Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 DV
» tónlist
1. ( 2 ) Titanic
Úr kvikmynd
Z (12) Urban Hymns
The Verve
3. ( 4 ) Drums and Decks
Propellerheads
4. ( 3 ) Let's Talk About Love
Celine Dion
5. (1 ) Yield
Pearl Jam
6. (- ) Rússíbanar
Rússíbanar
7. ( 8 ) Aquarium
Aqua
8. ( 6 ) Left of the Middle
Natalie Imbruglia
9. (10) BugsyMalone
Úr leikriti
10. ( 5 ) Best of
Eros Ramazotti
11. (13) Bestof
Enya
1Z (14) Spiceworld
Spice Girls
| 13. ( 7 ) OK Computer
Radiohead
r 14. (- ) All Saints
All Saints
r 15. (- ) Gling gló
Björk & Tríó Guðmundar Ingólfss,
r 16.(17) Backstreet Boys
Backstreet Boys
117. ( 9 ) 1387-1997
Ný dönsk
r 18. (- ) Greaso
Úr kvikmynd
i 19.(11) Pottþótt 10
Ymsir flytjondur
f 20. (- ) Pottþótt ást
Ýmsir flytjendur
London
»
!
1. (- ) My Heart will go on
Celine Dion
Z (1 ) Doctor Jonos
Aqua
3. ( 5 ) Never Ever
All Saints
4. ( 7 ) Angels
Robbie Williarns
5. (- ) Let me show you
Camisra
6. ( 2 ) All I have to give
Backstrcot Boys
7. ( 6 ) Gettin' jiggy wit it
Will Smith
8. ( 3 ) Cleopatra's Theme
Cloopatra
9. ( 8 ) High
Lighthouso Family
10. (-) Solomon Bites the Worm
The Bluetonos
NewYork
- fer á stjá
Tæplega sjö árum eftir að
síðasta plata hljómsveitar-
innar Talk Talk kom út bær-
ir Mark Hollis, aðallagahöf-
undur sveitarinnar, nú loks-
ins á sér aftur með sólóplötu
sem heitir einfaldlega ekki neitt
eða bara Mark Hollis.
Talk Talk var hljómsveit sem
fór í gegnum stórstígar breyting-
ar á tæplega 10 ára ferli. Fyrst í
staö féll hljómsveitin vel að
þeirra tónlist sem var í gangi í
kringum hana. Hún hitaði upp
fyrir Duran Duran á tónleikaferð
og átti sitt vinsælasta lag árið
1984, lagið It’s my Life, sem kom
út á samnefndri plötu. Þetta var
hápunktur Talk Talk í vinsælda-
legum skilningi en hrifning tón-
listarpælara og gagnrýnanda óx
með hverri plötu í réttu hlutfalli
við vaxandi áhugaleysi hjá al-
menningi. Síðasta platan, Laugh-
ing Stock, er talin algjört meist-
araverk en hún er níðþung og lít-
ill botn fæst í hana fyrr en eftir ít-
rekaðar hlustanir. Eftir þessa
plötu varð lítið annað að gera en
að slútta hljómsveitinni. Mark og
félögum hans fannst ekki hægt að
komast lengra og óttuðust að allt
sem kæmi á eftir þessari plötu
yrðu endurtekningar.
Frá 1991 hefur Mark tekið það
einstaklega rólega. Nýja sólóplat-
an er enn eitt skrefið í átt frá upp-
runa hans sem auðskiljanlegs
poppara. Hann hefur engan áhuga
á „nýjustu straumum” í tónlist en
leitar í djass og klassíska tónlist
eins og algengt er með poppara
sem komnir eru á miðjan aldur.
Mark segist hafa verið að gera til-
raimir, ekki endilega til að fá ein-
hverja niðurstöðu eða hinn
„hreina tón“ og hann hefur fengið
frið til þess óáreittur af plötufyr-
irtækjum og óþreyjufullum aðdá-
endum. Hann nefhir djassarana
Miles Davis og Gil Evans og
franska tónskáldið Ravel sem
helstu áhrifavalda og segir að
þögnin í tónlistinni sé mjög mik-
ilvæg. Þó vill hann ekki sam-
þykkja að hann eigi eitthvað sam-
eiginlegt með „Ambient“-tónlist,
til þess sé hans tónlist of lifandi
og ekki samin til þess að hírast I
bakgrunni einhvers annars. Mark
vill að hver tónn hljómi jafntært
og dögg á grasi og hann leitast við
að draga fram skýrleika hvers
hljóðfæris fyrir sig, vill helst að
brakið í gítarhálsinum, þegar
strengimir slást utan i hann, sé í
forgrunni. Hann er með öðrum
orðum svarinn óvinur þess að fín-
pússa upptökur á tónlist og finnst
allur sjarmi og líf hverfa við það.
Um þögnina segir Mark að hún
gefl tækifæri á að hugsa og lík-
lega sé fólki svona illa við hana
þess vegna. „Fólk er alveg hætt að
taka eftir hávaðanum í kringum
sig,“ segir Mark í umvöndunar-
tón „og lætur allt ganga yfir sig.
Hvaða drasl sem er fær að vera til
og dafna. Það er eins og fólk sé
hrætt við þögnina." -GLH
1. (1 ) Nice and Slow
Usher
Z (2 ) Together Again
Janet
3. ( 4 ) Truely Madly Deeply
Savage Gardon
4. ( 3 ) How Do I live
Leann Rimes
5. ( 5 ) Been Around the World
Puff Daddy & The Family
6. ( 6 ) I Don't Evor Wanna See You Again
Uncle Sam
7. ( 7 ) A Song For Mama
Boys II Men
8. ( 8 ) No. No. No
Destiny's Child
9. (-) Too Much
Spico Girls
10. (-) What You Want
Mase (Featuring Total)
Bretland
-plöturog diskar—
1. ( 2) Urban Hymns
The Verve
Z ( 1 ) Titanic
Ur kvikmynd
3. ( 5 ) All Saints
Ail Saints
4. ( 3 ) Life Thru a Lens
Robbie Williams
5. ( 9 ) Truely
The Love Songs - Lionel Richie
6. ( 6 ) Postcards From Heaven
Lighthouse Family
7. ( 8) Let's Talk About Love
Celino Dion
8. ( -) White On Blonde
Texas
9. ( -) Mavorick a Strike
Finley Quaye
| 10. (10) Aquarium
I ... Aqua
*
»
I
i
*
!
Bandaríkin
-plöturogdiskar=
: i. (i) T,tanic
Úr kvikmynd
Z (- ) Yield
Pearl Jam
3. ( 2 ) Let's Talk About Love
Celine Dion
4. ( 3 ) Spiceworld
Spice Girls
5. ( 4 ) My Way
Usher
6. ( 5 ) Yourself or Someone Like You
Matchbox
7. ( 6 ) Backstreet Boys
Backstreot Boys
8. ( 7 ) Savage Garden
Savage Garden
9. ( 9 ) Harlem World
Mase
10. (- ) Big Wiliie Style
1™L*- Will Smith
iidaldaBbeibin
Það er margt sem
angrar og kvelur nú-
tímamanninn. Bölvuð
streitan, endalaust áreit-
ið, firring stórborgar...
Það hefur verið tekið á
þessum vanda á ýmsan
hátt, fótanuddtæki, sál-
fræðimeðferðir og inn-
hverf íhugun en
kannski er Ijúf afslapp-
andi tónlist augljósasta
svarið, já og auðvitað
góð bók í bland. Á tíma-
bili urðu spænskir
munkar með afslapp-
andi miðaldasöng vin-
sælir. Sumum fannst
andaktin sem umlukti
munkana kostur en öðr-
um fannst hugmyndin
hallærisleg og munkarn-
ir í sínum hempum og
helgisiepju einum of
„aftur-úr-öldum“. Nú er
kominn fram á sjónar-
sviðið sönghópur sem
enginn nútímamaöur
ætti að fúlsa við. The
Mediaeval Baebes, eða
Miðaldabeibin, eru 12
fótógenískar stúlkur á
tvítugsaldri sem syngja
og leika sefjandi ma-
drígala og miðaldakór-
verk íklæddar gegnsæj-
um næfurþunnum hvít-
um kjólum. Þær eru því
bæði smart og afslapp-
andi.
Hugmyndin kviknaði hjá Katherine Blake sem
áður var í hljómsveitinni Miranda Sex Garden.
Hún kynntist Dorothy Carter, gráhærðri konu á
sextugsaldri, sem hafði tileinkað líf sitt því að
grufla í tónlist miðalda og sökkti sér niður í fræð-
in með liennar aðstoö. Síðasta skrefið var að hóa
í vini sína, eða að „safna saman prinsessunum
mínum“, eins og Katherine kýs að kalla það, og
Mediaeval Baebes-flokkurinn var oröinn til.
Þetta var sumarið 1996 og nú tóku við æfmgar
og pælingar. Fyrstu tónleikamir voru haldnir í
kirkjugarði, innan um
legsteina, logandi
kyndla og tunnur full-
ar af miðaldamiði,
enda var ætlunin að
áhorfendur upplifðu
eins sanna mið-
aldastemningu og
hægt væri að ná. Þetta
mæltist vel fyrir sem
og geysivinsælt mið-
aldajólapartí sem
sönghópurinn hélt í
kastala. Allt þetta
brölt varð til þess að
Virgin Records fékk
áhuga á flokknum og
gerði við hann samn-
ing um plötuna Salva
Nos (Bjargið oss) sem
var tekin upp síðasta
sumar. Svo mögnuð
var stemningin að eft-
ir að síðasta nótan
hafði verið tekin upp
sprakk hljóðverið!
The Mediaeval
Baebes koma með
ferskan glamúr og
leikræna tilburði inn í
tónlistarform sem
hreinræktaðir fagur-
kerar á klassíska tón-
list hafa að mestu lagt
undir sig til þessa.
Beibin eru að mestu
ólærð í sönglistinni en
þær trúa því að
þannig sé flutningur-
inn á tónlistinni meira ekta og meira lifandi en
sá lærði og rígfasti flutningur sem hefur tiðkast
til þessa. Hvað sem til er í því hefur platan Salva
Nos fengið góöa dóma, jafht í poppblöðum sem
klassískum tímaritum, enda er hér um sniðuga
tónlistarblöndu að ræða sem gengur upp. -GLH