Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Síða 28
44
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 DV
nn
Ummæli
Höldum
enn velli
„Alþýðubandalagið held-
ur enn velli en
veraleg hætta er
á að þar fari á
sama veg og með
Kvennalistann
ef forysta
flokksins gætir
ekki að sér.“
Hjörleifur Gutt-
ormsson alþingismaður, í
Degi.
Hvað tefur
orminn langa?
„Þróunin er öll í átt til
nánari samvinnu þeirra
flokka sem nú eru í stjórn-
arandstöðu á Alþingi og því
er von að fólk spyrji nú
hvað tefji orminn langa þeg-
ar að landsmálunum kem-
ur.
Bryndís Hlöðversdóttir al-
þingismaður, í DV.
Þíða kemur
eftir frost
„í málinu er
frostmark en yf-
irleitt kemur
þíða eftir frost.“
Þórir Einarsson
sáttasemjari, í
Morgunblaðinu.
Svörtu sauðirnir
fremstir
„í þessari stétt manna
gildir hins vegar hið forn-
kveðna, að misjafn sauður
er jafnan í mörgu fé. Gall-
inn er líka sá að svörtu
sauðirnir standa fremstir
meðal forsvarsmanna út-
gerðarmanna.“
Jóhann Halldórsson, einn
lögmanna sjómannasam-
takanna, um útvegsmenn,
i Morgunbiaðinu.
Vita ekki
afleiðingarnar
„Það sýnir í hvernig sjálf-
heldu deilan er
þegar menn vita
ekki einu sinni
afleiöingar
krafna sinna.“
Kristján Pálsson
alþingismaður, í
DV.
Búgreifar
Er að verða til stétt bú-
greifa við hliðina á sægreif-
unurn?"
Ari Skúlason, fram-
kvæmdastj. ASÍ, í Degi.
Jón Auðunn Guðmundsson, fyrrum bóndi:
Hætti búskap og
keypti bókabúð
DV Siglufirði:
„Ég hef alltaf haft áhuga á bók-
um. Sem ungur maður starfaði ég
við blaðamennsku og las mikið.
Fyrir 10 árum byrjaði ég að fást við
útgáfu á bókum. Búskapurinn hafði
verið að dragast saman og sömuleið-
is ferðaþjónusta sem fjölskyldan var
búin að starfrækja allt frá 1979.
Þegar ég frétti að bókabúð væri
til sölu á Siglufirði varð niðurstað-
an sú að hætta búskapnum og
kaupa verslunina," sagði Jón Auð-
unn Guðmundsson, fyrram bóndi á
Bæ í Króksfirði í A-Barðastrandar-
sýslu, nú eigandi bókabúðar Siglu-
tjarðar.
Jón tók við rekstrinum á miðju
ári 1997 og flutti til Siglufjarðar sl.
haust þegar hann var búinn að skila
af sér jörðinni í hendur nýrra eig-
enda og farga bústofni sem að hans
sögn var ekki orðinn nema 30 kind-
ur. Jón var bóndi 1 34 ár, fyrst í
Borgarfírði en flutti að Bæ
ásamt fjölskyldu 1977.
Bær er stór jörð með
nokkru æðarvarpi. Þar
er gott að reka sauð-
fjárbú og fé afurðagott.
Auk búskapar starf-
ræktu þau gistingu fyr-
Jón A. Guömundsson.
DV-mynd Örn
ir ferðafólk og söluskála en með til-
komu Breiðafjarðarferjunnar Bald-
urs varð gisting nánast alveg úr sög-
unni.
Jón missti konu sina 1988 og fór
Maður dagsins
þá að draga saman í búskapnum.
Hann sér eftir jörðinni og kindun-
um en staðreyndin var sú að þetta
var ekki orðið líf-
vænlegt og því
ekki um annað
að ræða en að
hætta og
fara.
Það var 1988
sem Jón
keypti bóka-
útgáfuna
Hildi og með því hófst starf hans við
bækur og bókaútgáfu. Á næstu
áram gaf hann út alls 26 titla.
„Ég hafði mjög gaman af að
standa í útgáfustarfsemi en pen-
ingalegur ágóði var ansi misjafn.
Sumar bækur seldust allvel, aðrar
miður. Þannig er það alltaf í bókaút-
gáfu. Það gengur enginn að vissri
sölu fyrirfram. Hins vegar er ekki
skortur á fólki sem vill láta gefa út
eftir sig. Ég er með nokkur handrit
en hef haldið að mér höndum með
útgáfu síðustu árin, heldur viljað
minnka svolítið lagerinn. Ég hef
keypt nokkur smærri útgáfufyrir-
tæki og eignast þannig talsvert af
bókum. Núna á ég um 190 titla. Það
er oftast róleg sala i gömlum bókum
en reytist þó eitthvað á hveiju ári,“
sagði Jón og er ánægður með mót-
tökur Siglflrðinga. Þeir hafa tekið
honum vel. -ÖÞ
Þeir sem vilja fara á fata-
fellusafniö þurfa aö fara til
Kaliforníu.
Sérstök söfn
Mörg skrýtin söfn eru til
í veröldinni. í Kaliforníu er
til að mynda Striptease
Museum. í þessu safni er að
finna hluti og fatnað sem
voru í eigu frægra nektar-
dansmeyja. í Los Angeles er
að finna Loftræstinga- og is-
Blessuð veröld
skápasafnið þar sem má sjá
ýmislegt sem tengist upp-
götvunum á þessu sviði og
er sérstakur bás tileinkaður
Willis Carrier sem fann upp
loftræstingarkerfið árið
1902. Lásasafnið í Terryville
í Bandaríkjunum inniheld-
ur 22.000 lása af ýmsum
gerðum. Mörg fyrirtæki
hafa komið sér upp merk-
um söfnum sem eiga sér
fáar eftirlíkingar. Má þar
nefna Campbell Museum of
Soup Tureens. Eins og nafn-
ið bendir til er það stærsta
súpufyrirtæki í heimi,
Campbell Soup, sem hefur
komið sér upp þessu safni.
Vert er svo að geta þess að
á Bretlandseyjum er safn
sem heitir Museum of the
Mousetrap. Þetta er ekki
stórt safn en geymir 150
músagildrur og er sú elsta
frá Egyptalandi.
Myndgátan
Sambiðlar Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði.
Málverk eftir Jón Bergmann
Kjartansson.
Fjórar
sýningar
1 Nýlistasafiiinu standa nú yfir
fjórar sýningar. í gryfju safnsins
sýnir Guðrún Vera Hjartardóttir
teikningar og skúlptúra sem
tengjast sögu manneskjunnar í
bland við núverandi ástand. Vera
vinnur gjaman með mótsagnir
sem búa í okkm öllum og hug-
leiðir hvaða áhrif dómar eins og
rétt og rangt, gott og illt, himna-
ríki og helvíti hafi á okkur.
Jón Bergmann Kjartansson
sýnir málverk í forsal. í verkun-
um veltir Jón fyrir sér raunveru-
leikanum. Hann gengur út frá því
að það sem við sjáum og upplif-
um sé að mestu takmarkað við
hugann og sé því frekar hug-
myndaveruleiki en raunveru-
leiki.
Sýningar
Sólveig Þorbergsdóttir sýnir í
Bjarta sal verk sem hún vinnur
beint inn í rýmið til að undir-
strika traust á styrkleika augna-
bliksins, finna hræðsluna sem
kemur upp og lika njóta þess sem
rýmið kallar á.
í SÚM-sal sýnir Gretar Reynis-
son og er yfirskriftin 1997. Á síð-
asta ári gerði Gretar 365 sjálfs-
myndir unnar með ýmsum að-
ferðum á pappír og 365 teikningar
með blýanti á krossviðarplötur,
sem hann kallar „platta" en gætu
eins heitið „dagar".
Bridge
í desembermánuði síðastliðnum
var spilað Rússlandsmót í tvímenn-
ingi. Nýkrýndir Rússlandsmeistar-
ar eru Anatoly Pavlov og Anrey
Shudnev frá Moskvu. Þetta
skemmtilega spil kom fyrir á mót-
inu og felur í sér fallega þvingun.
Sagnir gengu þannig, vestm gjafari
og NS á hættu:
4 ÁG854
44 KG65
♦ D
* 652
* K972
V D10
■f Á63
* ÁG108
N
V A
S
4 63
WÁ842
4 G105
* KD73
4 D10
44 973
4 K98742
* 94
Vestm Norður Austur Suður
14 pass 1 grand pass
2 «4 pass 3 «4 p/h
Norðm valdi ágætis útspil, lágan
tígul. Suður fékk fyrsta slaginn á
kónginn og spilaði laufníunni til
baka. Sagnhafi fékk að eiga slaginn
á kónginn, spilaði spaða úr blindum
og lagði gosa á tíu suðms. Norður
drap á kónginn, lagði niðm laufás
og gaf félaga sínum stungu í laufi.
Síðan spilaði suður lágum tígli.
Vestur trompaði og staðan var
þessi:
4 Á854
«4 KG6
4 -
*■ -
Sagnhafi tók siag á hjartakóng,
spilaði hjartagosa á ásinn og renndi
niður hjörtunum. Norður var þving-
aður i þremm litum og ákvað að
henda spöðum. Síðustu slagir sagn-
hafa komu því á 8 5 i spaða.
ísak Örn Sigurðsson