Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1998 9 I>V Ráðherra vill ólmur ræða um dópsölu sonar Ráðherra í bresku stjóminni vill ólmur ræða um meinta fíkni- efhasölu sautján ára gamals son- ar síns en lögin meina honum að gera það. Máj þetta hefur verið hið vand- ræðalegasta fyrir bresk stjórnvöld sem hafa tekið mjög harða afstöðu gegn fíkniefnum hvers konar. Ráðherrasonurinn ku hafa selt blaðamanni Mirror lítils háttar hass. Blaðamaðurinn var svo handtekinn þegar hann skilaði dópinu til lögreglu. Æsiblaðið Sun ætlaði að birta nafíi ráðherrans umrædda og sonar hans en var bannað það. Bæði blöðin birtu hins vegar löng viðtöl við foðurinn í gær þar sem hann sagðist vilja greina frá nafni sínu en mætti það ekki. Faðirinn neitaði að hafa reynt að hafa áhrif á framgang málsins. Angelsen gefur trillum frjálsan aðgang að fiskl Peter Angelsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, hefur ákveðið að skipta þorskkvótanum fyrir nýbyrjað ár þannig að bátar und- ir tíu metrum fá frjálsan aðgang að miðunum í ár. Hann hefur enn fremm- ákveöið að geyma úthlut- un 20 þúsund tonna af síldarkvót- anum þar til eftir 1. október í haust. Útgerðarmenn eru siður en svo hressir með þessar aðgerðir ráðherrans, einkum þó þeir sem gera út hafskipin. Ráðherrann hefúr verið gagnrýndur fyrir að fylgja ekki ráðleggingum Norges Fiskarlag, heildarsamtaka sjávar- útvegsins, og ráðgjafarnefndar sjávarútvegsráðuneytisins. Sjáv- arútvegsráðimeytið vill hefja við- ræður við Norges Fiskarlag um hvemig hægt sé að stöðva kaup hafskipaflotans á trillukvótum. Gíslar frelsaðir Brasilíska lögreglan frelsaði um 650 gísla sem fangar í Sorocara höfðu haft á valdi sínu nokkra daga. Ekki var hleypt af einu ein- asta skoti í aðgerðunum. Lögreglan hefur fengið mikið lof fyrir óvenju- lega framkomu sina. Reuter Útlönd ítalska leikkonan Sophia Loren gerði sér glaðan dag um áramótin, eins og við hin. Hún var í hópi þeirri stálheppnu sem fengu miða á nýárstónleika Vínarfílharmóníunnar f Vínarborg í Austurríki í gær. Eftir tónleikana brá hún á smá- leik með eínum piltanna úr hinum fræga Vínardrengjakór. símamynd Reuter Aukin spenna eftir morð á NorðuMrlandi Spenna er nú á Norður-írlandi í kjölfar skotárásar á krá í hverfi kaþólikka í Belfast á gamlárs- kvöld þar sem einn maður lét líf- ið. Grunur leikur á að öfgamenn úr röðum mótmælenda hafi stað- ið fyrir árásinni. Fjórir til viðbótar hlutu skotsár, að sögn lögreglunnar. Maðurinn sem lést í árásinni var 31 árs. Hann lést aðeins nokkrum mínútum fyrir miönætti. Að sögn heimildarmanna inn- an öryggissveitanna voru árásar- mennimir tveir vopnaðir riffli og skammbyssu. Þetta var þriðja morðið á Norður-írlandi á aöeins fimm dögum. Ekki sameining í Færeyjum Ekki verður af fyrirhugaðri sameiningu Þórshafnar í Færeyj- um og Kollafjarðar í bráð þar sem Kollfirðingar hafa beðið um þriggja ára umþóttunarfrest. Ætl- unin var aö ein fjárlög giltu fyrir bæjarfélögin frá áramótum, að ögn blaðsins Sosialurin. Hvenær skiptir þú um síur í oílnum þínum ? v I ' ÍFMM FRAM ábyrgö r ( 'JÝBARÐI ehf. Soöatún 4-6, Garðabæ Sími 565 6111 WWW. FRAMEUROPENL Enn einn harmleikurinn í KennedyQölskyldunni: Sonur Roberts skíðaslysi lést í Enn einu sinni er mikill harmur kveðinn að Kennedyfjölskyldunni. Michael Kennedy, 39 ára sonur Ro- berts heitins öldungadeildarþing- manns, fórst á gamlársdag þegar hann rakst á tré í skíðabrekku í Aspen í Kólóradó. Michael var þar í skíðafríi með nokkrum úr fjölskyld- unni. Sveit björgunarsveitarmanna fann Kennedy aðeins nokkrum mínútum eftir að tilkynning hafði borist um meðvitundarlausan skíðamann. Björgunarsveitarmenn veittu honum umfangsmikla fyrstu hjálp á staðn- um og fluttu á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn laust fyrir klukkan 18 að staðartíma. Michael Kennedy er annað af ell- efú börnum Roberts heitins og Ethel konu hans sem lætur lífið með vo- veiflegum hætti. Eldri bróðir hans, David, lést í Palm Beach í Flórída ár- ið 1984 af völdxnn of stórs skammts af kókaíni og öðrum lyfjum. Ethel Kennedy sagði í yfirlýsingu, sem hún sendi frá sér, að fjölskyldan syrgði Michael. Bróðirinn Joseph kallaði slysið hræðilegan harmleik fyrir börn Michaels, eiginkonuna Vicki og alla fjölskylduna. „Við mun- um sakna hans sárt,“ sagði Joseph. Bill Clinton Bandaríkjaforseti frétti af láti Kennedys í nýársfagn- aði í Suður-Karólínu. Hann hringdi þegar í Kennedyfjölskylduna í Aspen og vottaði henni samúð sína. Kennedy komst í fréttir fyrr á ár- inu þegar upp komst um ástarævin- týri hans við hamfóstruna. Stúlkan var yngri en 16 ára þegar það hófst og því undir lögaldri. Reuter NA LENGRA FYRST KEM ÉG SVO BILLINN MINN GUNNAR BERNHARD EHF. VATNAGARÐAR24 SÍMI: 520 1100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.