Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
13
py_______________________________Fréttir
Hafnarlóðirnar á Húsavík:
Sex aðilar sóttu
um stærri lóðina
STÓR • ÚTSÖLU • LOK I
Enn meiri afsláttur
Úlpur 3.900.- áður 12.900.-
Kápur 7.900.- áður 19.900.-
ffCápusalan
Nytt heimilisfang Suðurlandsbraut 12,
sími 588 1070
Tilboð A
ai. u i .uuu stgr.
Innifalið í tilboði:
• Mjög vel útbúinn fjölvirkur blústursofn
Klukko • Þrivíddorblástur • Sjálfhreinsi-
búnaöur • Grill m. snúningsteini •
3 hitaelement • 8 eldunaraðgerðir.
• Keramik High Light helluborð m. 4
hraðhellum, rúnnaðir kanntar.
Tilboð B
kr. 42.900 stgr.
Innifalið í tilboði:
• Ofn sami og í tilboði A
• Helluborð með 4 steyptum hellum með
eða án takkaborðs.
TUboð
Eldunartæki
VERSLUN FYRIR ALLA !
RAÐCREIÐSLUR
Við Fellsmúla • Sími 588 7332
OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
EUROCAnD
raögreiðstur
DV, Akureyri:
„Það er alls ekki rétt sem fram
hefur komið að aðeins tveir hafl
sótt um syðri lóðina. Umsækjendur
um lóðina eða hluta af henni voru
sex talsins," segir Óðinn Sigurðsson
á Húsavik sem var einn umsækj-
enda um aðra lóðina á hafnarsvæð-
inu þar í bæ sem mikil umræða hef-
ur verið um undanfarið.
Mikill urgur er í mörgum á
Húsavík vegna þeirrar ákvörðunar
bæjarstjórnar að veita Norðursigl-
ingu stærri lóðina og hafa þeir sem
gagnrýna úthlutunina uppi stór
orð um yfirgang bæjaryfirvalda.
Auk Norðursiglingar sóttu Sjóferð-
ir Amars um þriðjung af þeirri lóð
en tveir aðrir aðilar sóttu um
þriðjung hvor af lóðinni og kom
umsókn þessara þriggja aðíLa á
einu blaði. Annar aðili sótti um
þriðjung lóðarinnar og tveir aðilar
um alla lóðina.
Tvær umsóknir bárust um
minni lóðina, önnur var frá Óðni
Sigurðssyni, sem sótti um alla lóð-
ina, en annar aðili sótti um helm-
ing þeirrar lóðar. Óðinn segir það
vekja athygli að bæjaryflrvöld
leggi til að aðila sem ekki sótti um
nyrðri lóðina verði veitt hún en
þeir sem sóttu um hana séu ekki
virtir viðlits. Þá segist Óðinn hafa
ýmislegt við málsmeðferðina að at-
huga, ekki hafi verið gert neitt
varðandi 5 skúra sem eru á um-
ræddu svæði undir Bakkanum og
þá sé deiliskipulag af svæðinu
ósamþykkt. „Það væri nú alveg í
lagi að einhver hluti af því sem
þessir menn eru að gera standist
lög og reglugerðir," segir Óðinn.
-gk
Breytingar á forystu Neytendasamtakanna:
Drífa Sigfúsdóttir
dregur sig í hlé
Á framkvæmdastjórnarfundi í
Neytendasamtökunum í gær lýsti
Drífa Sigfúsdóttir því yfír að hún
gæfi ekki kost á sér sem formaður.
Jón Magnússon, lögfræðingur og
varaformaður Neytendasamta-
kanna, bauð sig hins vegar fram til
formennsku með þeim fyrirvara að
ef stjóm samtakanna yrði sammála
um annan frambjóðanda væri hann
tilbúinn til að draga framboð sitt til
baka. Drífa Sigfúsdóttir hefur verið
formaður frá síðasta þingi samtak-
Jón Magnússon. Drífa Sigfúsdóttir.
anna sem haldið var fyrir tveimur
árum. Að sögn Jóhannesar Gunn-
Kaupþing Norðurlands:
Hagnaðurinn
15,2 milijónir
DV, Akureyri:
Rekstur Kaupþings Norður-
lands hf. skilaði 15,2 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári sam-
anborið við 25,9 milljóna króna
hagnaði árið áður. Heildarvelta fé-
lagsins nam um 20 milljörðum
króna og jókst um 2 miiljarða
króna milli ára. Þá jókst eigið fé
félagsins inn 27 milljónir króna
milli ára og arðsemi eigin fjár
nam 16,4%.
Heildartekjur Kaupþings Norð-
urlands námu 81 milljón króna
samanborið við 77,9 milljónir
króna árið áður. Kaupþing Norð-
urlands er eina löggilta verðbréfa-
fyrirtækið á landsbyggðinni og
býður upp á almenna verðbréfa-
þjónustu, fjárvörslu og ráðgjöf á
sviði fjármála. Félagið fagnaði 10
ára afmæli á síðasta ári og í des-
embermánuði flutti félagið í nýtt
og glæsilegt húsnæði við Skipa-
götu. Starfsmönnum fjölgaði um
tvo á árinu og eru þeir nú 9 tals-
ins. -gk
Stykkishólmur:
Styrkir nyskopun-
arsjóður hótelið?
DV, Vesturlandi:
Forráðamenn Stykkishólms-
bæjar og Nýsköpunarsjóðs at-
vinnulífsins hafa gert samkomu-
lag um skoðun á rekstri Hótels
Stykkishólms og afþreyingarmið-
stöðvar í Stykkishólmi.
Til að byrja með verður ein-
göngu kannað hvort fyrirkomulag
og breytingar á núverandi hús-
næði og rekstri hótelsins séu arð-
vænlegar. Markmiðið er að at-
huga hvort raunhæft og hag-
kvæmt sé að byggja upp afþrey-
ingarmiðstöð í Stykkishólmi og
nota til þess núverandi húsnæði
hótelsins.
Gert er ráð fyrir að könnuninni
verði lokið fyrir 1. júní. Ef niður-
stöður hennar koma vel út þá
munu Nýsköpunarsjóður og fleiri
nýir aðilar koma inn i fyrirtækið.
Stytting vegalengdar til Reykja-
víkur með tilkomu Hvalfjarðar-
ganga, nýfundið heitt vatn og
náttúrufegurð Breiðafjarðar er
stór þáttur í áhuga Nýsköpunar-
sjóðs atvinnulífsins á hótelinu og
sdfþreyingarmiðstöð í Stykkis-
hólmi.
-DVÓ
arssonar, framkvæmdastjóra Neyt-
endasamtakanna, tilgreindi Drífa
ekki ákveðnar ástæður fyrir
ákvörðun sinni á fundinum. Drífa
sagði sjálf í samtali við DV að tím-
inn sem hún hefði verið formaður
hefði verið átakatími og hún vildi
snúa sér að öðrum verkefnum nú.
Það væri mikið starf að vera for-
maður og að hennar áliti þyrfti for-
maður Neytendasamtakanna að
vera í hálfu starfi sem slíkur ef ekki
fullu starfi. Framboðsfrestur til for-
mannskjörs rennur út 10. mars. Ef
fleiri en Jón bjóða sig fram kemur
til kosninga, kjörseðlar verða send-
ir til allra almennra félaga og niður-
stöður kynntar á þingi samtakanna
í lok apríl. - phh