Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998
i8 utn helgina
Eitt verka Níelsar Hafstein.
Bjöm Bjamason menntarnálaráð-
herra mun í kvöld kl. 20 opna sýning-
una Ný aðfóng í Listasafni íslands.
Sýningin er sú fimmta í röð sýninga á
nýjum aðfóngum safnsins, kaupum og
gjöfum. Þeir listamenn sem eiga verk
á sýningunni Ný aðfóng að þessu sinni
em: Amar Herbertsson, Ásta Ólafs-
dóttir, Erla Þórarinsdóttir, Finnbogi
Pétursson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson,
Hulda Hákon, Ivar Valgarðsson, Kjart-
an Ólason, Kristinn G. Harðarson,
Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Kristján
Daviðssson, Kristján Steingrímur
Jónsson, Níels Hafstein, Ólafur S.
Gíslason, Sigtryggur B. Baldvinsson,
Steingrímur Eyflörð Kristinsson,
Tryggvi Ólafsson, Vilhjálmur Bergs-
son, Þorri Hringsson, Þór Vigfússon
og Þórarinn B. Þorláksson.
Verk Finnboga, ívars, Ólafs S. Gísla-
sonar og Níelsar Hafstein eru einna
fyrirferðarmest á sýningunni.
Verk Finnboga Péturssonar, PendúU,
er tnnamótaverk í sögu íslenskrar sam-
tímamyndlistar. Finnbogi hefur tOeink-
að sér raftækni með áhrifaríkum hætti
og rannsakað samspil hljóðs og rýmis.
Verk ívars Valgarðssonar, Polyfilla
innanhúss og Polyfilla alhliða, em
unnin úr venjulegu spartslefni. Verkin
era unnin eftir þeim reglum módem-
ismans að svipta allri blekkingu af
tungumáli listarinnar.
I verki Níelsar Hafstein, Svartir og
gylltir hestar, leikur Níels sér að goð-
sögulegu viðfangsefhi sem á djúpar
rætur í menningu allra þjóða.
Árið 1991 auglýsti Ólafur Gíslason
að hægt væri að panta listaverk hjá
honum 1 ákveðnum stærðum og hlut-
fóllum. Með verkinu Myndpöntun leit-
ast Ólafur við að ijúfa félagslega ein-
angrun listarinnar og kalla bæði lista-
manninn og samfélagið til ábyrgðar.
Þór Vigfússon viö hluta af einu verki sínu.
A sýningu Lavazza er kaffi hlutgert í formi karlmanns.
Gallerí Sævars Karls:
Galdradrykkurinn
I Galleríi Sævars Karls að Banka-
stræti 7 hefur verið opnuð ljós-
myndasýning á verkum unnum fyr-
ir almanök ítalska kaffiframleiðand-
ans Lavazza.
Listamennirnir eru nokkrir af
frægustu starfandi ljósmyndurum
Evrópu, s.s. ítalinn Marino
Parisotto sem valinn var einn af tíu
bestu ljósmyndurum heims af Photo
France.
Parisotto tók myndir fyrir alman-
ak ársins 1998 sem vísa í hina
kunnu óperu Donizettis, Ástar-
drykkinn.
Þar er kaffið hlutgert í formi karl-
manns sem spilar á tilfinningar
kvenna, við undirleik hins magnaða
drykkjar. Ástardrykkur Donizettis
átti einmitt að leysa úr læðingi eld-
heitar ástriður.
Sýningin stendur til 6. febrúar.
Bjöggi aftur á
Hótel ísland
Sýningar á hinni glæsilegu tón-
listardagskrá Björgvins Halldórs-
sonar hefjast aftur annað kvöld á
Hótel íslandi.
Þar fer Björgvin á kostum með
frábærri stórhljómsveit undir stjórn
Þóris Baldurssonar. Aðrir söngvar-
ar sem taka þátt
í sýningun-
um eru
Guð-
rún Gunnarsdóttir, Eyjólfur Krist-
jánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og
Pétur Guðmundsson. Gestir koma
einnig i heimsókn og taka lagið.
Kynnir er Jón Axel Ólafsson, útsetn-
ingar annaðist Þórir Baldursson og
um sviðsetningu sá Björn G. Björns-
son.
Útvarpið er miðill dægurlagatón-
listar Björgvins Halldórssonar.
Fjöldamörg lög sem hann hefur
hljóðritað hafa hljómað á öldum
ljósvakans í næstum þrjátíu ár.
Dagskráin á Hótel íslandi
hefur yfir sér ákveðinn út-
varpsblæ. Þar er stillt á
ýmsar bylgjulengdir. Allir
ættu því að geta fundið
sína rás, s.s. Gospel, ís-
landslög, lög úr kvikmynd-
um og söngleikjum, Elvis-
lög og íög með Brimkló.
Björgvin Halldórsson
mun án efa halda uppi
fjörinu á Hótel
íslandi.
Serpentsveitin heldur á morg-
un, kl. 17, stórtónleika í Háteigs-
kirkju.
Um er aö ræða brasstónleika
(málmblásturshljóðfæri). Aðal-
verk tónleikanna verða Myndir á
sýningu eftir Modest Mussorgsky
og Sonata al4 eftir Tryggva Bald-
vinsson.
Önnur verk á tónleikunum eru
St. Edmundsbury Fanfare eftir
Benjamin Britten og Festlicher
Einzug eftir Richard Strauss.
Myndir á sýningu er eitt vin-
sælasta verk sinfónískra tón-
mennta.
Sú staðreynd er áhugaverð í
ljósi þess að upphaflega var verk-
ið skrifað fyrir píanó. Myndir á
sýningu er það verk sem oftast
hefur verið umskrifað fyrir hin
ýmsu hljóðfæri. Eftir því sem
næst verður komist er verkið til í
um tuttugu útsetningum.
Verk Tryggva Baldvinssonar er
áhrifaríkt verk sem ekki hefur
áður verið flutt á íslandi.