Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998 Útlönd Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar undir smásjánni eftir sjónvarpsþætti: Ologlegar njosn- ir um borgarana Leyniþjónusta dönsku lögregl- unnar (PET) er nú undir smásjánni og krafist hefur verið afsagnar yfir- manns hennar eftir sýningu tveggja þátta á sjónvarpsstöðinni TV2 á sunnudags- og þriðjudagskvöld. Þar kom fram að PET laumaði útsend- urum sínum inn í raðir vinstri- manna og njósnaði um vinnudeilur og opinbera fundi. í þættinum í gærkvöld var sagt frá því að PET hefði fengið mann til að sitja og taka upp á segulband fund í Árósum í nóvember 1996 þar sem rætt var um stöðu Kúrda. Fundurinn var skipulagður af verkalýðshreyfingunni í Árósum og samtökum Kúrda. Danska fréttastofan Ritzau segir frá því að áður en þátturinn í gær- kvöld var sýndur hafi þingmenn í eftirlitsnefnd danska þingsins feng- ið þau boð frá Frank Jensen dóms- málaráðherra að starfsmenn PET hefðu þurrkað upptökuna út eftir að hlusta á hana. Birgitte Stampe, yfir- maður PET, mun hafa gefið þá skýr- ingu að innihaldið hafi ekki verið mjög áhugavert. Stampe lét þess hins vegar ekki getið að PET hefðj enn í fórum sín- um skriflega skýrslu um fundinn. Ráðherrann harmaði það í viðtali við Ekstra Bladet í gær. Frank Jensen talar um klúður af hálfu Birgitte Stampe. Aðrir þing- menn eru harðorðari. Bjorn Elmquist frá Radikale segir að þing- heimur hafi verið afvegaleiddur og Einingarlistinn vill að Stampe verði látin víkja úr embætti. Jensen þver- tekur fyrir það. Meirihluti þingmanna er nú fylgjandi því að PET verði rannsök- uð, ef ásakanimar á hendur henni um ólöglegar njósnir um borgarana reynast réttar. Dómsmálaráðherra hefur beðið Stampe um skýrslu um málið fyrir lok mánaðarins. Vinstri- menn telja fráleitt að PET fái að rannsaka sjálfa sig. í útsendingunni í gær kom meðal annars í ljós að PET átti útsendara í röðum nokkurra stórra hreyfinga sem skipulögðu verkalýðsbaráttu í byrjun níunda áratugarins. Einum leiðtoga strætisvagna- stjóra I Kaupmannahöfn leist ekki meira en svo á upplýsingarnar í þáttunum. „Við vorum ekki hryðju- verkamenn," sagði hann. Leyniþjónustu lögreglunnar hef- ur frá árinu 1968 verið bannað að skrá danska borgara eingöngu út frá stjómmálaskoðunum þeirra. í opinberum bæklingi frá marsmán- uði í fyrra er lögð áhersla á að PET hafi ekki áhuga á stjórnmálavafstri borgaranna. Þar segir að aðeins sé njósnað um hreyfingar lengst til hægri og vinstri sem liggi undir gmn um að ætla að beita ofbeldi til að raska almannaró. í PET eru tæplega fiögur hundruð lögregluþjónar. Hlutverk þeirra er að berjast gegn hryðjuverkamönn- um og öfgamönnum og hindra út- breiðslu gjöreyðingarvopna. Þá stunda þeir gagnnjósnir og taka að sér ýmsa öryggisþætti. Ekki var fjörlegt um að litast á aðalverslunargötunni í austurhluta Jerúsalem í gær þar sem þessi drenghnokki beið eftir foreldrum sínum. Allar verslanirnar í hverfinu voru lokaðar vegna allsherjarverkfalis. Palestínumenn efndu til verkfallsins til að mótmæla fyrirætlunum borgarstjórans að sýna erlendum borgarstjorum arabíska hverfið. Karl fær ekki að ala prinsana upp einn Diana prinsessa vildi koma í veg fyrir að Karl Bretaprins sæi einn um uppeldi sona þeirra, að þvi er fram kemur í erfðaskrá prins- essunnar sem var gerð opinber á mánudaginn. Erfðaskráin var gerð 1. júní 1993. Þá var þegar farið að hrikta í stoðum hjónabands þeirra Díönu og Karls. Það var ósk Díönu að Vilhjálmur og Karl lifðu eins eðlilegu lífi og hægt væri. í sex siðna langri erfða- skrá sinni skrifaði prinsessan: „Ef ég fell frá á undan eiginmanni mín- um er það ósk mín að hann ráðfæri sig við móður mína um uppeldi bama okkar, menntun þeirra og velferð." í framtíðinni verður sem sagt Karl að ráðfæra sig við Frances Shand Kydd, móður Díönu, í öllum málum sem varða líf Vihjálms og Harrys. Karl Bretaprins. Símamynd Reuter. Það hefur aldrei gerst áður að erfðaskrá meðlims hresku konungs- fiölskyldunnar hafi verið gerð opin- ber. Það var þó gert núna, meðal annars til að koma í veg fyrir vangaveltur um innihald erfða- skrárinnar. Sænska blaðið Afton- bladet hefur það eftir lögmanni hjá lögmannastofunni Lawrence Gra- ham í London að það hafi verið syn- ir Díönu sem hafi staðið á bak við ákvörðunina um að birta erfða- skrána. „Díana prinsessa var mjög sérstök persóna og þessi ákvörðun var tekin vegna þess hversu mikill áhugi er á henni,“ er haft eftir lög- manninum. Samkvæmt erfðaskránni fá synir Díönu ekki umráðarétt yfir öÚum arfi sinum fyrr en þeir verða 25 ára. Vilhjálmur fær þó dágóða upphæð þegar hann verður 18 ára. Clinton varar íraka við að óhlýðnast Bill Clinton Bandaríkjaforseti varaði irösk stjórnvöld við því í gær að loftárásir yröu gerðar á land þeirra ef þau brytu sam- komulagið sem gert var up vopnaeftirlits- menn Samein- uðu þjóðanna. Síðar um daginn bar Clinton mikiö lof á Kofi Ann- an, aðalfram- kvæmdastjóra SÞ, fyrir sam- komulagið sem hann gerði við íraka. Hann áskildi sér þó um leið allan rétt til að grípa til hemaöar- aögerða, jafnvel þótt Bandaríkja- menn yrðu einir á báti I þeim að- gerðum. Annan sagði aftur á móti í sjón- varpsviðtali að flest ríki í Öryggis- ráðinu teldu að Bandaríkin yrðu að ráöfæra sig við þau áður en gripið yrði til hemaðaraðgerða. Cook ræðir Kosovo við Milosevic Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, ræðir spennuna í Kosovo-héraði í Serbíu við Slobodan Milosevic Júgóslaviu- forseta í dag. Cook mun flytja for- setanum þau boð aö Evrópusam- bandið auki ekki samskiptin við Júgóslavíu fyrr en vandinn hafi verið leystur. Á þriðja tug manna féU i óeirð- um í Kosovo um helgina. Níu af hverjum tíu íbúum héraðsins eru af albönsku bergi brotnir. Lengi hefur verið grannt á því góða milli þeirra og serbneska minnihlutans. Kratarnir vilja lægri skatta og minni kjarnorku Þýskir jafnaöarmenn, sem hafa útnefnt Gerhard Schröder sem kanslaraefni sitt fyrir kosning- amar í haust, kynntu stefnuskrá sína í gær. Þar kennir margra grasa, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna. Boðaðar eru skattalækkanir í anda hægri- manna og vinstrimönnum er lof- að að kjarnorkuverum verði lok- að, svo að eitthvað sé nefnt. Reuter Stuttar fréttir dv Pólitískt öngþveiti Flokkur hindúa sigraði í kosn- ingunum á Indlandi en náði ekki meirihluta. Þess vegna er gert ráð fyrir að pólítískt öngþveiti ríki áfram í landinu. Morð á N-írlandi Tveir menn voru myrtir og tveir særðust í skotárás á bar á N- írlandi í gær. Ekki er útilokað að sambandssinnar hafi verið að verki. Koss Díönu Lögmenn fiölskyldu Dodis Al- Fayeds, ástmanns Díönu prins- essu, hafa farið fram á að frönsk yfirvöld refsi franska tlma- ritinu Paris- Match fyrir að hafa birt í fyrra myndir af Díönu og ást- manni hennar, Dodi, kyssast um borð í bát hans. Myndirnar birtust í bresku pressunni 10. ágúst síðastliðinn og voru fyrsta sönnunargagnið um að samband þeirra væri náið. Kærasta skrifar bók Fyrrverandi sambýliskona Christers Petterssons, sem grun- aður er um morðið á Olof Palme, greinir í bók frá því að hann sé miklu ofbeldisfyllri en talið er. Skammar starfsmenn Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch sakar starfsmenn sína um að hafa á klaufalegan hátt hafnaö bók Chris Pattens, fyrr- verandi landstjóra í Hongkong. Gagnrýnendur segja Murdoch ekki vilja gefa bókin út af ótta við að skaða viðskiptasambönd við Kína. Lítil hætta á árás Bandaiúska utanríkisráðuneyt- ið sagði í gær að það teldi litla möguleika á sýklavopnaárás íraka á nágranna sína. Sagði sannleikann Lögmaðurinn Vernon Jordan, vinur Clintons Bandaríkjaforseta, kveðst hafa sagt allan sann- leikann er hann bar í gær vitni fyrir kvið- dómi er rann- sakar meint kynlífshneyksli í Hvíta húsinu. Jordan vísaði því á bug að vinátta sín og forsetans væri ekki söm og áður. Jordan verður yfirheyrður á ný á morgun. Frægir í veisiu Times Bill Clinton Bandaríkjaforseti, og Mikhail Gorbatsjov, fyrrver- andi forseti Sovétríkjanna, voru meðal margra frægra er fógnuðu með tímaritinu Time vegna 75 ára afmælis þess. Hungursneyö yfirvofandi Um 350 þúsund manns í S-Súd- an eiga á hættu að deyja úr hungri. Hungrið neyðir fólk til að ganga 4 til 5 klukkustundir á.dag í leit að ávöxtum. Nyrup bjartsýnn Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni að hægri- menn séu að síga á í Danmörku er Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra bjartsýnn á að hann verði áfram við stjórnvölinn að loknum kosn- ingunum í næstu viku. Stjórn- málasérfræðingar segja að jafiiað- armenn fái yfirleitt fleiri atkvæði í kosningum en skoðanakönnun- um. Ríkisbáknið minnkaö Um 8 milljónir opinberra starfsmanna i Kína eiga á hættu að missa vinnuna verði tillaga um minnkun ríkisbáknsins sam- þykkt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.