Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Qupperneq 28
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998 40 t%vikmyndir -- - Barbara Stanwyck f Double Indemnity. Hún lék svo mörg tálkvendi aö hún var um skeiö kölluö bööullinn Barbara. andi ótta við að nást. Tálkvendið er oft gift eldri manni og hvetur elsk- huga sinn til þess að myrða hann. Oftar en ekki svíkur hún hann þeg- ar á hólminn er komið. í Double Indemnity fær frú Dietrichson (Bar- bara Stanwyck) tryggingasölumann- inn Walter Neff (Fred MacMurray) til þess að gefa út líftryggingu á eig- mmann smn sem þau síðan drepa. Allt gengur að ósk- um þar til yfirmað- ur Neffs fer að rannsaka dauðsfall- ið. Stanwyck var hin kaldlynda drottning tálkvend- anna og gerði hún hlutverkinu svo góð skil að eftir leik sinn í The Strange Love of Martha Ivers (1946) var hún gjaman uppnefnd „böðull- inn Barbara". Önn- ur þekkt tálkvendi timabilsins voru Lizabeth Scott í Dead Reconing (1946) og Pitfall (1948), Rita Hayworth í Gilda (1946) og The Lady from Shanghai (1948) og Joan Bennett í The Woman in the Window (1944) og Scarlett Street (1945). Hættulega konan lifir enn góðu lífi í kvik- myndum nútímans og nægir að nefna Body Heat (1981) með Kathleen Tumer og The Last Seduction (1993) þar sem Linda Fiorentino tekst á við hlutverkið. Á tímum strangrar ritskoðunar var óvenju langt gengið í lýsingu á kynþokka tálkvendisins. Með því að beina augum að líkama leikkonunn- ar, sem býr yfir hættulegu en heill- andi valdi, verður hún að miðju frá- sagnarinnar og myndrammans. í Gun Crazy (1949) leika þau Peggy Cummings og John Dall ungt par sem, líkt og Bonny og Clyde, framfleyta sér með bankaránum. Auglýsingaspjald myndarinnar er athyglis- vert fyrir þá sök að Cummings er í forgnmni og gefur það til kynna að einkunnarorð myndar- innar eigi fyrst og fremst við um hana. Annie Laurie, kvenhetja mynd- arinnar, er „spennuóð, morðóð og byssuóð", líkt og svo margar vafasamar stöllur hennar á blóma- skeiði noir- myndanna. -ge Undir fögru skinni Kvenmynd film- noir-hefðarinnar (,,svart-mynda“) er sérlega at- hyglisverð. Blómaskeið þessara mynda var fimmti áratugurinn og flestir telja að sem kvik- myndagrein líði þær undir lok seint á þeim sjötta. Noir-myndir ein- kennast af sterkum sjón- rænum þáttum sem auka á ofsóknar- og innilokun- arkennd. Umhverfið er steinsteypt- m- neonljósaheimur stórborgarinn- ar, heimur myrkurs, jafnvægisleys- is og vanlíðunar. Persónumar eru þjakaðar af vonleysi en þráin eftir einhverju betra hrekur þær áfram. Oftar en ekki lýsa þessar myndir falli og tortímingu karlhetjunnar sem engum getur treyst og þá síst þeim konum sem hún elskar eða gimist. Konum noir-mynda má jafnan skipta í tvo hópa. í öðmm em þær sem styðja hetjuna og vemda. Þær em venjulega fulltrúar heimilis og hefðbundinna dyggða. Þær standa venjulega utan við frásagnarflétt- una, enda tilheyra þær ekki þeim heimi ógnar og ofbeldis sem sögu- sviðið mótast af. Andstæða þeirra er tálkvendið en noir- heimurinn er yflrráða- svæði þess. Með nokk- urri einfoldun má skipta þeim myndum sem fjalla um tálkvendið í tvo meg- inhópa. í þeim fyrri em myndir í anda skáld- sagna Hammetts og Chandlers en þessir tveir höfúndar era meistarar „harðsoðnu" einkaspæj- arasögunnar. í þeim síð- ari eru myndir sem draga dám af bókum James M. Cain um „hættulegu konuna“ (femme fat- al). Harðsoðnar hetjur Einkaspæjarinn er ein algengasta hetja noir-myndanna. Margir leik- arar hafa glímt við hlutverk spæjar- ans Philips Marlowes, fyrst Dick Powell í Murder, My Sweet (1944), en fast á eftir fylgdu Ro- bert Montgomery í Lady in the Lake (1946) og Humphrey Bogart í einni af frægustu mynd tíma- bilsins, The Big Sleep (1946). Af svipuðum toga en harðsoðnari er Kiss Me Deadly (1955) sem gerð var eftir sögu Mickeys Spillanes um einkaspæj- arann Mike Hammer (Ralph Meeker). Allar þessar myndir sækja í The Maltese Falcon (1941) sem leikstýrt var af John Huston. Þar hjálpar Sam Spade hinni fógm Brigid O’Shaughnessey (Mary Astor) af hafa uppi á fálka sem prýddur er gimsteinum en þessi ómetanlega gersemi á eftir að hrinda af stað röð morða. Brigid er þó ekki öll þar sem hún er séð og í lokauppgjörinu sýnir spæjarinn að hann hefur ekki fallið fyrir lygum hennar: „Þú sem sveikst Gutman, Cairo, Thursby - einn, tveir og þrir? Þú sem hefúr aldrei komið hreint fram lengur en hálftima í einu sið- an ég kynntist þér? Á ég að treysta þér? Nei, nei, elskan mín. Ég myndi ekki gera það, jafnvel þótt ég gæti.“ Þótt Spade sé greinilega hrifinn af tálkvendinu afhendir hann hana lögreglunni með orðunum: „Ég vona að þeir spilli ekki þessum ynd- islega hálsi með því að hengja þig, ljúfan." Þótt þeir Hammett og Chandler séu um margt ólíkir höfundar eiga sögur þeirra það sammerkt að lýsa samfélagi þar sem spilling, glæpir og morð liggja undir fáguðu yflr- borði. Einkaspæjarinn heldur í hættu- för þar sem engum er treystandi. En ólíkt hetjunni í sögrnn Cains „veit“ hann að konum er ekki treystandi og heldur því venjulega lífi. Þrátt fyrir að einkaspæjarinn komist oft í kast við lögin er hann full- trúi réttvísinnar í spilltum heimi. Hið sama er ekki hægt að segja um karlhetjur þær sem kenna má við sög- ur James M. Cains. Flagðið Helstu sögur Cains vom kvikmyndaðar með stuttu millibili: Double Indemnity (1944), Mildred Pierce (1945) og The Postman Always Rings Twice (1946). Þær em ólíkar sögum Chandlers og Hammetts að því leyti að söguhetj- umar fremja glæp sem þær síðan verða að reyna að breiða yfir. Karl- hetjan er dregin inn í heim morðs og svika af tál- kvendinu sem stjómast af hemju- lausri löngun í peninga og völd. Hún stjómar hon- um miskunnar- laust með kyntöfr- um sínum og hann verður löngunum sínum að bráð. Andrúmsloftið ein- kennist af þrúg- andi sekt og lam- í Bandaríkjunum - aösókn dagana 2. febrúar tll 1. mars. Tekjur í mllljónum dollara og helldartekjur Ekki er allt sem sýnist Þaö ógnar enn engin kvikmynd Titanic sem situr í efsta sæti yfir vinsælustu kvikmyndirnarí Bandaríkjunum elleftu vikuna í röö. Mikiö hefur veriö skrifað um öll dollarametin sem Titanic hefur slegiö og er að slá. En þaö er ekki allt sem sýnist. Þaö er rétt aö Titanic er að nálgast það aö vera best sótta mynd allra tíma þegar miö er tekiö af dollaratekjum hennar. Það er samt ekki þar með sagt að hún sé best' sótta kvikmynd allra tíma miöaö við áhorfendafjölda. Dollarinn er eins og allir gjaldmiölar háöur breytingum og þaö var miklu ódýrara að fara í bíó á árum áöur. Tímartitiö Variety tók allt meö í reikninginn og fékk þá út aö Titanic er aðeins I nítjánda sæti þegar fjöldl áhorfenda er haföur í huga. Langefst er Gone With the Wind frá árinu 1939 sem þegar dollarinn hefur veriö uppreiknaöur væri meö 1,3 milljarö dollara á bak viö sig í aögangstekjur miöaö viö gengi i dag. Meira en 100 milljón manns sáu myndina í fyrstu sýningarlotunni og borguöu 25 sent fyrir miöann. -HK Good Wlll Huntlng er eln þrlggja kvlkmynda sem sýndar eru í Reykjavík um þessar mundir og eru ofarlega á llstanum. Tekjur Helldartekjur 1. (1) Titanlc 19.633 426.983 2. (2) The Weddlng Singer 8.719 48.833 3. (4) Good Wlll Huntlng 6.636 96.394 4. (-) Dark Clty 5.576 5.576 5. (6) As Good as It Gets 4.058 112.852 6. (3) Sphere 3.809 32.462 7. (-) Krlppendorf’s Tribe 3.316 3.316 8. (5) Senseless 2.786 9.249 9- (7) The Borrowers 2.771 14.533 10. (-) Caught up 2.422 2.422 11. (-) Klsslng a Fool 2.308 2.308 12. (9) The Apostle 2.304 10.954 13. (10) L.A. Confldental 2.151 51.405 14. (8) Palmetto 1.309 5.146 15. (12) Wag the Dog 0.987 40.506 16. (15) The Full Monty 0.828 42.169 17. (11) The Replacement Killers 0.618 18.405 18. (13) Great Expectatlons 0.560 25.336 19. (17) Flubber 0.531 90.921 20. (-) Dangerous Beauty 0.478 0.636 Hafl einhver efast um tilvísunargildi auglýsinga Flugleiða um „one night stand“ í Reykjavík ætti titill- inn á þessari mynd að taka af allan vafa. Auglýsinga- leikstjórinn Max (Wesley Snipes) er ekki ánægður með tilveruna þó allt virðist eins og best sé á kosið. Hann er vel giftur, á tvö höm, gengur vel i áhuya- verðu starfi og býr í Los Angeles. Eftir að hafa orðið strandaglópur í New York slær honum saman við Karen (Nastassja Kinski) og þau eiga saman einnar nætur gaman. Síðan heldur hvort til síns heima og vansæla Max eykst enn, nú með tilheyrandi floppi í kynlifinu með eiginkonunni Mimi (Ming-Na Wen). En ári síðar liggur leiðin aftur til New York þar sem hesti vinur Max, Charlie (Robert Downey Jr.), er að deyja úr eyðni. Þar rekst Max óvænt á Karen aftur því hún er gift bróður Charlies, Vernon (Kyle MacLachlan). Og þá fer ýmislegt að ske. Mike Figgis hefur getið sér gott orð fyrir drama eins og Leaving Las Vegas og er hér enn á dramatískum slóðum þar sem fara saman framhjáhöld og dauðastríð. Hann leggur mikið upp úr frumlegri nálgun myndavél- arinnar þar sem myndin byrjar t.d. á því að Snipes tal- ar beint í vélina og kynnir sig. Síðan taka við sveiflur, svart-hvít skot og „blackout" sem einhvem veginn ná ekki að gæða þessa sögu neinu aukalífi og virka frem- ur tilgerðarleg þegar allt kemur til alls. Slíkar sjón- rænar tökur verða að fylgja efninu eftir eða vera í sam- spili við það en hér er ekki um slíkt að ræða og virk- ar því myndavélaleikfimin oft eins og út úr kú. Handritið er að sama skapi yfirborðskennt og til- gerðarlegt, sérstaklega þegar tekur að líða á og dram- að að skerpast. Fyrri hlutinn átti nokkur skondin at- riði en það sem heldur þessari mynd á floti er flottur performans frá Wesley Snipes sem þama er ánægju- lega ekki lengur í sínu góðkunna trúðshlutverki held- ur skilar af sér sterkri þungamiðju og sýnir sig vel færan um að halda einn og sér heilli mynd gangandi. Ming-Na Wen átti að sama skapi góðan leik en Kinski var ekki nógu sannfærandi né þeir Downey og MacLachlan og kom þar handritið helst að sök. Leikstjóri: Mike Figgis. Handrrt: Mike Figgis. Aðalhlut- verk: Wesley Snipes, Nastassja Kinski, Ming-Na Wen, Kyle MacLachlan, Robert Downey Jr. Úlfhildur Dagsdóttir Tilgerð **

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.