Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998
nlist
2a
Snilling
H
- kveður sér hljéðs
Einn helsti snillingur poppsög-
unnar er Brian Wilson sem stofn-
aði Fjörulallana, eða The Beach
Boys, með bræðrum sínum og vin-
um árið 1961. Brian þykir meira
en lítið sérlundaður og skrýtinn
en hefur verið að komast út úr
dóprugli og almennri geðveiki hin
síðustu ár. Kallinn var elstur
þriggja hræðra en lifði báða hina
þar sem Carl Wilson lést nýlega úr
lungnakrabbameini. Áður hafði
Dennis Wilson drukknað 1983. Bri-
an gaf síðast út plötu með nýju
efni árið 1988. Sú var unnin með
vafasömum sálfræðingi, Dr. Eu-
gene Landy, sem fékk Brian til að
gera plötuna sem part af sálfræði-
þerapiu. Reyndar voru Brian og
sáli byrjaðir á nýrri plötu sem átti
að heita Sweet Insanity. Hún var
of léleg til að útgáfufyrirtækið
vildi taka við henni og einnig voru
aðstandendur Brians orðnir ugg-
andi um þau áhrif sem doktorinn
hafði á brothætt sálarlíf lista-
mannsins og bönnuðu lækninum
með dómsúrskurði að skipta sér af
honum.
Nú virðist Brian hafa náð sér til
fulls og hefur ný plata verið boðuð
í apríl. Heitir sú Imagination og
eiga læknavísindin engan þátt í
gerð hennar. Platan er að sögn í
svipuðum anda og frægasta plata
Beach Boys, Pet Sounds, sem kom
út 1966 og var nýlega endurútgefin
í viðamiklum kassa. Almennt er
talið að Pet Sounds sé ein af allra
bestu plötum rokksögunnar og
áhrif hennar hafa verið mikil, t.d.
er nánast óhugsandi að Bítlarnir
hefðu gert Sgt. Pepper’s ef þeir
hefðu ekki heyrt Pet Sounds og
hrifist af henni.
Nýju plötuna hefur Brian verið
að vinna síðustu árin í einkahljóð-
veri í Illinois. Þótt hún sé sögð lík
Pet Sounds í anda er hún einnig
sögð léttari og lögin almennt hrað-
ari en þær hugljúfu ballöður sem
Pet Sounds er troðfull af. Búast má
við að Brian fái þónokkra athygli
þegar platan kemur út enda hefur
ungt fólk verið að uppgötva snilli
hans og rokkarar núsins eru
ósparir á lof um hann. Nýlega
reyndi t.d. hljómsveitin Garbage
að fá hann til samstarfs en sú til-
raun endaði á því að Garbage lét
sér nægja að nota hljóðbút
(,,sampl“) úr gömlu Beach Boys-
lagi.
-GLH
Brian Wilson: Ellin bítur líka á snillinga.
Nú er hugur í Kombóliðum, þeim Ellen Kristjánsdóttur, Edvarði Lárussyni,
Þórði Högnasyni og Birgi Baldurssyni.
Komböid
- aftur á ferð
Hvernig er
tilnefnt?
íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í fimmta sinn
5. mars næstkomandi á Hótel Sögu. Síðastliðinn mánudag
voru tilnefningar ársins birtar hér i DV. Umræðan um
tilnefningarnar hefur verið lífleg í þjóðfélaginu þessa
vikuna og hefur það heyrst glögglega á útvarpsstöðvunum
þar sem tónspekingar hafa vegið og metið tilnefningamar
með lærðum ræðum. Óhætt er að segja að aldrei hafi
verið meiri eftirvænting og umræða um Islensku
tónlistarverðlaunin sem sýnir ótvírætt að þau eru að festa
sig í sessi.
Marga fýsir að vita hvemig tilnefningar ÍTV em settar
saman. Tilnefningaferlið hefur breyst mikið á þeim fimm
áram sem verðlaunin hafa verið við lýði. Fyrst í stað var
það fámennur hópur tónlistarmanna sem valdi
tilnefningarnar en sú aðferð var mjög umdeild, eins og
gefur að skilja. Fljótlega var ákveðið að fara þá leið að
mynda breiðan faghóp tónlistarfólks, ijölmiðlafólks og
áhugafólks um tónlist til að tilnefna tónlistarfólk til hinna
íslensku tónlistarverðlauna.
Skipun faghópsins
Þeir sem skipa faghópmn koma víðs vegar að úr tónlist-
arliflnu: meðlimir hljómsveita, áhugafólk um tónlist og
starfsfólk í tónhstar-
geiranum. Þeir skrá
niður tilnefningar
sínar í 16 flokka og
þegar þær hafa verið
reiknaðar út er ljóst
hvaða fimm aðilar
eru tilnefndir í hverj-
um flokki og er til-
nefningalistinn síðan
birtur í DV. Gefst al-
menningi þar með
kostur á að taka þátt í
vah tónlistarverð-
launanna og gilda at-
kvæði almennings
40% í lokaniðurstöð-
unni. Á sama tíma fer
fram leynileg kosning
í öðrum faghópi sem
hefúr 60% vægi og
þegar öh atkvæðin
hafa verið lögð saman
er niðurstaðan fundin
í hverjum flokki fyrir
sig. Stjórn ÍTV tekur
ekki þátt í forvalinu.
Endurspegla grdskuna
Ungir tónlistarmenn hafa jafnan skipað tilnefningar-
sæti th jafns við reyndari tónlistarmenn sem hafa starf-
að við tónlist um lengri tíma. Hafa íslensku tónlistar-
verðlaunin átt drjúgan þátt í að vekja athygli á því sem
vel hefur verið gert og listafólkinu sem staðið hefur í
eldlínunni hverju sinni. Sjálfir verðlaunahafamir era
einnig orðnir margir og endurspegla vel gróskuna í ís-
lensku tónlistarlifi sem er með ólíkindum.
í ár er hlutur ungra tónlistarmanna meiri en öh fyrri
ár og er það til marks um þá miklu grósku í íslensku
tónlistarlífi sem nú er. Það hefur eðlhega valdið heitum
umræðum um thnefningamar. Heitar umræður eru
ótvíræð sönmm aukinnar virðingar verðlaunanna á
meðal almennings. Svo lengi sem virðing og áhugi
alennings eykst vex verðlaununum fiskur um hrygg og
þau halda áfram að vera sú stoð sem íslenskur
tónlistariðnaður þarf á að halda.
Helstu stuðningsaðilar íslensku tónlistarverðlaun-
anna eru Félag íslenskra hljómlistarmanna, Samband
hljómplötuframleiðenda, Hitt húsið, Samtök um bygg-
ingu tónlistarhúss, iðnaðarráðuneytið, DV og Lands-
banki íslands.
DV-mynd ÞÖK
Maus er ein af þeim hljómsveitum sem tilnefndar eru sem hljómsveit ársins.
Kombóið, sem varð th upp úr
Kombói Ellenar, hefur haft hljótt
um sig síðan 1994 þegar eina plata
sveitarinnar th þessa kom út. Þar
var tónlist á jaðri djass og dægur-
tónlistar á mjög rólegu róli og lág-
væru nótunum og fór platan ekki
eins víða og hún átti skhið. Nú er
hugur í Kombóliðum, þeim Ehen
Kristjánsdóttur, Edvarði Lárussyni,
Þórði Högnasyni og Birgi Baldurs-
syni, og er hljómsveitin byrjuð að
forma nýtt efni sem stefnt er á að
gefa út. Fólk getur kíkt á Kombóið á
sunnudaginn en þá heldur djass-
klúbburinn Múlinn tónleika með
því á Sóloni íslcmdusi. Hljómsveitin
ætlar að spha lög af gömlu plötunni
í nýjum og frjálsum búningi ásamt
nýju efni og lögum eftir aðra. Tón-
leikamir byrja kl. 9.
Á
tL
Hitt húsið
Rokksveitin Dan Modan
frá Keflavík sphar á síð-
degistónleikum Hins
hússins föstudaginn 20.
febrúar. Tónleikamir
hefjast stundvíslega
klukkan 17 á Kakóbam-
um Geysi og er aðgangur
ókeypis.
Buttercup
Stuðhljómsveitin Butt-
ercup mun skemmta á
HB Pub í Vestmannaeyj-
um bæði föstudagskvöld
og laugardagskvöld.
Fréttir herma að nýtt lag
með sveitinni sé væntan-
legt á útvarpsstöðvarnar
innan tíðar. Rokk og ról
verður þema kvöldanna
eins og ahtaf þar sem
bestu slagararnir verða
teknir.
Feiti dvergur-
inn
Stuðboltarnir Tvennir
tímar leika fyrir gesti á
Feita dvergnum um helg-
Gullöldin
Fjörangamir í Svensen
og Hallfunkel munu
skemmta á Grafarvog-
skránni Guhöldinni bæði
fóstudags og laugardags-
kvöld.
Sóldögg
Hljómsveitin Sóldögg
heldur vestur um helgina
og leikur á Sjahanum á
ísafirði fostudags- og
laugardagskvöld.
Broadway
Stórdansleikur FM95,7 og
Úrvals-Útsýnar verður
haldinn í kvöld á Broad-
way þar sem hljómsveit-
irnar SkitamóraU og
Reggae on Ice munu
skemmta. Á laugardags-
kvöld heldur hins vegar
áfram sýningin með
Rokkstjömum íslands.