Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Qupperneq 19
Ryan Giggs
og félagi
hans í Man-
chester Un-
ited, Teddy
Sheringham
fagna marki
liösins á
dögunum.
Margir álíta Ryan Giggs bestan í enska boltanum í vetur:
Ryan Giggs er
hjarta United
Meistaradeildin í kvöld
8- liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í knattspymu heíj-
ast í kvöld með fyrri leikjum liðanna. Liðin sem leika sam-
an eru Leverkusen-Real Madrid, Bayern Miinchen-Dort-
mund, Juventus-Dinami Kiev og Monako og Manchester
United.
-JKS
Slétt sjö ár eru
síðan Ryan Giggs
lék sinn fyrsta
leik fyrir aðallið
Manchester Uni-
ted í enska boltan-
um. í öll þessi ár
hefur lítið farið
fyrir þessum
snjalla knatt-
spyrnumanni ut-
an vallar en þeim
mun meira á vell-
inum sjálfum.
Ólikt mörgum
öðrum bestu
knattspymu-
mönnum heims
hefur Giggs lítið
verið í sviðsljós-
inu.
Strax og Giggs lék
sinn fyrsta leik
fyrir United, þá
aðeins 17 ára gam-
all, fóm sparksér-
fræðingar að likja
honum við George
Best. Þessi samlíking hefur átt mik-
inn rétt á sér nema að því leytinu að
utan vallar em þessir leikmenn
eins ólíkir og svart og hvítt.
Allir þekkja fortíð George Best.
Glaumgosans og óreglumannsins
sem látlaust var á forsíðum blaða
vegna vandræðagangs, kvenna- og
klögumála.
Öllu þessu er öðmvísi farið hjá
Giggs. Strax og hann varð þekktur
knattspymumaður og fór að vekja
mikla athygli fjölmiðlamanna tók
Alex Ferguson, stjóri United, þá
ákvörðun að halda hlífiskildi yfír
Giggs. Verja hann sem mest hann
mætti fyrir ágangi fjölmiðla og
halda honum frá sviðsljósinu eftir
bestu getu. Og í dag eru þeir marg-
ir sem álíta að Giggs eigi engum
meira að þakka en Alex Ferguson.
Nýtur mikiliar virðingar
Ryan Giggs er aðeins 24 ára gam-
all. Þrátt fyrir ungan aldur nýtur
hann gífurlega mikillar virðingar,
ekki síst á meðal félaga sinna hjá
United. Hann er hjarta United og
leikur liðsins byggist mikið á hon-
um.
Jim Smith, framkvæmdastjóri
Derby County, sagði á dögunum eft-
ir að Giggs hafði lagt grunninn að
sigri United gegn Derby:
„í dag er Giggs að leika eins vel
og hann á að sér. Hann er smátt og
smátt að líkjast fullkomnu lista-
verki.“
Tim Flowers, markvörður Black-
bum Rovers, sagði um Giggs á dög-
unum: „Þú sérð hann koma æðandi
eins og hvirfilvind, sem stöðugt
breytir um stefnu. í markinu verður
þú að vera vel á verði þótt Giggs sé
í 30-40 metra fjarlægð. Þú veist
aldrei upp á hverju hann tekur.“
Giggs gegnir nokkuð frjálsu hlut-
verki í leik United. Hann er á kant-
inum og á miðjunni og skipanimar
eru ekki skýrar frá Ferguson. Hann
veit og treystir Giggs til að meta
leikinn hverju sinni upp á eigin
spýtur.
Dýrari en Ronaldo?
Flest stóm lið heimsins hafa bor-
ið víumar í Giggs. AC Mílan hefur
viljað kaupa hann fyrir 15 milljónir
punda en á það hefur Ferguson vit-
anlega ekki hlustað.
Ronaldo var seldur til Inter á ítal-
íu frá Barcelona fyrir 19 milljónir
punda. Nú vilja margir sparksér-
fræðingar breskir meina að Giggs
sé meira virði en það. Engar líkur
em taldar á því að Giggs fari
nokkum tímann ffá United. Þar hef-
ur hann himinhá laun og gengið er
að flestum hans kröfúm.
Átta titiar á ferlinum
Með United hefur Giggs unnið tvo
bikarmeistaratitla, fjóra deildar-
meistaratitla og deildarbikar einu
sinni. Að auki var hann fyrirliði
unglingaliðs United sem varð bikar-
meistari 1992. Og að margra mati er
fimmti meistaratitillinn í deildinni
innan seilingar og að auki útnefn-
ing sem besti knattspyrnumaður
ársins í enska boltanum.
-SK
Góður árangur náðist á
sundmóti Ármanns og voru
sett heimsmet í flokki fatlaðra
og eitt piltamet. Veittur var
bikar fyrir stigahæstu karla-
og kvennasundin. Karlabikar-
inn auk farandsbikars hlaut
Öm Amarson, SH, en hann
fékk 825 stig fyrir að synda 400
metra skriðsund á tímanum
3:59,87 mínútum. Þá vann Kol-
brún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA,
kvennabikarinn með því að
synda 400 metra fjórsund á
5:05,03 mínútum.
í 100 metra skriðsundi karla
að auki veittur sérstakur
I farandbikar,
Álafossbikar-
inn svonefnd-
ur, en hann er
gefínn af Sig-
urjóni Péturs-
syni á Ála-
fossi. Bikar-
' inn hefur ver-
ið veittur árlega og hlaut Örn
Amarson hann að þessu sinni.
Hann setti piltamet í 100 metra
skriðsundi, synti á 51,75 sek-
úndum.
Bára Bergmann Erlingsdótt-
ir, KR, setti heimsmet í flokki
fatlaðra í 400 metra fjór- og
skriðsundi. Kristín Rós Hákon-
ardóttir setti heimsmet í flokki
hreyfihamlaðra í 50 metra
skriðsundi, 100 metra bringu-
sundi og 200 metra baksundi.
Pálmar Guðmundsson setti
heimsmet i 50 og 200 metra
skriðsundi.
-Jivð
Niegel Spackman hætti í
gær störfum sem fram-
kvæmdastjóri Sheffield
United eftir aðeins 9 mán-
aða starf. Hann mun þó
ekki yfirgefa liðiö fyrr en í
vor.
Howard Kendall, stjóri
Everton, hefur óskaö eftir
því við Glasgow Rangers
að fá framherjann Ally
McCoist að láni i einhvem
tíma. Mikil meiösli hafa
herjaö á lið Everton og auk
þess er Duncan Ferguson
kominn í leikbann.
Dennis Wise, fyrirliöi
Chelsea, á yfir höfði sér
leikbann eftir að hann
nældi sér í sitt 11. gula
spjald í leiknum gegn Man.
Utd. á laugardaginn.
Mse er spjaldakóngurinn
í deildinni og hefur tvíveg-
is í vetur fengið leikbönn i
vetur. Reiknaö er meö 5
leikja banni.
Úrslit í 1. deild i gær-
kvöld. Charlton-W.B.A,
5-0, Huddersfield-Man.
City, 1-3, Oxford-Crewe,
0-0, Portsmouth-Bury, 1-1,
Sheff. Utd-Ipswich, 0-1,
Stockport-Reading, 5-1.
-GH/JKS
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man Utd., og að baki honum Ryan Giggs.
Dæmigerö mynd fyrir þá félaga en Ferguson hefur í mörg ár verndaö Giggs
fyrir ágangi breskra fjölmiðla sem eyðilagt hafa margan íþróttamanninn.
Stuðningur i verki
Vonbrigði í Valencia? Vissulega
gerðum við okkur vonir um meira
en brons hjá Völu Flosadóttur í
stangarstökkinu og að Jón Arnar
Magnússon kæmist á verðlauna-
pall í sjöþrautinni. Það voru raun-
hæfar væntingar. Vala átti Evr-
ópumeistaratitil og heimsmet að
verja, Jón Amar náöi bronsinu
á síðasta móti og við bíðum
alltaf eftir „draumaþraut-
inni“ hans þar sem allt geng-
ur upp.
Jú, auðvitað er þriðja sæti
Völu og fimmta sæti Jóns
Amars ákveðin vonbrigði.
Aö fullyrða annað væri ekki
heiðarlegt. En í þeirri hörðu
keppni sem fram fór í þeirra
greinum í Valencia dugði ekkert
annað en hámarksárangur, þau
þurftu bæði að ná sínu besta, og
vel það. Völu heiði ekki dugað að
jafna heimsmetið til að sigra í
stangarstökkinu. Jón Amar setti
íslands- og Norðurlandamet, en
hefði þurft að bæta þau hressilega
til að ná í verðlaun. Og það hefði
hann vel getað.
Nei, úrslit em ekki alltaf sam-
kvæmt væntingum, sérstaklega
þegar um svona stórmót er að
ræða. Og við því er ekkert að gera.
Bæði Vala og Jón Amar sýndu í
Valencia að þau em í fremstu röð
í sínum greinum í Evrópu, sem og
______ í heiminum.
Þau njóta
bæði
heims-
frægð-
ar fyr-
ir
frammi-
stöðu
sína. Það
fór ekki á
milli mála í Val-
encia. Fréttamenn sem ég ræddi
við þar vissu allt um þessa tvo ís-
lensku íþróttamenn og hældu
þeim á hvert reipi. Þau hafa borið
hróður lands og þjóðar víða og em
hvergi nærri hætt. Vala er til
dæmis rétt að byrja.
En það vantar eitt. Betri undir-
tektir almennings, sérstaklega
áhugamanna um frjálsar íþróttir.
Það var enginn íslendingur sjáan-
legur á áhorfendapöllunum í Val-
encia um helgina. Því miður er
það svo að afreksfólk okkar í
frjálsum íþróttum fær sjcddan
þann stuðning í keppni sem það á
skilinn. Islendingar fylgja keppn-
isliðum sínum víða, jafnvel í aðrar
heimsálfur ef því er aö skipta. Öfl-
ugt klapplið, jafnvel þótt það sé
ekki skipað nema 10-15 áhugasöm-
um stuðningsmönnum, getur gert
útslagið. Ekki síst í sjöþraut (og
tugþraut þegar því er að skipta)
þar sem allar greinamar nema sú
síðasta voru háðar fyrir tómu
húsi. Fimmtán íslendingar hefðu
átt höllina og veitt ómetanlegan
stuöning.
Hvar vom allir íslendingamir í
Svíþjóð og nágrenni þegar Vala
setti heimsmetið á sænska meist-
aramótinu? Þar vom aðeins um 15
áhorfendur eftir í húsinu þegar
metið féll. Þegar handboltalands-
liðið mætir á æfingamót í Skand-
inavíu streymir þangað fjöldi ís-
lendinga.
ÍR-ingar, með Véstein Hafsteins-
son í fararbroddi, hafa í tvö ár
unnið það stórvirki að fá hingað
íþróttafólk í fremstu röð í janúar-
mánuði til að keppa við Jón Amar
og Völu í Laugardalshöllinni. Það
er framtak sem hefur glætt áhug-
ann og enn fleiri mættu sækja þá
viðburði en gert hafa til þessa.
Nú hefur verið settur upp ein-
stakur íþróttaviðburður í Laugar-
dalshöllinni annað kvöld, fimmtu-
dagskvöld. Þar eigast við þrír af
sex bestu stangarstökkvumm
heims í kvennaflokki. Vala Flosa-
dóttir, Norðurlandamethafl, Anz-
hela Balakhonova, nýkrýndur Evr-
ópumeistari og heimsmethafi, og
Ezster Szemeredi, sem hvenær
sem er getur skákað hinum í
keppni. Ekki má gleyma Þóreyju
Eddu Elisdóttur sem er mjög fram-
arlega á Norðurlöndum og sú
næstbesta hér á landi.
Þetta er tækifærið fyrir íslenska
íþróttaáhugamenn að sýna stuðn-
ing sinn í verki. Það gera þeir með
því að fylla Höllina annað kvöld.
Ekkert minna.
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
4
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
Iþróttir dv dv
Orn vann Alafossbikarinn
Jose Maria Olazabal frá Spáni vann glæsilegan sigur á
sterku móti atvinnumanna í golfi, Dúbaí Desert Classic á
dögunum. Hann lék á 19 höggum undir pari og
veröiaunagripurinn var engin smásmíöi. Ekki er nema ár
frá því aö taliö var aö Olazabal myndi aldrei keppa í golfi
framar vegna meiösla á fæti. Reuter
Juha Kankonen frá Finnlandi varö aö láta sér annaö sætiö
nægja í rallkeppni í Kenýa sem lauk í gær. Til vinstri á
myndinni er Bretinn Richard Burns sem sigraöi. Reuter
Martina Ertl frá Þýskalandi varö sigurvegari í svigi kvenna
í heimsbikarnum um liöna helgi. Keppt var viö flóöljós og
hér er Ertl á leið í markiö. Reuter
Aöeins 100 dagar eru þar til HM í knattspyrnu hefst í
Frakklandi. Hér eru franskir skólakrakkar að gefa þaö til
kynna í gær ásamt hinum eina sanna Platini. Reuter
Nissan Open, golfmót atvinnumanna, fór fram á dögun-
um. Billy Mayfair sigraöi á mótinu eftir æsispennandi
baráttu viö Tiger Woods eftir bráöabana. Hér fagnar
Mayfair sigrinum meö verölaun sín. Reuter
-1
31
íþróttir
Gustaf fer
til Willstátt
- skrifar undir 2ja ára samning viö þýska 2. deildarliöið á morgun
Gústaf Bjamason, línumaður-
inn snjalli í Haukum og landslið-
inu, hefur ákveðið að ganga til liðs
við þýska 2. deildarliðið Willstátt.
Eins og DV greindi frá á dögun-
um gerði þýska liðið Gústafi tilboð
eftir aö hann hafði æft með liðinu
og rætt við forráðamenn félagsins
í Þýskalandi fyrir skömmu.
Gústaf heldur til Þýskalands á
morgun og skrifar undir tveggja
ára samning við félagið. Þar með
verða tveir íslendingar í herbúð-
um Willstatt á næsta tímabili en
Magnús Sigurðsson, fyrrum félagi
Gústafs í liði Selfoss, leikur með
liðinu og hefur spilað mjög vel á
þessu tímabili.
„Ég er mjög ánægður með að
þessi mál skuli vera komin á
hreint hjá mér og ég er fullur til-
hlökkunar. Það verður gaman að
prófa eitthvað nýtt og ég tel þetta
góða tímasetningu að fara út. Það
er ljóst að liðið verður áfram í 2.
deildinni á næsta tímabili en for-
ráðamenn liðsins hafa tekið stefn-
una á að fara upp í 1. deildina á
næsta ári. Það á að styrkja liðið
með 4-5 nýjum leikmönnum,"
sagði Gústaf í samtali við DV í
gær.
„Mér leist mjög vel á liðið og
umgjörðina þegar ég var úti á dög-
unum og áhuginn er mikill. Til að
mynda er löngu uppselt á leik
Willstatt og Schutterwald sem
verður á fóstudaginn og það verð-
ur gaman að fylgjast með þessum
nágrannaslag,“ sagði Gústaf.
Gústaf hefur ekki náð sér aö
fullu í hnénu eftir aðgerð sem
hann gekkst undir fyrr í vetur og
og til að vera sem best undirbúinn
fyrir úrslitakeppnina komst hann
að samkomulagi við Þorbjörn
Jensson landsliðsþjálfara að fá frí
í landsleikjunum sem fram undan
eru um helgina.
-GH
Bland í poka
Sjöunda stigamóti BUliardsam-
bandsins er lokiö. Jóhannes B. Jó-
hannesson sigraöi Kristján Helgason
í úrslitum 3-0. í leik um 3.-4. sætiö
sigraði Jóhannes R. Jóhannesson
Bjama Jónsson. Jóhannes B. er efst-
ur á stigum með 312,5 stig og Kristján
er í öðru sæti með 303,5 stig.
Stefán Arnaldsson og Rögnvald Er-
lingsson eru í hópi 23 bestu dómara-
para heimsins í handbolta samkvæmt
nýjum lista frá Alþjóöa handknatt-
leikssambandinu.
Nike hefur endurnýjað samstarfs-
samning við Völu Flosadóttur stang-
arstökkvara. Samningur Nike og
Völu er til 3ja ára og er Völu tryggð-
ur besti hugsanlegi búnaður til að
halda áfram á sigurbraut.
Stjarnan sigraöi ÍS, 3-1, 1 1. deild
karla í blaki í fyrrakvöld. Úrslit í
hrinunum uröu, 13-15, 15-6, 15-8 og
15-6.
Skoska knattspyrnusambandió hef-
ur boðið Craig Brown nýjan íjögurra
samning í stöðu landsliðsþjálfara.
Brown tók viö skoska landsliðinu af
Andy Roxburgh áriö 1993 og hann
mun að öllum líkindum ganga frá
samningi áður en HM hefst í sumar.
-JKS/GH
Handknattleikur:
Landsliðið valið
Þorbjörn Jensson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, valdi í
gær þá 16 leikmenn sem skipa
landsliðið í alþjóðalega hand-
knattleiksmótinu sem hefst í
Reykjavík á fóstudagskvöldið
Liðið er þannig skipað:
Markverðir Guðmundur
Hrafnkelsson, Val, Reynir Þór
Reynisson, Fram og Elvar Guð-
mundsson, Breiðabliki. Aðrir
leikmenn eru Geir Sveinsson
Wuppertal, Róbert Sighvatsson
Dormagen, Patrekur Jóhannes-
son, Essen, Gunnar Berg Vikt
orsson, Fram, Rúnar Sigtryggs
son, Haukum, Aron Kristjáns
son, Haukum, Ólafúr Stefánsson
Wuppertal, Daði Hafþórsson
Fram, Valdimar Grímsson
Stjörnunni, Njörður Ámason
Fram, Björgvin Björgvinsson
KA, Róbert Julian Duranona,
Eisenach.
Gústaf Bjarnason, Haukum,
var valinn í landsliðið en gaf
ekki kost á sér vegna hné-
meiðsla.
Þátttökuþjódir á alþjóðlega
handknattleiksmótinu verða auk
íslands, Egyptcdand, Portúgal og
ísrael.
Sé keyptur aðgöngumiði fyrir
alla þrjá keppnisdagana kostar
miðinn 2000 krónur. Á hvern
einstakan leik Islendinga kostar
800 kr.
-JKS
Urslit í UEFA
8 liða úrslit - fyrri leikir:
Lazio-Auxerre...............1-0
1-0 Casiraghi (64.)
Ajax-Spartak Moskva ........1-3
0-1 Shirko, 0-2 Shirko, 1-2 Arveladze
(57.), 1-3 Pechinov (84.)
Inter-Schalke...............1-0
1-0 Ronaldo (16.)
Atletico-Aston Villa........1-0
1-0 Vieri (Vieri 41. vitasp.)
Þorbjörn Jensson landsliðiðþjálfari þegar hann tilkynnti liðið sem leikur á al-
þjóölega handboltamótinu sem hefst á föstudaginn. DV-mynd Pjetur
Undirbúningur
fyrir HM hafinn
- segir Þorbjörn Jensson landsliösþjálfari
Ikvöld
Nissandeildin í handbolta:
Afturelding-Valur............20.00
2. deild karla í handknattleik:
ÍH-Fylkir ...................21.15
1. deild kvenna í körfuknattleik:
KR-ÍR........................20.00
1. deild karla i körfuknattleik:
Selfoss-Breiðablik...........20.00
„Það má segja að mótið hér í
Reykjavík sé upphafið að undirbún-
ingi okkar fyrir forkeppni heims-
meistaramótsins sem hefst í haust.
Ég ætla að vona að framhald verði á
móti sem þessu í ffamtíðinni og þá
einnig á þessum árstíma. Það er
mjög gott að fá mannskapinn til æf-
inga og keppni núna en síðan mun
hópurinn hittast aftur í vor. Ég legg
þunga áherslu á góðan árangur í
mótinu og að sjálfsögðu stefnum við
að sigri,“ sagði Þorbjöm Jensson á
blaðamannafúndi á veitingastaðn-
um La Primavera í gær.
-JKS
NBA í
Seattle
Stórleikur næturinnar í NBA
var viðureign Miami og Seattle.
Eftir spennandi leik sem þurfti að
ffamlengja hafði Seattle betur og
vann sinn 5. sigur í röð en Mimai
tapaði fyrsta leik sínum í 11
leikjum. 3ja stiga karfa frá Gary
Payton í lok framlengingarinnar
innsiglaði sigur Seattle.
Michael Jordan fór fyrir sínum
mönnum í liði Chicago gegn
Denver og var þetta 10. sigur
meistaranna í síðustu 11 leikjum.
Jordan skoraði 30 stig og Dennis
Rodman tók 17 ffáköst.
Toronto-Utah............93-109
Billups 26, Wallace 21, Christie 20 -
Anderson 26, Malone 24, Russell 21.
New York-New Jersey .... 94-91
Johnseon 23, Houston 20, Oakley 13 -
nótt:
sigraði
Casell 19, Kittles 17, Gatling 17.
Miami-Seattle.........91-97
Hardaway 20, Mouming 20, Lenard 18 -
Schrempf 18, Hawkins 18, Perkins 16.
Minnesota-Dallas.....99-110
Gamett 22, Marbury 17, Mitchell 14 -
Ceballos 22, Davis 19, Finley 17.
Chicago-Denver .....118-90
Jordan 30, Pippen 24, Harper 13 -
Fortson 26, l.Ellis 20, Newman 15.
Houston-LA Clippers .... 107-97
Drexler 24, Willis 21, Olajuwon 18 -
Rogers 27, Murray 17, Austin 16.
Portland-Phoenix......98-93
Rider 33, Williams 16, Sabonis 12 -
Kidd 23, Manning 15, Chapman 14.
Vancouver-Indiana...101-111
Rahim 27, Reeves 21, Mack 16 -
Smits 26, A.Davis 22, Miller 20.
-GH
Gervigras hjá FH-ingum
Hafnar eru framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli á íþróttasvæöi FH-inga í
Kaplakrika. Þetta veröur sandgrasvöllur þar sem keppnisvöllurinn er 64x92
metrar á stærð og er áætlað aö völlurinn veröi tilbúinn í maí í vor. Á
myndinni tekur Árni Ágústsson, einn af frumkvöðlunum í FH og formaöur
félagsins til margra ára, fyrstu skóflustunguna og með honum eru
forráðamenn FH svo og bæjarstjórinn, Ingvar Viktorsson. DV-mynd S
Knattspyrnuþjálfari óskast
Knattspyrnudeild Neista á Djúpa-
vopi óskar eftir að ráða þjálfa
fynr meistaraflokk karla.
Upplýsingar í síma
478 8904 og 478 8180