Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR. 2 JANÚAR 1998
15
Af tónmennt
Tónverk frumflutt
Tilefni þessara hugleið-
inga er að höfundur var
fyrir skömmu viðstaddur
afmælistónleika vegna 10
ára afmælis tónlistarskóla
Bessastaðahrepps. Tón-
leikunum var stjómað af
skólastjóranum, Svein-
björgu Vilhjálmsdóttur, og
kennaraliði hennar, en
Sveinbjörg hefur stjómað
skólanum frá upphafi af
miklum metnaði og skör-
ungsskap, við takmarkað-
an kost, en það er víst ekki
einsdæmi.
Frumflutt var tónverk
sem einn af ibúum hrepps-
ins, Karólína Eiríksdóttir
tónskáld, samdi ásamt
nemendunum í tilefni af-
mælisins og nefndi: „Dag-
ur í lifi fjölskyldu á Álfta-
nesi“, og var verkið flutt af
nær öllum nemendum
skólans. Tónverkið var
Myndlist og tónlist voru tæpast tii með þjóðinni fyrr en á þessari öld, segir greinarhöfundur m.a.
Ætli það hafi ekki verið árið
1928 að höfundur þessarar kjall-
aragreinar heyrði í fyrsta sinn lif-
andi tónlist. Það var í
baðstofunni í Árna-
gerði í Fljótshlíð hjá afa
og ömmu, en þangað
kom Ingimundur
Sveinsson, bróðir Jó-
hannesar Kjarvals list-
málara, ásamt Tobbu
fylgikonu sinni. Parið
vakti nokkra athygli á
ferðum sínum, því þau
voru öðruvísi, og svo
lék Ingimundur á fiðlu.
Hvað hann lék er löngu
horfið úr minninu,
nema það að hann
hermdi eftir hljóðum
fugla. Þeir sem enn
muna Ingimund og
náðu að heyra hann
leika listir sínar á fiðl-
una eru sannfærðir um
að þar hafi verið efni í snilling.
„Gimsteinn í mannsorpinu", sem
aldrei var slípaður.
Við sem komin erum á efri ár
og flettum blöðunum til að reyna
að velja milli allra þeirra tónlist-
arviðburða sem á boðstól-
um eru dag hvem hljótum
að leiða hugann að því
hversu margir eðalsteinar
hafa sokkið í mannsorp lið-
inna áratuga og alda og
aldrei fengið að skína.
leikið á mörg hljóðfæri með söngi-
vafi. Mátti í þessum marglita og
misstóra hópi efalaust heyra og
sjá einhvem tón-
snilling framtíðar-
innar en þó enn þá
fleiri sem vegna
þeirrar ögunar,
sem er hluti af tón-
listariðkim og
námi, eiga eftir að
verða færari um að
takast á við
vanda hvers-
dagslífsins og
færari um að
njóta tónlistar
og meta hana.
Fyrir leikmann-
inn, sem á
hlýddi, var
skemmtilegast
að horfa og
hlusta á það
hversu einbeitt
bömin vora, en um leið glöð, yfir
þvi að takast á við þetta erfiða
verkefni. Þó hafði það eflaust
framkallað talsverðan svita, og
jafnvel eitt og eitt tár, hjá stjóm-
endum og flytjendum, áður en sá
árangur náðist, sem raun bar
vitni.
Staða og hlutverk
Þetta leiðir aftur að almennum
hugleiðingum um stöðu og hlut-
verk tónlistamáms og raunar
listanáms almennt í menntun og
menningu þjóðarinnar. Um aldir
höfum við íslendingar haft í há-
vegum þær listgreinar sem á ein-
hvem hátt tengjast sagnalist,
skáldskap í bundnu og óbundnu
máli og skráningu og skýringar
sögulegra heimilda. Myndlist og
tónlist vora tæpast til með þjóð-
inni fyrr en á þessari öld. Því er
ekki von að vægi þeirra hafi verið
jafn mikið og bóklistanna og varla
undravert þótt iðkendur þeirra
hafi verið litnir homauga, jafnvel
hæddir. Á þessu hefur þó orðið
stökkbreyting. Gróska i þessum
listgreinum er nú með ólíkindum.
Samt er eins og uppeldisleg þýðing
lista og listiðkana hafi farið fram
hjá þeim sem ráða menntun lands-
manna. Þær eru oftar en ekki
homrekur í kerfinu sem fyrst eru
settar út í kuldann þegar harðnar
á dalnum og enn þá er Tónlistar-
höllin draumsýn.
Samkvæmt könnun-
um ánetjast fleiri og
fleiri og yngri og yngri
unglingar alls konar
eiturlyfjum. í þeim
hópi era án efa margir
eðalsteinar, sem hljóta
þau örlög að sökkva í
„mannsorpinu" og
enda þar sem „gler-
brot“.
Ein af leiðunum til að fækka
glerbrotunum og fjölga eðalstein-
unum er að kenna æskufólkinu
okkar að iðka og njóta fagurra
lista og þar hafa tónlistarskólamir
stórt hlutverk.
Ámi Bjömsson
Kjallarinn
Arni Björnsson
læknir
„Ein af leiðunum til að fækka
glerbrotunum og fjölga eðalstein-
unum er að kenna æskufólkinu
okkar að iðka og njóta fagurra
lista og þar hafa tónlistarskólarn•
ir stórt hlutverk.”
Tómas Jónsson endurborinn?
Þegar Tómas Jónsson metsölu-
bók eftir Guðberg Bergsson kom
út árið 1966 vakti bókin óskipta at-
hygli og hörð viðbrögð. Lesendur
skiptust i tvö hom og tóku ýmist
afstöðu með eða móti þessari ný-
stárlegu sögu sem reyndist vera
tímamótaverk í íslenskum bók-
menntum.
En hver var þessi Tómas Jóns-
son? í stuttu máli: einstæður karl
í Hlíðunum sem
hafði vægast
sagt einkennileg-
ar skoðanir á
mönnum og mál-
efnum. Hann var
forstokkaður
karlfauskur,
uppfullur af for-
dómum, að-
finnslum og
vandlætingu.
Höfundi tókst
með sögu sinni að skapa einstæða
persónu sem fáir vildu fyrirhitta i
mannsmynd.
Kaldar kveðjur
Við endurútgáfu verksins fyrir
réttum tíu árum greinir höfundur
frá því í formála að hann hafi ver-
ið tregur til að leyfa hana. Hann
segist telja að bókin hafi aðeins
gildi fyrir þá kynslóö sem henni
var beint gegn, þ.e. svokallaðri
aldamótakynslóð.
í lok formálans sendir Guðberg-
ur þessari einstöku sögupersónu
sinni kaldar kveðjur og segir:
Farðu til fjandans, Tómas Jóns-
son, og reyndu að standa þig,
gamli andskotinn, meðal þeirra
sem hafa aldrei kynnst öðram eins
durg og þér. Og vonandi á hann
aldrei eftir að fæðast, hvorki i bók-
menntalíki né þjóðarlíki. Lifðu
heill sem tákn þíns tíma.
Svona var nú það.
Fólk getur sjálfsagt tekið undir
orð Guðbergs um að vonandi
kynnumst við ekki aftur slíkum
postula og Tómasi. Hann var fyrst
og fremst tákn síns
tíma. Eða hvað?
Ofangreind orð um
Tómas Jónsson hafa
æ oftar rifjast upp
hjá undirrituðum við
lestur kjallaragreina
í DV sem séra Guð-
bergur ritar nokkuð
reglulega. Þær ein-
kennast iðulega af að-
finnslum, geðvonsku
og sérviskulegu pipi.
Greinamar era oft
líkastar því að höf-
undurinn hafi verið
ungur reiður maður
sem hafi breyst í
þröngsýnan vandlæt-
ingapostula í tímans
rás. Stundum hefur
flögrað að mér að þama sé Tómas
Jónsson sjálfur kominn, endurbor-
inn!
Einkennilegar skoöanir
Sjaldan hefur Guðbergur slegið
jafnmikið vindhögg og í nýlegri
kjallaragrein í DV sem fjallar um
viðbrögð fólks við bókinni Sálu-
messa syndara eftir Ingólf Mar-
geirsson. Eins og fólki mun vera
kunnugt sætir bók þessi mikilli
gagnrýni um þessar
mundir vegna hugs-
anlegra brota á skrif-
uðum og óskrifuðum
lögum. Guðbergi
finnst það hins vegar
hinn mesti óþarfi að
vera að hnýta í að-
standendur bókarinn-
ar og skora á almenn-
ing að láta þá í friði.
Þá úthúðar hann bók-
menntagagnrýnanda
sjónvarpsins sem
hafði sagt skoðun
sína á bókinni og hef-
ur allt á hornum sér.
Ég gat ekki varist
þeirri hugsun við
lestur kjallaragrein-
arinnar að hér væri
Tómas sjálfur lifandi kominn,
a.m.k. góður partur af honum.
Tómas Jónsson bjó í kjallaraí-
búð þar sem hann sá veröldina
með sinum einkennilegu gleraug-
um. Það er hins vegar engu líkara
en hann hafi fetað sig inn á síðu
DV og skrifi þar kjallaragreinar
reglulega undir dulnefninu Guð-
bergur Bergsson.
Þannig var nú það.
Bjarki Bjamason
„Sjaldan hefur Guðbergur slegið
jafnmikið vindhögg og í nýlegri
kjallaragrein I DV sem fjallar um
viðbrögð fólks við bókinni Sálu-
messa syndara eftir Ingólf Mar-
geirsson."
Kjallarinn
Bjarki Bjarnason
framhaldsskólakennari
Með og
á móti
Á utanrikisráðuneytið að
heimila fleiri ferðir líkt og
ferð Ástþórs?
Svelnn Rúnar
Hauksson læknir.
En ekki hvað?
„Dettur einhverjum í hug að
setja sig upp á móti því að farin sé
ferð til þess að gleðja og reyna að
hjálpa veikum og nauðstöddum
bömum? Góðgerðarstarf sem þetta
nær vissulega
ekki nema til ör-
fárra og leysir
ekki þann vanda
sem þama er.
Það beinir hins
vegar athygli
heimsins að
honum. í þessu
tilviki kom líka
skýrt fram hjá
Ástþóri Magnús-
syni að megin-
markmið Friðar 2000 og jólasveins-
ins væri að taka undir þá kröfu,
sem verður æ háværari, að hætta
beri án tafar refsiaðgerðujn gegn
írak. Það minnir okkur á að ríkis-
stjóm íslands tekur formlega þátt í
hryðjuverkum gegn íröskum al-
menningi sem felast í því að svelta
þjóðina til dauða, ekki síst böm og
aðra þá sem minnst mega sín.
Hvert mannslíf er dýrmætt og ef
það tekst að bjarga lífi litlu stúlk-
unnar sem flutt var frá Bagdad á
sjúkrahús í Hollandi er tilgangi
ferðarinnar náö. Stúlkan er lifandi
tákn þeirra afleiðinga sem refsiað-
gerðimar hafa: Læknar og sjúkra-
hús geta ekki sinnt tilgangi sínum
vegna skorts á lyfium og tækjum.
Refsiaðgerðimar eru siðferðislega
rangar og það ber að hætta þeim án
tafar. Ég get ómögulega litið þannig
á að ferð Ástþórs Magnússonar hafi
haft þau áhrif að íslendingar séu í
augum heimsins álimir vera að
rétta hlut Saddams Husseins. Hún
hefur einungis bent á afleiðingar
viðskiptabannsins á hag þeirra sem
minnst mega sín í írak.“
Ekki án sam-
ráðs við SÞ
„Ég tel að
slíkar heimildir
verði að fara í
gegnum þær al-
þjóðlegu stofn-
anir sem við
störfum með í
málum af þessu
tagi. Ef fleiri
ferðir, eins og
sú sem Ástþór
Magnússon fór,
verða famar verður að búa þannig
um hnúta að ekkert fari milli mála
að einungis sé verið að bjarga þjáð-
um bömum á þessum stað en ekki
að það lítí svo út aö verið sé að hvít-
þvq ásjónu Saddams Husseins. Ef
það er ekki gert er mjög hætt við
því áð íslendingar verði í augum
heimsins spyrtir saman við
Saddam Hussein og stjóm hans. Öll
höfum við samúð með bömum sem
þjást í írak. Það fer ekki á milli
mála. En neyðarástand þeirra er
hluti af miklu stærra máli og alvar-
legra. Því þarf að taka tillit til þess
hvemig hægt er að aðstoða þessi
böm án þess að sá slæmi málstaður
sem Saddam Hussein hefur staðið
fýrir sé um leið hvítþveginn og
hann sjálfur fái fjöðurí hattinn.
Ástandið í írak er vissulega
grimmdarlegt og vonandi verður
lausn gagnvart þessum þjáðu böm-
um í sjónmáli sem allra fyrst.“ -SÁ
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dyritst@centnun.is.. ..