Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1998 Fréttir Stúlka með annars stigs bruna á hendi eftir slys: Blysið sprakk í höndunum á henni - fleiri slys vegna sams konar blysa sem virðast hafa verið gölluð Birna ásamt föður sínum, Magnúsi Ingvasyni. Hún held- ur á blysinu sem sprakk í hendi hennar á gamlárskvöld. Birna er eitt fjölmargra ungra fórnarlamba þessara göll- uðu blysa. DV-myndir Pjetur hefði skaddast betur fer ekki,“ segir Guðrún. því að þetta var Stúlkan fékk hins vegar annars í þeirri hæð. stigs bruna á höndina og afi henn- Það gerðist sem ar brenndist einnig á hendi. Ung stúlka, Bima Ýr Magnús- dóttir, varð fyrir heldur óskemmti- legri lífsreynslu á gamlárskvöld þegar hún var að fagna áramótun- um ásamt fjölskyldu sinni. Blys sem hún hélt á sprakk í hendi hennar með þeim afleiðingum aö hún hlaut annars stigs brunasár á hendi. Stúlkan var ásamt foreldrum sínum, þeim Guðrúnu Agnesi Þor- steinsdóttur og Magnúsi Ingva- syni, og yngri systur sinni hjá afa sínum og ömmu. Afi stúlkunnar hélt á blysi sem þótti mjög fallegt og brann á eðlilegan hátt. „Hann kveikti síðan á sams kon- ar blysi og rétti barnabami sínu það svo að það gæti haldið á svona blysi líka,“ segir Guðrún. Afinn kveikti í blysinu og var að rétta stúlkunni það þegar það sprakk í loft upp með háum hvelli. „Ég stóð beint fyrir aftan hana og var mest hrædd um að andlitið Hér sést hvernig blysið leit út áður en kveikt var á því og síðan hvað eftir var af því þegar það haföi sprungið. Litlar merkingar Á blysinu em leiðbeiningar þar sem stendur að halda eigi utan um handfangið og beina því frá líkam- anum. Það em hins vegar einu merkingamar á því. Ekkert stendur t.d. um hver framleiðir blysin eða hvenær það er framleitt. Það eina sem kemur í Ijós þegar notaða blys- ið er skoðað er að um það em vafin gömul dagblöð. Guðrún segir að öllum hafi brugðið mikið þegar hvellurinn heyrðist. Þeir sem vora innan dyra þustu strax út til að gá hvað um væri að vera. Magnús bætir því við að blossinn hafi einnig verið gríðar- legur beint framan í alla. Stúlkunni brá að sjálfsögðu gífúrlega. Magnús segir að slíkt hafi aldrei komið fyrir hann eða annan sem hann þekkir. „Auðvitað má segja að hún hefði átt að vera með hanska. Samt sem áður á það ekki að geta gerst að handblys springi á þennan hátt.“ Fleiri tilvik Hjá slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur fengust þær upplýsingar að margir hefðu komið þangað vegna sams konar blysa. Hátt í 30 tilfelli. Þaö er því ljóst að þessi framleiðsla er eitthvað gölluð, hverju sem um má kenna. Blysið var keypt í litlum skúr við Umferðarmiðstöðina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er skúr þessi i eigu fyrirtækis sem heitir Kanó ehf. Ekki fundust forsvars- menn þess fyrirtækis í gær. -HI nýbygg- ingu Slökkvilið Reykjavíkur var kallað að nýbyggingu viö Blesugróf um klukkan hálffjögur í gær. Þar hafði neisti, líklega af flugeldi, hlaupið í vinnufót og kveikt í þeim. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og lögreglan reykræsti síðan húsið. Byggingin var ómáluð en steypt í hólf og gólf og mim það hafa bjargað því að ekki fór verr. -HI Kona kærði nauðgun Kona á þrítugsaldri kærði nauðg- un til lögreglu rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Atburðurinn á að hafa átt sér stað á vínveitingastað í Reykjavík. Einn hefúr verið hand- tekinn, gmnaður um verknaðinn. luuifnirfí i uiiii uTíiinÉtiii Slökkviliðsmenn að störfum við Blesugróf. DV-mynd S Áramót víðast vel heppnuð Hjá flestum lögreglustöðvum sem DV talaði við bar mönnum saman um að áramótin hefðu víðast verið vel heppnuð. Mikill erill var þó hjá lögreglu enda margir að skemmta sér á sama tíma. Töluverð ölvun fylgdi þessum samkomum og nokk- uð var um pústra. Menn em al- mennt á því að þessi áramót hafi verið rólegri en i fyrra. Hjá lögreglunni í Reykjavík bár- ust 11 tilkynningar um líkamsárás- ir, 23 um skemmdarverk og 11 vom teknir fyrir ölvun við akstur. 12 um- ferðaróhöpp vom einnig tilkynnt. Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlög- regluþjónn er ánægður með áramót- in og segir þau rólegri en oft áður. Svipaða sögu var að segja af lög- reglunni á Akureyri. Þar var tölu- verður erill vegna mikils mann- íjölda í miðbænum. Fólki fór þó að faekka töluvert um klukkan átta. Áramótin vora almennt róleg hjá lögreglunni um land allt. Hjá slysadeild Sjúkrahúss Reykja- vikur fengust þær upplýsingar um að fleiri óhöpp vegna flugeldaslysa hefðu komið á þeirra borð en venju- lega, einkum vegna blysanna sem fjallað er um annars staðar í blað- Landsmenn kvöddu liðiö ár og fögnuðu því nýja með hefðbundnum hætti. Fjöl- menni var við áramótabrennur að vanda. Á Geirsnefi voru þessar ungu dömur við brennuna þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður. Þær bættu sér það upp með því að heilsa upp á jólasveininn sem einnig mætti á staðinn. DV-mynd S inu. Að öðra leyti hefðu álíka marg- ir leitað aðstoðar og á venjulegri helgi. Hjá Slökkviliði Reykjavikur vora hátt í 10 útköll þessa nótt. Þau vora minni háttar. -HI Ráðist á mann Fjórir ungir piltar á aldrinum 16-17 ára réöust á mann í Sörla- skjóli í Reykjavík nálægt brenn- unni laust eftir miðnætti á gamlárskvöld. Lömdu þeir hann og spörkuðu í hann liggjandi. Eft- ir því sem best er vitað var árásin gjörsamlega tilefnislaus. Maður- TTÍ ílTTÍíii íTÍTÍTn 111 i i Tt i n I» inn nefbrotnaði og hlaut áverka í andliti. Piltamir vora handteknir skömmu eftir verknaðinn og telst máliö nú upplýst. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Innan- klæða vora þeir með heimatilbún- ar sprengjur. Eldur í Stuttar fréttir r>v Mikil veröbréfaviöskipti Viðskipti á Verðbréfaþingi ís- lands í desember 1997 urðu þau mestu á einum mánuði í sögu þings- ins, alls 27,7 milljarðar, sem er 1,5 milljörðum meira en í fyrri met- mánuðinum, október 1997. Heildar- viðskipti ársins urðu tæpir 189 milljarðar króna, rúmlega 58% meiri en á árinu 1996. Menn ársins Rás 2 gekkst fyrir skoðana- könnun meðal hlustenda sinna um hver væri maður ársins 1997. Áhöfti björgun- arþyrlunnar TF Líf var valin. Auðunn Kristins- son sigmaður tók við viðurkenning- unni fyrir hönd áhafharinnar. Framleiösla á ketusan Hugmyndir eru um að reisa verk- smiðju á Siglufirði til að framleiða ketusan úr rækjuskel. Ketusan er bindiefiii sem er notað í megrunar- lyf eða fegrunarlyf. Það er Þormóð- ur rammi sem hugleiðir að reisa verksmiðjuna í samstarfi við bandarískt fyrirtæki. Jakob fær verðlaun Jakob Jak- obsson, for- stjóri Hafrann- sóknastofhun- ar fékk heiö- ursverðlaun úr verðlauna- sjóði Ásu Guð- mundsdóttur Wright 30. des- ember. Jakob fær verölaunin fyrir leiðandi starf á sviði fiskifræði en rannsóknir á því sviöi hafa veriö stundaðar af starfsliði Hafrann- sóknastofiiunar undir forystu hans. Hreppasameining Þann 17. janúar verður kosið um sameiningu hreppa norðan Skarðs- heiðar. Ef sameiningin verður sam- þykkt munu eftirtaldir sex hreppar sameinast í eitt sveitarfélag: Skorra- dalshreppur, Lundarreykjadals- hreppur, Hálsahreppur, Andakíls- hreppur og Hvítársíðuhreppur. íbúar i þessu sveitarfélagi yrðu þá 846. 4 prósent hækkun Bætur almannatrygginga hækk- uðu um 4% frá 1. janúar og hafa þær og önnur félagsleg aðstoð með hækkuninni verið greiddar inn á reikninga bótaþega samkvæmt frétt frá Tryggingastofhun. Nýr útvarpsstjóri Forsætisráö- herra hefúr skipað Markús Öm Antonsson útvarpsstjóra. Markús Öm hafði um skeið gegnt stöðu framkvæmda- stjóra hljóð- varpsdeildar Ríkisútvarpsins en hafði áður verið borgarstjóri Reykja- víkur i þrjú ár. Þar áður hafði Mark- ús Örn verið útvarpsstjóri svo segja má að hann sé kominn aftur heim. Aurskriður féllu Að kvöldi 30. desember féllu margar aurskriður i Suðurdal í FTjótsdal. Ekki ollu þær miklu tjóni en bærinn Sturluflöt var rafmagns- laus í margar klukkustundir í kjöl- farið. Tæki fyrir 40 mil|jónir Álver í S-Afríku hefúr keypt is- lenskan tæknibúnað fyrir 40 millj- ónir króna. Búnaðurinn er til að rétta upp jámtinda i skautgöfflum. Breytt bílaskráning Frá 1. janúar verður aldur biia miðaður við fyrsta skráningardag en ekki árgerð eða framleiðsluár. Bilar verða skráðir í Bifreiðaskrá með þessum hætti, sem er í sam- ræmi við reglur Evrópska efnahags- svæðisins. Nýr Kennaraháskóli 1. janúar gengu í gildi ný lög um Kennaraháskóla íslands. Sam- kvæmt þeim hafa Kennaraháskól- inn, Þroskaþjálfaskólinn, íþrótta- kennaraskólinn og Fósturskólinn verið sameinaðir. -HK/SÁ 11 í I í; iiliíin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.