Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Page 11
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998
11
Fréttir
Frá fundi Skipulagsnefndar I Vérslunarskólanum þar sem rætt var um nýtt
bílastæöahús vlö Krlngluna. DV-mynd Pjetur
íbúar Kringl-
unnar óánægðir
Nokkurrar óánægju gætir hjá
íbúum viö Kringluna vegna fyrir-
hugaðra breytinga á bílastæðum
verslunarmiðstöðvarinnar Kringl-
unnar. Óánægjan kom fram á kynn-
ingarfundi Skipulagsnefndar
Reykjavíkur í Verzlunarskólanum í
gær.
Kringlan fyrirhugar í samvinnu
við Reykjavíkurborg að byggja bíla-
stæðahús sem myndi rúma um 380
bíla, á homi Listabrautar og Kringl-
unnar. íbúar em ekki sáttir við til-
lögur skipulagsnefndar og telja að
umferð um Kringluna muni aukast
með tilheyrandi mengun. -sm
tank
Guömundur Breiðfjörö og móöir hans, Marla J. Guömundsdóttir, glaöbeitt ó
svip, enda veröa þau á Karíbahafinu eftir örfáar vikur.
Vinningshafinn í Titanic-leiknum:
Með mömmu til
Karíbahafsins
Guðmundur Breiðfjörð og móðir
hans, María J. Guðmundsdóttir, em
á leiðinni í lúxussiglingu um Karíba-
hafið á vegum DV, Bylgjunnar og
Skifunnar. Guðmundur sigraði
glæsilega í spurningakeppni sem
markaði lokapunkt í stóra Titanic-
leiknum sem fyrirtækin stóðu að.
Guðmundur er vel að sigurlaunun-
um kominn. Hann náði 100% árangri
i erfiðri spumingakeppni og eins og
sannur „séntilmaður" býður hann
mömmu með í siglinguna miklu.
„Það vill einmitt svo vel til að ég
verð þrítugur þann 20. mars og við
stefnum á að halda upp á þrítugsaf-
mælið mitt á Karíbahaflnu," sagði
hinn ánægði vinningshafi í samtali
við DV.
Guðmundur fékk tíu spumingar
svaraði öllum fúUkomlega rétt. Síð-
ar kom á daginn að hann er hafsjór
fróðleiks um kvikmyndir, auk þess
að vita mikið um Titanic. -KJA
Ágústa og Hrafn
höfð fyrir rangri sök
í Dagfara í gær var sagt að
Ágústa Johnson og Hrafn Frið-
björnsson rækju World Class.
Þetta er rangt.
„Þetta er vitleysa. World Class
er rekið af Birni Leifssyni sem er í
samkeppni við okkar fyrirtæki,
Stúdíó Ágústu og Hrafns. Þess
vegna er slæmt þegar okkar nöfn
era svert þegar verið er að tala um
aðrar likamsræktarstöðvar en okk-
ar eigm,“ segir Hrafh vegna þessa.
„Þama fer fram mjög neikvæð
umræða um okkur,“ sagði Ágústa
Johnson, „sérstaklega þegar ver-
ið er að draga þátttöku mína í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík inn í þetta. Þarna fer
fram mjög persónuleg umræða
um okkur vegna máls sem kemur
okkur ekkert við.“
DV biðst afsökunar á rang-
færslum sem fram komu í um-
ræddri grein.
Réttarhald í máli Tálknfirðinga vegna Þryms BA:
Neita að hafa
sökkt Þrym BA
Tveir Tálknfirðingar, sem hafa
verið ákærðir fyrir að hafa dregið
Þrym BA 7 út á Tálknafjörð í nóv-
ember og sökkt honum þar, neituðu
sök þegar héraðsdómari bað þá um
að gera grein fyrir afstöðu sinni til
sakarefna. Mennimir mættu í þing-
festingu málsins á Patreksfirði í gær.
Tálknfirðingunum tveimur er gef-
ið að sök að hafa laugardagskvöldið
15. nóvember farið á farþegaskipinu
Lindu að fjörunni við athafnasvæði
Vélsmiðjunnar Skanda hf. Þaðan
hafi þeir dregið Þrym, 196 brúttó-
lesta skip, út á Tálknafjörð og sökkt
skipsskrokknum á þeim stað sem
kafari frá varðskipi fann flakið
nokkru síðar. Þrymur var fyrir
löngu talinn ónýtur og hafði hrepp-
urinn kvartað yfir því við eiganda
að hann væri til óþurftar við at-
hafnasvæði hafnarinnar. Milijónir
kostar að eyða bát af þessari stærð.
Þrátt fyrir að neita sök um ásetn-
ing viðurkenndu mennimir við
yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa
dregið Þrym á tilteknu farþegaskipi.
Þeir hafi hins vegar verið að flytja
bátinn á milli staða - en hafi ekki
ætlað að sökkva honum. Hvað sem
þessu líður tilkynntu mennimir
ekki um „óhappið".
Auk sakargifta um að brjóta lög
um vamir gegn mengun sjávar meö
því að sökkva Þrym er annar mann-
anna einnig ákærður fyrir að brjóta
siglingalög og lög um lögskráningu
sjómanna með því að hafa siglt
Lindu án þess að skrá áhöfn á skip-
ið.
Jónas Jóhannsson, héraðsdómari
Vestfjarða, hefúr ákveðiö að þegar
vitnaleiðslur fara fram í málinu,
sennilega í mars, muni dómurinn
verða fiölskipaður. Hann mun því
skipa með sér tvo „sérfræðinga".
Jón H. Snorrason saksóknari fer
með málið af hálfu ákæruvaldsins
og hafa sakbomingunum verið skip-
aðir verjendur. -Ótt
Hverfafundir
með borgarstjóra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfa-
fundi með Reykvíkingum á næstu vikum.
Fundirnir verða sem hér segir:
Fyrsti fundurinn verður haldinn mánudaginn 9. febrúar með íbúum Vesturbæjar,
Miðbæjar og Austurbæjar vestan Snorrabrautar.
Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00.
2. fundur verður haldinn mánudaginn 16. febrúar með íbúum íTúnum, Holtum,
Norðurmýri og Hlíðum.
Fundarstaður: Kjarvalsstaðir kl. 20.00.
3. fundur verður haldinn mánudaginn 23. febrúar með íbúum Háaleitis-,
Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Múlahverfis.
Fundarstaður: Réttarholtsskóli kl. 20.00.
4. fundur verður haldinn mánudaginn 2. mars með íbúum Seljahverfis,
Efra- og Neðra Breiöholts.
Fundarstaður: Gerðuberg kl. 20.00.
5. fundur verður haldinn mánudaginn 9. mars með íbúum Laugarness-,
Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda-, Heima- og Vogahverfis ásamt Skeifunni.
Fundarstaður: Langholtsskóli kl. 20.00.
6. fundur verður haldinn mánudaginn 16. mars með íbúum í Árbæjar-,
Ártúnsholts- og Seláshverfi.
Fundarstaður: Ársel kl. 20.00.
7. fundur verður haldinn mánudaginn 23. mars með íbúum Grafarvogshverfa.
Hamra-, Folda-, Húsa-, Rima-, Borga-, Víkur- og Engjahverfi.
Fundarstaður: Fjörgyn kl. 20.00.
8. fundur verður haldinn mánudaginn 30. mars kl. 20.00 með ungu fólki í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fundarefni: Framtíðarborgin Reykjavík.
Á fundunum mun borgarstjóri m.a. kynna áætlanir og framkvæmdir í hverfunum.
Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og
embættismanna borgarinnar. Sýndar verða teikningar og myndir af fyrirhuguðum
framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni.
Sjá hvertafundi á heimasíðu Reykjavíkurborgar: WWW.reykjavik.iS
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.