Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Síða 7
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 7 sandkorn í loftinu Talsvert uppnám varð innan ís- lenska útvarpsfélagsins á dögunum. Eins og kunnugt er rekur félagið, auk Stöðvar 2, útvarpsstöðv- amar Bylgjuna og Stjörnuna. Þessir f]öl- miðlar eru að nokkru samnýttir. Svo bar við á dögunum að morgun- fréttamaður Bylgjunn- ar veiktist án þess að boð um það bærust I tíma þannig að hægt væri að kalla annan í skarðið. Því kom upp sú staða að Óli Tynes sem annast erlendar fréttir var einn á vaktinni þegar dró að fyrsta fréttatíma morg- unsins. Sá fréttatími féll reyndar niður en Óli brá skjótt við og tók að hringja í fréttamenn tii að fá einhvem á vakt- ina. Svo illa vildi til að hann hringdi úr útsendingarherbergi og áttaði sig ekki á því að opið var fyrir útsending- artæki Stjömunnar. Þannig fóru öli samtölin með tilheyrandi orðbragði í loftið. Það vill til að hlustendahópur Stjörnunnar á þessum tíma er frekar þröngur. Þeir vom þó nokkrir árrisulir hlustendur sem hrukku við... Gjörningaveður Eins og greint var frá 1 DV era dæmi um að trillukörlum hafi verið boðið að veiða úr kvótum verkfalls- skipa. Þetta hefur valdiö leiðtogum sjómanna nokkrum pirringi. Þannig mun Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmannasambands- ins, hafa haft á orði í Karphúsinu, daginn fyrir verkfall, „að þetta væri meiri andskotans blíðan“. Hann sá væntanlega fyrir sér að hvert trilluhom færi á sjó til veiða fyrir sægreifana og á kostnað sjó- manna. Guðjón, sem er af kyni Strandamanna sem oftar en ekki era bendlaðir við galdra, lýsti því yfir að hann myndi fara með Homstrendinga- þulu í því skyni að blása af blíðuna. Svo er að sjá að það hafi heppnast því á sama sólarhring og verkfall skall á gerði vetrarveður um allt land og norðaustangarð á Vestfjarðamiðum... Eldvarnateppið Slökkviliðið á Eskifirði þykir öflugt. Þar heldur um stjómvöl Þorbergur Hauksson og gætir þess af einstakri samviskusemi að Esk- firðingar og Reyðfirð- ingar viðhafi réttar eld- vamir. Nýverið var Þorbergur á yfirreið á Reyðarfirði hvar hann tók út nýjan veitinga- stað. Varnir voru í hinu besta lagi að undanskildu því að eld- vamateppi vantaði. Eigandinn taldi slíkt vera óþarft þrátt fyrir eftirgangs- muni. Varð úr að slökkvistjórinn, sem er með umboð fyrir slík teppi, færði vertinum teppi með þeim orðum að hann borgaði ef rekstur staðarins gengi upp. Skömmu síðar kviknaöi í út frá kleinufeiti á staðnum og náðist þá að bjarga frá stórbruna með tepp- inu góða. Vertinn lagði daginn eftir leið sína til slökkvistjórans og borgaði gamia teppið og fékk að auki tvö ný og staðgreiddi. Hann lýsti því jafnframt yfir að slík teppi ættu að vera í hverju húsi og helst tvö ... Gaman að hátta Fréttir DV af þeirri ákvörðun sveit- arstjómar í Akrahreppi að styðja við bakið á bamafjölskyldum með því að reiða fram 100 þúsund- kall meö hveijum ný- bura sem borinn er í sveitinni hafa vakið verðskuldaða athygli um allt land og menn látið fjúka í kviðling- um til að tjá hrifhingu sína á framtakinu. Hér kemur einn þeirra: Gott er líf og glatt í ár og gaman að fara í háttinn, þegar borgast bónus hár, blessaðan fyrir dráttinn. Umsjón: Reynir Traustason Fréttir Akureyri: Stefnir í átök sjálfstæðismanna - uppstillingarnefnd gerir tillögu um aö færa oddvita flokksins í 4. sæti DV, Akureyri: „Sem stuðningsmaður Sigurðar mun ég leggja það til við hann að annaðhvort taki hann 1. sæti listans eða hann verði bara ekki á listan- um. Það að setja Sigurð í 4. sæti er ekkert annað en vantraust á hann,“ segir stuðningsmaður Sigurðar J. Sigurðssonar, oddvita sjáifstæðis- manna í bæjarstjórn á Akureyri, en uppstillingarnefnd flokksins mun ætla að leggja fram tillögu um að Kristján Þór Júlíusson, fyrrum bæj- arstjóri á ísafirði og Dalvík, skipi 1. sæti listans en Sigurður verði færð- ur í 4. sætið og lögð áhersla á að vinna það sæti. Sjálfstæðismenn á Akureyri lentu í kröppum dansi vegna prófkjörs sem þeir viðhöfðu fyrir kosningam- ar 1994 og lauk með því að Jón Kr. Sólnes tók ekki sæti á listanum. Þá var talið að a.m.k. sumt af fylgi Jóns Kr. hefði farið yfir á Framsókn sem vann mikinn kosningasigur. Nú átti að koma í veg fyrir að próf- kjörsbarátta kæmi að stað leiðind- um á milli manna og fela uppstill- ingarnefnd að gera tillögu um skip- an listans. „Það er rétt að ég hef lýst yfir áhuga á að skipa 1. sæti listans áfram þannig að það er ekkert óeðli- legt að ég sé spurður hvernig mér lítist á þessar tillögur. Ég vil hins vegar ekkert um þær segja að svo komnu máli og vísa á formann upp- stillingamefhdar," segir Sigurður J. Sigurðsson um þetta mál. Hann hef- ur setið í bæjarstjóm fyrir Sjálf- stæðisflokkinn nokkuð á þriðja ára- tug og verið óumdeildur foringi flokksins undanfarin ár. Anna Þóra Baldvinsdóttir, for- maður uppstillingamefhdar flokks- ins, vildi ekkert um málið segja annað en að nefndin mundi leggja tillögu sína fyrir fulltrúaráðsfund í næstu viku og þá á að ganga endan- lega frá listanum. -gk Amerískur útiuistarfatnaður Dömu og herrasniö Léttari - Liprari Standastkröfur Cortina Sport | Skólauörðustíg 20 - Sími 5521555 p,u*\'«ss' *.v AUSTURSTRÆTI • BARONSSTIG GLÆSIBÆ • LAUGALÆK LÁGMÚLA • SPORHÖMRUM LANGARIMA • ENGIHJALLA SETBERGSHVERFI0G FIRÐIHAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.