Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Blaðsíða 21
MIÐVTKUDAGUR 4. MARS 1998
33
Fréttir
Árni Gu&mundsson, Sau&árkróki, og Björk Sigur&ardóttir, húsfreyja f Laugardal, meö pelsakanfnur.
DV-mynd Þórhallur
- ótrúlegt en satt -
Nýjung á íslandi
sléttur og stinnur magi á 3 vikum
Gymbody 8 er tæki
sem losar þig við fitu
og styrkir vöðva.
Gymbody 8 er með 8
límblöðkum sem láta
vöðvana taka á 240
sinnum á 40 mínút-
um. Þú getur slappað
af eða farið í göngu-
túr, bíltúr eða hvað
sem er. Tækið gerir æf-
ingarnar fyrir þig.
Einnig mjög gott við
vöðvabólgu, gigt og
bakverkjum.
í
sólbaösstofan
Þvedtoftf 14 Sót» 561 8788 Fax 5618789
Pelsakanínur:
Vænleg aukabúgrein
Áskrifendur fá im
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
oW mll/l hlrtfa. ’
Smáauglýsingor
ll
5505000
DV, Sauðárkróki:
Ný búgrein er að fara af stað hér
á landi. Meðal forgöngumanna í
Skagafirði eru Guðsteinn Guðjóns-
son, bóndi í Laugardal, og Ámi
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
á Sauðárkróki.
Ámi hefur kallað þessa búgrein
„heimafenginn bagga“. Um pelsa-
kanínur er að ræða. Þessi dýr era
grasbítar og lifa á grasi og heyi.
Um 40 pelsakanínur hafa verið í
einangrunarstöð í Laugardal í Lýt-
ingsstaðahreppi frá því um miðjan
ágúst 1997. í byrjun næsta mánað-
ar fara fyrstu ungkanínumar úr
stöðinni. Þær komu úr goti um
jólaleytið.
Allnokkur áhugi er á kanínun-
um enda að mörgu leyti vænlegt
sem aukabúgrein sökum lágs
rekstrarkostnaðar því unnt er aö
nýta hlöður og fjárhús fyrir þær.
Skjólgóð og vel loftræst hús er það
sem þær þurfa.
Alls hafa 19 aðilar pantað dýr,
þar af sjö í Skagaflrði, og önnur
einangrunarstöö hefur verið sett
upp á Suðurlandi. Dýr vom flutt
þangað í siðustu viku. Verð á
skinnunum hefur farið hækkandi.
Það var best 1996- 1997, eða eitt til
tvö þúsund krónur. Brúnu skinnin
era verðmeiri en þau svörtu.
í áætlun sem gerð hefur verið
fyrir þessa búgrein hér á landi er
reiknað með að skilaverð til bónd-
ans verði 900 krónur. Er i þeim út-
reikningi gengið út frá því að
skinnaverð sé 1700 krónur. Kanín-
ur em frjósöm dýr og er reiknað
með 3-4 gotmn frá þeim á ári við
hérlent árferði. Meðgöngutími
þeirra er 31 dagur og getur hver
læða átt 6-9 hvolpa í hveiju goti.
-ÞÁ
í árekstri
við sjúkrabíl
DV, Akureyri:
Tvö böm vora flutt á slysadeild
á Akureyri á mánudagsmorgun
eftir að jeppabifreið, sem þau voru
farþegar í, lenti í árekstri við
sjúkrabifreið frá Húsavík rétt hjá
bænum Vatnsleysu í Hálshreppi í
Þingeyjarsýslu, skammt austan
Víkurskarðs.
Ökumaður jeppabifreiðarinnar
mun hafa misst stjóm á bifreiö-
inni eftir að hafa lent ixmi í kófl
þegar hann mætti snjómðnings-
tæki og hafnaði við það á sjúkra-
bifreiðinni sem var að koma úr
sjúkraflutningi til Akureyrar.
Meiðsli bamanna tveggja reynd-
ust ekki alvarleg en báðar bifreið-
amar em mikið skemmdar eftir
áreksturinn.
-gk
Konur á meiraprófsnámskeiði:
í fullu samræmi
við jafnréttislög
Kærunefnd jafnréttismála hefur
ákveðið að aðhafast ekkert frekar
í kvörtunarmáli vegna sérstaks
átaksverkefnis hjá Reykjavík-
urborg.
Eins og DV hefur greint frá var
kvartað yfir þvi til Jafnréttisráös
áö borgin styrkti 10 atvinnulausar
konur til meiraprófsnámskeiðs. í
niðurstöðum kærunefndar kemur
fram að ástæður átaksverkefnisins
séu bæði mun meira atvinnuleysi
meðal kvenna en karla og meira
langvarandi atvinnuleysi meðal
kvenna. Slík verkefni séu í fullu
samræmi við tilgang og markmið
jafnréttislaga.
-RR
íslensku tónLLstarverðlaunln 1998 verða afhent
C sunnusat HóteL sögu Finntudaglnn 5. nars
FRfiH komr:
Maus, Sóldögg, Sigurrós, Óskar Guðjónsson og tríó, Snörurnar
og Gunnar Þórðarson heiðursverðlaunahafi síðasta árs.
Fara fram gullplötuafhendingar, auk þess sem heiðursverðlaun verða veitt.
Kynnir: Helgi Pétursson
0-----------O----------------------------------------O--------o—
Forréttur
Glóðaður skötuselur og humar á risotto með villisveppum, framreiddur með ostaslöri.
ASalréttur
Glóðaður lambahryggvöðvi með Miðjarðarhafskryddi, framreiddur með kartöflublini, smjörsteiktu
bambuskjöti, maís, belgjabaunum og papriku.
Eftinéttur
Hindbergja og möndlukaka með hvítri súkkulaðisósu.
Kaffi, te
Þeir sem óska þess að fá grænmetis- eða fiskrétt sem aðalrétt þurfa að leggja inn slíka pöntun
eigin síðar en tveimur dögum fyrir Uppskeruhátíðina.
--------o---------------------O-----------------------o-
Húsið verður opnað kl. 19:00 fyrir matargesti, en kl. 21:30 fyrir aðra.
Matur borinn fram kl. 19:30
Borðapantanir í síma 551 5353
Verð fyrir matargesti: kr. 2900
Verð fyrir aðra: kr. 500
Landsbanki (slands