Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 9
U"Vr FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998
l&nlist.
Goldie - Saturnz Return ★★★
Goldie sló í gegn með fyrstu
plötunni sinni 1995 og er óef-
að frægasti tónlistarmaðurinn
sem fæst við tónlistarstefnu
sem kölluð hefur verið
„Jungle“ og þar áður „Break-
Beat“. Takturinn er brenni-
mark Jungleins, flogakennd-
ur taktur með óreglulegum
þögnum og götum og dýpstu
bassatrommunni í bransan-
um sem fær innyflin í manni
til að skjálfa séu græjurnar al-
mennilega stibtar. Þetta er
vélræn og ísköld tónlist, frekar byggð upp á hljóðum og takti en
kaflaskiptingum og melódíum. Gamalmenni eins og ég, sem ekki
var alinn upp í látunum í leiktækjasal Fredda, þurfa að taka sér
pásu á milli laga til að fara ekki að froðufella, já hreinlega til að
bræða ekki úr heilabúinu. Sem betur fer sér Goldie um að redda
þessum pásum sjálfur á nýju plötunni því hún er fjölbreytt og
langt í frá stanslaus læti og áreynsla.
Afurðin er engin smásmiði. Pakkinn er heilar 150 mínútur á
tveim diskum. Á fyrri diskinum færist Goldie í fang stærsta verk
sitt til þessa, klukkutíma tónsmíð sem hann kabar Mother. Þar
gerir Goldie upp æsku sína (sem var erfið) á hreinskUinn og djarf-
an hátt en tU að hlusta á verkið með verulegum áhuga þyrftí mað-
ur helst að vera á fuUu kaupi sem sálfræðingur Goldies eða vera
óstjórnlega þolinmóður. Þó Fílharmóníusveitin í London spUi í
verkinu og í því séu fínir sprettir er það ekki nógu gefandi tU að
eyða trekk í trekk í það heUum klukkutíma.
Á seinni diskinum fer Goldie á gott skrið enda búinn að létta af
sér sínum leyndustu hugsunum. Hér kennir margra grasa,
junglið, aðalsmerki Goldie, hefur forgang en rólegri verk (m.a.s.
hálfgerður djass-jungle-bræðingur, Crystal Clear) bjarga jungle-
viðvaningi eins og mér frá því að brjálast. Goldie hefur ekki sung-
ið á plötu áður en það kemur upp úr kafinu þegar hann opnar
munninn að hann er hinn ágætasti pönkorgari. Hann gargar í
Temper Temper, reiðu lagi sem er ekki ósvipað því reiðasta sem
Prodigy hefur gert þó Goldie hafi ekki eins fína poppstillingu og
Liam Howlett. Seinna kemur svo í ljós að Goldie getur líka verið
angurvær, hann syngur Letter of Fate, draumkennt og einfalt lag,
svo blíðlega að Leonel Richie sýnist hinn mesti ruddi í saman-
burði við það.
Goldie hefur um sig stóra gestahjörð á þessari plötu. Þeirra
frægastir eru bítlahermirinn Noel Gailagher, sem pönkar með á
gítar í Temper Temper, og David Bowie sem syngur í Truth. Vert
er einnig að benda á rapparann KRS-One sem gerir góða hluti í
Digital.
Þetta er erfið plata. Mjög erfið plata. Ég játa það fúslega að
jungle er ekki uppáhaldstónlistin mín en Goldie er sniðugur í
mörgu sem hann gerir og ég spái því að margt á Saturnz Return
eigi eftir að eldast vel í sítæknivæddari framtíð.
Gunnar Hjálmarsson
Sofa Surfers - Transit
Vín er höfuðborgin í Austur-
ríki og ekki þekkt fyrir margt
annað en vinarvalsa og vínar-
brauð. Ég man bara ekki eftir
einu einasta rokk- eða popp-
bandi þaðan en núna skoppa
Sofa Surfers upp á yfirborðið
með sina fyrstu plötu. Þó er
ómögulegt að heyra einhver
germönsk áhrif. Nei, það er
eins og þessir strákar hafi ver-
ið fluttir í barnæsku til Jama-
ica og aldir upp á grasi og
„dub“-tónlist hjá Lee
„Scratch" Perry og fúlskeggjuðum félögum hans.
Þetta er ævintýraleg plata og skemmtileg. Henni er ekki endi-
lega ætlað það hlutverk að hita undir löppunum á fólki á dansgólf-
um, þó vissulega megi skaka sér við margt á henni, t.d. lagið The
Plan, sem hefur verið vinsælt danslag, enda kraftmikið og
skemmtilega uppbyggt og undir áhrifum af „seventís“-kvikmynda-
tónlist. Sjálfir segjast strákarnir fjórir sem skipa hópinn ekki
nenna að gera danstónlist; róleg, heit, fljótandi en taktföst tónlist
er þeirra fag. Reggae-áhrifin eru sterk, skornir reggaegítarar
hljóma í bland við sterkar bassalínur, stundum hvolfa þeir sér út
í funheitan geimaldardjass eða spíta í lófana og fonka ótæpilega
með tilheyrandi vá-vái. Það skemmtilegasta er að hlustandinn veit
aldrei hvað kemur næst. Eftir nokkur lög er hann farinn að búast
við öllu og bíður spenntur eftir því að hrífast með á næsta áfang-
astað.
Þótt flest sé spennandi á þessari plötu koma nokkrir dauðir
punktar á langri leið. Þeir einkennast af endurtekningum á leið-
inlegum frösum sem halda ekki athyglinni og maður fer að klóra
sér í hausnum og spyrja sjálfan sig hvort eitthvað sé að geislaspil-
aranum eða hvort tíminn sé hættur að líða. Sem betur fer er þetta
ekki algengt og óhætt er því að mæla með þessari plötu fyrir
áhugafólk um reggae og „dub“ tónlist og einnig fyrir þá sem finnst
það spennandi sem komið hefur frá Bristol síðustu árin (Tricky,
Massive Attack, Portishead). Þessi plata fer einkar vel í sófa á síð-
kvöldum.
Gunnar Hjálmarsson
★★★
All Saints:
Hinar nýju Kryddpíur?
Kvennahlj ómsveit-
inni All Saints hefur
verið spáð miklum
frama sem er engin
furða því tónlistin er
aðgengilegt popp með
Soul og R&B áferð og
stelpurnar fjórar eru
augnayndi hin mestu,
einhvers konar deluxe-
útgáfa af Spice Girls.
Að líkja þeim við Spice
Girls er þó ekki sann-
gjarnt því auglýsinga-
herferðin í kringum
All Saints er á aðeins
fullorðnara stigi og
gefið í skyn að hljóm-
sveitin sé „alvöru“ en
ekki búin til á til-
raunastöð landbúnað-
arins eins og Kryddpí-
urnar. Því má áætla að
stálpaðri krakkar séu
aðaluppistaðan í aðdá-
endahópi All Saints, já
og auðvitað áhugafólk
um velframreitt og
mátulega ljúft sálar-
popp.
Fyrir fjórum árum
byrjuðu Shazney T.
Lewis og Melanie Blatt
að vinna saman að tón-
list í hljóðveri á All
Saints-stræti I London (nú veistu
hvernig hópurinn fékk nafn!) og
reyndu fyrir sér með smáskífu, If
You Wanna Party, sem hvarf eins
og dropi í hafið. Þær gáfust ekki
upp heldur bættu tveimur
kanadískum ljóshærðum systrum
í hópinn, Nicky og Natalie Apple-
ton, og skiptu um umboðsmann.
Sá tók strax hönduglega á málun-
um, skipaði stelpunum að semja
ný lög, sem hann leyfði síðan John
Bennett, hljómplötumógúl hjá
London Records, að heyra. John
brast í grát af hrifningu og lét hafa
eftir sér síðar: „Ég þekkti umbann
þeirra af mörgu misjöfnu. Hann
hafði oft komið með teip til mín og
það var alltaf einhver vonlaus tón-
list. Ég var því ekkert alltof
spenntur fyrir þessari nýju hljóm-
sveit en það breyttist um leið og ég
setti spóluna á. Á henni voru sex
All Saints: Natalie, Melanie, Sheznay og Nicole. Kryddpíurnar? Hverjar voru þær aftur?
lög og eftir eina hlustun var ég
viss um að þau yrðu öll vinsæl. Ég
trúði ekki mínum eigin eyrum og
enn síður hve heppinn ég var!“
All Saints fékk umsvifalaust
samning við London Records og
viðamiklu markaðsátaki var hrint
í framkvæmd. Fyrsta smáskífan, I
Know Where It’s at, gerði það gott
en betur gerði þó smáskífa númer
tvö, Never Ever sem hefur farið
sigurfór um heiminn og m.a. verið
lengi á íslenska listanum. Á Brit-
verðlaunaafhendingunni í ár fékk
það lag tvenn verðlaun, sem besta
lagið og besta myndbandið. Fyrsta
stóra platan kom út nýlega og hafa
viðtökurnar verið frábærar.
Hljómsveitin er að verða ein sú
vinsælasta í Englandi og Amerík-
aninn er allur að koma til en
markaðsátakið er ekki eins langt
komið þar.
Sextándu
Kiisíktilraurircarl i
Síðan 1982, þegar fyrstu MúsiktO-
raunir Tónabæjar fóru fram, hafa Til-
raunimar verið aðaltækifærið fyrir
ungar og óreyndar hljómsveitir að
koma sér á framfæri. Helstu ungpopp-
ararnir í dag eiga rætur að rekja á
sviðið á efri hæðinni í Tónabæ,
hljómsveitir eins og Maus, Botnleðja,
já, og lika Greifarnir. Nú stendur
skráning yfir og hafa viðbrögð verið
mjög góð eins og alltaf; um 30 hljóm-
sveitir hafa þegar boðað komu sína. í
allt verða 32 hljómsveitir með og þeg-
ar kvótinn fyllist fara bönd á biðlista.
Tónabær sér um skráningu og þar er
síminn 553-5935.
Undanúrslitakvöldin
verða fjögur, það fyrsta 19.
mars. Þá eru gestasveitirn-
ar Soðin fiðla, sem vann
síðustu Tilraunir, og Spír-
andi baunir. Þann 26. eru _________
Stjömukisi og Subterrane-
an gestasveitir, Maus þann 27. og Qu-
arashi 2. apríl. Sjálf úrslitin ráðast
svo 3. apríl með hefðbundnu húllum-
hæi og húrrahrópum og þá mun Botn-
leðja hita áhorfendur upp fyrir hörku-
spennandi hljómsveitarkeppni. DV
mun að sjálfsögðu verða á staðnum og
fylgjast vel með Músíktilraununum.
Stelpurnar eru 23 til 25 ára;
Shaznay, sem semur flest lögin (í
samvinnu við utansveitarfólk), er
yngst. Hún segist vera feimin en
hana langar samt að lemja Liam
úr Oasis ef hún kemst i færi við
hann. Melanie er hálffrönsk og
lenti i slæmu bilslysi í æsku. Setja
þurfti málmplötu á hrygginn á
henni svo málmleitarhliðin á flug-
völlum heimsins skrækja á hana í
hvert skipti sem hún þarf að
fljúga. Natalie er elst og mikill
hryllingssöguaðdáandi, sérstak-
lega höfða bækur Stephens Kings
til hennar. Hún segist hafa séð
draug sem leit út eins og Baby
Spice. Nicole, yngri systir hennar,
segist alltaf hafa viljað verða fræg
og rík. Hún er partídýr og segir
hljómsveitina Blondie vera sitt
uppáhald.
Og lýkur þá að segja af All
Saints í bili. Hvort þær eru hinar
nýju Kryddpíur skiptir engu máli
og verður ekki svarað hér en fram-
tíðin er björt hjá All Saints, hvort
sem Kryddpíu-samlíkingin festist
við þær stöllur eða ekki. -GLH
y zon
1. Open Air
Cab Drivers
2. Black Hole
16B
3. High Naturally
Warped 69
4. Sangue De Beirone
Cesaria Evora
5. ...to all bellevers
Heiko Laux
6. Muslc People
Moody Man
7. The Answering Machlne
Green Velvet
8. Hltech Funk
Underground Resistance
9. The Plan
Sofa Surfers
10. The Nlght
Peter Funk
Hljómsveitin Soðin fiðla vann Músíktilraunir á síðasta ári.
DV-mynd Hilmar Þór