Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Síða 33
T>V MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
45
Ingvar E. Sigurðsson leikur Mark
Renton.
Trainspotting
Leikritið Trainspotting verður
frumsýnt í Loftkastalanum í
kvöld. Er það byggt á metsölubók
rithöfundarins Irvine Welsh.
Fjallaði leikritið um ungt fólk
sem alist hefur upp við fátækt í
Skotlandi. Atvinnuleysi og eymd
einkennir líf fólksins sem virðist
ekki eiga sér neina framtíð. í
fikniefnunum hafa þau að þeirra
áliti fundið von um betra líf. Allt
sem er venjulegt og eðlilegt er
„out“ í þeirra huga. Því meira
sem líður á leikritið er sýnt fram
á það að þeirra lifnaðarhættir
eru algjörlega „out“ og eiturlyf
eru aðeins tímabundin ham-
ingja.
Leikhús
Kvikmyndin Trainspotting
sem einnig var gerð eftir sömu
skáldsögu var ein vinsælasta
myndin sem sýnd var í kvik-
myndahúsum hér á landi á árinu
1996 en aösóknin var tæplega 30
þúsund manns. Upphaflega var
leikritið sett upp af litlum leik-
flokki í Edinborg og frmnsýnt
1994. íslenska uppfærslan er
fyrsta uppfærslan á Norðurlönd-
um.
Fjögur hlutverk eru í leikrit-
inu og eru þau leikin af Ingvari
E. Sigurðssyni, Þresti Leó Gunn-
arssyni, Gunnari Helgasyni og
Þrúöi Vilhjálmsdóttur. Leikstjóri
er Bjarni Haukur Þórsson.
Frakkland
andspænis
víkingunum
Prófessor Jean Renaud frá há-
skólaninn í Caen í Frakklandi mun
í kvöld kl. 20.30 halda fyrirlestur í
húsakynnum Alliance Francaise,
Austurstræti 3 (gengið inn frá
Ingólfstorgi). Fyrirlesturinn, sem er
á frönsku, nefnist La France face
aux Vikings eða Frakkalnd and-
spænis víkingunum.
Fjölmiðlar og atvinnulíf
Styrmir Gunnarsson ritstjóri flyt-
ur fyrirlestm- í
málstofu Sam-
vinnuháskólans
á Bifröst sem
hann nefnir
Fjölmiðlar og
atvinnulíf. Fyr-
irlesturinn
hefst kl. 15.30 í
hátíðarsal skól-
ans.
Samkomur
Gaukur á Stöng: ^
Svartur Is
Ný hljómsveit kveður sér
hljóðs á Gauki á Stöng í kvöld
og annað kvöld, nefnist hún
Svartm- ís og er skipuð reynd-
um úrvalshljóðfæraleikurum,
sem allir eiga langan feril að
baki. Svartan ís skipa: Harold
Burr söngur, Sigurgeir Sig-
mundsson, gítar, Sigurður
Flosason, saxófónn/slagverk,
Halldór Gunnlaugur Hauks-
son, trommur, Jóhann Ás-
mundsson, bassi, og Þórir
Úlvarsson, píanó.
Skemmtanir
nafn í tónlistarflórunni, leikur á Gauknum f kvöld og annafi kvöld.
Harold Burr er margsjóaður
söngvari sem meðal annars
hefur komið við sögu hjá The
Platters. Sigurgeir Sigmunds-
son hefúr verið í nokkrum
hljómsveifrnn, meðal annars
Start. Sigurður Flosason er
einn þekktasti djassmaður
okkar og er margverðlaunaður fyrir
leik sinn. Halldór Gunnlaugur
Hauksson var í Stjóminni um ára-
bil, auk þess að hafa veriö í Gömm-
unum, Jóhann Ásmundsson er
Svartur ís, nýtt
bassaleikari Mezzoforte og Þórir
Úlvarsson hefur verið aö vinna sér
sess sem píanóleikari, útsetjari og
upptökustjóri.
Svartur ís hefúr markaö sér
stefhu í tónlistarvali og flytur lög
sem Stevie Wonder, Simply Red,
David Bowie og fleiri hafa sent frá
sér auk frumsaminna laga. Tónleik-
amir hefjast kl. 23 bæði kvöldin.
Hvasst er líður á daginn
Austur við Noreg er 979 -„ „ - lands en að mestu bjart
mb lægð sem fer norðnorð- VBvHO í dð& veður sunnan- og suðvest-
austur en 980 mb lægð um ___ ° anlands. Frost á bilinu 7 til
600 km vestnorðvestur af Irlandi hreyf-
ist suðaustur. Dálítið lægðardrag við
Jan Mayen hreyfist suður og veröur
skammt austur af landinu í kvöld. 1032
mb hæð yfir Grænlandi.
I dag verður norðaustankaldi eða
stinningskaldi og sums staðar hvasst
austanlands er hður á daginn. Hægari í
nótt. Snjókoma eða él norðan- og austan-
15 stig, kaldast norðanlands.
Á höfúðborgarsvæðinu er norðaust-
ankaldi en austlægari í nótt. Léttskýjað
að mestu. Frost 6 til 12 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 18.55
Sólarupprás á morgun: 08.22
Síðdegisflóð i Reykjavík: 23.10
Árdegisflóð á morgun: 11.42
Veöriö kl. 6 í morgun:
Akureyri snjóél á slö. kls. -8
Akurnes léttskýjaö -8
Bergstaöir Bolungarvík skýjaö -11
Egilsstaöir léttskýjaö -14
Keflavíkurflugv. skýjaö -7
Kirkjubkl. léttskýjaó -8
Raufarhöfn snjóél -10
Reykjavík léttskýjaö -8
Stórhöföi léttskýjaó -8
Helsinki snjókoma -3
Kaupmannah. rigning 6
Osló skýjaö -5
Stokkhólmur 1
Þórshöfn snjóél -1
Faro/Algarve þokumóöa 14
Amsterdam rigning á síó. kls.12
Barcelona þokumóöa 9
Chicago snjókoma -1
Dublin léttskýjaö 1
Frankfurt skýjaö 13
Glasgow skúr 2
Halifax snjókoma 0
Hamborg skýjaö 12
Jan Mayen snjóél -11
London rigning á síö. kls.13
Lúxemborg skýjaö 12
Malaga þokumóöa 7
Mallorca þoka l grennd 8
Montreal 0
Paris skýjaö 15
New York alskýjaö 6
Orlando léttskýjaö 9
Nuuk snjókoma -9
Róm þokumóöa 7
Vín skýjaö 17
Washington skýjaó 2
Winnipeg heiöskírt -12
Færð á vegum
með ströndinni til Vopnafjarðar, einnig um Mý-
vatns- og Möðrudalsöræfi. Þá var í morgun veriö að
opna leiðina til Isafjarðar og helstu leiðir á Austur-
landi. Greiðfært er með austur- og suðurströndinni
suður um.
Víða verið a
moka vegi
Á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austunam
snjókoma og skafrenningur. Mokstur og hreinsun á
vegum á þessu svæði hófst í morgun. Norðurleiðin
til Sauðárkróks, Siglufjarðar, Akureyrar og Húsa-
víkur er fær. Austan Húsavíkur er verið að moka
4^- Skafrenningur
0 Steinkast
E\ Hálka
Ófært
E Vegavinna-aögát 0 öxulþungatakmarkanir
[Q Þungfært (£) Fært fjallabílum
Bútasaumskonur
í Kópavogi
Kvenfélag Kópavogs heldur kynn-
ingarfund í húsnæði félagsins,
Hamraborg 10, 2. hæð, í kvöld kl.
20.30 fyrir bútasaumskonur og
áhugafólk um bútasaum.
Tónskóli Eddu Borg
Kynning verður í skólanum í dag
kl. 15 á harmóníku og þeim hljóð-
færum sem kennt er á á námskeið-
um. Blásturshljóðfæri verða síðan
kynnt á sama tíma á morgun.
Jóhanna Sif
eignast systur
Litla daman sem á
myndinni er með systur
sinni fæddist á fæðingar-
deild Landspitalans 15.
nóvember síðastliðmn kl.
Barn dagsins
4.50. Hún var við fæðingu
3.440 grömm á þyngd og
mældist 50 sentímetra
löng. Foreldrar hennar
eru Málfriður Vilmundar-
dóttir og Finnur ísfeld
Sigurðsson. Systir hennar
heitir Jóhanna Sif og er
hún fimm ára gömul.
Jennifer Aniston leikur stúlku sem
kemur sér í klípu f karlamálum.
Picture Perfect
Aðalpersónan í Picture Perfect,
sem Kringlubíó sýnir, er Kate, fal-
leg og hæfileikarík ung kona sem
starfar sem auglýsingastjóri. Hún
hefúr komist aö þeirri niðurstöðu
að útlitið og hæfileikamir eru ekki
alltaf það sem gildir þegar ná skal
árangri. Yfirmaöur hennar telur
hana ekki hæfa þegar þarf að finna
yfirmannsefni vegna þess að hann
telur hana ekki nógu ábyrga og sá
sem Kate hefur mestan áhuga á,
samstarfsmaður hennar, Sam, lítur
ekki við henni og er ástæðan sú að
hún er á lausu. Sam vill sem sagt
helst aðeins stúlkur sem
eru lofaðar. Kate . jf >
Kvikmyndir
kemst að þeirri niður-
stöðu aö hún veröi aö finna sér
ímyndaðan kærasta, þá muni yfir-
maður hennar hætta aö telja hana
ábyrgöarlausa og Sam myndi fara
aö líta viö henni.
í aðalhlutverkum eru Jennifer
Aniston, Jay Mohr, Kevin Bacon,
Olympia Dukakis, Bleana Douglas
og Kevin Dunn. Leikstjóri er Glenn
Gordon Caron.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: One Night Stand
Laugarésbíó: Bióstjarnan Hugo
Kringlubíó: Welcome to Sarajevo
Saga-bíó: Titanic
Bíóhöllin: Flubber
Bíóborgin: Seven Years in Tlbet
Regnboginn: Good Will Hunting
Stjörnubló: Betra gerist þaö ekki
Krossgátan
Lárétt: 1 þróttur, 5 hreinsa, 8 rúm-
ur, 9 þegar, 10 kraftar, 11 holdug, 12
Ijómi, 14 fisk, 16 hald, 18 skinnið, 20
augabragð.
Lóörétt: 1 kös, 2 slít, 3 náttúra, 4
yfirhafnir, 5 fúglar, 6 rúlla, 7 samdi,
13 aur, 15 hljóm, 17 rösk, 18 heimili,
19 komast.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 skelk, 6 vá, 8 orka, 9 vil, 10
neitar, 11 umlar, 12 KA, 13 inntak,
16 iða, 17 eira, 18 næmt, 19 rýr.
Lóðrétt: 1 son, 2 kremið, 3 ekil, 4
latan, 5 kvartir, 6 virkar, 7 álka, 11
urin, 14 nam, 15 kar, 17 et.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr.
Eining Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 72,090 72,450 73,070
Pund 118,860 119,460 119,460
Kan. dollar 50,680 51,000 50,090
Dönsk kr. 10,4250 10,4810 10,6320
Norsk kr 9,5450 9,5970 9,7660
Sænsk kr. 9,0220 9,0720 9,1280
Fi. mark 13,0870 13,1650 13,3760
Fra. franki 11,8440 11,9120 12,0940
Belg. franki 1,9262 1,9378 1,9640
Sviss. franki 48,9100 49,1700 49,9300
Holl. gyllini 35,2400 35,4400 35,9400
Þýskt mark 39,7300 39,9300 40,4900
it. lira 0,040340 0,040600 0,041090
Aust. sch. 5,6450 5,6800 5,7570
Port. escudo 0,3880 0,3904 0,3962
Spá. peseti 0,4683 0,4713 0,4777
Jap. yen 0,571800 0,575200 0,582700
írskt pund 98,590 99,210 101,430
SDR 96,510000 97,090000 98,830000
ECU 78,6200 79,1000 79,8200
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270