Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 Afmæli Gunnar Guðmundsson Gunnar Guðmundsson, cand. med., dr. med., prófessor við lækna- deild HÍ og yfirlæknir taugadeildar Landspítalans, Laugarásvegi 60, Reykjavík, verður sjötugur á jóla- dag. Starfsferill Gunnar fæddist við Spítalastíg- inn í Reykjavík og ólst upp við Spít- alastíginn og Lokastíg. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1947, kandídatsprófi í læknisfræði við læknadeild HÍ 1954 og doktorsprófi við HÍ 1966. Guðmundur var námskandídat við Landspítalann en stundaði síð- an framhaldsnám í London, við Royal Victoria Hospital í Belfast, við Neurologiska kliniken Sahlgrenska Sjukhuset og við Lill- hagen sjukhus í Svíþjóð. Hann öðl- aðist almennt lækningaleyfi á ís- landi 1959, er viðurkenndur sér- fræðingur í taugalækningum frá 1959 og viðurkenndur sérfræðingur í geðlækningum frá 1962. Gunnar var sérffæðingur í geð- lækningum við Kleppsspítalann, var ráðgefandi sérfræðingur í taugasjúkdómum við Landspítal- ann, Landakotsspítala og Borgar- spítalann til 1967, stofnaði Tauga- lækningadeild Landspítalans 1967 og hefur verið yfirlæknir hennar siðan. Hann var skipaðm- prófessor í taugasjúkdómafræðum við lækna- deild HÍ 1977. Þá er Gunnar trúnaðarlæknir dómsmálaráðuneytisins í lögræðissviptingarmái - um frá stofhun embættis- ins 1986. Hann kenndi við Hjúkrunarskóla ís- lands 1962-77 og kennir við námsbraut í hjúkrun- arfræðum við HÍ frá 1976. Gunnar var formaður Félags læknanema 1953-454, félagi í Læknafé- lagi íslands frá 1959, ann- ar stofnenda Félags is- lenskra taugalækna 1960 og hefúr verið ritari þess og formaður um margra ára skeið, ritari Félags sér- fræðinga í Reykjavík er það var stofnað 1962, formaður Félags yfir- lækna 1969-71, fulltrúi Félags ís- lenskra taugalækna í Samtökum Norrænna taugasérfræðinga frá 1960, félagi í Geðlæknafélagi íslands frá 1964 og gjaldkeri þess um skeið, fulltrúi íslenskra taugalækna í al- þjóðasamtökum taugasérfræðinga, World Federation of Neurology frá 1961, varaforseti læknadeildar 1978-80, í deildarráði læknadeildar 1982-86, í læknaráði Landspítalans 1982-83, varaformaður læknaráðs Landspítalans 1983-84, formaður Líf- og læknisfræðideildar Vísinda- ráðs íslands frá stofnun 1987-91 og deildarforseti læknadeildar 1990-92. Gunnar er kjörfélagi í Vísindafé- lagi íslendinga frá 1980, kjörfélagi í The American Neurolog- ical Association, félagi í American Association for the Advancement of Sci- ence American Epilepsy Society, New York Academy of Sciences, í ritnefiid Cephalalgia, (al- þjóðlegt rit um höfúð- verki) frá stofnun 1990-94, forseti 28th Scandinavian Congress of Neurology 1990, í stjóm Minningar- sjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar til stuðnings nýjungum í læknis- fræði og formaður frá stofnun sjóðs- ins 1980, fulltrúi HÍ í stjóm Anders Jahres Medisinske Priser 1989-97 en sá sjóður veitir hæstu verðlaun í læknisfræði á Norðurlöndum og sit- ur í ritnefnd alþjóðlega tímaritsins Amyloid frá stofnun þess 1993. Gunnar var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1995. Gunnar hefur þegið fjölda erlendra styrkja vegna náms og vísindarannsókna. Hann hefúr rit- að, einn eða ásamt öörum, hátt á annað hundrað ritsmíðar, sem flest- ar em birtar í erlendum fagtímarit- um. Hann hefúr verið gestafyrirles- ari við fjölda háskóla, vestan hafs og austan og þá einkum fjallað um flogaveiki, MS-sjúkdóminn og arf- gengar heilablæðingar. Fjölskylda Gunnar kvæntist 17.3. 1951 Sigur- rós Unni Sigurbergsdóttur, f. 9.7. 1928, sjúkraliða. Hún er dóttir Sig- urbergs Ásbjömssonar skósmíða- meistara, fyrst í Ólafsvík en síðar í Keflavík, og Oddnýjar Guðbrands- dóttur húsmóður. Böm Gunnars og Sigurrósar Unn- ar em Guðmundur, f. 16.7. 1951, arkitekt í Reykjavík, kvæntiu- Mar- gréti Maríu Þórðardóttur tannlækni og eiga þau eina dóttm-; Oddný Sig- urborg, f. 31.10. 1955, hjúkrunar- fræðingur og BA í rekstrarhag- fræði, búsett í Reykjavík en hún á tvær dætur með Ásgeiri Smára Ein- arssyni listmálara; Gunnar Steinn, f. 16.4.1960, cand. scient í líffræði og fiskeldi, búsettm- í Noregi, kvæntm Berit Solvang, caind. mag. í líffræði og adjunkt í líffræði og eiga þau tvær dætm; Einar Öm, f. 5.10. 1961, rithöfúndm í Reykjavík. Systir Gunnars er Guðrún Salóme Guðmimdsdóttir, f. 18.7. 1928, húsmóðir í Reykjavik, gift Magnúsi Þorsteinssyni bamalækni. Foreldrar Gunnars vom Guö- mundm Jónsson Guömundsson, f. 17.3. 1899, d. 10.12. 1959, prentari í Reykjavík, og Salóme Guðrún Jóns- dóttir, f. 4.4. 1906, d. 11.1. 1953, fata- hönnuðm. Gunnar verðm að heiman á afmælisdaginn. Gunnar Guömundsson. Hálfdán Þorgrímsson Hálfdán Þorgrímsson, verkamað- ur og fyrrv. bóndi, Mávabraut 8a, Keflavík, verðm sjötugm á morgun. Starfsferill Hálfdán fæddist í Garði í Núpa- sveit í Norðm-Þingeyjasýslu en ólst upp á Presthólum í sömu sveit. Hann lauk búfræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1947. Hálfdán var bóndi á Presthólum á ámnum 1947-58 og á Hrauntúni 1958-90. Þá flutti hann til Keflavíkm þar sem hann hefúr unnið síðan sem byggingaverkamaðm hjá ís- lenskum aðalverktökum. Fjölskylda Eiginkona Hálfdáns er Hjördís Vilborg Vilhjálmsdóttir, f. 9.6. 1938, starfsmaðm í flugeldhúsi. Hún er dóttir Vilhjálms Ásgríms Magnús- sonar, bónda á Stóm-Heiði í Mýr- dal, og Amdísar Kristjánsdóttm húsfreyju. Böm Hálfdáns og Hjördísar Vil- borgar eru Vilhjálmm, f. 10.10.1957, sjómaðm í Njarðvík, kvæntm Bára Jónsdóttm og eiga þau þrjú böm; Guðrún, f. 26.4. 1959, bóndi á Sam- bæ í Holtum, gift Ólafi Pálssyni og eiga þau fjögur böm; Þorgrímm, f. 13.9. 1960, starfsmaðm Hitaveitu Suðumesja, búsettm í Keflavík og á hann þrjú böm; Amdís, f. 30.3. 19964, skrifstofumað- m í Keflavík, gift Magn- úsi Magnússyni og eiga þau tvö böm; Þórir, f. 9.9. 1965, sjómaðm í Njarðvík, kvæntm Ester Óskars- dóttm og eiga þau tvö böm. Systkini Hálfdáns eru Guðmundur, f. 23.5. 1926, fyrrv. bæjarverkstjóri á Húsavík; Þorbjörg, f. 3.9. Hálfdán 1929, húsmóðir í Keflavík; Þorgrímsson. Ármann, f. 10.1. 1932, hús- gagnasmiðm á Akureyri; Jónas, f. 20.00. 21.6. 1934, fyrrv. bóndi á Presthól- um, nú starfsmaðm hjá Silfmstjömunni; Þóra, f. 16.5. 1938, fulltrúi í Reykjavík; Halldór, f. 12.12. 1939, bifvélavirki i Kópavogi. Foreldrar Hálfdáns: Þor- grímm Ármannsson frá Hraunkoti í Aðaldal, bóndi á Presthólum í Núpasveit, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Garði í Núpasveit. Hálfdán tekur á móti gestum þann 27.12. kl. Guðríður Fjóla Óskarsdóttir Guðríðm Fjóla Óskars- dóttir húsmóðir, Hjalla- braut 33, Hafnarfirði, er áttræð í dag, Þorláks- messu. Starfsferill Fjóla fæddist á Hell- issandi en ólst upp í Beravík 1 Breiðuvíkm- hreppi á Snæfellsnesi. Hún vann við bústörf í foreldrahúsum á Ingjalds- hóli og í frystihúsi á Hell- issandi. Þá stundaði hún hótel- og þjónustustörf í Reykjavik um skeið og var síðan í kaupavinnu á ýmsum bæjum, m.a. við búið á Bessastöðum á fyrri hluta fimmta áratugar- ins. Fjóla og eiginmaðm hennar fóm að búa 1946 og sinnti hún þá heimilis- störfúm og bamauppeldi. Þau hjónin bjuggu tvö fyrstu árin á Akranesi en síðan í Hafnarfirði upp frá því. Eftir að börnin fóra að stálpast fór Fjóla að vinna í fiski og við aðra matvæla- Guöríöur Fjóla Óskarsdóttir. vinnslu í Hafnarfirði eða í rúma tvo áratugi. Hún hefm dregið úr vinn- unni sl. áratug en ferðast nú mikið og leggur rækt við eldri og yngri vini og vandamenn. Fjölskylda Fjóla og eiginmaðm hennar hófu sambúð 1946 og giftu sig 1949. Eigin- maðm hennar var Karl Elíasson, f. 17.2. 1911, d. 12992, húsvörðm á Sól- vangi í Hafnarfirði. Hann var sonm Elíasar Kristjánssonar. Böm Fjólu og Karls era Elías Andri Karlsson, f. 20.4. 1946, flug- virki en hann eignaðist þrjú böm en eitt þeirra dó í bemsku, og eitt fóstmbam; Ómar Sævar Karlsson, f. 4.7. 1949, pípulagningarmeistari og á hann þrjú böm; óskírð dóttir, dó í fæðingu 1953; Óskar Gísli Karls- son, f. 17.8. 1954, iðnrekstrarfræð- ingm og á hann fjögur böm; Sól- björg Karlsdót+ir, f. 7.4. 1959, fiskút- flytjandi en hún á tvö böm. Fjóla er fjórða elst af fjórtán systkinum en eitt þeirra dó í bam- æsku. Fjóla á nú níu systkini á lífi. Foreldrar Fjólu voru Óskar Jósep Gíslason, f. 25.6. 1889, bóndi á Hellu í Beravík og á Ingjaldshóli við Hell- issand, og sjómaður á sínum yngri áram, og k.h., Pétrún Sigmbjörg Þórarinsdóttir húsfreyja. Sigurjón Petersen Magnússon Sigurjón Petersen Magnússon sjó- maðm, Borgarhrauni 13, Grinda- vík.verðm fertugm á jóladag. Starfsferill Sigurjón fæddist í Keflavík en ólst upp í Grindavík og hefm átt þar heima alla tíð. Hann lauk skyldu- námi og síðar prófi sem matsveinn. Sigurjón fór ungm til sjós og hef- m stundað sjómennsku í tuttugu ár. Hann hefrn starfað í Golfklúbbi Grindavíkur. Fjölskylda Siguijón kvæntist 23.11. 1979 Rúnu Adolfsdóttm, f. 24.9. 1958, d. 12.11. 1997, bankastarfsmanni. Hún var dóttir Adolfs Björgvinssonar, sem er látinn, og Ambjargar Sæ- bjömsdóttm húsmóðm. Fósturfaðir Rúnu var Bjami Olsen. Böm Sigurjóns og Rúnu era Magnús Þór, f. 29.6.1977, verkamað- m en unnusta hans er Þór- dís Bragadóttir, f. 11.11. 1977; Bjami Þór, f. 4.2. 1981, nemi; Þuríður Svava, f. 7.4. 1986. Systkini Sigmjóns era Valgerðm Magnúsdóttir, f. 18.6. 1960, skrifstofumað- ur, búsett í Njarðvík; Sverrir Þór, f. 14.4. 1975, verkamaðm. Hálbróðir Siguijóns, sammæðra, er Guðmund- ur Th. Óiafsson, f. 18.10. 1953, verslunarstjóri. Foreldrar Sigmjóns era Magnús Þór Sverrisson, f. 11.2. 1938, fyrrv. út- gerðarmaðm og fisk- verkandi í Grindavík, og Þmíðm Hrefna Sigur- jónsdóttir, f. 6.2. 1938, húsmóðir. Sigurjón Tll hamingju með afmælið 26. desember 85 ára Ingvar Agnarsson, Kolgröfum, Grundarfirði. 80 ára Jón Sigurðsson, Hvoli I, Kirkjubæjarklaustri. 75 ára Benedikt Egilsson, Hlíf II, Torfhesi, ísafirði. Hjördís Óladóttir, Engimýri 12, Akureyri. Jón Sandholt Jónsson, Álfaskeiði 64, Hafharfh-ði. 50 ára Anna Bjömsdóttir, Bakkabraut 14, Vík. Hjördís Baldursdóttir, Boliagörðum, Seltjamamesi. Jón Þór Ólafsson, Markholti 6, Mosfellsbæ. Valur Danlelsson, bóndi að Fomhaga í Hörgárdal. Hann og kona hans taka á móti ættingjum og vinum í félagsheimilinu Melum í Hörgárdal frá kl. 20.00 á afmælisdaginn. 40 ára Berglind Eyjólfsdóttir, Rauðagerði 22, Reykjavík. Geir Eyjólfsson, Bárastig 16, Sauðárkróki. Guðrún Kristjana Jakobsdóttir, Framnesvegi 63, Reykjavík. Ingveldur Jóna Magnúsdóttir, Gilhaga, Ölfushreppi. Jenný Ólafsdóttir, Valhúsabraut 2, Seltjamamesi. Magnús Arinbjömsson, Kársnesbraut 97, Kópavogi. Nikulás Peter John Hannigan, Hvassaleiti 99, Reykjavík. Óskar Tómasson, Stigahllð 22, Reykjavík. Sigríðm Tryggvadóttir, Hlaðhömrum 4, Reykjavik. Siguijón Haraldsson, Móasiðu 1, Akureyri. Valgerður Margrét Skúladóttir, Kleppsvegi 118, Reykjavík. staögreiöslu- og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.