Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Blaðsíða 12
myndbönd
r
■P
■*»
MYNDBam
YjJJ
Carla's Song:
Sár á sálinni ★★★★
Carla’sMSong
Strætóbílstjórinn George liíir áhyggjulausu og
ábyrgðarlausu lífi í Glasgow þangað til hann hittir
og verður ástfanginn af konu frá Nikaragúa, þótt
honum bregði í brún við að sjá örin á baki hennar.
í ljós kemur að hugur hennar er verr farinn en lík-
aminn og þau ákveða að fara til Nikaragúa svo hún
geti horfst í augu við fortíð sina og fundið einhvem
frið. George bregður mikið við það sem hann sér í Nikaragúa og lítur
tilveruna alvarlegri augum en áður. Breski leikstjórinn Ken Loach er
einn sá virtasti í heimalandi sínu en hann stendur utan við bresku ný-
bylgjuna svokölluðu. Hann gerir samfélagslega þenkjandi og raunsæjar
myndir. Carla’s Song hefst í nokkuð léttum dúr en þyngist eftir því sem
líður á myndina og verður afar átakanleg. Tilgangurinn er að vekja til
umhugsunar og það tekst svo sannarlega því erfitt er að vera ósnortinn
af óvægnu raunsæinu. Robert Carlyle sannar sig sem einn besti leikari
Breta um þessar mundir og Oyanka Cabezas er engu síðri. Bandaríski
leikarinn Scott Glenn er eftirminnilegm- í helsta aukahlutverkinu.
Myndinni svipar að mörgu leyti til síðustu myndar hans, Land og frelsi,
og endar á svipaðan hátt, þar sem brostnir draumar minna áhorfand-
ann á þann grimma veruleika sem sumir þmfa að búa við.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Ken Loach. Aðalhlutverk: Robert Car-
lyle, Oyanka Cabezas og Scott Glenn. Bresk, 1996. Lengd: 120 mín. Bönn-
uð innan 12 ára. -PJ
Grosse Point Blank:
Heim í heiðardalinn ★★★★
Leigumorðinginn Martin Q. Blank er í sálarkreppu.
Honum finnst líf sitt innantómt, á erfitt með að einbeita
sér í vinnunni og fær lítið út úr tímunum hjá sálfræð-
ingnum sínum. Hann ákveðm að kikja á tíu ára út-
skriftarafmæli í heimabænum sinum og rifja upp kynni
sín við gamla kærustu sem hann stakk af frá tíu árum
áðm og um leið ætlar hann að vinna þar sitt síðasta
verkefni. Um hann sitja hins vegar leigumorðingjar í
hefhdarhug og er þar fremstm í flokki helsti keppinaut-
m hans, Grocer. Hér er á ferðinni sótsvört gamanmynd
sem aðeins hinir allra heilögustu geta ekki brosað að.
John Cusack er nánast fullkominn sem háttvísi leigumorðinginn og sálar-
flækjm hans, sem eru í raun venjulegar og eðlilegar, virka fáránlegar í koll-
inum á atvinnumorðingja. Dan Aykroyd kemst nálægt því að stela senunni
í hlutverki hins léttgeggjaða Grocers sem er illmennið í sögunni. Minnie Dri-
ver tekst að gera sér mat úr hlutverki heimasætunnar og þá ná bæði Joan
Cusack og Alan Arkin að gera mikið úr litlum hlutverkum. Ulyrmisleg
kímni og mikil uppfmningasemi í sögunni gera Grosse Point Blank að veru-
lega skemmtilegri mynd.
Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: George Armitage. Aðalhlutverk:
John Cusack, Minnie Driver, Alan Arkin og Dan Aykroyd. Bandarísk, 1997.
Lengd: 103 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Driftwood:
flstsýki
Listakonan Sara býr ein í hrörlegu húsi við strönd-
ina þar sem hún safnar rekaviði til að nota í viðar-
skmð. Þegar meðvitundarlausan mann rekm á fjörur
hennar (í bókstaflegri merkingu) þykist hún sjá bót á
einmanaleika sínum. Maðurinn er minnislaus og hún
telur honum trú um að þau séu ein á afskekktri eyju og
að margir mánuðir líði áðm en vistaskip kemm. Með
þeim tekst ástarsamband en eftir því sem tíminn liðm
gerist maðurinn eirðarlausari og Sara örvæntingar-
fyllri. Sagan er ekki nógu sterk til að gera þessa mynd
að bitastæðu verki. Hún er fremm einfold og fyrirsjá-
anleg og merkilega átakalítil miðað við efnið. Myndin líðm áfram í nettri
þunglyndisstemningu og gleymfst síðan tiltölulega fljótt. Fallegt landslag,
góð persónusköpun og vandaður leikur gera myndina þess virði að sjá
hana. James Spader og Anne Brochet lifa sig afar vel inn í aðalhlutverkin
og standa vel undir þvi að vera einu persónumar nánast alla myndina.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Ronan O'Leary. Aðalhlutverk: James
Spader og Anne Brochet. Bresk, 1997. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 16
ára. -PJ
Everyone Says I Love You:
Söngur og dans ★★
■"""JJJl Woody Allen er með afkastamestu leikstjórum
sem sögm fara af og hefm gert hér um bil tvær
myndir á ári undanfarin ár. Það ætti því ekki að
^«1 koina ® óvart að karlinn er farinn að endurtaka sig
ansi mikið. Flestar myndir lians núorðið fjalla á
gamansaman hátt um taugaveiklað tiifinningalif
I fólks í New York, annaðhvort menntafólks eða efn-
P aðs fólks, eins og í Everyone Says I Love You. Hann
BjH reynir að krydda formúluna sína aðeins með söng-
‘í og dansatriðum sem gleðja ekki augað; eru hvorki
i; I skemmtileg né áhugaverð. Mynd þessi á því varla
eftir að teljas.t meðal hápunkta á ferli Woody Allens en nær þvi þó að
vera fyndin nokkrum sinnum. Skemmtilegast er að fylgjast með leikur-
unum en Woody Allen er sannkallaðm meistari í því að ná sem bestri
frammistöðu úr leikhópi sínum. Sérstaklega er gaman að Alan Alda,
Lukas Haas, Tim Roth og Natalie Portman en aðrir leikarar eru meiri
meöaljónar hvað leiklistarhæfileika snertir.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Woody Allen. Aöalhlutverk: Julia Roberts,
Woody Allen, Goldie Hawn, Lukas Haas, Drew Barrymore, Tim Roth, Alan
Alda og IMatalie Portman. Bandarísk, 1996. Lengd: 97 mín. Öllum leyfð.
-PJ
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 Tfr’jjr
Myndbandalisti vikunnar
:/as
27. jaúar til 2. febrúar
1 i i 2 J J Men in Black Skífan ; Gaman
2 2 1 i 2 i J J Murder at 1600 J j Wamer-myndir J ) j Spenna
3 I Ný i 1 Á \ Grosse Point Blank j Sam-myndbönd ! Gaman
4 f v 3 1 4 j i j j Devils Own Skrfan Spenna
5 Ný i i J J The Chamber J i ClC-myndbönd . Spenna
; 6 : 4 j i 5 j j Absolute power j Skifan Spenna
7 1 5 i 3 j Batman and Robin > Wamer-myndir Spenna
8 : ., i£i 8 J j 3 j Blossi i Sam-myndbönd Spenna
9 ; 7 7 J ' l Con Air j Sam-myndbönd Spenna
J 10 10 Í 7 J J J J Fierce Creatures i " í J ClC-myndbönd J I 1 J Gaman i -
ii i 6 j 4 j j j Horfinn heimur J j ClC-myndbönd Spenna
12 j 9 j i 8 j J J One Fine Day J J J Skrfan J J Gaman
13 i 14 í 6 J J The 6th Man i j j Sam-myndbönd Gaman
14 í 13 i 3 J City of Industy J 1 j Skrfan mm|M Spenna
15 i 16 i 3 j Gridlock'd 1 Háskólabíó > Spenna
i. ! J Ný J i 1 J J J Everyone Says 1 Love You J J j Skrfan j . j Gaman
17 i 11 1 8 J J Dante's Peak j ClC-myndbönd Spenna
1S i j Ný i 1 J J Honey We Shrunk Ourselves J J J Sam-myndbönd j j Gaman
19 i 15 i 1° 'T J Liar Liar j ClC-myndbönd ! Gaman
j 20 ; Ai í 2 J \ J T \ \ Comandments J J | ClC-myndbönd Drama
Pað var eins og viö var að búast að ekki yrði hreyft við Men
in Black í efsta sæti listans, enda um að ræða vinsælustu
kvikmynd síöastliöins árs. Tvær sakamálamyndir koma inn
í efstu sætin, ólíkar þó. Grosse Point Blank er með kolsvört-
um húmor en The Chamber er dramatísk, svo að ekki sé
meira sagt. Neöar á listanum eru tvær nýjar myndir. Ber
fyrsta aö telja kvikmynd Woody Allens, Everyone Says I
Love You, einstaklega vel heppnaða kvikmynd þar sem
Allen leitar á vit gamalla söngleikjamynda með góðum ár-
angri. Fjöldi þekktra leikara er í hlutverkum i myndinni Hon-
ey We Shrunk Ourselves. í þessari mynd segir frá sömu per-
sónum og voru í Honey I Shrunk the Kid og leikur Rick Mor-
anis aöalhlutverkið. Á myndinni er John Cusack í hlutverki
atvinnumorðingjans í Grosse Point Blank.
Men in Black
Tommy Lee Jones
og Will Smith
Svartklæddu
mennirnir K og J
vinna fyrir leynileg-
ustu leyniþjónust-
una í Bandaríkjun-
um. Þeirra hlutverk
er að fylgjast með
ferðum geimvera og
halda þeim í skefj-
um. K er gamall í
hettunni og reyndur
í starfi en J er ungur
ofurhugi, nýkominn
til starfa. Þeir þurfa
að taka á öllu sem
þeir eiga þegar illvíg
geimpadda smeygir
sér fram hjá tollyfir-
völdum og hefst
handa viö að gera
allt vitlaust og þeir
þurfa á allri sinni
kunnáttu að halda.
Murder at 1600
Wesley Snipes og
Diane Lane
í Murder at 1600 er
framið morð í Hvíta
húsinu, aðeins
nokkra metra frá
skrifstofu forsetans.
Sá sem fær máliö til
rannsóknar er Harl-
an Regis, gamal-
reyndur lögreglumað-
ur sem vanur er að
ná árangri í starfi.
Regis verður að fara
varlega í rannsókn
málsins enda er hann
með lífvarðarforingja
forsetans yfir sér.
Málið verður samt
fyrst erfitt þegar
grunur beinist að
syni. forsetans og
ekki batnar ástandið
þegar sönnunargögn
hverfa.
Grosse Point...
John Cusack og
Minnie Driver
Hinn geðþekki
Martin Q. Blank
ákvað ungur að hasla
sér völl í hinum vafa-
sama heimi leigu-
morðingjans. Nú
heldur hann aftur á
heimaslóðimar,
Grosse Point, til að
taka þátt i tíu ára út-
skriftarafmæli bekkj-
ar síns. Það hentar
líka vel fyrir verk
sem hann hefur tekið
að sér. í leiðinni ráð-
gerir hann að taka
aftur upp samband
við gömlu kærust-
una. Allt gengur vel
þar til gamall and-
stæðingur skýtur upp
kollinum og hlutirnir
taka heldur betur
óvænta stefnu.
Devil's Own
Harrison Ford og
Brad Pitt
Þegar Frankie var
ungur drengur horfði
hann upp á grímu-
klædda menn myrða
fóður sirrn. Þessi at-
burður markaði
drenginn og í dag,
tuttugu árum síðar,
er hann í fararbroddi
IRA-manna. Frankie
er sendur til New
York og er ætlað að
smygla ílugskeytum
yfir hafið heim til ír-
lands. í gegnum sam-
bönd sin tekst honum
að komast inn í land-
ið og fær húsaskjól
hjá hinum írskættaða
lögreglumanni O’Me-
ara sem grunar fljót-
lega að Frankie sé
ekki sá sem hann
þykist vera.
The Chamber
Chris O'Donnell og
Gene Hackman
Adam Hall er ung-
ur lögfræðingur sem
stefnir hátt. Eitt mál
á þó hug hans allan.
Fyrir mörgum árum
haíði maður einn ver-
ið myrtur á skrifstofu
sinni með öflugri
sprengju og með hon-
um fórust einnig
tveir ungir synir
hans. Þekktur of-
stækismaður, Sam
Cayháll, var ákærður
fyrir morðin og
dæmdur tfl dauða.
Sam er afi Adams og
þeir hafa þó ekki sést
áður. Nú ákveður
Adam 28 dögum fyrir
aftöku að kanna mál-
ið ofan í kjölinn og
varpar ljósi á ótrúleg-
an vef blekkinga.