Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1998
20 %i/ikmyndir
,r
Jim Carrey
vann á
sprettinum
Andy Kaufman var
umdeildur gamanleikari sem
aöeins 33 ára gamall úr krabba-
meini. Eftir
að þaö
spuröist aö
Milos Form-
an hygðist
gera kvik-
mynd um
Andy
Kaufman
ruku margir
frægir leik-
arar upp til handa og fóta og
buöu sig fram í hlutverkið. Form-
an prófaði marga og valdi loks
Jim Carrey. Eftir með sárt enni
voru leikarar á borð við Edward
Norton, Nicolas Cage, John
Cusack, Kevin Spacey og Gary
Oldman, sem aUir höfðu áhuga á
hlutverkinu. Ekki er vitað
hvenær hægt verður að byija tök-
ur þar sem Carrey er bókaöur
langt fram í timann. Á móti kem-
ur að Carrey er til í að fórna
ýmsu fyrir hlutverkið.
LA Confidental
verðlaunuð í
Chicago
Titanic fékk ekki náð fyrir aug-
um gagnrýenda í Chicago þegar
þeir veittu verðlaun sín heldur
var það aðalkeppinautur Titanic,
LA Confidental, sem fékk aðal-
verðlaunin, var valin besta mynd-
in, Curtis Hanson besti leikstjór-
inn og þá fékk hún einnig hand-
ritsverðlaunin. Bestu leikarar
voru valdir Robert Duvall (The
Apostle) og Judi Dench (Mrs.
Brown). Titanic fékk tvenn verð-
laun.fyrir bestu tónlist og kvik-
myndatöku.
Onegin
Um helgina hefjast tökur í St.
Pétursborg í Rússlandi á Onegin.
Onegin er gerð eftir klassiskri
skáldsögu
Alexander
Pushkin,
Eugene
Onegin. í
aðalhlut-
verkum eru
Ralph
Fiennes,
Liv Tyler,
Martin
Donovan,
Lena Headey, Irene Worth og
Toby Stephens. Leikstjóri er syst-
ir Ralphs, Martha Fiennes, og er
þetta í fyrsta sinn sem hún leik-
stýrir kvikmynd.
Forster í stað J J.
Walsh
Hinn ágæti karakterleikari J.T.
Walsh lést snögglega í vikunni
rétt rúmlega ftmmtugur. Hann
átti að hefja leik í Outside Ozon
næstu daga og var öllum undir-
búningi lokið. Grípa þurfti til
skyndiaðgerða og í skarðið hljóp
Robert Forster sem nú er til-
nefndur til óskarsverðlauna i
aukahlutverki fyrir leik sinn i
Jackie Brown. Kemur Forster til
liðs við Kevin Pollack, David Pay-
mer, Swoosie Kurts, Penelope
Ann MUler, Sherilyn Fenn, Meat
Loaf og Taj Mahal, sem öll leika í
myndinni.
Nutty Professor II
Eddie Murphy sló í gegn í The
Nutty Professor, sem hinn um-
breytanlegi Sherman Klump og
satt best að segja veitti honum
ekki af vinsælli kvikmynd eftir
slakt gengi í undanfómum mynd-
um. Murphy hefur því ákveðiö að
róa á örugg mið og framleiöir og
leikur í The Nutty Professor H,
sem verður byrjað að kvikmynda
í ágúst. Sagt er að flestir ættingja
Klump sem voru til staöar mæti
aftur. Murphy veðjar á tiltölulega,
óþekktan leikstjóra, F. Gary
Gray, sem hefur gert tvær ódýn
myndir, Friday og Set It Off, sem!
báðar skiluðu hagnaði.
Amistad, sem Háskólabíó
frumsýnir í dag, er nýjasta
kvikmynd Stevens Spielbergs
og eins og í Schilndler’s List
er hann á söguslóðum, tekur
fyrir atburð i sögu Banda-
ríkjanna sem ekki hefur far-
ið mikið fyrir enda svartur
blettur á mannorði margra
virtra manna. Sögusviðið er
sumarið 1839. Eina storma-
sama nótt rétt fyrir utan
strönd Kúbu er skip á sigl-
ingu, La Amistad, með fimm-
tíu og þrjá þræla innanborðs.
Uppreisn er gerð um borð og
þrælarnir ná yfirhöndinni
undir forustu Cinques, sem
Djimon Hounsou leikur. Upp-
reisnin er blóðug og aðeins
tveir skipverjar lifa átökin.
Þrælarnir, sem ekkert kunna
í siglingafræði, neyða skip-
verjana tvo til að sigla skip-
inu til Afríku þar sem frelsið
bíður þeirra. Skipverjarnir tveir
svíkjast um og halda skipinu á sjó
í tvo mánuði og sigla svo upp að
austurströnd Bandaríkjanna þar
sem bandaríski sjóherinn tekur
skipið í sina vörslu. Þrælarnir eru
síðan ákærðir fyrir að ræna skip-
inu og myrða skipverja.
Þrælarnir eru þó ekki vina-
lausir í landi. Þrír mikilsvirtir
lögfræðingar taka að sér að verja
þá og réttarhöldin verða að tákni
fyrir frelsi og skiptir þjóðinni í
tvennt. Það sem gerir þetta mál
síðan mjög merkilegt er að tveir
forsetar Bandaríkjanna
koma mikið við sögu
Þáverandi
forseti,
Mart-
Matthew McConaughey leikur logfræðing
sem er einn af verjendum þrælanna.
m Van Buren, er
hlynntur þrælahaldi
og þar sem kosningar
eru í nánd notar hann
réttarhöldin sér til fram-
Djimon Hounsou leik-
ur þrælinn Cinque
sem stjórnar þræla-
uppreisninni.
dráttar og
er tilbúinn
að fórna
lífi þræl-
anna fyrir
atkvæði.
Þessi af-
staða for-
setans
verður til
þess að
fyrrver-
andi for-
seti, John
Quincy Ad-
ams, kem-
ur fram á
sjónarsvið-
ið og hefur
baráttu fyr-
ir frelsi
þrælanna.
Réttarhöld-
in verða
síðan ein-
hver þau
afdrifarík-
ustu fyrir
bandarískt
réttarkerfi sem sögur geta um.
Mikill fjöldi góðra leikara er í
myndinni. Má þar nefna Morgan
Freeman, Nigel Hawthome, Ant-
hony Hopkins, Matthew McCon-
aughey, David Paymer, Pete Post-
lewaite, Stellan Skarsgárd, Anna
Paquin og Tomas Milian. í hlut-
verki Cinque er Djimon Hounsou
sem er að leika sitt fyrsta stóra
hlutverk í kvikmynd. Hefur hann
síðan leikið i Deep Rising sem
sýnd verður á þessu ári. Hounsou
er fæddur í Afríkuríkinu Benin en
flutti til Parísar þrettán ára gam-
all. Þegar hann var tuttugu og
tveggja ára uppgötvaði tískukóng-
urinn Thierry Mughler hann og
notaði hann í auglýsingaherferð
og í ljósmyndabók sem hann gaf
út. Leikstjórinn David Fincher sá
myndir af honum og notaði hann í
þrjú tónlistarmyndbönd sem hann
gerði, meðal annars með Madonnu
í Express Yourself. Hann flutti í
kjölfarið til Los Angeles þar sem
hann hefur verið að reyna fyrir
sér sem leikari. -HK
KVIKMYNDA
★★★
Kringlubíó - Welcome to Sarajevo:
Borg í herkví
Það kom fyrst í ljós í Persaflóa-
stríðinu að hægt er að heyja styrj-
öld og leyfa öllum heiminum að
fylgjast með. Sjónvarpið stóð sig
vel í að sýna hinn mikla hermátt
stórveldanna, minna fór fyrir
myndskeiðum af almenningi í
írak sem þurfti að lifa i skugga
loftárása í nokkurn tíma. Borgara-
stríðið í fyrrum Júgóslavíu fór
einnig fram fyrir opnum tjöldum,
sjónvarpsstöðvar heimsins voru
duglegar aö sýna frá stríðinu.
Hinn almenni sjónvarpsáhorfandi
er samt oröinn svo mettaður af
stríðsfréttamyndum að snertingin
var minni en við mátti búast þeg-
ar haft er í huga að stríðið var háð
í næsta nágrenni við okkur.
Michael Winterbottom, leik-
stjóri Welcome to Sarajevo, tekst
mun betur en sjónvarpinu í mynd
sinni aö koma inn hjá áhorfandan-
um því miskunnarleysi sem þjóð-
flokkar í Júgóslavíu sýndu hver
öðrum og hversu almenningur
þjáðist, með því að blanda saman
raunveruleika og leik. Raunveru-
leikinn birtist í sjónvarpsmyndum
frá stríðinu sem er snilldarlega
skeytt saman við söguna sem sögð
er.
Welcome to Sarajevo er byggð
að nokkru leyti á bók eftir sjón-
varpsfréttamanninn Michael
Nicholson, sem er meðal þekkt-
ustu stríðsfréttamanna í heimi,
um reynslu hans af fr éttamennsku
í Sarajevo og hvemig hann tók
það upp hjá sjálfúm sér að vekja
athygli heimsins á þeim aðbúnaði
sem umkomulaus börn í borginni
bjuggu við. Það endaði með því að
hann ættleiddi níu ára stúlku. Inn
í þessa frásögn er fylgst með lífl
fréttamanna á stríðsvettvangi.'
Það eru í rauninni þrir þættir
sem Winterbottom þarf að glíma
við að tengja saman, hin raun-
verulega frásögn Michael Nichol-
son sem heitir í myndinni Micahel
Henderson, fréttamyndir sem
nauðsynlegar em til að sýna fram
á hvað gerðist í Sarajevo og svo aö
byggja upp drama í kringum störf
fféttamanna og þar notfærir hann
sér skáldaleyfiö. Þetta tekst að
nokkmm hluta, sums staðar ffá-
bærlega, sérstaklega fféttainnskot-
in. Myndin verður samt súmdum
losaraleg, sérstaklega síðari hlut-
inn og næst ekki aö fullu að
þjappa efninu saman í eina heild.
Eftir stendur samt kvikmynd sem
sýnir okkur á áhrifamikinn hátt
hvernig siðmenntað þjóðfélag get-
ur snúist í andliverfu sína og orð-
ið að ffumstæöu ættflokkaþjóðfé-
lagi.
Leikur er allur til fyrirmyndar,
tveir bera af. Stephane Dillane,
óþekktur leikari, leikur Hender-
son og sýnir vel mann sem búinn
er að sjá allt það vonda sem fylgir
stríösfréttamennsku og er í raun
kominn á hengibrúna í þessu fagi
þegar hann fínnur friðþægingu í
að fylgjast með hinum umkomu-
lausu bömum. Woody Harrelson
er mótsögnin, hinn harði frétta-
maður sem stofnar lífí sínu í
hættu til að vera fyrstur með ffétt-
imar og leiðir hjá sér hörmung-
amar, er eingöngu á þessum slóð-
um til að skýra frá atburðum en
ekki að taka þátt i þeim.
Leikstjóri: Michael Winterbott-
om. Handrit: Frank Cottrell Bo-
yce. Kvikmyndataka: Daf Hob-
son. Tónlist: Adrian Johnson.
Aðalleikarar: Stephane Dillane,
Woody Harrelson, Marisa Tomei,
Kerry Fox og Emily Lloyd.
Hilmar Karlsson.