Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 10
io mennmg
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1998 DV
Að spila ...eða ekki
Ólafur Jóhann Ólafsson er enginn nýgræðing-
ur sem rithöfundur en leikritið Fjögur hjörtu
sýnir að honum lætur ekkert síður að semja fyr-
ir leiksvið. Samtölin eru lipurlega samin og tal-
málið eðlilegt, efni verksins er á mannlegum nót-
um og persónurnar ná vel til áhorfandans. Og síð-
ast en ekki síst: Kímnin gleymist ekki, þó að und-
ir niðri liggi alvaran.
Leiklist
Auður Eydal
Það er helst að Ólafi bregðist bogalistin þegar
kemur að því að reka endahnútinn á verkið. Blá-
botninn var heldur vandræðalegur og er það
reyndar ekki í fyrsta skipti sem erfitt
reynist að loka verki svo vel sé.
Fjórir aldraðir vinir og spilafélagar
hittast eina kvöldstund eins og þeir hafa
gert undanfarin 55 ár eða allt frá því á
menntaskólaárunum. Sá fimmti,
Logi, mætir ekki, en húsráð-
andi sér til þess að auður stóll-
inn hans stendur á sínum stað,
rétt eins og þegar húsmæður
hér áður fyrr lögðu aukabolla
á borð, „bolla Guðs“, fyrir fjar-
staddan gest.
Þetta atriði gerir nærveru
Loga allt að því áþreifanlega
en á meðan vinirnir karpa og
þrefa á sinn hefðbundna hátt
tekur hann síðustu rúbertuna
við allt annað spilaborð.
Manngerðimar eru skýrar
án þess að verða staðlaðar týpur. Þó er prestur-
inn, séra Kristján, ansi klisjukennd persóna frá
höfundarins hendi. Bessi Bjarnason leikur hlut-
verkið kunnáttusamlega af hógværri kímni
þannig að þetta sleppur en persónan er óttaleg
geðluðra og nær ekki þeirri tragísku dýpt sem
sagan vissulega gefur tilefni til.
Hin hlutverkin hafa meiri hljómbotn og leikur
hver sína rullu í samskiptum vinanna. Loftið er
óvenjulega spennuþrungið þetta kvöld, bæði
vegna fjarveru Loga og eins vegna persónulegra
mála sem upp koma, og áður en varir er farið að
viðra út úr pokahornunum. Þó að það sé ekki
sársaukalaust þá skýrast þama ýmis gömul mál,
og verkið verður skemmtileg stúdía á því hvern-
ig vináttan þróast og liflr af þrátt fyrir hremm-
útrás með því að ráðast sem einn maður á Pétur,
hinn eina í hópnum sem ekki náði að fara í fram-
haldsnám og varð „bara“ barnakennari.
Rúrik Haraldsson, Gestur, færðist allur í auk-
ana eftir þvi sem leið á verkið og vann á sterkan
hátt úr persónulýsingunni. Gunnari Eyjólfssyni
brást heldur ekki bogalistin í hlutverki læknisins
og samleikur þeirra tveggja var mergurinn og
þungamiðjan í átökum leikritsins. En Árni
Tryggvason í hlutverki Péturs skapaði engu að
síður eftirminnilegustu persónu verksins með
einlægri og heilsteyptri túlkun sem snart áhorf-
andann verulega.
Verkið tekur sig vel út í Loftkastalanum þar
sem Sigurjón Jóhannsson hefur mótað því um-
gjörð við hæfi og Hallur Helgason leikstjóri legg-
ur áherslu á að láta kunnáttu og hæfni þessara
klassapilta, sem leika hlutverkin fjögur, njóta sín
sem best.
Það er gaman að bera Fjögur hjörtu saman við
Listaverkið sem notið hefur mikilla vinsælda frá
því í vor. Þar er fjallað um vináttusamband
þriggja manna sem á að giska 45 árum yngri en
karlarnir fjórir. í báðum verkunum, þó ólík séu,
er lögð áhersla á gildi vináttunnar, en hún er alls
ekki sykurhúðuð eða átakcdaus.
Eftir að hafa séð Fjögur hjörtu er alveg
óhætt að vænta fleiri verka fyrir leiksvið frá
hendi Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Þetta leik-
rit, svo mcmnlegt og satt sem það er, á áreið-
anlega eftir að lifa og sjást oftar á sviði.
Loftkastalinn sýnir:
Fjögur hjörtu
Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson
Leikstjóri: Hallur Helgason
Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson
Lýsing: Björn B. Guðmundsson
Förðun: Kristín Thors
Kristnihaldið í heild
Aðalstöðin og Sígilt FM ætla>
að flytja Kristnihald undir jökli
í heild sinni á sunnudaginn kl.
16. Leikritiö var flutt í tvennu
lagi yfir há-
tíðarnar eins
og áhuga-
menn hafa
ekki látið
fara fram hjá
sér, en þeir
sem misstu
af geta náð
því núna.
Leikgerðina af skáldsögu
Hafldórs Laxness samdi Sveinn
Einarsson sem einnig leikstýrir
verkinu. í hlutverki Umba er
Hilmir Snær Guðnason sem sló
eftirminnilega í gegn í hlut-
verki Hamlets Danaprins í
Þjóðleikhúsinu um jólin, og
hlutverk Jóns prímusar leikur
Gísli Halldórsson eins og á svið-
inu í Iðnó forðum.
Skýrsla Kronstadts
Á rás 1 verður líka flutt leik-
rit á sunnudaginn kl. 14. Það
heitir Skýrsla Kronstadts, felu-
leikur fyrir raddir, og er eftir
Woifgang Schiffer sem hefur
verið duglegur að kynna ís-
lenskar bókmenntir í Þýska-
landi á undanfömum árum.
Sigrún Valbergsdóttir þýddi
leikinn og leikstýrir honum, en
aðaihlutverkið - Kronstadt sem
les sína undarlegu skýrslu inn
á segulband - leikur Sigurður
Skúlason.
Ágæt heildaráhrif
Söngkvartettar hafa notið mikilla vinsælda í
gegnum árin, sér í lagi karlakvartettar. Eftir
nokkra lægð i kvartettsöng hefur hagur hans
vænkast nú á síðustu árum. Nýir kvartettar hafa
kveðið sér hljóðs og nokkrir þeirra náð tryggum
sessi í tónlistarlífi okkar. Þar gildir hið sama og
í öðrum greinum: Leiðandi einstaklingar og hóp-
ar koma fram á sjónarsviðið með árangri sem
sker sig úr og hvetur aðra til að láta til skarar
skríða og feta eða hlaupa braut þess og þeirra
sem áhugann vekja. Slíkt afreksfólk og leiðarljós
I flokki kvartettsöngvara er að finna á Tjöm í
Svarfaðardal. Sá bær er reyndar orðinn býsna
vanur að ábúendur hans veiti leiðarljósum inn í
íslenskt þjóðlíf.
Tjamarkvartettinn er fyrirbæri sem ekki á að
geta verið til samkvæmt líkindareikningum. Því
það er með ólíkindum að við bræðrabrúðkaup
verði til efni i mjög góðan kvartett, án þess að
Tónlist
Jón Hlöðver Áskelsson
stofnað hafi beinlínis verið til hjúskaparins með
kvartett að markmiði, sem yrði trúlega frekar
ótrygg hjúskaparleið!
Samstilling, hreinn söngur og fallegur radd-
blær hrifu mann strax í upphafi tónleikanna í
Akureyrarkirkju á þriðjudagskvöldið í flutningi
tvísöngslags við íslenska helgikvæðið „María
meyjan skæra". Kvartettinn skipa þau: Rósa
Kristín Baldursdóttir, Kristjana Arngrimsdóttir,
Hjörleifur Hjartarson og Kristján Hjartarson.
Efnisskrá þessarar hátíðartónleika var skipt í
þrennt. í fyrsta efnisflokki vom ljóð og lög um
Maríu guðsmóður. í öðrum voru ljóð og sálmar
tengdir iðrun og yfirbót. En eftir hlé flutti kvart-
ettinn svo innlend og erlend jólalög. Niðurröðun
og val laga og ljóða var gert af smekkvísi og til-
fmningu fyrir ágætum heildaráhrifum tónleik-
anna.
„Bið ég María“ er íslenskt þjóðlag í vanda-
samri en fallegri útsetningu Marteins H. Friö-
rikssonar, sem hefði þrátt fyrir fallegan flutning
þarfnast meiri slípunar af hálfu kvartettsins. Það
er von mín að þessi útsetning eigi eftir að hljóma
oft. Tvö næstu lög eru nýleg, eftir Atla Heimi
Sveinsson: „Maríukvæði“ við samnefnt ljóð Hall-
dórs Laxness og „Haustvísur Máríu" við ljóð Ein-
ars Ólafs Sveinssonar, bæði runnin úr þeirri lag-
línuuppsprettu Atla Heimis sem virðist svo gjöf-
ul á fallega söngva. Næmur flutningur Tjarnar-
kvartettsins á þessum lögum var hrífandi.
Eitt einlægasta, einfaldasta og um leið falleg-
asta jólalag að mínu mati er pólskt og nefnist í
þýðingu Helga Hálfdanarsonar „María kveður
við Jesúbarnið". Söngur kvartettsins á þessu lagi
var sannfærandi og trúr stemningu ljóös og lags.
Þagnir eftir hverjum tveimur ljóðlínum juku á
áhrifamátt túlkunarinnar. Hins vegar voru þagn-
ir milli erinda og ljóðlína ofnotuð í sumum lag-
anna og bitnaði það stundum á eðlilegri fram-
vindu og merkingarlegu samhengi orða i setning-
um.
Lag eftir Bemhardt Lewkovitch, „Maríuvisa", í
ljóðaþýðingu Hjörleifs Hjartarsonar var áhrifa-
mikið með sínum vandsungnu og striðu hljóm-
um. Tvö næstu lögin tilheyra gersemum
okkar íslensku helgisöngva: „Jesú mín
morgunstjarna" og „Grátandi kem ég nú
Guð minn til þín“ í sérlega góðum og fagur-
hljómandi útsetningum Hallgríms Helga-
sonar. Flutningur á þessum lögum var ljóm-
andi góður og maður spyr sig hvers vegna
em þessar útsetningar ekki fastur liður í
söng okkar kirkjukóra? Næsti söngur, „Fyr-
irlátið mér“, lag Jóns Ásgeirssonar við er-
indi úr Lflju er úr óperu Jóns, Galdra-Lofti.
Þar finnst mér gæta viss ósamræmis milli
hins foma orðfæris ljóðsins og rómantísks
tóntaks höfundar lagsins.
í síðari hluta tónleikanna voru aðallega
flutt vel þekkt jólalög og mun ég ekki gera
hverju og einu skil. Mér þykir þó vert að
minna á þá perlu sem við eigum í útsetn-
ingu Jóns Þórarinssonar á gamla íslenska
jólalaginu, „Oss bam er fætt í Betlehem",
sem mér flnnst að sérhver blandaður kór ætti að
flytja um hver jól.
Umgjörð tónleikanna, hin fallega prýdda
kirkja, jók á stemningu og hátíöarbrag. Þaul-
reynd og þjálfuð sviðsframkoma ásamt skemmti-
legum kynningum kemur áheyrendum í beint
samband við kvartettinn og þannig verða áflir
virkir þátttakendur í tónleikunum. Tjarnarkvar-
tettinn er menningarlegur og listrænn íjársjóöur
sem fólk þyrfti að fá að njóta í enn ríkari mæli.
Heimasíða
Listahátíðar
Listahátíð i Reykjavík hefur
komið sér upp vefsíðu fyrir
hina nettengdu. Sé flett upp á
henni eftir slóðinni www.art-
fest.is er hægt að skoöa afla
dagskrá
Listahá-
tíðar á
sumiá
komanda
og lesa
sér til
um há-
tíðina al-
mennt.
Einnig
er hægt
að
smella á
ákveðin
atriði á
dag-
skránni,
einkum
þau
stærstu og frægustu eins og
Afríkuballettinn (Les Ballets
Africains) og Nederlands Dans
Theater, og komast beint inn á
heimasíður þeirra með öllum
upplýsingum, listrænum og
praktískum. Á heimasíðu Hol-
lendinganna má meðal annars
sjá að Reykjavík er komin inn á
planið hjá þeim fyrir 1998.
Alltaf er ákveðin stemning í kringum Ára-
mótaskaup Sjónvarpsins. Áhuginn á því er gríðar-
mikill, fólk flýtir sér heim af brennum og götumar
nánast tæmast á meðan sýning stendur yfir. Um
slíkan þátt veröa auðvitað alltaf skiptar skoðanir
og fólk á örugglega eftir að láta ljós sitt skína á
mannamótum og í „þjóðarsál" á næstu dögum eins
og undangengin ár. Sumir skammast yfir skaup-
inu, aðrir dásama það. Og allt þar á milli.
Áramótaskaup byggist vitaskuld mjög á því sem
borið hefur hátt í fréttum ársins sem er að líða og
Hinar upprunalegu Krydd-
stúlkur voru sterkt og
bragðmikið krydd í Ára-
mótaskaupið 1997.
Skaup
það er annað en auðvelt að velja efnið. Sumt eldist
vel, annað illa. Þannig getur „heitt“ efni orðið dá-
lítið hallærislegt eða þreytt í lok árs. Og fréttavit-
und fólks er afar misjöfn. Þá skiptir jafnvel sköp-
um um afstöðuna til skaupsins hversu vel það
þekkir til einstakra viðburða, manna og málefna,
en stundum eru atriði svo fyndin að ekki þarf fyr-
ir fram þekkingu til að hlæja dátt.
Skaupið á gamlaárskvöld, í leikstjórn Viðars
Víkingssonar, byrjaði vel og hélt góðum dampi.
Atriði voru yfirleitt fremur stutt og snörp og oft
skellti maður hressilega upp úr. Þegar leið á
teygðist þó dálítið úr sumum atriðum. En auðvit-
að er smekkur fólks misjafn og sumir þurfa að
hvíla sig á hlátrinum.
Handritshöfundarnir tíu lögðu margar bráð-
snjallar og skemmtilegar hugmyndir í púkkið,
sem dæmi má nefna „innanbæjarsímtalið", um-
ræðuþáttinn um unga fólkið, knattspyrnuæfing-
una fyrir dvergríkið, „árás“ unglingsins í mið-
bænum, „Intemetsjónalinn", lyftusenuna, sem
Fjölmiðlar
Eggert Þór Bernharðsson
vann verulega á, og rúsínan í pylsuendanum
vom eftirhermur Pálma Gestssonar í lokin. „Upp-
runalegu kryddkonurnar" römmuðu gamanið
inn og voru eins konar bindiefni.
Fjölmargir leikarar komu við sögu, flestir
landsþekktir, og stóðu sig vel. Hópurinn var
ferskur og hafði augljóslega gaman af því sem
hann var að gera. Öll umgjörð var fagmannleg og
i heild var áramótaskaupið 1997 prýðflega heppn-
uð skemmtun.
Krossgátubókin
Krossgátufíklar geta glaðst
yflr því að
Krossgátu-
bók ársins
■ 1998erkom-
in út, full af
ffeistandi
krossgátum
og talnagát-
| um. Ár-
byrgðar-
maður er
Ólafur Páls-
son og út-
8 gefandi er
Ó.P.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir