Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
25
Geminini heita mixerar sem not-
ið hafa mikilla vinsælda meðal
diskótekara og plötusnúða. Nýlega
kom til landsins nýr mixer í Geim-
ini- linunni, KLIO. Meðal nýjunga í
þessum mixer eru þrír takkar sem
nota má til að slökkva alveg á
ákveðnum tíðnisviðum meðan spil-
að er, þ.e. bassa, miðju og hátíðni.
Þannig má leika á mixerinn eins og
hljóðfæri. Ekki spillir að hægt er að
„skjóta" inn rás ef verið er að nota
tvo plötuspilara og gera „spiliríið"
enn fjölbreyttara.
Þessi mixer er til sölu í Hljómsýn
í Ármúla og kostar 29.900 krónur.
Þar býðst annars fjölbreytt úrval
mixera frá Gemini, plötuspilarar.
Einnig hátalarar frá JBL og allt sem
þarf fyrir diskótek, félagsmiðstöðv-
ar og síðast en ekki síst hljómsveit-
arkerfi. -hlh
DVD-tæknin enn fjarlæg í hugum flestra:
Vinnur statt og stöðugt á
- yfirburðir í mynd- og hljómgæðum
Rætt hefur verið um DVD- tækn-
ina um nokkurt skeið og sífellt
tönnlast á því að hún væri handan
við homið sem ráðandi mynd- og
hljóömiðill á heimilum eins og
myndbandstæknin er í dag. En DVD
er enn afar fjarlægt hugtak í hugum
flestra hér á landi og langt frá því
að vera almenningseign. Engu að
síður heldur þróunin áfram, til góðs
fyrir notendur framtíðarinnar.
Rétt er að riíja upp hvað
DVD-plötur og DVD-tæki
eru. DVD-plötur eru
jafnstórar hefðbundn-
um geislaplötum en
ffábrugðnar að því leyti
að þær rúma sjö sinnum
meiri upplýsingar en
venjulegar geisla
plötur, eða 4,7
gígabæti. DVD-
diskurinn getur
þannig geymt allt að 133
mínútna langa kvikmynd.
Þannig komast um 95% allra
mynda fyrir á einni DVD-plötu
Myndin er skarpari, litimir bjartari
og hljóðið betra en við eigum að
venjast við spilun hefðbundinna
myndbanda. Á tvöfaldri DVD-plötu,
sem spiluð er báðum megin, geta
verið allt að 123 sinnum meiri upp-
lýsingar en á hefðbundinni geisla-
plötu. Þar má koma fyrir kvikmynd
sem er meira en fjögurra tíma löng.
DVD-plötur eru þegar komnar á
markaðinn og einnig tæki til að
spila þær. DVD sem myndmiðill er
þó ekki aðgengilegur hér heima á
Fróni, meðal annars vegna tak-
markana í dreifingu sem stjómað er
af bandarísku kvikmyndafyrirtækj-
unum. Eru þá notaðir kóðar í tækj-
unum sem eiga við hvert land og
geta aöeins spilað DVD-plötur með
samsvarandi kóðum. Fara má þó
fram hjá þessum hindrunum eins
og lesa má annars
staðar á síðunni.
Kostir DVD-plötunnar umfram
hefðbundna myndbandsspólu eru
augljósir með tilliti tl myndgæða.
Gæði myndefnisins haldast auk
pess óbreytt þrátt fyrir síendur-
tekna spilun og fara má ffarn og aft-
urM myndunum á augabragði.
D'VD-plötin em ekki aðeins fyrir
augað helur einnig úrvals-hljóðmið-
ill. Með DVD-tækninni geta menn
notið staffænnar umhverfistækni
magnara, svokallaðrar A-3 tækni,
og notið hljóðrænna áhrifa kvik-
mynda til fulls.
Nýir kaplar bæta hljóm
Sérstakir hátalarakaplar hafa
undantekningarlitið betri áhrif á
hljóminn, hann verður skýrari,
[ meiri upplausn verður í hljóð-
myndinni og smáatriði í tónlist-
inni heyrast betur. Sérstakir há-
talarakaplar auðvelda umferð
merkjanna milli magnara og há-
talara. Kaplar eru mismunandi
og erfitt að fúllyrða að ein tiltek-
in tegund sé best í öllum tilfell-
um. Best er að prófa sig áffam.
49.900
OOO
oöo
59.900
LÆKKUN
3-Diska geislaspilari • SUPER T-BASSI (3ja þrepa). • Hægt er aö tengja
myndbandstæki við stæöuna. • KARAOKE hljóðkerfi • Tónjafnari með ROCK-
POP-JAZ2. • Hægt er að tengja hljóðnema við stæðuna. • 25 + 25 W RMS magnari
með surround kerfi. • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi.
Tvöfalt segulband. • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir. «Segulvarðir
hljómmiklir hátalarar.
uuu
3-Diska geislaspilari • 75 + 75 W RMS magnari með surround kerfi.* SUPER T-
BASSI (3ja þrepa). • BBE hljómkerfi (3ja þrepa). *Hægt er að tengja myndbandstæki
við stæðuna. • KARAOKE hljóðkerfi með DIGITAL ECHO og sjálfvirkum radddeyfi.
Hægt er að tengja 2 hljóðnema við stæðuna. • Tónjafnari með ROCK-POP-
CLASSIC. • Nýr fjöllita skjár. • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi.
Tvöfalt auto reverse segulband. • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir.
D.S.P „Digital signal processor" fullkomið surround hljómkerfi sem líkir eftir
DISCO-HALL-LIVE. • Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER WOOFER).
Segulvarðir hátalarar með innibyggðu umhverfishljómkerfi (FRONT SURROUND).
fra aiwa
Geislaspilari • Magnari og útvarp sér eining / geislaspilari og segulband sór eining.
37,5 + 37,5 W RMS magnari með surround kerfi. • SUPER T-BASSI (3ja þrepa)
BBE hljómkerfi (3ja þrepa) • Nýr fjöllita skjár.» Jog fyrir tónstillingar, lagaleitun
á geislaspilara og rásaleitun á útvarpi. • Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER
WOOFER). • Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna. • 32 stöðva minni
á útvarpi, klukka, timer, og svefnrofi. • Einfalt auto reverse segulband. • Fullkomin
fjarstýring fyrir allar aðgerðir. • 2-átta Bass Reflex segulvarðir hátalarar.
1998 hljomtækin fra aiwa eru kraftmikil,
hljómsóð 03 nýstárles [ útliti. Taekin eru
hlaöin öllum tækninýjungum sem
k völ er á. Komið og kynnist
fea. hljómtækjum í algjörum
sérflokki.
ármúla 38 • Símí 5531133
www.xnet.is/rb
mm í
JMBÖÐSMENN AfWA UM LAND ALLT: Reykjavík: Heímskrínglan KfinglUHÁi-Hafnarfjorður HafLúð Skula - Grindavík: fiáfelndaþiSnusta"’
Guömundar - Keflavík: Sónar - Akranes: Hljómsýn - Borgarnes: Kaupfélag Borgfiröinga - Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga
Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur: Skagfirðingabúö - Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar
Bolungarvík: Vélvirkinn - ísafjörður: Ljóniö / Frummynd - Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Tölvutæki Bókval - Húsavík: Ómur
Vopnafjörður: Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind - Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður: Rafvirkinn - Seyðisfjörður:
Turnbræður - Höfn: Rafeindaþjónusta BB - Hella: Gilsá - Selfoss: Radíórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradíó