Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 Spurningin Boröar þú saltket og baunir? Valdimar Ólafsson verslunar- maður: Já, það geri ég. Þórhallur Kristinsson verslunar- maður: Já, það er uppáhaldsmatur- inn minn. Ólína Kristín Jónsdóttir: Já, hvenær sem færi gefst. Steinar Örn Sigurðsson verslun- armaður: Nei, ég er meira fyrir steikt kjöt. Kristinn Guðmundsson, fv. lög- fræðingur: Já, allavega í dag. Margrét Þorvaldsdóttir húsmóð- ir: Já, mér finnst það mjög gott. Lesendur Lífið í höfunum Á síldveiöum. Menn hafa haldiö að allt væri í lukkunnar velstandi, segir Kon- ráö m.a. Konráð Friðflnnsson skrifar: Lífið í höfunum er mönnum gáta. Þó ýmislegt sé vissulega vitað er samt margt sem enn er hulið. Um það er ekki deilt. Markmiðið með ári hafsins er að menn beini sjónum sínum að hafinu. Sjórinn er heimur út af fyrir sig. Eitt eru menn þó með á hreinu; að ekki gengur það til lengdar að gefa mönnum frjálsar hendur hvað af- notin varðar. í dag er mönnum t.d. skammtaður aðgangur að miðun- um í gegnum kvótakerfið. Árið 1971 var allri síldveiði hætt við landið. Það var m.a. ein ástæða þess að útgerðarmenn sendu skip sín í Norðursjóinn til síldveiða. Þörfin fyrir bannið á sinum tíma var öllum augljós. Haustið áður kom ekki uggi úr sjó. Síldveiðar hófust svo aftur við landið haustið 1975 og hafa verið stundaðar fram á þennan dag. Veiðarnar hafa gengið þokkalega og farið stigvax- andi mili ára og sennilega náð há- marki 1996. Það kvað hins vegar við annan tón á síðustu vertíð. Hún var nefni- lega ekki svipur hjá sjón, miðað við fyrri ár. Menn eru ekki á eitt sátt- ir hvað olli. Sé ástæðan ofveiði þá vakna líka upp fjöldamargar spurn- ingar. Sannleikurinn er sá að sOd- veiðarnar hér við land hafa verið í gjörgæslu Hafró frá þeim degi sem þær hófust á ný. Við byggðum þennan stofn upp og höfum gefið út kvóta á hverju ári til að veiðarnar gengju ekki of nærri honum. Allir hafa haldið að allt væri í lukkunn- ar velstandi. Samt brást eitthvað i keðjunni. Nokkuð sem virðist hafa komið fræðingum á Hafró í opna skjöldu. Síldarmagnið, sem komið hefur að landi núna, er mestanpart fengið í flottroll en ekki með gömlu aðferð- ini, hringnótinni, fyrir þær sakir að síldin hefur ekki þétt sig nægj- anlega fyrir nætumar og staðið djúpt. Megi rekja þennan aflabrest til ofveiði gerist málið bæði flóknara og erfiðara viðureignar og spum- ingar vakna til hvers stjómunin hafi verið í öll þessi ár, stöndum við þrátt fyrir það frammi fyrir hnmi eða minni afla. Og þá vantar mikið á að allt gangi upp. Griðastaður glæpamanna? Kristinn Snæland skrifar: Nú þegar enn einn íslenskur glæpamaður er gripinn fyrir fikni- efnamisferli erlendis er rokið af stað. Ræðismaður hleypur til og reynir að létta glæpamanninum lífið. Helst af öllu á að fá manninn látinn lausan til þess að hægt verði að flytja hann hingað heim til þess að hægt verði að dæma hann hér eða létta honum lífið með því að sitja inni í nálægð skyldmenna. Hér eru dómar nefni- lega mun vægari en erlendis þar sem glæpamenn þessir eru gripnir. Dómar bæði héraðsdóma og Hæstaréttar yfir hvers konar glæpahyski hafa að undanförnu verið þannig að manna í milli er farið að kalla dómstóla landsins „griðastaði glæpamanna". Ofan á allt þetta meinleysi eru svo ræðis- menn landsins önnum kafnir við að aðstoða glæpamenn og fá þá leysta undan réttmætri refsingu í því landi sem brot er framið. Ástæðan er sögð sú að refsingar séu þungar og fangelsin slæm - einkum „að- búnaðurinn". Sá sem fremur glæp, hvort sem er á Spáni eða í Frakklandi eða hvar sem er annars staðar, á einfaldlega að standa þar reikningsskap gerða sinna og taka þar út sína refsingu. Ef hins vegar er um að ræða ómannúðlega meðferð fanga og þjóðfélag, þar sem lögregla og stjórnvöld eru ekki skárri en harðsvíraðir glæpamenn, eins og mun t.d. vera að finna í Suður-Am- eríku, þá er rétt að liðsinna því ógæfufólki sem brotið hefur lög þess lands. Bolludagurinn plága og pína Fyrst bollurnar sætu og þykku og síöan sprengidagurinn meö sitt salta kjöt. Kristjana skrifar: í dag, þegar ég er að skrifa þetta, er fimmtudagur. Það er þegar byrjað að auglýsa bollur í verslunum borg- arinnar. Er þetta hægt? Ár eftir ár göngum við neytendur á vit þúsunda hitaeininga í rjómabollum, púnsboll- um, rommbollum, krembollum og öllum hinum tegundunum - í fimm heila daga. Og á þriðjudegi eftir bolludag er verið að selja okkur af- gangsbollur sem við eigum víst að fá með „afslætti"! En bollurnar eru seldar á verði sem er engum manni bjóðandi. Keypti ég enda engar held- ur bakaði mínar sjálf og fyllti þær með heimalöguðu kremi og notaði jurtaís. Og svo kemur sprengidagurinn með sitt saltkjöt og baunir. Enn ein óhollustan og algjör ofætlun hverj- HJÍSÍÍÍRfm þjónusta í síma i kl. 14 og 16 um heilbrigðum maga, hvað þá óheilbrigðum. Flest erum við komin með sýkta meltingarvegi af sykur- leðju, hvítu hveiti, harðri fitu, sem m.a. er í flestum ostategundum (nema þeim lina, eins og t.d. kastala- osti) og kolsýru úr gosdrykkjunum. Er nokkur furða þótt landsmenn séu móttækilegri fyrir hvers konar aðvifandi bakteríum en margar aðr- ar þjóðir sem nota mun meiri nátt- úrufæðu en við gerum? Það gengur kraftaverki næst að íslendingar skuli ekki upp til hópa vera einn stór sjúklingahópur í umönnun út- lendinga, svo yfirgengilega höfum við neytt óhollrar fæðu gegnum tíð- ina. - Já, ég segi í umönnun útlend- inga, því ég sé ekki betur en útlend- ingar séu að taka yfir flest störf sem við annaðhvort nennum ekki að inna af hendi (samanber fiskvinnsl- una) eða kunnum ekkert á (saman- ber tæknistörf og verkmenntun margs konar). Einn, tveh bolludagar í viðbót ásamt sprengidögum og þorrablótum - og við erum búin að vera. Hverju skal trúa? íbúi í Grafarvogi skrifar: Grafarvogsbúar hafa alltof lengi veriö dregnir á því brýna verkefni sem breikkun Gullin- brúar er. Síðustu 3-4 árin hefur stefnt í óefni hvaö samgöngur við Grafarvog varðar en borgaryfir- völd hafa forgangsraðað öllu öðru inn á vegaáætlun frekar en þessu brýna verkefni. Nú síðast sló í brýnu milli R- og D-lista vegna þess hvort þyrfti að gera umhverfismat eða ekki. - Borgar- stjóri hafði hins vegar sagt Graf arvogsbúum að þess þyrfti alls ekki. Þegar svo er litið til þess að aðeins var ráðstafað 5 milljónum til verkefiiisins á síðasta ári er ljóst að R-listinn hefur algjörlega sniðgengið Grafarvogsbúa auk þess sem borgarstjóri hefur þá skrökvað aö borgarbúum. Keikó, Keikó, hvaða læti... Stjáni hringdi: Hvers vegna er allt að verða vitlaust vegna Keikó, hvalsins sem hefur það bara ágætt í Amer- íku og bömin biðja guð um að fá að sjá hann, helst hvem dag? Komi Keikó hingað verðm- allt annað upp á teningnum. Við átt- um sædýrasafn hér, ágætt safn við Hafnarfjörð. Það var svælt niður í skítinn, bæði fjárhagslega og aðbúnaðarlega. Látum nú Keikó í friði þar sem hann er. Skrípaleikur á Alþingi Árni Einarsson skrifar: Það kom vel fram í umræðun- um á Alþingi um fíkniefnamálin að þar var um að ræða hreinan skrípaleik. Engin tihaun var þar gerð til að komast að kjama málsins; mistökum lögreglunnar undir stjóm og með samþykki tveggja dómsmálaráðherra. Til marks um skrípaleik þennan mátti heyra viðtal í morgunþætti rásar 2 sl. miðvikudag. Þar vom mætt til leiks þingmennhnh Val- gerður Sverrisdótth og Svavar Gestsson. Hvað sögðu þau? Ná- kvæmlega ekkert. Þau umluðu bara eins og í svefnrofunum og studdu hvort annað í lýsingum á umræðunum og aðdáun á orð- ræðum og málflutningi þeirra sem teflt var fram í þingsölum - til þess eins að breiða yfh mistök þau og ódaun sem lagt hefur og leggur enn af dómskerfinu. „Meö böggum hildar“ A.Þ. skrifar: Margh eru að verða leiðh á að lesa i hverri greininni á efth annarri eða bara í stuttum pistl- um blaðamanna og annarra þar sem „hildarbaggar" eru í annarri hverri setningu. Þetta „með bögg- um hildar“, sem þýðh einfald- lega: áhyggjufullur, kvíðinn, er óþolandi þegar það er augsýni- lega gert til að slá um sig. Svo vhðist sem þetta sé þó aðallega notað af yngri og óreyndari körl- um og konum. Þau eiga sannar- lega mikið ólært. Læknar og frelsi í áfengissölu Ámi Jónasson hringdi: Mörgum finnst skrýtið að læknar skuli nú skora á forsætis- ráðherra að einkavæða ekki áfengissölu í landinu. Maður skilur mótmæli gegn tóbakssöl- unni, ekki áfengissölu. Læknar telja fijálsa áfengissölu leiða til „harðari" sölu eins og það er orð- að. Læknar ættu fremur að hreinsa sig af áburðinum um lyf- seðlaútskrift á „hörð“ efni til eit- urlyfjasjúklinga. Einhvers staðar fá þeh sitt dóp. Áfengið er mun léttvægara en dópið, munum það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.