Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 8
.S4MBI
ROBIN WILLIAMS HRINGDU
A3.
"■’Æ' '■'"•íwlffr"™
DISNEY’S
FIUBBER
SÍMA
I vinninga eru
..FLUBBER"
töskur.
troðfullar af
..FLUBBER"
dóti.
tölvuleikjum,
bíómiðum.
húfum.
..FLUBBER"
slími o.fl.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóö sína úr skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gærkvöld og lagði blessun sína
yfir samkomuiagið sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, gerði i Bagdad um helgina.
Lögþing Færeyja:
Með í olíuævintýri
Færeyska lögþingið krefst nú auk-
inna áhrifa á mögulegt olíuævintýri
sem búist er við að hefjist fyrir al-
vöru þegar á næsta ári eða árið 2000.
Við umræðu um brautryðjandi ol-
íulög á færeyska lögþinginu sam-
þykktu allir þingmenn óskir um að
þeir fengju meiri áhrif þegar olíu-
iðnaðurinn hefst. Lögþingið hefur
þar með ákveðið að ýmsar tillögur
um breytingar á víðtækum olíulög-
um skuli gilda jafnvel þó að lögmað-
ur Færeyja, Edmund Joensen, sé
mótfailinn þeim.
Lögmaðurinn er þeirrar skoðun-
ar að lögþingið krefjist meiri áhrifa
á sérstök verkefhi sem einungis
ættu að falla undir landsstjómina,
að því er fram kemur í danska blað-
inu Politiken í dag.
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
Stuttar fréttir r»v
Nauðungarsala á lausafé
Eftir kröfu Hestamannafélagsins Fáks verða eftirtalin hross seld
nauðungarsölu sem verður haldin miðvikudaginn 4. mars 1998, kl.
14.00, að Víðivöllum í Víðidal:
Rauður hestur, tveggja vetra, brún meri, tveggja vetra, rauð meri, þriggja til
fjögurra vetra.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Ný skoðanakönnun í Danmörku:
Ekki ákærðir
Meimirnir tveir, sem taldir voru
hafa miltisbrandsbakteríu í fórum
sínum, verða ekki ákærðir. Efhið,
sem þeir voru gripnir með, reyndist
skaðlaust.
Einræktuðu kálf
Vísindamennirnir, sem einrækt-
uðu kindina Dolly, hafa aðstoðað
við einræktun kálfs.
Samningaviðræður
Edvard Sévardnadze, forseti Ge-
orgíu, kvaðst í gær
reiðubúinn að
semja við stjórnar-
andstæðinga um
lausn þriggja starfs-
manna Sameinuðu
þjóðanna sem eru í
haldi mannræn-
ingja. Hafa mannræningjar krafist
að rætt verði við stuðningsmenn
fyrrverandi forseta landsins,
Gamsakhurdia, sem er látinn.
13 ára myrti kennara
13 ára japanskur skólapiltur hef-
ur verið dæmdur til vistar á uppeld-
isstofnun fyrir að stinga kennslu-
konu sína til bana. Hún hafði refsaö
honum fyrir að koma of seint.
Sprengdu herskip
Að minnsta kosti 51 hermanns og
sjómanns á Sri Lanka er saknað eft-
ir að skæruliðar tamíltígra sigldu
sprengjuhlöðnum bátum á tvö her-
skip.
Engin eftirgjöf
Indónesar halda fast við um-
deilda áætlun sina um fastgengis-
stefnu þrátt fyrir harða andstöðu er-
lendra fjármálastofnana.
Faðir Hinriks látinn
Monpezat greifi, faðir Hinriks
prins af Danmörku,
eiginmanns Mar-
grétar Danadrottn-
ingar, lést í gær-
kvöld. Henrik var í
París er faðir hann
lést en hélt strax til
kastala föður síns.
Margrét Danadrottning er í vetrar-
fríi í Noregi.
Samþykkja skilyrði
Kínversk yfirvöld gáfu í skyn í
morgun að þau kynnu að sam-
þykkja skilyrði Taívans fyrir við-
ræðum. Taívanar vilja byggja upp
traust með því að hefja viöræður
um tæknimál áður en pólitískar
viðræður hefjast.
Flugskeytaárás
ísraelar skutu í morgun tveimur
flugskeytum að meintum bæki-
stöðvmn Hizbollahsamtakanna í Lí-
banon.
Sprengt í Kólumbíu
Að minnsta kosti fjórir týndu lífi
og tugir slösuöust þegar öflug
sprengja sprakk í suðurhluta Kól-
umbíu í gær. Talið er að vinstri-
sinnaðir skæruliöar hafio komið
sprengjunni fyrir.
Mondale til Indónesíu
Walter Mondale, fyrrum varafor-
seti Bandaríkjanna,
fer til Indónesíu á
vegum Clintons for-
seta til viðræðna
við Suharto
Indónesíuforseta
um fjármálakrögg-
ur Indónesa.
Mondale heldur af stað þann 28.
febrúar.
Franjo skammaður
Háttsettur bandarískur sendi-
maöur veitti Franjo Tudjman Króa-
tíuforseta ákúrur í gær fyrir þjóð-
rembingsræðu sem hann flutti á
flokksþingi fyrir rúmri viku. Sendi-
maðurinn sagði ræðuna hafa verið
brot á samkomulagi um frið og
mannréttindi.
Ráðist á fatlaða
Fiórir unglingar úr röðum
þýskra nýnasista veittust að tveim-
ur fötluðmn einstaklingmn á garð-
bekk í Berlín og reyndu að kveikja
í hári þeirra. Reuter
Útlönd
Jafnaðarmenn bæta
Kofi Annan gerir Öryggisráðinu grein fyrir samkomulaginu við Saddam:
Clinton varfærinn
enn við
Stuðningurinn við jafnaðar-
mannaflokk Pouls Nyrups Rasmus-
sens, forsætisráðherra Danmerkur,
hefur aukist frá þvi hann boðaði til
þingkosninga þann 11. mars næst-
komandi, að þvi er nýjar skoðana-
kannanir benda til.
í könnun sem Gallup gerði dag-
ana 19. til 21. febrúar reyndist
stuðningurinn við jafnaðarmenn
vera 34,8 prósent. í næstu könnun
á undan, aðeins nokkrum dögum
fyrr, var stuðningurinn við flokk-
inn 31,5 prósent. Þetta kom fram í
blaðinu Berlingske Tidende í gær.
Samkvæmt könnun sem blaðið
BT birti um helgina njóta jafnaðar-
menn stuönings 33,4 prósenta kjós-
enda.
Helsti stjómarandstöðuflokkur-
inn, Venstre, flokkur Uffes
Ellemanns-Jensens, fyrrum utan-
ríkisráðherra, fékk 26 prósent í
könnun Gallups, aðeins meira en
síðast.
Kofi Annan, aðalframkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, kynnir
Öryggisráðinu í dag samninginn
sem hann gerði við írösk stjómvöld
um helgina þar sem kveðið er á um
óheftan aðgang vopnaeftirlitsmanna
SÞ að öllum meintum vopnabúrum.
Bandarísk stjómvöld vom afar
varfærin í gær þegar þau lýstu yfir
stuðningi sínum við samkomulagið
sem gert var í Bagdad. Þau sögðust
þó ætla að hafa hersveitir sínar
áfram í Persaflóa þar til sýnt þætti
að Saddam Hussein íraksforseti
mundi standa við samkomulagið.
„Ef írakar fara ekki að samkomu-
laginu í þetta skipti, það er að heim-
ila vopnaeftirlitsmönnunum óheft-
an aðgang þegar í stað, hefur það
mjög alvarlegar afleiðingar í för
með sér,“ sagði Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti í sjónvarpsávarpi til
bandarísku þjóðarinnar í gærkvöld.
„Það sem máli skiptir er að írak-
ar fari að samkomulaginu, ekki yfir-
lýsingar þefrra, ekki hvað þeir segja
heldur hvað þeir gera.“
Kofi Annan hafði viðdvöl í París í
gærkvöld á leiðinni vestur um haf.
Þar sagði hann franska sjónvarpinu
að samkomulagið væri gott. Tals-
maður hans sagði að í því væri ekki
óljóst orðalag sem gerði írökum
kleift að fara í kringum það.
Bandaríkjamenn höfðu í fyrstu
áhyggjur af því að Annan kynni að
hafa veitt írökum tilslakanir til að
Saddam Hussein félli frá banni sínu
við því að vopnaeftirlitsmenn
fengju aðgang að átta forsetahöllum.
Svo virðist hins vegar sem þær
áhyggjur séu horfnar eftir að Clint-
on lagði blessun sína yfir samkomu-
lagið, þótt hann hafi verið varfær-
inn.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að
sérstakur hópur vopnaeftirlits-
manna og háttsettra diplómata
skoði forsetahallirnar.
Bandaríkjaforseti ákvað að leggja
blessun sína yfir samkomulagið eft-
ir að hann hafði ráðfært sig við
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, Jacques Chirac Frakklands-
forseta og Borís Jeltsín Rússlands-
forseta. Stjómir þeirra þriggja sið-
amefndu höfðu allar farið lofsam-
legum orðum um samkomulagið
sem Annan gerði við íraska ráða-
menn eftir langa og stranga samn-
ingafundi svo koma mætti í veg fyr-
ir loftárásir Bandarikjamanna.
Rússar og Frakkar höfðu lýst yffr
andstöðu við hemaðaraðgerðir.
Stjómvöld í Bagdad lýstu sam-
komulaginu sem sigri „yfir hinu
illa“.
Reuter
sig fýlgi
Poul Nyrup Rasmussen má vera
ánægður með fylgi jafnaðarmanna.
IRA neitar að
hafa sprengt
írski lýðveldisherinn, IRA,
neitaði því i gærkvöld að bera
ábyrgð á bílasprengjunni sem
sprakk fyrr um daginn í bænum
Portadown á N-írlandi. Enginn
særðist við sprengjuárásina sem
var gerð nálægt lögreglustöð.
Miklar skemmdir urðu hins veg-
ar er sprengjan sprakk. Bíla-
sprengjan í gær var þriðja
sprengjutilræöið á N-írlandi frá
því á föstudaginn er pólítískum
væng IRA, Sinn Fein, var vikið
frá viðræðum um frið á N-írlandi.
Móðir Monicu
líður vítiskvalir
Lögmaður Marciu Lewis, móð-
ur Monicu Lewinsky, segir að
hún líði vítiskvalir. Vill hann láta
fresta yfirheyrslum yfir móöur-
inni. Hún er talin geta orðið lyk-
ilvitni í rannsókninni á því hvort
Monica hafi átt í ástarsambandi
við Clinton Bandaríkjaforseta og
hvort hann hafi beðið hana um að
fremja meinsæri. Monica er sögð
hafa trúað móður sinni fyrir öllu.