Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 ( 45 Afmæli Til hamingju með afmælið 24. desember 90 ára Ragnheiður Guðmundsdóttir, Laugarnesvegi 40, Reykjavík. 85 ára Jóna B. Bjömsdóttir, Máshólum 4, Reykjavík. Sólveig B. Sövik, Árbraut 9, Blönduósi. 80 ára Sigurvin Guðmundsson, Stórholti 7, ísafirði. 75 ára Petra Sveinsdóttir, Fjarðarbraut 21, Stöðvarfirði. Skúli Jónsson, Hrafnhólum 4, Reykjavík. 70 ára Friðjón Gunnlaugsson, Kolbeinsgötu 46, Vopnafirði. 60 ára Amdís Þórðardóttir, Krummahólum 10, Reykjavík. Brynjar Jónsson, Skarðshlíð 30a, Akureyri. Einar Gíslason, Sigurhæð 14, Garðabæ. Gunnhildur Björgólfsdóttir, Einholti 14d, Akureyri. Karin A. Hróbjartsdóttir, Bergstaðastræti 63, Reykjavík. Kristjana Kjartansdóttir, Kílhraimi, Skeiðahreppi. Lárus G. Gunnarsson, Melseli 7, Reykjavík. Unnur Kjartansdóttir, Asparfelli 2, Reykjavík. 50 ára Anna Karen Friðriksdóttir, Hjallavegi 9e, Njarðvík. Brimrún Vilbergs Vilbergsdóttir, Kirkjubraut 30, Akranesi. Jón Ármann Sigurösson, Kirkjuhraut 5, Seltjarnamesi. Jón Jónasson, Hami’ahlíð 17, Reykjavík. Katrín Guðrún Sigurðardóttir, Harmahlíð 21, Reykjavík. Regína Aðalsteinsdóttir, Torfufelli 9, Reykjavík. Zhong Zhang, Ásgarði 6, Garðabæ. Þorbergur Atlason, Þrastarhólum 6, Reykjavík. 40 ára Aðalbjörg Haraldsdóttir, Viðarrima 34, Reykjavík. Árni Viðar Sveinsson, Frostafold 53, Reykjavík. Elsa María Bjömsdóttir, Selbraut 18, Seltjamamesi. Ema Gréta Garðarsdóttir, Aðaltúni 22, Mosfellsbæ. Hrönn Þórisdóttir, Foldahrauni 40 B, Vestmannaeyjum. Sveina Björk Helgadóttir, Eyjabakka 30, Reykjavík. Ragnheiður Hermannsdóttir Ragnheiður Hermanns- dóttir, fjrrrverandi for- stöðumaður í Lands- banka íslands, Barónsstíg 57, Reykjavík, verður sjö- tug á aðfangadag. Starfsferill Ragnheiður fæddist á Glitstöðum í Norðurár- dal, en flutti fjögurra mánaða með foreldrum sinum að Sigmundarstöð- um í Þverárhlið. Árið 1937 flutti fjölskyldan til Reykjavík- ur og þar hefur Ragnheiður átt heima síðan. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Ingimarsskóla vorið 1944 og hóf að því loknu starf við Lands- banka íslands, sem hún gegndi í rúm fimmtíu og tvö ár eða allt til ársins 1996. í fyrstu var hún fulltrúi og síðan forstöðumaður gjaldeyrisdeildar hankans. Árin 1978-82 var hún for- stöðumaður víxladeildar og for- stöðumaður innheimtudeildar um árabil, en síðustu árin starfaði hún að innra eftirliti í bankanum. Ragnheiður hefur tekið virkan þátt í félagslífl. Hún var formaður námssjóðs Landsbankans til margra ára og í orlofsbúðanefnd starfs- mannafélags bankans. Hún var rit- ari í stjóm Borgfirðingafélagsins í fjöldamörg ár og lengi í stjórn Ragnheiöur Hermannsdóttir. kvennadeildar þess. Hún hefur verið félagi í Zonta- klúbbi Reykjavikur frá 1971 og formaður hans ár- in 1982-83. Fjölskylda Ragnheiðm eignaðist sjö alsystkini og er eitt þeirra nú á lífi. Systkini hennar: Unnur, f. 27.7. 1912, d. 24.11. 1994, kennari, gift Hans Guðnasyni, bónda á Hjalla i Kjós; Svavar, f. 16.11.1914, d. 30.3.1980, efnaverkfræð- ingur, kvæntur Ursulu Funck; Gísli, f. 28.2.1916, d. 8.1.1983, vélaverkfræð- ingur, kvæntur Betty Epelmann; Guðrún, f. 1.5. 1918, kennari, gift Al- freð Kristjánssyni; Vigdís, f. 12.7. 1920, d. 8.11. 1984, kennari; Ragnar, f. 17.1. 1922, d. 15.12. 1992, cand. ing. chemie; Valborg Elísabet, f. 22.11. 1923, lyfjafræðingur, var gift Kurt Stenager, hdjafræðingi, f. 22.11. 1923, d. 12.12. 1997. Ragnheiður eignaðist tvö hálf- systkini, samfeðra, Jón, f. 12.8. 1924 og Ester Mörtu, 23.3. 1928, d. 26.1. 1990. Foreldrar Ragnheiðar voru Her- mann Þórðarson, f. 19.2. 1881, d. 1.2. 1962, skólastjóri á Patreksíirði, kennari á Hvítárbakka og bóndi á Glitstöðum og síðar Sigmundarstöð- um í Þverárhlíð og síðar kennari við Laugarnesskólann, og k.h., Ragnheiður Gísladóttir, f. 6.4. 1884, d. 21.8. 1979, húsfreyja. Ætt Hermann var sonur Þórðar, b. á Glitstöðum í Norðurárdal, Þor- steinssonar, b. á Glitstöðum, Sig- urðssonar á Höll. Móðir Þórðar var Halldóra Þorsteinsdóttir frá Hlíðar- túni. Móðir Hermanns var Guðrún Hermannsdóttir frá Höll. Ragnheiður var dóttir Gísla prests í Hvammi og Stafholti, bróð- ur Indriða leikritaskálds, fóður Ingi- bjargar Thors og leikkvennanna, Guðrúnar og Eufemíu Waage, móð- ur Indriða leikara. Gísli var sonur Einars, smiðs í Krossanesi í Skaga- firði Magnússonar, prests í Glaumb. Móðir Einars var Sigríður Halldórs- dóttir frá Reynistað, systir Reyni- staðabræðra, era urðu úti á Kili og Benedikts Vídalín, langafa Einars Benediktssonar skálds, Jón Þorláks- sonar forsætisráðherra og Jóhann- esar íshússtjóra, fóður Sigurðar Nordals. Móðir Gísla var Eufemína, systir Konráðs, prófessors og Fjöln- ismanns, Gíslasonar sagnaritara Konráðssonar. Móðir Ragnheiðar var Vigdís Pálsdóttir, alþingismaður i Dæli í Víðidal, Pálssonar. Ragnheiður verður að heiman á afmælisdaginn. Skarphéðinn Gíslason Skarphéöinn Gíslason, skipstjóri Króki, Ísafírði er fertugur í dag, Þorláksmessu. Starfsferill Skarphéðinn fæddist á Kirkjubóli í Skutulsfirði og ólst þar upp til 1972 er hann flutti á ísafjörð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá gagnfræðaskól- anum á ísafirði og síðan meira fiski- mannsprófi frá Stýrimannaskólan- um i Reykjavík 1979. Skarphéðinn hóf sjómennsku fimmtán ára á skip- um Norðurtangans á ísafirði og hef- ur starfað sem skipstjóri frá 1983 á Orra ÍS-20 og Hálfdáni í Búð ÍS-19, skipum Norðurtangans, en sl. ár skipstjóri á Stefni ÍS-28 skipi íshús- félags ísfirðinga. Skarphéðinn hefur verið formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgj- unnar á ísafirði og í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands frá 1995. Fjölskylda Skarphéðinn kvæntist 24.8. 1984 Eyrúnu Leifs- dóttur, f. 29.1. 1954, hús- móður. Hún er dóttir Leifs Jónssonar, hafnar- varðar á Rifi, Snæfells- nesi, og k.h., Ingibjargar K. Kristjánsdóttur húsmóður. Synir Skarphéðins og Eyrúnar eru Leifur Amkell f. 10.9.1978, nemi í Hótel- og veitingaskólanum í Kópa- vogi, sambýliskona hans er Hrefna B. Þórarinsdóttir f. 13.12. 1979; Al- bert f. 3.1. 1980, nemi í ML; Halldór Skarphéöinn Gíslason. Ingi, f. 26.2. 1984, nemi í Grunnskóla ísafjarðar. Systkini Skarphéðins eru Sölvi Magnús, sjómaður á ísafirði, f. 27.5. 1959. Steinvör Ingibjörg, skrif- stofukona í Reykjavík, f. 16.7. 1960. Jón Finnbogi, smiður í Grundarfirði f. 15.4. 1963. Veigar Sigurð- ur, stýrimaður á ísafirði, f. 1.8. 1964, og Njáll Flóki, stýrimaður á ísafirði, f. 2.12. 1974. Foreldrar Skarphéðins eru Gísli Sölvi Jónsson verkstjóri, f. 8.1. 1937 og kona hans Soffia Mar- grét Skarphéðinsdóttir listakona f. 17.6. 1938, búsett á ísafirði. Skarphéðinn og frú taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 27.12. eftir kl. 20.00. Gísli Kristinsson Wium Gísli Kristinsson Wi- um, Hátúni 11, Keflavík, verður fimmtugur á ann- an í jólum. Starfsferill Gísli fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Kópa- vogi. Han stundaði nám við Vélskóla íslands.lauk þaðan prófum 1970. Gísli var sjómaður frá ^ fimmtán ára aldri, á bát- Gísli K. Wium. um og togurum en kom í land 1978. Hann hefur starfrækt og unnið við Kælitækjaþjónustu Gisla Wium í Keflavík frá 1984. Fjölskylda Gísli kvæntist 26.12. 1980 Kolbrúnu Aradóttur, f. 4.9. 1950, húsmóður. Þau hófú sambúð 1976. Kol- brún er dóttir Ara Jóns- sonar sem er látinn, og Nönnu Baldvinsdóttur. Þau bjuggu á Þórshöfn á Langanesi en Nanna býr nú í Keflavík. Böm Gísla og Kolbrúnar eru Nanna Wium, f. 3.5. 1978; Krist- ín Wium, f. 31.8. 1980; Heiðar Þór- hallsson, f. 21.6. 1970, (stjúpsonur Gísla). Systkini Gísla eru Hildur K. Wi- um, búsett í Breiðdalsvík en maður hennar er Sævar Vigfússon; Þór K. Wium, kvæntur Hjördísi Hermanns- dóttir; Sveinn K. Wium. Hálfhróðir Gísla, samfeðra, er Kristinn K. Wium. Foreldrar Gísla: Kristinn Wium, nú látinn, framkvæmdastjóri í Kópavogi, og Marta Sveinsdóttir húsmóðir. Gísli og Kolbrún taka á móti vin- um og ættingjum í sal Karlakórs Keflavíkur, Vesturbraut 17, Kefla- vík á annan dag jóla, eftir kl. 19.30. staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Til hamingju með afmælið 25. desember 85 ára Halldór Bjarnason, Hlíðarvegi 32 A, Siglufirði. 75 ára Brynhildur Stefánsdóttir, Birkihlíð, Reykholti. Böðvar Pétursson, Skeiðarvogi 99, Reykjavík. Einar Helgason, Krummahólum 4, Reykjavík. Guðlaugur Kristófersson, Áshamri 34, Vestmannaeyjum. 60 ára Árni Magnússon skipstjóri, Sunnuhvoli, Seltjamamesi. Eiginkona hans er Móeiður Maren Þorláksdóttir. Þau hjónin verða á Kanarí- eyjum um jól og áramót. Guðveig Sigfinnsdóttir, Barónstíg 41, Reykjavík. Lilja Guðsteinsdóttir, Funalind 1, Kópavogi. Sigríður Svavarsdóttir, Akurgerði 12, Akranesi. 50 ára Gísli Sæmundsson, Grenihlíð 3, Sauðárkróki. Jenný Steindórsdóttir, Bauganesi 1, Reykjavik. Kristín Jóhanna Andrésdóttir, Engjavegi 85, Selfossi. Magnús Daníelsson, Borgarvegi 23, Njarðvík. Þorsteinn Sigurjónsson, Blesugróf 18, Reykjavík. 40 ára Ármann Hauksson, Víðigrund 6, Akranesi. Davíð Stefánsson, Karlsbraut 20, Dalvík. Edda Axelsdóttir, Berjarima 61, Reykjavík. Friðrik Björgvinsson, Brimhólabraut 19, Vestmannaeyjum. Guðrún Valdimarsdóttir, Grænabakka 6, BUdudal. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Huldulandi 11, Reykjavík. Hrönn Jónsdóttir, Dvergaborgum 8, Reykjavík. Ingunn Sigurgeirsdóttir, Gónhóli 20, Njarðvík. Jónas Hallgrímsson, Lundahólum 2, Reykjavík. Magnús Einarsson, Spóahólum 8, Reykjavík. María Kristín Bjömsdóttir, Klapparbraut 12, Garði. Torfi Axelsson, Túngötu 3, Reykjavik. Vilborg Hafsteinsdóttir, Brekkuhlíð 20, Hafnarfirði. Wilai Ngamchaiyaphum, Grettisgötu 69, Reykjavík. Urval - gott í bátinn oW millí himt Smáauglýsingar 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.