Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 12
★ K 30 * * ★ * tyndbönd 4 M JfF &1 breáhðnwnl Mannrán á þjóðveginum ★★★ Bíll bilar á þjóðveginum í miðri eyðimörkinni. Far- síminn er utan þjónustusvæðis og óravegur að næstu byggð. Ferðalangamir, hjón á leið til vesturstrandar- innar, gripa því tækifærið þegar flutningabílstjóri býður þeim far. Konan fer með honum til næsta án- ingarstaðar meðan eiginmaðurinn passar bílinn. Nokkru síðar kemst bílinn í gang og hann keyrir því af stað á eftir flutningabílnum. Konan virðist hins vegar hafa gufað upp og bílstjórinn kannast ekki einu sinni við að hafa nokkum tíma séð hann fyrr. Þessi mynd er framan af fyrirtaks spennumynd. Uppbygging sögunn- ar er vel heppnuð. Hún setur upp mjög dularfullar aðstæður og skoðar hvernig venjulegur maður tekst á við þær á nokkuð trúverðugan hátt. Helsti gallinn er að hún útskýrir ráðgátuna of snemma, þannig að síðasta þriðjunginn hættir hún að vera dularfull og spennandi og umbreytist í hefðbundna hasarmynd. Persónurnar missa þá trúverðugleika sinn og þótt hasarinn sé ágætur sem slíkur er hann ekki mjög áhugaverður. Skella má upp úr þegar dellan verður yfirgengileg í lokin. Kurt Russel leikur sér að svona hlutverkum og sömuleiðis J.T. Walsh í bílstjórahlutverkinu. Þá var M.C. Gainey fyrirtaks kúrekafól. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Jonathan Mostow. Aðalhlutverk: Kurt Russel og J.T. Walsh. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Krókodíla-Dundee: KaHmennskan holdi klædd ★★★ Krókódíla-Dundee er karl í krapinu. Hann er ástr- alskt hörkutól sem þvælist um óbyggðir Ástralíu og berst við krókódila og snáka og alls kyns skaðræðis- skepnur. Blaðakonan Sue Charlton ferðast með hon- um í nokkra daga eftir að hafa frétt af viðureign hans við krókódíl og býður honum síðan til New York þegar hún fær að heyra að hann hafi aldrei í borg komið. Hann er jafnáttavilltur í stórborginni og hún var í ástralska kjarrlendinu en bjargar sér þó á sinn eigin hátt og tekst í leiðinni að heilla ýmsa borgarbúa, þ.á m. Sue Charlton, með sínum sveitasjarma. Paul Hogan rambaði hér heldur betur á rétta hlutverkið og túlkar þessa góðlátlegu karlrembu skemmtilega en hann hefur aldrei náð sér á strik síðan. Aðrir leikarar eru meira til uppfyllingar. Húmor- inn gengur að mestu leiti út á árekstra Krókódíla-Dundees við ókunnug- lega siðmenninguna og brandararnir ganga ágætlega upp. Myndin er þó ekki alveg jafnskemmtileg og hún var í minningunni. Fjarlægðin gerir víst fjöllin blá. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Peter Faiman. Aöalhlutverk: Paul Hogan og Linda Kozlowski. Bandarísk, 1986. Lengd: 94 mín. Öllum leyfð. -PJ Marvin's Room: ★★★ Fjölskyldubönd Systumar Bessie og Lee hafa ekki talast við í 20 ár eða frá því að Lee flutti til Ohio og skildi Bessie eftir í Florida þar sem hún hefur siðan annast hjúkr- un föður þeirra og frænku. Þegar Bessie greinist með hvítblæði kemur Lee loksins í heimsókn með tvo syni sína til að láta athuga hvort þau hafi rétta gerð af beinmerg til að gefa Bessie. Það er fremur kalt á milli þeirra í fyrstu en eldri sonur Lee, vand- ræðaunglingurinn Hank, hristir upp í samskiptum þeirra. Átakanleg örlög Scott McPherson, sem samdi leikritið og einnig kvikmyndahandritið, hafa sjálf- sagt hjálpað til að vekja athygli á þessari mynd en hann dó sjálfur úr eyðni eftir að hafa hjúkrað eyðnismituðum elskhuga sínum til dauðadags. Myndin er að mínum dómi ekki það meistaraverk sem margir vilja vera láta en engu að síður tilfinningarík, falleg og sannleiksrík lítil mynd um gildi þess að elska. Það eru líka engir aukvisar í aðalhlutverkunum, m.a. Meryl Streep og Leonardo DiCaprio, en Diane Keaton er þó eftirminnilegust og túlkar hina ástríku Bessie af mikilli tilfinningu. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Jerry Zaks. Aðalhlutverk: Diane Keaton, Meryl Streep og Leonardo DiCaprio. Bandarisk. 1997. Lengd 94 mín. Öll- um leyfð. -PJ Night Falls on Manhattan: Spilling innan lögreglunnar ★★★ Þegar handtaka á umsvifamikinn dópsala snýst hann til vamar, drepur þrjá lögreglumenn og særir þann fjórða lífshættidega. Dópsalinn kemst undan en öllum að óvörum gefur hann sig fram stuttu síðar. Réttað er yfir honum og saksóknarinn er sonur lög- reglumannsins sem særðist. Vöm dópsalans gengur út á lögregluspillingu og hann heldur þvi fram að árás lögreglunnar hafi verið hrein morðtilraun vegna þess að hann vildi ekki hækka mútugreiðsl- urnar til þeirra. Hann hafi neyðst til að verja líf sitt. Saksóknarinn kemst fljótt að raun um að ekki er hægt að skipa öllu í svart og hvitt, hann þarf að velja og hafna og géra málamiðlanir. Sidney Lumet hefur gert margar afar vitrænar myndir og þessi er engin undantekning. Hann forðast ódýrar lausnir og setur upp umhugsunarvert drama sem er kryddað með góð- um leikhóp, þótt gjarnan hefði mátt vera sterkari leikari en Andy Garcia í aðalhlutverkinu. Ian Holm er frábær eins og endranær, Ric- hard Dreyfuss er önnur skrautfjöður og loks er afar gaman að sjá James Gandolfmi í veigamiklu aukahlutverki. Útgefandi Sam-myndbönd. Leikstjóri Sidney Lumet. Aðalhlutverk: Andy Garcia, lan Hoim, Richard Dreyfuss og Lena Olin. Bandarísk. 1997. Lengd 109 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Myndbandalisti vikunnar '7 SÆTI j ■HH FYRRI VIKA i VIKUR i A LISTA > j ) _________ __ TITILL \ 1 _ _ _ _ ÚTGEF. j fí TEG. i ; Ný J i > Breakdown Sam-myndbönd ; Spenna i 2 i i 6 i J ) 2 > )- > J Double Team j j ) Skífan ) ) Spenna 3 i 2 j . > j 4 > Murder at 1600 Warner-myndir j Spenna i 4 1 i 1 j > i 4 i Men in Black ' j: ’ > ■_ 1 Skífan | j Gaman i 5 ) 4 i 3 i Grosse Point Blank j Sam-myndbönd J Gaman j 6 i 3 j J i 3 i j The Chamber i .) ClC-myndbönd • 1 Spenna 7 i 5 J J 1 6 i j ‘ 7 . 1 J Devils Own J Skrfan 1 Spenna 8 i 7 Absolute Power J J Skífan ) ) Spenna 9 J Ný í ! > i 1 ) Marvins Room Skífan j ClC-myndbönd Drama 10 > ) Ný i ) i 1 > j. J J McHale’s Navy Gaman 11 i Ný j 1 ) Night Falls On Manhattan i 7 Sam-myndbönd j Spenna 12 | 11 j ) ! 2 ) Twin Town j Háskólabíó Gaman 13 i 14 ' 9 i ) 2 ) i Head Above Water j J Myndform > Spenna 14 i ■ •••-. ■ 1 9 i J J 5 i i 3 ) i 1 Batman And Robin ) Warner-myndir | Gaman 15 i 16 i 12 > 10 j One Fine Day J Skífan i Gaman 10 t J i! 9 i j j J Con Air ) - ..1. J J Sam-myndbönd • ■ 1 Spenna 17 i 15 i a ) Everyone Says 1 Love You i Skífan Gaman ) 18 > i 17 j ) ) 8 > j ) The 6th Man J Sam-myndbönd Gaman 19 i 8 i 9 i Fierce Creatures 7 ClC-myndbönd j Gaman 20 ! 13 j j ; 5 ! i Blossi i J Sam-myndbönd ; Spenna mm n Spennumyndin Breakdown, þar sem Kurt Ftussell leik- ur eiginmann sem missir sjónar á eiginkonu sinni f orðsins fyllstu merkingu, fer beint í efsta sæti mynd- bandalistans og eftir þrjár vikur á toppnum dettur Men in Black niður í fjórða sæti. Þrjár aðrar nýjar myndir koma inn á listann og þær raða sér í 9.-11. sæti. Tvær þeirra, Marvin’s Room og Night Falls on Manhattan, eru dramatískar úrvalsmyndir, ólíkar, sem þó eiga það sameiginlegt að sterk fjölskyldubönd hafa áhrif á at- burðarásina. Þetta eru myndir sem óhætt er að mæla með. Þriðja myndin er McHale’s Navy, dýr endurgerð gamaila sjónvarpsþátta sem náði litlum vinsældum í Bandaríkjunum og fór beint á myndbandamarkaðinn hér á landi. Breakdown Kurt Russell og Kathleen Quinlan Hjónin Jeff og Amy Taylor eru á leið um eyðimörk til nýrra heimkynna þegar bíll- inn þeirra bilar. Flutn- ingabíll birtist þeim stuttu síðar og eftir smáhik ákveða þau að taka boði bilstjórans um að Amy fari með honum til söluskála í nágrenn- inu og útvegi viðgerðar- mann á meðan Jeff bíð- ur hjá bílnum. Það líður ekki langur timi frá því flutningabillmn er kom- inn úr augsýn þar til Jeff uppgötvar hvað er að bílnum. Hann ekur að söluskálanum til að ná i Amy en hún er ekki þar og engirrn þar þykist hafa orðið þeirra var... Double Team Jean Claude Van Damme og Dennis Rodman Jack er einn færasti gagnnjósnari heims og þekktur fyrir að fara eigin leiðir. Þetta hefur skilað honum virðingu yfirmanna en um leið aflað honum hættulegra óvina. Jack er líka bú- inn að fá nóg af hinu hættulega starfl sínu og hyggst nú draga sig i hlé eftir að hann hefur leyst af hendi eitt verk- efni i viðbót. En það er einmitt þá sem hlutim- ir fara úrskeiðis og sá sem aðgerðin beindist að, hryðjuverkamaður- inn Stavros, kemst und- an. Murder at 1600 Wesley Snipes og Diane Lane í Murder at 1600 er framið morð í Hvíta húsinu, aðeins nokkra metra frá skrifstofu for- setans. Sá sem fær mál- ið til rannsóknar er Harlan Regis, gamal- reyndur lögreglumaður sem vanur er að ná ár- angri í starfí. Regis verður að fara varlega í rannsókn málsins enda er hann með lífvarðar- foringja forsetans yfir sér. Máhð verður samt fyrst erfítt þegar grunur beinist að syni forsetans og ekki batnar ástandið þegar sönnunargögn hverfa. Regis verður því ljóst að eigi hann að leysa málið verði hann að finna aðstoðarmann. Men in Black Tommy Lee Jones og Will Smith Svartklæddu menn- imir K (Tommy Lee Jo- nes) og J (Will Smith) vinna fyrir leynilegustu leyniþjónustuna i Bandaríkjunum. Þeirra hlutverk er að fylgjast með ferðum geimvera og halda þeim í skefj- um. K er gamall í hett- unni og reyndur í starfi en J er ungur ofurhugi, nýkominn til starfa. Þeir þurfa að taka á öllu sem þeir eiga þegar ill- víg geimpadda smeygir sér fram hjá tollyfir- völdum og hefst handa við að gera allt vitiaust og víst er að þeir þurfa á allri sinni kunnáttu að halda til að halda velli. Grosse Point Blank John Cusack og Minnie Driver Hinn geðþekki Mart- in Q. Blank ákvað ung- ur að hasla sér völl í hinum vafasama heimi leigiunorðingjans. Nú heldur hann aftur á heimaslóðimar, Grosse Point, til að taka þátt í tíu ára útskriftarafmæli bekkjar síns. Það hent- ar líka vel fyrir verk sem hann hefur tekið að sér. 1 leiðinni ráðgerir hann að taka aftur upp samband við gömlu kærastuna. Allt gengur vel þar til gamall and- stæðingur skýtur upp kollinum og hlutirnir taka heldur betur óvænta stefnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.