Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Qupperneq 12
12 Spurningin FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 Spurt á leikskólanum Melbæ á Eskifirði: Hvað er skemmtilegast að gera í leikskólanum? Sigþór Rögnvar Grétarsson: Að róla og fara í fjallgöngu. Birgir Blöndal: Að róla. Guðný Björg Sigurðardóttir: Að leika sér. Emma Björk Hjálmarsdóttir: Að róla. Guðný Ellen Sveinsdóttir: Að róla. Pétur Aron Atlason: Að renna sér í rennibrautinni. Lesendur Mikilvægi sjávarút- vegs þarf að minnka Eru sjómenn orðnir ríkisvaldinu sterkari og valdameiri? Ólafur Einarsson skrifar: Nú er sjómannaverkfall skollið á. Við islendingar stöndum enn einu sinni slyppir og snauðir auk þess að vera vita ráðvilltir, því í landinu er engin forusta sem vill, getur eða þorir að taka á þessu grafalvarlega máli. Ráðherrar, jafnt fagráðherra sjávarútvegs sem hinir, segja eitt í dag og annað á morgun, en allir hafa látið svo að lög verði ekki sett sem skikki sjómenn til að taka til við sín störf. Alþingi hefur brugðist gjörsam- lega í skyldu sinni að setja ný lög um verðmyndun í aflaskiptakerfinu og meðferð flskveiðikvótanna. Því býst enginn við neinu af þessum að- ilum nú, fremur en endranær. Eitt er þó ljóst hverjum lands- manni. Mikilvægi sjávarútvegs þarf að minnka því svona getur þetta ekki gengið lengur. Við íslendingar höfum enda engar skyldur við sjáv- arútveginn eins og hann kemur fyr- ir í dag. Hann er okkur ekki það alfa og omega sem hann var. Hann er okkur afar dýr og utan um hann hefur hlaðist mikið bákn; ráðu- neyti, fiskistofa, rannsóknastofa sjávarútvegs, hafrannsóknarstofn- un, o.fl., o.fl. Meira að segja varð- skipin eru rekin að mestu fyrir og vegna sjávarútvegsins. Óteljandi vanburða og óþarfar stofnanir tvist og bast um þjóðfélagið soga fjár- magn úr ríkissjóði, en skila engu verðmæti. Ný verkefni virðast ætla að skila mun meira verðmæti til efnahags- legs sjálfstæðis en fiskveiðarnar. Má þar nefna hugbúnað af ýmsu tagi, ferðaþjónustu, og nú síðast hina ótrúlegu erfðagreiningu sem er að verða fastur punktur i aðfóng- um á erlendu fjármagni. Fólk vill frekar vinna í þessum störfum. Það eru líka aðeins sjómannsstörfln sem gefa peninga í aöra hönd þeirra sem þau stunda. Ekki fiskvinnslan. Sjómenn eru hins vegar orðnir harðir í horn að taka og setja þjóð- inni og stjórn hennar stólinn fyrir dyrnar. Nú er mál að linni þeim ein- hliða og ójafna leik. Sjómannaaf- sláttinn óréttláta virðist ekki einu sinni hægt að afnema. Af því einu og sér má ráða hversu sjómenn eru orðnir valdamiklir í þjóðfélaginu. - Það er því eðlilegt að mjög margir eru þeirrar skoðunar að nauðsyn sé að vægi sjávarútvegs hér á landi minnki verulega. Nú ætti að vera tækifærið. Varasamt að kaupa málningu Dagný Bjarnadóttir skrifar: Við stóðum í undirbúningi máln- ingarvinnu síðla síðasta ár. Eins og gerist í þeim efnum eru veggir og loft mæld og lítrafjöldinn ákveðinn á þeim forsendum. Við merktmn hvert herbergi fyrir sig og lituðum fyrir- fram litina inn á blað fyrir hvern vegg. - í versluninni Litnum í Síðu- múla var svo blaðið tekið upp, sett á búðarborðið og farið yfir hvern lit og lítrafjöldinn ákveðinn af fagmannin- um. Alls voru níu litir keyptir. Meðan á afgreiðslu stóð hringdi síminn og þurfti afgreiðslumaður að skreppa frá í nokkrar mínútur. Á meðan tók annar starfsmaður við. Loks voru okkur afhentar um 15 misstórar fótur, einungis merktar með framleiðslunúmeri. Greiddum við reikninginn og héldum heim. í ljós kom heima aö liturinn sem keyptur var fyrir baðherbergið, fyr- ir 3,7 m2 vegg, hefði verið afgeiddur miðað við 37 m2 vegg. Augljóst var að mistök höföu átt sér stað. Við fór- um því með fóturnar þrjár til að leiðrétta mistökin og gerðum ráö fyrir að svo yrði gert, líkt og tíðkast í heiðarlegum viðskiptum. Ræddum við um stund við starfs- manninn sem hafði aðstoðað okkur daginn áður og blandað málning- una. Hann þarf jú að fylgja þeim reglum sem honum eru settar og þvi báðum við að fá að ræða málið við yfirmanninn. Eigandann í þessu tilviki. Hann tjáði okkur að reglan væri sú að málning væri „aldrei tekin til baka“. Sagði starfsmenn aldrei gera mistök enda fagmenn í starfi. - Mistökin væru einungis okkar. - Nú sitjum við uppi með málningu fyrir um 10.000 kr. sem aldrei var beðið um. Verslunin Liturinn svarar Guðjón Oddsson skrifar: Ég vil þakka lesendasíðu DV fyr- ir að fá tækifæri til að svara bréfi frá óánægðum málningarkaupanda. - Til að samviskusamur starfsmað- ur reikni rétt þarf hann að fá réttar upplýsingar, þar má ekki „kommu“ skeika. Öll ílát með sérlagaðri máln- ingu eru merkt með litanúmeri eða litaheiti og að sjálfsögðu er hægt að finna framleiðslunúmer á hverri dós. - Bréfritara var boðið að sú málning sem hann hafði ekki not fyrir yrði tekin til endursölu. Það boð stendur enn. Allt fýrir eldri borgarana - líka aö gera þá öreiga Haildóra skrifar: Nú tíðkast að láta vel að eldri borgurum, einkum þeim sem eitt- hvað má af hafa. Og þá eru það íbúðir eða húseignir sem litið er til. Hið opinbera er drjúgt í innheimt- unni og svo aðilar á fasteigna- og verðbréfamarkaðinum sem reyna hvað þeir geta til að fá t.d. öldruð hjón eða eftirlifandi maka til að selja húsnæði sitt og kaupa ibúðir fyrir aldraða. Þetta hefur reynst mörgum öldruðum þung spor og sumir farið flatt á skiptunum, lUMIÍMGM þjónusta allan sólarhringinn Aðoins 39,90 mfnútan - eða hringið í síma K&&SÖ 5000 mílli kl. 14 og 16 Eldri borgarar funda á Hótel Borg. - Er sótt aö eignum aldraöra? meira að segja staðið eftir stór- skuldugir. Nú berast ný tilboð til aldraða eft- ir að þeir hafa uppgötvað að best er að halda sig í gamla húsnæðinu svo lengi sem hægt er. Þeim eru boðin fasteignalán til margra ára, jafnvel að fresta greiðslu fasteignskattanna gegn veði i íbúðunum þar til þeir eru dauðir. Þá borga erfingjar. - Nema Reykjavíkurborg eða hið opinbera hirði þá eignina. Eldri borgarar, Gætið ykkar vel því i flestum tilfell- um býr óhugnanlegt bingó að baki. Klámfengin þjóö Svavar hringdi: Það er ekki ofsögum sagt af veiðiþjóðinni í verstöðinni ís- landi. Hún vinnur myrkranna á milli í skorpum og þénar vel. Þess á milli skemmtir hún sér og sefur úr sér vímuna. Eftir þorra- blótin, árshátíðarnar og pöbb- aröltin næturlangt. Hún unir sér við söng og brandara á meðan henni endist rænan og því tví- ræðari sem brandararnir eru þeim mun meira er klappað. Mér blöskraði þegar sjálfur borgar- stjórinn í Reykjavík, konan Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, tók boði á hóf KR-inga til þess m.a. að segja „blautlega brandara" við mikla hrifningu áheyrenda. Já, hún sagðist ávallt hafa nokkra svona brandara á lager ef grípa þyrfti til. - Þarfur þátfru- þeirra Ingó og Árna, Á elleftu stundu. Lyfjafyrirtækin og ónýtu lyfin L.Á. skrifar: Ég horfði á þáttinn „60 minutes“ á Stöð 2 sl. sunnudag. Þar var m.a. upplýst að þekkt lyfjafyrirtæki sendu ónýt lyf og úrelt til þróunarlandanna, t.d. í Afríku og víðar. Því miður mátti ég ekki vera að þvi að horfa á þáttinn allan. Fjölmiðlar gætu nú kannski upplýst staðreyndir málsins. Það er þess virði. Þjóðarsálin umturnast Axel skrifar: Ég heyri á þjóðarsálinni á rás 2 sem ég hlusta á reglulega, að hún er í þann veginn að umturn- ast og hefur þegar bilast alvar- lega að mínu mati. Mér skilst á þeim sem hringja að hér spili að- allega inn í fjárskortur þeirra sem hringja í sálina. Ofast vegna ofureyðslu. Þeir sjá fram á nú sem aldrei fyrr, að nú er komið aö skuldadögum, og nú er aö verða verulega hart í ári. Verði sjómannaverkfallið viðloðandi, þótt ekki sé nema 2-3 vikur, mun sverfa verulega að fólki. Ekki bara hinum venjulega launa- manni. Innkaup til landsins munu snarminnka vegna gjald- eyrisskorts og vöruskortur gera vart við sig. Og eftir verkfall: gengisfelling og síðan uppsagnir samninga alls þorra stéttarfélag- anna í landinu. Reynslulausn Franklíns Steiners Björn Sigurðsson skrifar: í umræðunum sem fram fóru á Alþingi um greinargerð dóms- málaráðherra og tengslum fikni- efnalögreglunnar við Franklín Steiner kom margt í ljós sem áður var hulið almenningi. Sam- kvæmt fréttum í Degi 4. febr. kemur fram að eftir þrýsting á dómsmálaráðuneyti að veita Franklín Steiner reynslulausn hefur ráðherra samþykkt hana. Eftir stendur að enn þvælist mál þetta fyrfr yffrvöldum réttarkerf- isins og er nú búið að gera ríkis- saksóknara að svo „sjálfstæöum" og „óháðum" embættismanni, að dómsmálaráðherra má sín einskis. Og er hann þó æðsti yfir- maðurinn og allra „karla faðir- inn“ í dómskerfinu. Vísitalan og launin Hjörleifur skrifar: Það er engin spuming að vísi- tölutengingar, hverju nafni sem þær nefnast, hljóta aö hafa áhrif á launin okkar til hækkunar. Nú verða1 verkalýðsfélögin að láta gera úttekt á hvernig málin standa í lána- og byggingavísitöl- unum til að geta metið launataxt- ana samkvæmt þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.