Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
Sviðsljós
Naomi lét ekki
tælast á Kúbu
Ofurfyrirsætumar Naomi
Campbell og Kate Moss heim-
sóttu Fidel Castro Kúbuforseta
um helgina. Þær voru heillaðar
af manninum en létu þó ekki
tælast, eins og þær komust að
orði. Stúlkumar ræddu lengi við
byltingarforingjann í lok vinnu-
ferðar til eyjar hans. Stúlkumar
sátu fyrir á myndum fyrir tíma-
ritiö Harper’s Bazar.
Jackson kominn
til Suður-Kóreu
Ameríski popparinn Michael
Jackson lætur sér ekkert mann-
legt óviðkomandi. Hann er nú
kominn til Suður-Kóreu til að
vera viöstaddur embættistöku
nýs forseta. Vinkona hans, ilm-
vatnsdrottningin Elizabeth
Taylor, varð að aflýsa vegna
heilsubrests. Michael ætlar að
nota tímann og ræða einnig við
kaupahéðna um fjárfestingar.
Robert De Niro galopnar sig í Berlín:
Alveg brjálaður út
í franska dómarann
Bandaríska stórleikaranum Ro-
bert De Niro er ekki hlátur í huga
þessa dagana.
„Ég er alveg brjálaður út í þenn-
an dómara í París. Það sem hann
gerði er gjörsamlega ótækt,“ segir
leikarinn í viðtali við sænska blað-
ið Aftonbladet.
Hann á að sjálfsögðu við dómar-
ann sem er að rannsaka lúxusvænd-
ishring og kallaði De Niro til að
bera vitni. Aðfarimar vom ekki
beint fallegar.
„Átta lögregluþjónar mddust inn
á hótelherbergið mitt. Ég var á
baðsloppnum, enda hafði ég verið
úti við kvikmyndatökur alla nótt-
ina. Þetta var fúllkomlega ónauð-
synlegt. Ég ætla að fara í mál við
franska dómarann,“ segir De Niro.
Franski rannsóknardómarinn
Robert De Niro hellir úr skálum reiði
sinnar í garð franska dómarans.
hefúr haldið því fram að De Niro
hafi stungið af frá Frakklandi vegna
vændismálsins. Því er leikarinn
ekki sammála.
„Algjört bull,“ segir hann. „Ég
var eina helgi í New York en er bú-
inn að vera marga mánuði í Frakk-
landi. Ég hafði sagst ætla að mæta
til yfirheyrslu en þess í stað sigar
hann á mig lögregluþjónum. Mér
var haldiö í níu klukkutíma, án
þess að hafa lögfræðing með mér,“
segir De Niro.
Nomaveiðar og ekkert annað,
segir leikarinn um atburðina. Hann
segir franskt réttarkerfi vera
þannig að maður sé sekur þar til
maður geti sannað sakleysi sitt.
Hann er aö velta því fyrir sér að
kæra þetta til mannréttindasamtak-
anna Amnesti Intemational.
En þótt svona hafi farið í þetta
sinn, hefúr stórleikarinn ekki misst
endanlega trúna á Frakklandi og
þeim sem þar búa, sjálfúm Frökkun-
um. Hann er enn hrifinn af bæði
landi og þjóð og hefúr það bara fjári
gott í París. Þá segir hann aö fjöl-
margir Frakkar hafi beðið hann af-
sökunar á framferði dómarans og
lögreglunnar.
„Ég er svo rosalega reiður," segir
Robert.
Annars var leikarinn á kvik-
myndahátíðinni í Berlín í síðustu
viku til að kynna myndina Wag the
Dog. Sú mynd hefur vakið óvænta
athygli fyrir þær sakir aö í henni er
fjallað um kynlífshneyksli í Hvita
húsinu þar sem forsetinn er í aðal-
hlutverkinu. De Niro kemur þá
bara af stað stríði.
Kærasti Streisand í vondum málum:
Lamdi æsiljós-
myndara í fésið
Hvers eiga aumingja æsiljós-
myndaramir að gjalda, paparazz-
amir sem við dýrkum og dáum í
öðm orðinu en fordæmum i hinu?
Einn slíkur ljósmyndari lenti um
daginn í klónum á skeggjaða leikar-
anum James Brolin sem um þessar
mundir er sennilega þekktastur fyr-
ir að verma bólið hennar Barbra
Streisand, söngkonunnar, leikkon-
unnar og leikstýrunnar sjálfhverfu.
Atburðurinn varð með þeim
hætti að ljósmyndarinn Richard
Corkery ætlaði að taka mynd af
þeim James og Barbra þegar þau
komu úr bíói í New York. Eitthvað
mun James hafa mislíkað aðfarir
ljósmyndarans því hann gaf honum
einn á lúðurinn. Svo þungt var
höggið að fés myndasmiðsins kram-
bóleraðist.
„Ég bara trúi ekki að þessi
óþverri hafl lamið mig,“ sagði Cor-
kery við aðra ljósmyndara eftir
slagsmálin.
Ljósmyndarinn segir í viðtali við
æsiblað í New York aö hann ætli í
mál við kærasta leikstýrannar.
Blaðafúlltrúi James gerði lítið úr
málinu þegar hann var spurður
álits. Bara smávegis misskilningur,
segir hann. Löggan rannsakar kýl-
inguna en leikarinn hefúr ekki enn
verið ákærður.
Aukablað um hljómtæki mun fylgja DV
miðvikudaginn 4. mars.
Fjallað verður um allt það
nyjasta á hljómtækjamark-
aðinum í dag.
Umsjón efnis: Haukur Lárus Hauksson
í síma 550-5000
Umsjón auglýsinga: Sigurður
Hannesson í síma 550-5000 /550-5728
Síðasti pöntunardagur auglýsinga er
fimmtudagurinn 26. febrúar.
Tískuhelmurínn í Lundúnum stendur á öndinni þessa dagana. Tilefnið er að
sjálfsögðu tískuvikan sem hófst þar um helgina. Meðal þess sem þá var sýnt
var þessi kjóll, svartur með málmlitu bróderíl, eftlr Matthew Willlamson.