Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1998
13
I>V
Fréttir
Hólmavík:
Fiskiskip
stækkað
DV, Hólmavík:
Ásdís ST 37 kom nokkrum dögum
fyrir jól til heimahafhar á Hólmavík
eflir miklar breytingar sem gerðar
voru á skipinu.
Þær tóku hátt í
fjóra mánuði.
Um er að ræða
20 ára stálskip
sem var fyrir
breytinguna 27
tonn að stærð
en mælist nú 73
tonn.
Nánast er um
nýtt skip að
ræða, svo mikl-
um hreytingum
hefur það tekið.
Það var bæði
lengt og breikk-
að, ný brú smíð-
uð og nýjar vist-
arverur áhafnar
gerðar sem stað-
settar eru rrndir
brúnni. Dekk
skipsins var hækkað um 50 senti-
metra og settur nýr kælibúnaður í
lestina sem var í öllu bætt og breytt -
klædd ryðfríu stáli sem bætir til
muna alla meðferð afla. Möguleikar
til að halda henni hreinni eru með þvi
besta sem gerist.
„Breytingar á skipinu auka fjölþætt-
ari veiðiskap en verið hefur, svo sem
veiðar með snurvoð," sagði Benedikt
S. Pétursson, skipstjóri og einn eig-
enda að Bassa ehf. sem gerir út Ásdísi
og Ásbjörgu ST 7. Nokkrar fjölskyldur
á Hólmavík eiga hlut í fyrirtækinu.
Ósey hf. í Hafiiarfirði og fyrirtæki því
tengd sáu um aila verkþættina.
Benedikt segir eigendur skipsins
vera mjög ánægða með öll samskipti
við þá aðila sem tóku að sér breyting-
amar. Vélin er 400 hestöfl, sett niður
á síðasta ári. Hún ásamt skrúfubún-
aði og perustefhi var nánast það eina
sem ekki var hróflað við nú. Skipið
hefur nokkuð rúmar veiðiheimildir
og fer til rækjuveiða fljótt eftir ára-
mótin. Skipstjóri er Ingvár Pétursson.
-GF
Áhöfn og eigendur við skipshlið. Frá vinstri: Bjarki Guö-
iaugsson vélstjóri, Ingvar skipstjóri, Birgir Pétursson stýri-
maöur, Daði Guðjónsson, skipstjóri og eigandi, og Benedikt
S. Pétursson, skipstjóri og eigandi. DV-mynd Guöfinnur
Borgarnes:
Jafnréttislög brotin
DV, Vesturlandi:
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt
karla og kvenna voru brotin þegar
ráðið var í stöðu aðstoðarskólastjóra
við Grunnskólann í Borgamesi, sam-
kvæmt niðurstöðu kærunefndar jafn-
réttismála.
Eins og greint hefur verið frá í DV
kærði kona, sem sótti um stöðuna
ásamt 2 körlum úr Borgamesi, til
jafnréttisráðs. Hún taldi að á sér hefði
verið brotið því hún hefði meiri
menntun en sá sem var ráðinn. Hann
fékk 5 atkvæði við skriflega atkvæða-
greiðslu í bæjarstjóm Borgarbyggðar
en hún fjögur.
Konan er með talsvert meiri
menntun en karlinn. Með 225 náms-
matsstig samkvæmt stigatöflu
menntamálaráðuneytis en hann með
182,5. Hún er menntaður sérkennari.
Skólastjóri Grunnskólans í Borgar-
nesi mælti með að annar tveggja
karlumsækjendanna yrði valinn enda
höfðu þeir verið nánir samstarfsmenn
í áratug. Það mun og hafa ráðið vali
skólastjórans að sá sem varð fyrir val-
inu er heimamaður með víðtæka
reynslu í stjómunarstörfum og hann
talinn myndi ílengjast mun lengur í
starfi en konan. Hún er úr Reykjavík.
Kærunefnd jafnréttismála telur að
bæði séu hæf til að gegna stöðunni.
Konan sé þó hæfari vegna menntunar
og starfsreynslu. Rök varðandi sér-
staka hæfhi karlmannsins væm
byggð á huglægu mati. Með því að
fallast á þau rök væri að engu gert
ákvæði jafnréttislaga sem skylda at-
vinnurekendur til að jafiia stöðu
kynja og tryggja að störf flokkist ekki
í kvenna- og karlastörf.
Þeim tilmælum hefur verið beint til
bæjarstjómar Borgarbyggðar að fund-
in verði viðunandi lausn á málinu
sem kærandinn geti sætt sig við.
-DVÓ
UTSALA
r>0
9^
'o
3q~ byrjar 3. janúar oo°lo
''C
Opnunartímar:
Alla virka daga
10-18.30,
laugard.10-16.
Sími/fax 567 6511
Láttu senða þér heim!
Komdu og sæktu!
IO \)i££d m/3 áleggsteg
12“ hvítlauksbrauð
eða Margarita,
2L Coke og hvítlauksolía
Aðeins 1.790 kr.
l\££d m/2 áleggsteg
flðeins 890 kr.
ilÍLd m/2 áleggsteg
Aðeins 990 kr.
HLUTUM VÍSUM
Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi
stærðum og litaúrvalið eykur enn á
fjölbreytnina. Sem dæmi um
hagkvæmnina má benda á að þau
stærstu taka 20% meira en áður — en
eru samt á sama verði!
Þessi vinsælu bréfabindi fást í
öllum helstu bókaverslunum
landsins.
ROÐ OC RECLA
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Sími: 562 8500
Símbréf: 552 8819
Netfang: mulalundur@centrum.is
...GENGUR ÞU
TÍ/AASPARNAÐUR ÖRY6CI FUNDIÐ FÉ
Á RÉTTRI HILLU
MEÐ EGLU