Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
3
>
>
>
I
>
I
I
I
I
i
(
i
Fréttir
Úrskurður Samkeppnisráðs um kaup Myllunnar:
Munu að öllum
líkindum áfrýja
- segir Kolbeinn Kristinsson framkvæmdastjóri
Forsvarsmenn Myllunnar héldu
blaðamannafund í gær þar sem þeir
kynntu viðbrögð sín við úrskurði
Samkeppnisráðs sem ógilti kaup
Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölu-
bakaríi. í máli Kolbeins Kristins-
sonar, framkvæmdastjóra Myllunn-
ar-Brauðs hf., og Benedikts Jóhann
essonar, stjórnarformanns Myli
unnar-Brauðs hf., kom fram að
þetta væri fyrsti úrskurður Sam-
keppnisráðs sem ógilti samruna
fyrirtækja. Ihugað er að áfrýja úr-
skurðinum sem að mati þeirra gæti
einna helst hagsmuna stórmarkað-
anna.
í greinargerð sem dreift var á
fundinum kemur fram mikil gagn-
rýni á greinargerð Samkeppnisráðs
og telja forsvarsmenn Myllunnar að
þau rök sem Myllan lagði fram hafi
ekki verið tekin til hliðsjónar nema
að litlu leyti. Þeir sögðu að í þeim
forúrskurði sem kom frá Sam-
keppnisráði fyrir hálfum mánuði
hefði mikið verið gert úr því að
Myllan hefði sóst eftir kaupunum.
Það væri hins vegar ekki rétt og eft-
ir að Myllan sýndi fram á að fram-
gangur málsins hefði verið sá að
Myllan hefði sóst eftir samstarfí, en
MS einungis viljað selja, hefði sú
staðreynd virst hætta að skipta
máli í rökstuðningi Samkeppnis-
ráðs.
Forsvarsmenn Myllunnar telja að
það ástand sem var á markaðnum
fyrir kaupin hafi verið mjög erfltt
þar sem Samsölubakarí starfaði í
skjóli Mjólkursamsölunnar sem
hefði ekki krafist arðs af rekstri
Samsölubakarís og hefði haft að-
gang að miklu fjármagni hjá MS. í
ljósi þessa hafi Samsölubakarí veitt
kaupendum óeðlilega mikinn af-
slátt og undirboðið aðra á markað-
inum. Þessi verðstefna hafi hins
vegar ekki skilað sér til neytenda.
Forsvarsmenn Myllunnar bentu
á að miðað við það að mjög strang-
ar reglur giltu um setu manna í
stjórnum fyrirtækja, og nefndu þar
mál Esso og Olís, væri óeðlilegt að
yfirlögfræðingur Samkeppnisráðs,
sem væri maki fjármálastjóra Hag-
kaups, skyldi ekki hafa verið talinn
óhæfur í þessu máli. Þetta hefði
verið bent á en Samkeppnisráð
hefði ekki talið það skipta máli.
í greinargerð Myllunnar segir að
ef ekki verði af samruna séu líkleg-
ar afleiðingar þær að félögin muni
halda áfram að tapa peningum og
muni með óheilbrigðum afsláttum
gera öðrum aðilum ómögulegt að
Dreifibréfið í Hveragerði:
Stjórn
Grundar
íhugar kæru
- kæra væntanleg
Stjóm Elli- og hjúkrunarheimilis-
ins Grundar íhugar nú að kæra
dreifibréf það sem sent var til allra
íbúa í Hveragerði til sýslumanns.
Grund er eigandi Dvalarheimilisins
Áss í Hveragerði. Útgangspunktur
fyrirhugaðrar kæru er sá að veist er
að heimilisfólki Dvalarheimilisins
Áss í dreifibréfinu. Guðrún Bima
Gísladóttir, forstjóri Gmndar, sagði
að það væri alvarlegur hlutur að
veitast að heimilisfólkinu með þess-
um hætti og þaö hlyti að vera hlut-
verk lögreglu að ftnna út hvaðan
bréfið væri sprottið. Gísli Páll Páls-
son, framkvæmdastjóri Dvalarheim-
ilisins Áss, sagði i samtali við DV
að það væri verið að undirbúa kæm
og hennar væri væntanlega von í
lok vikunnar. -phh
starfa áfram. Gjaldþrotum í grein-
inni muni fjölga og Samsölubakarí
líklega komast í þrot. Kreppa ís-
lenskrar brauðgerðar valdi því síð-
an að erlendir aðilar muni eiga auð-
velt með að ná undirtökum á ís-
lenskum markaði með innflutningi.
-sm
Myllan-Brauö hf. hélt í gær blaöamannafund vegna úrskuröar Samkeppnisráös um ógildingu kaupa Myllunnar á
Samsölubakaríi. DV-mynd ÞÖK
Kynnstu töfrum Suzuki
Finndu hve rýmið er gott
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgótu 9, sími 462 63 00.
Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf„
Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Þægilegur og óvenju rúmgóður,
bæði fyrir bílstjóra og farþega
I Baleno Wagon er nóg fóta-; höfuð-
og olnbogarými fyrir bílstjóra og
farþega, jafnvel þótt stórir og stæði-
legir séu! Vel bólstruð sætin veita
góðan stuðning á langferðum og
hljóðeinangruð yfirbyggingin heldur
vélar- og vegahljóðum í algjöru
lágmarki. Það gerir ferðalagið enn
ánægjulegra.
Og Uttu á verðið:
WAGONGLX 1.445.000 KR.
WAGON GLX 4x4 1.595.000 KR.
Baleno 4x4 hefur einstaklega
góða aksturseiginleika
Fjórhjóladrifnir Baleno Wagon hafa
RBC fjöldiska tengsli sem sér um að
færa afl milli fram- og afturhjóla eftir
því sem aðstæður krefjast. RBC
tengslið eykur veggrip í beygjum og
brekkum og bætir jafnvægi við
hemlun.
96 hestafla, 16 ventla
vél með fjölinnsprautun
Baleno Wagon er hagkvæmur í
rekstri og sameinar mikið afl og litla
eyðslu. Suzuki hönnun tryggir bestu
eldsneytisnýtingu við allar aðstæður.
Baleno Wagon hefur allt að
1.377 lítra farangursrými!
Það er meira rými en flestir þurfa að nota,
jafnvel þegarfarið er í sumarbústaðinn
eða söluferðina. Aftursætið skiptist 40/60.
Krókar binda niður farangurinn, draghlíf
hylur hann og aðskildar hirslur eru inn-
feldar í gólf. Baleno Wagon er gerður til
flutninga.
| ALLIR ► ► "SUZUKI^
SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- ► ► AFLOG I
SUZUKI Í 'Trvr'rr'nrrrrvTfi'tYvr' ► : t ÖltYGGI J