Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
Neytendur
Leiðir til að hætta að reykja:
Dýrara að reykja en tyggja
Allir vita að það er bæði hættulegt
og kostnaðarsamt að reykja. En þræl-
ar nikótínsins eiga margir erfitt með
að drepa í síðustu rettunni. DV fór á
stúfana og kannaði þau hjálparmeðul
sem til eru fyrir fólk sem losna viil úr
viðjum nikótínsins.
Úrvalið gott
Tii eru tvær tegundir af nikótín-
plástrum. Annars vegar er það plást-
ur sem heitir Nicorette og er hver
plástur notaður í sextán tíma. Hins
vegar er það plástur sem heitir
Nicotinelle og er hver plástur notaður
í sólarhring.
Plástramir eru til í nokkrum
stærðarpakkningum og styrkleikum.
Nicotinelle og Nicorette bjóða einnig
upp á nikótíntyggjó í tveimur styrk-
leikum, 2 mg og 4 mg. Tyggjópakkam-
ir em til í mismunandi stærðum.
Auk þessarra hjálparmeðala era
Smáþorskur með
kryddjurtum
Margir íslendingar fúlsa viö
þorski og telja hann annars
flokks fisk. Splunkunýr smá-
þorskur er hins vegar herra-
mannsmatur, að mati Sigurðar
Halls matreiðslumeistara. Hér er
einföld og fljótleg uppskrift Sig-
urðar að nýjum þorski með
kryddjui'tum.
800 g þorskflök, beinhreinsuð,
snyrt, fersk og roðlaus.
Blandaöar kryddjurtir,
t.d. basilikum, estragon,
graslaukur, steinselja, sam-
tals 4. msk. þegar þær
era saxaðar,
2 msk. jómfrúrólífuolía
1 dl hvítvín
salt og hvítur pipar úr kvöm.
Skeriö þorskinn í jafha bita.
Veltið þeim upp úr söxuðum
kryddjurtum og ólífúolíunni. (Gott
að gera meö fyrirvara).
Látið í eldfast mót og hellið
hvítvíninu yfir. Saltið og pipriö
eftir smekk. Látið í 180° C heitan
ofn og bakið í u.þ.b. 10 mínútur.
Berið fiskinn fram með miklu af
léttsoðnu grænmeti og kartöflum.
Erfiöir seguilásar
Stundum er erfitt aö opna eld-
hús- og kæliskápa af því að seg-
ullásarnir innan á hurðinni er of
sterkir. Þá er ráö að setja lím-
band á annan snertiflötinn.
Gljáandi skorpa
Þegar nýbökuð brauð eru tek-
in út úr ofninum sakar ekki að
ýra yfir þau köldu vatni. Þá
verður skorpan falleg og gljá-
andi. Setjið formin smástund aft-
ur inn í ofninn til þess að skorp-
an þorni áöur en brauðið er
einnig til nefúðar sem fast gegn lyf-
seðli og svoköfluð munnstykki sem
innihalda nikótín.
Plástrar handa
stórreykingamönnum
Að sögn Bjöms Sigurðssonar, lyfja-
fræðings hjá Grafarvogsapóteki, fer
það mikið eftir reykingavenjum hvers
og eins hvaða hjálparmeðal er valiö
þegar fólk hættir að reykja. „Fyrir
stórreykingafólk era plástramir góðir
því þá er það með jafnan styrk af
nikótíni í blóðinu aflan daginn. Fyrir
þá sem reykja minna er tyggjóið mjög
gott því þegar það er tuggið fær fólk
svipaö „nikótínkikk" og af sígarettu.
Síðan era stykkin sem fólk sogar úr
góð bara upp á vanann. Þar fær fólk
ekki jafn mikið nikótín í blóðið en
það hefur þá eitthvað mOli handanna,
t.d. í selskap. ÖO þessi lyf eru i lausa-
sölu nema nefúðinn sem hentar helst
stórreykingamönnum."
Engan plástur á nóttunni
DV kannaði verð á plástrum og
tyggjói og bar það saman við verð á sí-
garettum og vindlum. Kannað var
verð á Nicorette- og NicotineOe-plástr-
um með meðalstyrkleika (10 mg og 14
mg). Hver Nicorette- plástur er hafður
á líkamanum í sextán tíma í senn en
NicotineOe-plásturinn í heilan sólar-
hring. Reiknað var út hvað kosta
mynda að nota plástra með meðal-
styrkleika í fjórtán daga. Kannað var
verð í nokkrum apótekum og var
meöalverð á fiórtán stykkjum af 10
mg Nicorette-plástri 2679 krónur.
Meðalverð á fiórtán daga meðferð
með 14 mg NicotineOe- plástri kostar
2913 krónur.
Bjömn Sigurðsson sagöist auðvitaö
frekar mæla með því að fóO? notaði
sextán tima Nicorette-plástrana held-
ur en sólarhringsplástrana frá
NicotineOe ef það gæti því fólk þyrfti
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
Að reykja eða ekki?
- verðsamanburöur á 14 daga tímabili -
4.080
2.568
2.913
6.272
0
Nicorette
tyggjó
Nicotínelle Nicorette Nicotinelle Sígarettur Vindlar
tyggjó plástur plástur
Úrval hjálparmeöala fyrir þá sem vilja hætta að reykja er
gott og því ættu allir aö finna eitthvaö viö sitt hæfi.
oft ekki plástur allan sólarhringinn.
Það væri gott að taka plásturinn af
sér áður en farið væri að sofa þvi fólk
ætti ekki að þurfa hann þá því það
reykti jú yfirleitt ekki á nóttunni.
Tvær geröir
af tyggjói
Einnig var
kannað verð á
vægari gerðinni
(2 mg) af tyggjói
frá Nicorette og
Nicotinelle.
Reiknað er
með að fólk
tyggi 15 stykki
af tyggjóinu á
dag. Fjórtán
daga meðferð
með Nicorette-
tyggjói kostar
þá 2568 krónur
en 4080 krónur
með Nicotin-
elletyggjói.
Skýrt skal tekið fram að ekki eru
um sambærilegar pakkningar að
ræða hjá Nicorette og Nicotinelle og
styrkleiki er svolítið mismunandi
milli tegundanna. Þegar samanburð-
ur er gerður verður t.d. að taka tillit
til þess að Nicorette býður tyggjó i
stærri pakkingum en Nicotinelle og
því verða kaup á því hagstæðari í
fiórtán daga meðferðinni.
Dýrara aö reykja en tyggja
Ef til vill vex einhveijum í augum
verð þessara hjálparmeðala. En þegar
verð á sígarettum og vindlum er bor-
ið saman við plástrana og tyggjóið
kemur i ljós að lyfin eru mun hag-
kvæmari kostur. Gert var ráð fyrir að
fólk reykti pakka á dag og tekið var
meðalverð á Winston-sígarettupakka
og Fauna-vindlum. Meðalverð á Win-
stonpakkanum var 358 krónur sem
gerir 5012 krónur á fiórtán dögum.
Meðalverð á Fauna vindlunum var
448 krónur eða 6272 krónur á fiórtán
dögum. Þaö er því augljóst að það er
bæði ódýrara og betra fyrir heilsuna
að nota tyggjó eða plástur i stað þess
að soga beint aö sér reykinn. -glm
Áfengisútsala:
Mikil örtröð
í Ríkinu
Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins hóf í gær útsölu á fiöl-
mörgum áfengistegundum í öll-
um verslunum sinum vítt og
breitt um landið.
Að sögn Ottós Hreinssonar,
verslunarstjóra ÁTVR í Aust-
urstræti, var strax örtröð hjá
honum þegar verslunin var
opnuð kl. tíu í gærmorgun.
Flestar útsölutegundimar í
verslun-inni í Austurstræti
seldust upp á innan við
klukkutíma.
Á útsölunni eru u.þ.b. fiöru-
tíu tegundir af áfengi, s.s. rauð-
vín, hvítvín, vodka, koníak og
alls kyns líkjörar. Útsöluteg-
undimar eru tegundir sem selj-
ast minna nú en áður. Hins
vegar eru þær ekki allar í boði
i öllum verslimum ÁTVR held-
ur er þeim dreift milli staða.
Enginn bjór er á útsölunni. Út-
salan stendur til næsta mánu-
dags.
Það er þvi ljóst að þeir sem
ætla að krækja sér í eitthvað af
veigunum verða að hafa Hraðar
hendur. -glm
Aö sögn Ottós Hreinssonar, verslunarstjóra ÁTVR í Austurstræti, má búast við aö vör-
ur á útsölunni seljist fljótt upp. DV-mynd E. Ól.
Eimskip
Olíufélagið
Skeljungur
Tæknival
Síldarvinnslan
Marel
Flugleiðir
1700
1650
1600
1550
1500
1450
1460
42 39,93
41,5
1500
0,6
0,59
0,58
0,57
0,56
0,5755,
1000