Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Side 13
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998
13
I>V
Fréttir
Sameiningarkosningar í Flóanum:
Óttast að örnefn-
ið Sejfoss hverfi
- boðið upp á Árborg, Árbyggð, Flóann og Flóabæ
Á morgun kjósa íbúar fjögurra
sveitarfélaga í vestanverðum Flóa
um sameiningu þeirra. Sveitarfé-
lögin eru Eyrarbakkahreppur,
Sandvikurhreppur, Selfossbær og
Stokkseyrarhreppur. Ef sameining
verður samþykkt verður til nýtt
sveitarfélag með 5472 íbúa. í tillög-
um sameiningarnefndar er gert ráð
fyrir því að aðalstöðvar nýs sveit-
arfélags verði á Selfossi.
Ekki liggur fyrir nein könnun á
fylgi við sameininguna. Telja menn
að eftir kynningarfundi hafi menn
færst frekar í átt að sameiningu.
Sameiningarsinnar halda því
fram að stærra sveitarfélag sé mun
hagkvæmari eining og muni auð-
velda sveitarfélögunum að standa
við þær skuldbindingar sem ríkið
lagði á þau með flutningi grunn-
skólans. Þeir telja einnig að stórt
sveitarfélag sé betur í stakk búið
að sinna samtryggingarmálum,
eins og þau er varða aldraða.
Einn helsti ásteytingarsteinninn
er nafn á nýja sveitarfélaginu. Sel-
fossbúar hafa margir lýst yfir
áhyggjum sínum af að örnefnið Sel-
Frá Eyrarbakka.
foss muni hverfa. íbúar við strönd-
ina kvíða því að langt verði í aðal-
stöðvar sveitarfélagsins og einnig
að stærð Selfoss verði yfirþyrm-
andi innan nýs sveitarfélags.
Skuldir Stokkseyrar hafa einnig
verið til umræðu en þær eru tals-
vert hærri á hvern mann heldur en
DV-mynd GVA
í hinum sveitarfélögunum.
Skúli Steinsson, íbúi á Eyrar-
bakka, er einn þeirra sem eru á
móti sameiningunni. Hann telur að
ekki hafi verið staðið nægilega vel
að undirbúningsvinnu og að
hræðsluáróður hafl verið notaður,
t.d. í umræðu um samtryggingar-
JasBoa ittwi
ISi
Frá Selfossi.
DV-mynd Rasi
mál. Hann segir sameiningamefnd-
ina ekki hafa kynnt sameininguna
af nægilegri hlutlægni heldur hafi
verið einblínt á björtu hliðamar.
„Þessi þorp hér samanstanda af
alls konar hagsmimahópum sem
eru að reyna að bjarga sér á einn
eða annan hátt. Þegar stærri
stjómir koma inn í þetta gætu
hagsmunir okkar verið i hættu þótt
engin reynsla sé komin á það og
ekki sé hægt að fullyrða nokkuð
um það. Mér finnst sameining vera
uppgjöf."
Grétar Zóphaníasson, oddviti á
Stokkseyri, hefur setið í sameining-
amefnd og er fylgjandi samein-
ingu. Hann segir margt mæla með
sameiningu: „Með sameiningu
náum við fram meiri hagkvæmni
og sfækkum eininguna. Þannig
náum við meiri hagkvæmni í
rekstri og betri nýtingu á skatttekj-
um. í sameiningarnefndinni höfum
við vegið og metið kosti og galla
sameiningar og kostirnir vega
miklu þyngra en gallarnir."
Sameiningarnefndin ákvað að
aðeins yrði boðið upp á fjögur nöfn
á hið sameinaða sveitarfélag. Það
em nöfnin Árborg, Árbyggð, Fló-
inn og Flóabær. -sm
Snæfellsbær:
Fáir án
vinnu
DV, Vesturlandi:
Atvinnuástandið í Snæfellsbæ
er óbreytt miðaö við það sem hef-
ur verið undanfarin misseri, að
sögn Jóhannesar Ragnarssonar,
formanns Verkalýðsfélags Snæ-
fellsbæjar.
„Að minu mati hefur atvinnu-
ástandið hvorki batnað né versn-
að. Nokkur kvóti og skip hafa þó
fariö úr byggðarlaginu og því
minna um vinnu hjá fiskverkun-
arfólki.
Um áramót voru 17 á atvinnu-
leysisskrá og ég held að þaö sé
heldur minna en fyrir ári á sama
tíma. Ég held að skýringin sé
nokkuð fólgin í því, þó ég þori
ekki að fullyrða það, að fólki hafi
fækkaö í bæjarfélaginu," sagði Jó-
hannes í samtali við DV. -DVÓ
Snjór er til ýmissa hluta nytsamlegur. Það er ekki bara hægt að renna sér
á honum á skíðum, það er líka hægt að byggja úr honum ... og boröa
hann. DV-mynd E.ÓI.
Albert Eymundsson skólastjóri
ávarpar gesti viö vígsluathöfnina.
DV-mynd Júlía
ár hafa þurft að starfa við þröngan
húsakost. Um 25 ár eru liðin frá
því að gamla skólahúsið var
stækkað.
Börnum úr þrem fyrstu bekkjum
grunnskólans er ekið í Nesjaskóla
þar sem ekkert pláss var í Hafnar-
skóla. Verður svo áfram þrátt fyrir
þessa viðbót. í eldri hluta skólans
verður aðstaða fyrir sérkennslu og
vinnuaðstaða kennara. Skólastjóri
er Albert Eymundsson, fyrrum
nemandi Hafnarskóla, síðar kenn-
ari þar og nú skólastjóri. Skólanum
bárust fjölmargar gjafir og heilla-
óskir og fjöldi fólks var viðstatt
vígsluna. -JI
HornaQöröur:
Hafnarskóli stækkaður
DV, Höfn:
Tekin hefur verið í notkun og
vígð ný viðbygging við Hafnarskóla
á Homafirði. Húsið er tæplega 1000
m2 að stærð og þar 8 kennslustofur.
í hverri stofu er eldunaraðstaða fyr-
ir nemendur, það er lítil eldavél,
grill, örbylgjuofn og kæhskápur.
Einnig tvær margmiðlunartölvur
með aðgangi að Intemetinu og sér
snyrtiaðstaða og fatageymslur em í
hverri stofu.
Kostnaður við bygginguna er um
110 milljónir króna og er það 10
milljónum undir upphaflegri áætl-
un. Arkitektar að skólanum vom
þeir Árni og Sigurbjöm Kjartans-
synir hjá Arkitektastofunni Kim en
þeir voru öll sin barnaskólaár í
Hafnarskóla. Byggingcirverktaki var
íbyggð og tók bygging skólans rúm-
leg níu mánuði.
Mikil þörf var á stækkun skóla-
hússins og bættri aðstöðu fyrir
nemendur og kennara sem í mörg
„VlHliPlillf'
-fyrir þá sem
forðast kulda
en vilja líta vel út!
Wooly Pully
flispeysa:
Þessi peysa hefur
slegio í gegn á
Norðurlondunum.
j Hentar sérlega
| vel til allrar
útivistar.
>7 Vatnsheld.
W Verð aðeins 8.900,
REIÐLIST
SKEIFAM 7 - SfMI: 5SMOOO ■ FAX: Sll 1071
Jakkar 3-900- aður 17.900-
ÚlpUr 4.900— áöur 12.900-
KápUr 7.900— áður 15.900-
Nýtt heimitísfang:
Suðurlandsbraut 12,
sími 588 1070.
ffCápusalan ^
Suöurlandsbraut 12, sfmi 588 1070 J
Stórútsala