Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgafustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Viðbjóðslegt athæfi
Aftaka bandarískrar konu vekur siðmenntuðum
mönnum um allan heim viðbjóð. Karla Faye Tucker, 38
ára gömul, var dæmd til dauða ásamt unnusta sínum
fyrir morð á karli og konu í Houston í Texas fyrir hálf-
um öðrum áratug. Unnusti hennar lést í fangelsinu. Af-
brot þeirra var hrottalegt og þungur dómur eðlilegur.
Dauðadómur er hins vegar aldrei réttlætanlegur,
hvorki í máli nefndrar konu né annarra.
Bandaríkin, forysturíki í heiminum, beita í auknum
mæli þessum viUimannlegu refsingum. Borgaramir
þurfa vemd fyrir hættulegum glæpamönnum. Til þess
era fangelsin. Þar á að gæta þeirra, ævilangt í verstu
tilvikum. Ríki hafa hins vegar ekki frekar en aðrir rétt
til þess að drepa fólk. Staðreynd er að fjölmörg ríki
heims beita dauðarefsingum. Sú aðferð er þó yflrleitt
fordæmd og fyrirlitin á Vesturlöndum, meðal ríkja sem
virða mannréttindi. Því skera Bandaríkin sig úr þeim
ríkjahópi. Þau fótumtroða helgasta rétt hvers manns,
hvað sem honum kann að hafa orðið á, að fá að lifa.
„Það hefur enginn rétt til að taka líf nokkurs
manns,“ sagði séra Ragnar Fjalar Lárusson, einn mót-
mælenda aftökunnar, þegar hópur fólks kom saman við
sendiráð Bandaríkjanna hér. „Það hlýtur því að vera
skilyrðislaus regla kristins manns að fordæma slíkt, al-
veg sama hver á í hlut,“ sagði presturinn.
Aftakan í Texas vekur réttláta reiði víða um heim.
Evrópuþingið hefur fordæmt hana. Þingið hefur bragð-
ist réttilega við og neitar að mæta til fundar við banda-
ríska þingnefnd í Houston í Texas. Sá fundur er fyrir-
hugaður í júní. Það verður því að finna annan fundar-
stað en illræmdan aftökustaðinn.
Aftökur í Bandaríkjunum eru hvergi fleiri en í Texas.
Aftaka konu nú vekur meiri athygli en ella. Þar voru í
fyrra líflátnir 37 menn og þegar eru fyrirhugaðar fimmt-
án aftökur. Kona verður meðal annars líflátin í apríl.
Samtökin Amnesty Intemational hafa barist gegn
dauðarefsingum. Samtökin benda á að dauðarefsing sé
grimmdarleg, niðurlægjandi og ómannúðleg refsing.
Með henni sé virtur að vettugi rétturinn til lífsins.
Ekki verður aftur snúið þegar dómnmn hefur verið
fullnægt. Þá er fyrir hendi hætta á að saklaus maður sé
líflátinn. Samtökin segja að ekki hafi verið sýnt fram á
að dauðarefsing dragi úr glæpum fremur en mildari
refsingar.
Amnesty er kunnugt um 4272 aftökur árið 1996 í 39
ríkjum. Sama ár voru 7107 dæmdir til dauða í 76 ríkj-
um. Tölumar eru vafalaust hærri. Kínverjar ganga
langharðast fram í þessum villimannlegu aftökmn. Am-
nesty bárust skýrslur um 3500 aftökur í Kína þetta ár.
Þá var vitað um 167 aftökur í Úkraínu, 140 í Rússlandi
og 110 í íran. í þessum flórum ríkjum voru 92 prósent
þeirra aftaka sem vitað er um það ár. Vitað var um
margar aftökur í írak en fjöldi fékkst ekki staðfestur.
í þessum ríkjahópi kjósa Bandaríkin að vera. Banda-
rísk stjórnvöld fara hörðum orðum um mannréttinda-
brot annarra og beina máli sínu ekki síst til íraka og
Kínverja. Hvað aftökur varðar mættu þau sömu stjóm-
völd líta sér nær.
Um helmingur þjóða heims hefur afnumið dauðarefs-
ingu. Að meðaltali hafa tvö ríki á ári bæst í þann hóp
undanfama tvo áratugi. Tölur sýna að afnám dauðarefs-
inga hefur ekki skaðleg áhrif og fjölgar ekki morðum.
Dauði eins manns réttlætir ekki dauða annars.
Dauðarefsingu ber því að fordæma.
Jónas Haraldsson
„Peir sem ekki taka þátt í þessum fagnaöi setja sig á vissan hátt úr samfélaginu og ganga í björg ímyndaheims-
ins,“ segir Gísli i greininni. - Þorramatur í sundlaugunum.
Matur og menning
Nýlega var fjallað um ágæti
þorramatar á umræðuvettvangi
allra landsmanna í Dagsljósi Sjón-
varpsins. Þar voru leidd fram þau
ólíku sjónarmið að þorramatur
væri annars vegar svo vondur að
ógjömingur væri að skilja dálæti
manna á þessu dauðmeti og hins
vegar að hann væri mjög góður og
eftirsóknarverður vegna þess að
með honum varðveittum við eitt
það merkilegasta og einstæðasta í
okkar menningararfi: mjólkur-
sýruna sem geymsluaðferð fyrir
matvæli.
Tískan og þjóöirnar
Það er útbreidd skoðun hjá
þotusælkerum að til sé ótvíræð
mælistika um ágæti matvæla. Sú
mælistika miðast einkum
við smekk sem hefur
þroskast við það að bragða
dýra rétti af matseðlum vel
metinna veitingahúsa í hin-
um vestræna heimi og skola
honum niður með hátt verð-
lögðum vínum frá markaðs-
settum framleiðendum. Slík
hámenning matargerðarlist-
ar er þó býsna fjarlæg
neysluvenjum þorra al-
mennings, ekki bara á ís-
landi heldur úti um alian
heim. Því að þótt ísland sé lítið
land er hinn mikli umheimur líka
fullur af litlum menningarsamfé-
lögum og stendur fráleitt í breið-
fylkingu að baki því hátt stemmda
tískuliði sem fjölmiðlar sýna
stundum sem fúlltrúa þess helsta
„úti í heirni".
Víðs vegar um veröldina eru
alls kyns furðuréttir frá okkar
sjónarmiði snæddir með mikilli
viðhöfn. Fæstir slíkra rétta kom-
-ast þó nálægt því að ná inn í
hringiðu staðalsmekkráðgjafa, og
geta sennilega ekki með nokkru
móti talist bragðgóðir út frá þeim
viðmiðunum sem þar ráða for. Það
er heldur ekki sagt frá þeim á hin-
um svokallaða
alþjóðavett-
vangi, nema
helst ef ein-
hver vemdun-
arsamtök
plantna og
dýra geta hagn-
ast á að mót-
mæla átinu, og
þeir sjást
aldrei á mat-
seðlum þeirra
veitingahúsa
sem ferðamenn
koma inn á.
Því er það að
íslendingar
stundum á
finninguna
Kjallarinn
fá
til-
að
Gísli Sigurösson
íslenskufræðingur
„A miðsvetrarblótum á þorra
erum við að fagna þessu fram-
lagi vegna þess að þrátt fyrir all■
an þjóðasamrunann og sjón-
varpsmenninguna og alþjóðavið-
skiptin þá erum við við og hinir
eru hinir.“
þeir séu eina þjóðin sem ekki sé
fyrir löngu farin að borða nauta-
lundir og drekka rauðvín í öll mál.
Franskir ostar og
íslenskur hákarl
En vegir tískunnar eru oft
furðulegir. Af einhverjum ástæð-
um hafa mygluréttir einnar þjóðar
náð slíkum tökum á alþjóðlegum
staöalsmekk hins vestræna heims
að furðu sætir: Franskir ostar.
Franskir ostir hafa stöðu heilagra
kúa í matarmenningu Vestur-
landa. í þeim er saman kominn
kjaminn í því besta bragði sem
heimsmenn á mat smjatta yfir af
lotningu. Ostar sem em þjóð-
arstolt vegna fjölbreytileika
og lifandi gerjunar sem er
svo mikilvæg að meira að
segja staðlar Evrópusam-
bandsins um hreinlæti og
frágang matvæla verða und-
an að láta. Og er þá mikið
sagt. Samt eru þessir ostar
ekkert annað en mygluð og
skemmd mjólk sem ekki
þarf lengur að geyma með
svo bragðspillandi aðferð.
Sama mætti segja um há-
karlinn okkar. Hann er aug-
ljóslega ekki fersk vara
heldur illa farinn og þefj-
andi af langri geymslu við
úreltar aðstæður. En væri
hann franskur ostur er eins
víst að við gætum selt hann
á okurverði í sérpökkuð-
um neytendaumbúðum í
dýrustu sælkerabúðum
Vesturlanda. Það er því
ekkert annað en van-
metakennd og djúpstæð-
ur misskilningur á eðli
matarmenningar verald-
arinnar að kunna ekki að
gleðjast yfir því litla
framlagi til hennar sem
við höfum upp á að
bjóða.
Á miðsvetrarblótum á
þorra erum við að fagna þessu
framlagi vegna þess að þrátt fyrir
allan þjóðasamrunann og sjón-
varpsmenninguna og alþjóðavið-
skiptin þá erum við við og hinir
eru hinir. Þeir sem taka ekki þátt
í þessum fagnaði segja sig á vissan
hátt úr samfélaginu og ganga í
björg gerviveruleika ímynda-
heimsins.
Sá heimur finnst hvergi á
byggðu bóli en er draumsýn af
sömu náttúru og allsnægtimar í
veislusölunum hjá Goðmundi á
Glæsivöllum þar sem „enginn þol-
ir drykkinn nema jötnar" eins og
Grímur Thomsen orti um.
Gísli Sigurðsson
Skoðanir annarra
Framhaldsnám erlendis
„Það myndi styrkja stöðu Háskólans verulega ef
rétt verður staðið að eflingu framhaldsnáms, ekki
síst í ljósi þeirra gífurlegu breytinga er orðið hafa á
menntunarstigi þjóðarinnar. Færa má rök fyrir því
að fyrrihlutanám á háskólastigi gegni nú svipuðu
hlutverki og stúdentspróf á árum áður. ... Nú verða
flestir nemendur að sækja framhaldsnám til útlanda
og vissulega má segja að það hafi verið islensku
þjóðfélagi verðmætt að fá til liðs við sig einstaklinga
er numið hafa við virta háskóla víða um heira."
Úr forystugreinum Mbl. 5. febrúar.
Innherjasvik?
„ Það, að tilkynnt sé þann 30. janúar 1998 að inn-
herji hafi keypt í Flugleiðum 7. janúar 1997, eða
rúmu ári áður, hlýtur að teljast óeðlilegt. Við sama
tækifæri var tilkynnt að innherji í Flugleiðum hafi
selt hlutabréf að nafnverði 1.200 þús. 19. nóvember
1997 og er kannski ekkert meira um það að segja
nema hvað níu mánaða tölur fyrirtækisins voru
birtar aðeins tveimur dögum síðar og lækkaði gengi
hlutabréfa við það um 19%. Var ekki unnt að til-
kynna um þessi innherjaviðskipti fyrr og forðast
þannig að horft yrði á þau sem innherjasvik?"
Óðinn í 5. tbl. Viðskiptablaðsins.
Fellir Alþbl. merkið?
„Alþýðubandalagið hefur á komandi hausti að
baki þrjátíu ár sem stjómmálaflokkur. Árið 1968 var
Alþýðubandalagið gert að formlegum flokki eftir
afar erfiða siglingu flokka og flokksbrota sem þá
stóðu að kosningabandalagi undir sama nafni. Þeir
sem muna þá tíma geta vart verið ginnkeyptir fyrir
að efna til viðlíka sambúðar og hrossakaupa. Nú
kemur í ljós hvort Alþýðubandalagið heldur merki
sínu áfram á lofti eða fellir það.“
Hjörleifur Guttormsson í Degi 5. febrúar.