Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998 15 Háhyrningur- inn Keikó Það er í mörg hom að líta I marghymdum heimi. Samt verður heimurinn einhvem veginn rúnnaðri með hverjum deginum sem liður. Þetta kemur best fram í því hvemig áhugi manna brennur núna yfir einum ávalasta ættingja okkar í Ameríku. í mismunandi heit- um vötnum Á síðustu vikum höldum við nefnilega ekki vatni yfir væntan- legri endurkomu há- hymingsins Keikós. Keikó er sennilega orðinn heimsfrægasti islendingurinn í bili. Eða kannski öllu heldur heims- frægasti Vestur-íslendingurinn. Hann kemst næst því að slá þann út sem lengst hefur vermt það sæti á þessari öld en það er sjálfur heimskautafarinn Vil- hjábnur Stefánsson. Báöir eru þessir einstaklingar einmitt þekkt- ir fyrir mikil og löng feröalög þó að i mismunandi heitum vötnum sé. Vilhjálmur var fyrstur manna til að kanna helköld höf Norður- heimskautsins er Keikó hins veg- Kjallarinn Haraldur Jónsson myndlistarmaður upp á merkilegu augnabliki. Árið 1998 er nefnilega alþjóðlegt ár hafsins og em hin ávölu, fljót- andi og mjúku gildi því ofar- lega í hugum fólks. Og umræðan í kringum Keikó er um merkileg. virðast uppi allt sjónarmið margt Nú vera önnur um illa eða góða meðferð á dýr- um en tíðkuðust hér áður fyrr. Það hefur til dæmis aldrei verið neitt laun- ungarmál að ef íslenskt hross er flutt úr landi getur það upp frá því ekki látið sig dreyma um að ganga á íslenskri jörð. Það hefur löngum verið trú manna að þeir misstu eðlið eða náttúrana við flutninginn svo ekki sé minnst á alla smithætt- una. Einangrum og einelti í umræðunni um háhyming- inn hefur hins „En þótt ófáar mælingar og rann- sóknir hafí verið gerðar á honum virðist ekki enn vera komið á hreint hvort hann var búinn að ná tökum á málinu þegar hann var seldur úr landi.“ ar sá eini sem hefúr getað í lengri tíma borið saman mismunandi heitar sundlaugar í Kanada, Bandciríkjum Norður-Ameríku, Mexíkó og auðvitað líka í Sædýra- safhinu í Hafnarfirði. Önnur sjónarmið Þótt Keikó-málið sé náttúrlega ákveðin tilviljun kemur það samt vegar ekkert verið rætt um slíkt. Hann er eig- inlega orðinn goð- sögulegur ein- hymingur í huga heimsins. En við getum ekki stungið höfðinu i sandinn þegar kemur að þeim vanda sem mun steðja að Keikó ef hann kemur hingað á endanum. Það er öllum ljóst að háhymingar em miklar fé- lagsverar. Þeir fara um í hópum og mynda sérstök samfélög. Merkilegt verður að sjá hvemig þeir munu taka við týnda synin- um Keikó. Þótt ófáar mælingar og rann- sóknir hafi verið gerðar á honum Keikó er auðvitað boðinn velkominn til íslands. virðist ekki enn komið á hreint hvort hann var búinn að ná tökum á málinu þegar hann var seldur úr landi. Þótt það sé kannski aukaatriði þá mun hann alveg ömgglega tala með ákveðnum hreim eftir alla þessa utanveru. Það mun auka á félagslega einangrun hans því aö eins og flestir vita þá höfúm við ómeðvitað gjarnan fyrirvara á ein- staklingum sem tala með hreim. Hann gæti því orðið fyrir tíma- bundnu einelti og lent utangarðs ef honum verður sleppt úr flot- kvínni fyrir fullt og allt. Góðar stundir fyrir ferðamenn En við bjóðum hann auðvitað velkominn. Honum á vafalaust eft- ir að líða vel inni í íslenskum firði. Á næstu ámm verða líka ör- ugglega uppgrip í ferðaþjónust- unni fyrir austan. Útlendir ferða- menn munu eiga góðar stundir og eftirminnilegar þegar þeir fá tæki- færi til að sigla á milli mismun- andi fjarða og skoöa ólík náttúm- undur landsins. í einum verður spriklandi háhymingurinn Keikó en þegar siglt er áleiðis í þann næsta mun síðan blasa við nýjasta uppfinning okkar. Ef allt gengur eftir mun nefnilega rísa ein heljarstór olíuhreinsunar- stöð í nágrenninu. Hún mun vafa- laust auka á litbrigðin á haffletin- um og í náttúnmni i kring. Þetta á því eftir að verða ógleymanleg ferð fyrir alla um borð. Haraldur Jónsson Melar og sandar að féþúfu Vart fór fram hjá neinum að um miðjan janúar bmstu hér á allt að því náttúruhamfarir, svo notuð séu orð landgræðslustjóra, þegar gerði norðanáhlaup á auða og ófreðna jörð með þeim afleiö- ingum að fósturjörðin rauk á haf út. Hafi menn haft opin augiun mátti víða sjá salla á farartækjum íbúa höfuðborgarsvæðisins og sjálfsagt víðar, salla meira í ætt við eldfjallaösku en það tjöm- boma ryk sem þyrlast upp af göt- um bæja þegar búið er að aka á þeim auðum á negldum börðum allt frá byrjrnn nóvembermánað- ar. Ástæðulaust að deila Dæmið sýnir okkur að þrátt fyr- ir allar ráðstefnur um umhverfis- mál og sáttmála um fjölbreytileika tegundanna, gróðurhúsaáhrif loft- tegunda, sem virðast vera einn helsti skelfir mannkyns um þess- ar mundir, og sáttmála um út- breiðslu eyðimarka hefir stærsti umhverfisvandi Islendinga verið vanræktur. Fögur orð og fyrirheit duga skammt ef fjármagn vantar. Vissulega er það góðra gjalda vert að náðst hafi samningar við á fimrnta hundrað bænda um vam- araðgerðir á þessu sviði þar sem gegn eigin framlagi kemur ákveðið mót- framlag Land- græðslu. Þessa leið hafa Astralar og Nýsjálend- ingar farið með góðum árangri. Slikt samstarf ætti að ná til allra bænda sem nýta landið ef ætlunin er að geta slegið um sig með slag- orðum eins og sjálfbærri nýtingu, vistvænni þróun og fyrirmyndar- ríki á sviði umhverfismála. Ástæðulaust ætti að vera að deila um hvaða land sé beitarhæft og hvað ekki. Fmmskilyrði er að „Fyrir jörðina í heild er talið að náttúrulegt rofsé um níu milljarð- ar tonna afjarðvegi á ári en rof af mannavöldum þrettán milljarðar tonna..." viðurkenndur sé sá vandi sem fyrir hendi er og tekist á við hann með einurð, festu og fordómalaust með þeim ráðum sem til- tæk em. Ríkjakvótar Óþarfi er að tíunda að breytt veðurfar og eldgos hafa oft verið gerð að blórabögglum þar sem búseta, stjóm- laust beit og eyðing skóglendis af manna völdum hafa verið ríkjandi þættir í jarð- vegsrofi sem er um- fram eðlilega landmót- un. Kjallarinn viðskiptafræðingur Nú er málum þannig háttaö aö settir hafa verið ríkjakvótar á losun gróðurhúsa- lofttegunda sem hefta vöxt ákveðinna atvinnugreina. Þannig verða íslend- ingar t.d. að auka skógrækt og sáningu belgjurta að vissu marki vegna bind- ingar þeirra loftteg- unda sem myndast við starfrækslu magnesíumverk- smiðju til að sprengja ekki meng- unarkvóta sinn. Slíkir kvótar ganga kaupum og sölu Fyrir jörðina í heild er talið að náttúrulegt rof sé um níu milljarð- ar tonna af jarðvegi á ári en rof af mannavöldum þrettán milljarðar tonna, sem búast má við að fari vaxandi vegna aukinnar örtraðar, en næstu hálfa öldina er áætlað að íbúafjöldi jarðar aukist úr sex milljörðum manna i níu milljarða manna og verði aukningin alfarið í þróunarlöndum. rikja á milli. Hér ættu íslendingar að geta séð séð sér leik á borði með fjöratíu þúsund ferkílómetra manngerðu eyðimörkina sína sem erlend stór- fyrirtæki eða riki gætu tekið á leigu til upptöku gróðurhúsaloft- tegunda sem leysast úr læðingi vegna starfsemi þeirra en íslend- ingar sæju um framkvæmdina. Kristjón Kolbeins Með og á móti Á að afnema 18. gr. samkeppn- isiaga? (Má Samkeppnisráð ógilda samruna fyrirtækja sem dregur veruiega úr samkeppni?) Röng og hættu- leg ákvörðun „Það er augljóst af þessu máli að menn geta bæði skaðað sig og aðra af þvi að hafa of rúmar lagaheimild- ir. Bann við sameiningu bakarí- anna byggist á heimild í samkeppn- islögum sem á sér fordæmi í reglum ESB og þá um stórfyrir- tæki sem velta nær 20 milljörð- um. Mönnum hefur hvergi dottið í hug að beita svona reglu um sameiningu tveggja bakaría. Við vöruðum strax við þessu ákvæði við setningu laganna því auðvitað er hætta á að menn beiti svona ákvæðum ef þau eru sett í lög og þá alveg án tillits til markmiða og afleiðinga. íslensk fyrirtæki eru að jafnaði smáog búa við mjög mikla samkeppni innan- lands og að utan. Þetta gildir líka um bakaríin því hvers kyns kex og frosið brauðmeti að utan er í beinni samkeppni við innlenda brauð- og kökugerö. Það er því dálitil blinda hjá Samkeppnisstofnim að horfa að- eins á niðursneidd brauö í stór- mörkuðum þegar þeir skilgreina markaðsyfirráð. Akvörðunin er þvi bæði 'röng og hættuleg því að fordæmið kann að binda hendur Samkeppnisstofhun- ar við meðferð hliðstæðra mála síð- ar meir og koma þannig í veg fyrir æskilega hagræðingu í atvinnulíf- inu. Samkeppnisstofnun virðist líta svo á að aðstæður á markaði séu næsta óháðar eðlilegum samkeppn- islögmálum. Ef sameinuð bakarí færa að hækka verð að einhverju marki opnast á augabragði færi fýr- ir aðra til að keppa við þau.“ Þórarínn V. Þórar- insson, fram- kvæmdastjórí VSÍ Jafnar lífskjör og hindrar einokun „Frá sjónarmiði okkar vinstri- manna hefur þessi grein, 18. grein- in, mikla þýðingu. Mér er reyndar ekki granlaust um að Alþýöubanda- lagið hafi einmitt átt úrslitaþátt í því að þessi grein varð til. Ástæðan er sú að við vilj- um beita sam- keppnisákvæð- um til þess að hindra einokun. Það er í senn lýð- ræðislegra og skapar meiri möguleika á jöfn- un lífskjara og lýðræði almennt en ella væri. Þess vegna er úrskurð- ur Samkeppnisráðs mikilvægur. En það er rétt að hann kallar á fleiri úr- skurði; maðm- spyr sig hvort sam- Svavar Gestsson, á sæti í idnaóar- nefnd Alþingls keppnisráð hlióti ekki í framhald- inu af síðasta úrskurði aö taka á einokunarhættu í öðrum greinum viðskipta og þjónustu. Er Hagkaup að verða of sterkt? Er samstarfið Bónus/Hagkaup að verða of sterkt? Hvað með samstarfið Fíugleiö- ir/Eimskip? Hvað með ástandið á fj ölm iðlamarkaðnum? Og þannig mætti lengi télja. En í þessu efni er líka vandratað meðalhófið því þessi starfsemí á íslandi á nú í samkeppni viö svipaða starfsemi i öðrum lönd- um með opnum mörkuöum. Þess vegna duga ekki aðeins íslenskir mælikvarðar í þessum efnum. Það sem er stórt á íslandi er smátt í al- þjóðlegri samkeppni. En svarið er sem sé: Greinin þarf að fá að halda sér og það er sláandi hveijir það era sem stíga fram sem einokunarsinn- ar þegar síst skyldi." -phh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.