Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 * 15 Fjölmiðlakóngar framtíðarinnar Á Seyðisfirði er rekin merkileg blaðaútgáfa. Þar gefa þrír stórhuga piltar út mánaðar- ritið DOS-bladet sem tek- ur á málefnum líðandi stundar. Ritstjórar DOS-blaðs- ins voru í vettvangs- ferð í höfuðborginni og heimsóttu meðal annars kollega sína á DV. Tilveran tók þá tali. DV-myndir BG Leiðari úr DOS-bladet - birtur með góðfús- legu leyfi D0S-$am- steypunnar „Reykingar eru sjálfsagður hlutur í lífi sumra. Flestir um- gangast reykingamenn daglega. Nýlega hafa fyrirtæki sem fram- leiöa sígarettur og annað tóbak viðurkennt að reykingar geti verið krabbameinsvaldandi. í sígarettum er að finna mörg stórhættuleg eiturefni t.d. blá- sýru. Þegar talað (skrifað) er um reykingar er ekki hægt aö gleyma að nefna óbeinar reyk- ingar, sem eru ekki síður hættu- legar. Þegar kveikt er á sígarettu fer ekki nema 25% af reyknum ofan í reykingamanninn en um 75% fer út um hinn endann og út í loftið (eða ofan í einhvem nær- staddan). DOS-$amsteypan skor- ar á reykingafólk (sem er vænt- anlega hvort eð er að reyna að hætta) að reykja ekki í návist bama og taka tillit til reyklausa fólksins, sem kærir sig væntan- lega ekki um að fá allan reykinn ofan í sig. DOS-$amsteypan“ Höfum fengið frábærar viðtökur Þ etta byrjaði þannig að .ég (fékk tölvu í fermingargjöf og upp frá því má segja að áhuginn á blaðaútgáfu hafi kviknað. Það vantaði líka tilfinnanlega ann- að og betra blað hér á Seyðisfjörð," segir Stefán Ómar Stefánsson um tilurð DOS-blaðsins. Ásamt Stefáni er félagi hans, Davíð Þór Sigurðar- son, einnig ritstjóri og þeim til full- tingis er Stefán Sveinn Ólafsson í starfi aðstoðarritstjóra. Félagið sem stendur að blaðaút- gáfunni fékk nafnið DOS-samsteyp- an en að sögn þeirra sem að því standa á það ekkert skylt við tölvu- skammstöfunina frægu. „DOS stendur fyrir Davíð og Stef- án og blaðið heitir DOS-bladet. Við notum danskt nafn vegna þess að Jóhanna dönskukennari hefur verið okkur innan handar um ljósritun á blaðinu. Okkur fannst við hæfi að heiðra hana með þessum hætti,“ segir Davíð Þór. Nú þegar hafa félagamir sent frá sér fimm tölublöð og hefur blaðinu vaxið ásmegin með hverju tölublaði. Viðmælendur DOS-blaðsins hafa heldur ekki verið af verri endanum. Páll Óskar Hjálmtýsson var til dæm- is í tímamótaviðtali hjá þeim í haust og í kjölfarið var hann gerður að heiðursfélaga DOS-samsteypunnar. Þegar ritstjórarnir þrír komu að heilsa upp á kollega sína í aðal- stöðvum DV á dögunum voru þeir nýbúnir að taka viðtal við ðlaf R a g n a r Grímsson for- seta. Þeir vom að von- um ánægðir með viðtalið. „Þetta gekk framar von- um þrátt fyr- ir hrakfarir í upphafi. Dav- íð Þór settist nefnilega óvart í stól forsetans. Ólafur tók þetta ekki illa upp og þegar Davið hafði fært sig gekk viðtalið mjög vel,“ segir Ritstjórn DOS-blaðsins spáir í spilin á einum af tíöum ritstjórnarfundum blaðsins. Ritstjórar DOS-blaðsins eru Stefán Ómar Stefáns- son og Davíö Þór Sigurðarson. Viö enda borðsins situr aöstoðarritstjórinn, Stefán Sveinn Ólafsson. DV-mynd Jóhann Stefán og Davíð bætir bros- andi við að það hafi verið ágætis tilfinning að vera for- seti i nokkrar mínútur. Viðtalið við Ólaf Ragnar verður í næsta tölublaði en á döfinni er einnig viðtal við kraftajötuninn Magnús Ver sem að sögn piltanna er án efa frægasti Seyðisfirðingur- inn nú. Eins mun ætl-. unin vera að ná tali af Vigdísi Finnbogadótt- ur, fyrrverandi forseta. Tíu blaðamenn að störfum „Viö sendum blaðið tii allra ráöherra og mennta- málaráðherra sagði við okkur að DOS-blaðiö væri uppbyggjandi og gott blað.“ Þegar piltarnir eru spurðir hvar þeir leiti fanga með efhi í blaðið segja þeir það koma víða að. „Fastir liðir era nokkrir í blaðinu. Það era til dæmis alltaf leiðarar en markmiðið með þeim er að ala fólk svo- litið upp. Við eram alltaf með tölvuleikjadóma og svo auð- vitað tilkynningar og auglýs- ingar. Nú bætast líka við hjá okkur kvikmyndadómar því við höfum verið mjög dugleg- ir við að fara í bíó í þessari heimsókn okkar til Reykjavík- ur.“ Hjá blaðinu starfa tíu blaðamenn, þrír tölvusér- fræðingar og tveir lögfræð- ingar en þeim er ætl- að að veita blaðamönn- um faglega lögfræðiráð- gjöf ef til málaferla kemur. Sjálfir sjá ungu mennirnir þrír um að selja blaðið og ganga í hús og sölutuma i þeim tilgangi. Þeir segja vinsældir blaðsins miklar í heima- bænum og að það hafi einnig fengið góðar viðtökur á Egilsstöðum og í Hafnarfirði af óþekktum ástæðum. „Við þiggjum engin laun fyrir okkar vinnu. Ágóðinn af blaðinu rennur til góðra málefna og nú síð- ast styrktum við Seyðisfjarðarskóla til kaupa á skanna. DOS-blaðið er „Tilgangurinn með leið- araskrifum er aö ala fólk upp. Ekki veitir af!“ mjög útbreitt og það lesa það allir sem í það komast. Við höf- um fengið mikil og góð viðbrögð og þess vegna fannst okkur tími til kominn að koma okkur á fram- færi i stærri fjölmiðl- um. Við fengum þriggja daga frí frá skólanum til þessa viðskiptaferðalags hingað suður," segja fjölmiðlakóngarnii- einum rómi. „Það var agæt tilfinning að sitja í stóli forsetans f smástund." Starfsemi DOS-sam- steypunnar nær langt út fyrir mörk blaðaút- gáfú. Þeir eru í náinni samvinnu við nem- endaráð grunnskól- ans og hafa nú látið útbúa boli á alla nem- enduma, eins konar skólabúning. Þá er í deiglunni hjá þeim fé- lögum dansleikur sem þeir standa fyrir sjálf- ir. Ætlunin er að ná til sem flestra austfir- skra unglinga og verður fjörið í félags- heimilinu á Seyðis- firði. Þá mun DOS-sam- steypan standa fyrir snjóbrettakennslu og snjóbrettakeppni á næstunni. Einnig mun DOS-samsteypan í samráði við nem- endaráð grunnskólans reka útvarpsstöð vik- una 9.-16. mars nk. „Við erum rétt að byrja og ætlum okkur stóra hluti í framtíð- inni. DOS- bladet á eft- ir að stækka og verð- ur sjáifsagt stórblað á endanum," segja hinir stórhuga ungu menn og hafa eflaust rétt fyrir sér. -aþ/-ilk/JJ Vor og sumarlitirnir '98 fást hjá okkur FACE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.