Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 5
DV FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 Kristján Jónsson í Hafnarborg Myndlistarmaðurinn Kristján Jónsson opnar á morgun sýningu á verkum sínum í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Þar sýnir Kristján á þriðja tug nýrra málverka. Sýningin nú er fjórða einkasýn- ing Kristjáns. Hann stundaði m.a. nám í listmálun og grafik við lista- skólann La Massana í Barcelona á árunum 1989 til 1993. Á sýningunni dregur Kristján upp mynd af íslensku umhverfi eins og það birtist honum við skoðun á borgarlandslagi og ýmsum náttúru- formum. Rauði þráðurinn í sýning- unni er samt hverfulleikinn og leit- in að fostu landi. Sýning Kristjáns stendur tU 23. fe- brúar og er opin aUa daga nema þriðjudaga miUi kl. 12 og 18. Listhúsið í Laugardal: íslensk náttúra MyndUstarkonan Sjöfn Har stendur nú fýrir sýningu á verkum sínum í Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi 17. Sjöfn sækir yrkisefni sin í íslenska náttúru og því er yfirskrift sýn- ingarinnar „íslensk náttúra, íslenskt lands- lag“. Sýningin er opin aUa virka daga mUli kl. 12 og 18 og laugardaga milli kl. 11 og 16. Sjöfn Har sækir yrkis- efni sín í íslenska nátt- úru. Gallerí Fold: Myndlistarmaðurinn Lýður Sigurðsson hefur opn- að sýningu á verkum sínum í baksal GaUerís Foldar við Rauðarárstig. Sýninguna nefiiir listamaðurinn „Nú er hún Skjalda að fara að bera.“ Þar er að finna málverk og skúlptúra í súrrealísk- um stU. Lýður Sigurösson við eitt verka sinna. Nú er hún Skjalda að fara að bera um helgina * - ★ Eitt verka Kristjáns. Eitt verka Álfheiöar Ólafsdóttur. Gallerí Listakot Nykurheimar Myndlistarkonan Álfheiður Ólafs- dóttir opnar á morgun kl. 14 sýn- ingu á verkum sínum í GaUerí Listakoti að Laugavegi 70. Álfheiður sækir innblástur og hugmyndir sínar í íslenskar þjóð- sögur. Á sýningunni gefúr að líta hugmyndir listakonunnar um fúrðuskepnur eins og nykur, sækýr, tröU, álfa og púka. Auk þess eru tU- vísanir í sögumar um selinn sem breytist í stúlku, úlfinn í sauðar- gærunni og marbendiUnn á hafs- botni. Sýningin verður opin aUa virka daga miUi kl. 12 og 18 og mUli kl. 10 og 16 um helgar. Henni lýkur 28. febrúar. Vatnslitamyndir í Hafnarborg Myndlistarkonan Björg Þor- steinsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í Sverrissal Hafnarborgar á morgun kl. 14. í myndunum á sýningunni gæt- ir áhrifa frá náttúru, einkum hafi og strönd. Björg Þorsteinsdóttir stundaði myndlistamám í Reykjavík, Stuttgart og París. Hún hefur tek- ið þátt í fjölda samsýninga hér- lendis og erlendis. Sýningin nú er átjánda einkasýning hennar. Verk eftir Björgu em í opin- berri eigu á Norðurlöndum, Frakklandi, Spáni, Póllandi og Makedóníu. Sýning Bjargar stendur til 23. febrúar. Hún er opin miUi kl. 12 og 18 alla daga nema þriðjudaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.