutt og örmjó brú í DV-mynd Guöfinnur Strandasýsla: Umferðaröryggi aukið DV, Hólmavík: Þörfum og góðum þáttum til ör- yggis vegfarendum var sinnt í vega- gerð í Strandasýslu þetta árið. Hvergi var þó um stórframkvæmdir að ræða þegar frá er talin brúargerð yfir Víðidalsá skammt sunnan Hólmavíkur. Nokkuð var unnið við að breikka ræsi á malarvegum en það hefur ekki verið algeng sjón undanfarin ár en reynist hvorki tímafrek né kostnaðarsöm framkvæmd þegar upp er staðið. Umferðaröryggi eykst til mikilla muna því rétt eins og ein- breiðar brýr geta reynst hættulegar, þá eru mjóu ræsin ekki síður hættu- leg þar sem þau víða skera sig ekk- ert frá öðru í landslaginu og slys því alltof oft hlotist af. -GF Sturla Eövarðsson, verslunarstjóri í stórmarkaðinum Samkaupum í Njarðvík, afhendir Haraldi Hinrikssyni, til vinstri, 100 þúsund króna ferðavinning aö eigin vali. Eignkona Haralds, Halla Júlíusdóttir úr Sandgeröi, hreppti vinninginn. Lukkuleikurinn var í tilefni af 15 ára afmæli Samkaupa, Njarðvík, Hafnarfirði og Isafirði. Þá voru dregnar út 30 glæsi- legar matarkörfur á viku í þær fjórar vikur sem leikurinn stóö yfir. DV-mynd Ægir Már Heldri borgur- um skemmt DV, Eskifirði: Félag eldri borgara hélt glæsi- lega skemmtun í Verkalýðshús- inu i Hátúni nú á dögunum. 50 manns komu og skemmtu sér vel. Félagið var stofnað fyrir tjórum árum og er alltaf með skemmtun mánaðarlega yfir vetrartímann. Aðalheiður Ingimundardóttir stjómaði samkomunni af rögg- semi og las athyglisverða sögu. 10 ára böm gerðu mikla lukku með söng undir stjórn séra Dav- íðs Baldurssonar. Reyndar voru öll skemmtiat- riöin ágæt. Tískusýningin heppnaðist afskaplega vel. Áhorfendur grétu hreinlega af hlátri. Síðan var tekið í spfl og spiluð framsóknarvist. Þá dmkk- ið kaffl og myndarlegt meðlæti. í lokin spilaði Árni ísleifs á harmonikku en Ámi, prófessors- sonurinn úr Reykjavík, er org- anisti í kirkjunni og kann vel tfl verka. Eftir að samkomu lauk fóru aOir ánægðir heim. Formað- ur Félags eldri borgara er heiö- ursmaðurinn Ölver Guðnason. Regína 1 ■ 1 Snorrabraut 56 S. 562 4362 J ERUM FLUTTIR AF HORNINU! í nýtt og betra húsnæði að Austurstræti 20. OPIÐ annan í jólum, frá kl. 14-18, og frá kl. 10-18 laugardaginn 27. desember. Framköllun og tölvuvinnsla j \Æ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.