Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1998 jL>"V w * *l 28 k wlist wam erðlaunahafar Enginn getin- efast um geysilega fæmi Bjarkar Guðmundsdóttur í beit- ingu sinnar einstöku raddar. Röddin skipaði jafnvel stærri sess á Homogenic en fyrri plötum söngkonunnar og naut sín sem aldrei fyrr. Björk hefur tvisvar áður unnið til þessarar nafnbótar. Aðrar söngkonur sem tilnefningu fengu voru Elísabet Ólafsdóttir, Emiiíana Torrini, Ragna Kjartansdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir. Söngvari ársins: Daníel Ágúst Haraldsson Bassaleikari ársins: Jakob Smári Magn- ússon Flytjandi ársins: Bjötk Björk Guðmundsdóttir er óumdeilanlega stjama íslensku tónlistar- verðlaunanna í ár. Flytjandi ársins er valinn úr þeim hópi tónlistar- manna sem kjósa að gefa tónlist sína út undir eigin nafni, gefa m.ö.o. út sólóplötur. Aðrir sem fengu tilnefningu í þennan flokk vora Berglind Ágústsdóttir, Bubbi Morthens, Dr. Gunni og Megas. Daníel Ágúst hefur gert garðinn frægan að imdanfornu með söng í fjöllistahópnum Gus Gus. Þar hefur hann þanið raddböndin af mikilli fæmi en hliðarverkefni hans á síð- asta ári var að endurvekja hljóm- sveitina Nýdönsk. Aðrir sem vora tilnefndir sem besti söngvarinn . vora Birgir Öm Steinarsson, % Bubbi Morthens, Jón Þór Birk- ^ JJ isson og Stefán Hilmarsson. Jakob Smári Magnússon varð fyr- ir valinu sem bassaleikari ársins. Hann er margreyndur bassaplokk- ari og spilaði m.a. á árinu með SS- Sól og Bubba Morthens. Aðrir sem tilnefningu fengu vora Bogi Reynis- .^son, Eggert Gíslason, Gunnar SV Tynes og Haraldur Þorsteinsson. Hljómplata ársins: Homogenic - Björk Platan Homogenic varð fyrir valinu sem hljómplata ársins 1998. Þama er á ferðinni meistarastykki sem unnið er af einstakri natni og alúð höf- imdarins sem aldrei bregst. Hljómplatan Post fékk sömu nafnbót árið 1995. Aðrar tiinefningar til plötu ársins fengu Andhéri fyrir Fallega ósigra, Dr. Gunni og vinir hans fyrir barnaplötuna Abbababb, Maus 'Í fyrir plötuna Lof mér aö falla að þínu eyra og Quarashi fyrir samnefnda plötu. Blásturshljóðfæra- leikari ársins: Óskar Guðjónsson Lagahöfundur ársins: Björk Björk Guðmundsdóttir fór á kostum í lagagerö á plötunni Homogenic og náði þar nýjum hæðum sem erfitt er að ímynda sér að annar íslend- ingur hafi nokkum tímann náð. Björk hefúr einu sinni áður fengiö þessa nafhbót. Aðrir sem tilnefningar fengu vora Bjöm Jr. Friðbjömsson, Bubbi Morthens, Gunnar Hjálmarsson og Maus. Saxófónleikarinn Óskar Guðjóns- son fær útnefninguna blásturshljóð- færaleikari ársins. Hann gaf út sóló- plötuna Far á síðasta ári þar sem honum tekst geysivel að skapa magnþrungna stemningu með fanta- góðum leik. Óskar hefur unnið þessi verðlaun í öll skiptin þrjú sem þau hafa verið veitt hingað til. Aðr- ir sem útnefhingu fengu vora þeir Guðni Franzson, Jóel Pálsson, Sig- urður Flosason og Veigar Margeirs- son. Björk þótti eiga besta lag ársins, Yoga, sem var fyrsta smáskífúlagið af plötimni Homogenic. Þar lýsir hún landslagi tilfinninganna á magnaðan hátt og ekki skemmdi bráðgott myndband við lagið fyrir velgengni þess. Björk vann sömu verðlaun fyrir lagið Army of Me árið 1995. Önnur lög sem tilnefhingu fengu vora Bachelorette, einnig með Björk, Égímeilaðig með Maus, Flókið einfalt með Vínyl og Friður með Sóldögg. Jazzleikari ársins: Óskar Guðjónsson Grtarleikari ársins: Friðrik Karisson Jón Ólafsson, píanó- og hljóm- borðsleikari, hefur löngum glatt landann með flinku spili sínu. Hann er m.a. meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk, sem reist var upp frá dauðum á árinu, og spilaði í fjöl- mörgum leiksýningum, auk margs annars. Hann hefur unnið þennan titil einu siimi áður, árið 1994. Aðr- ir tilnefndir til þessara verðlauna vora Eyþór Gunnarsson, Fríða Rós Valdimarsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þórhallur Berg- mann. Óskar Guðjóns er auk þess að vera blásturshljóðfæraleikari ársins útnefndur jazzleikari ársins. Hann gaf út hljómplötuna Far á síðasta ári þar sem honum tókst að vanda að skapa kynngimagnaða stemn- ingu. Aðrir sem tilnefndir vora era Bjöm Thoroddsen, Eyþór Gunnars- son, Pétur Östlund og Siguröur Flosason. Sá gítarleikar sem fremst þótti standa á síðasta ári var Friðrik Karlsson sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Mezzoforte. Hann er nú með fasta búsetu í London þar sem hann spilar daglega með fær- ustu hljóðfæraleikurum í heimi við ýmis tilfallandi verkeftii. Friðrik heldur því þessum titli en hann vann hann einnig 1 fyrra. Aðrir gít- arleikarar sem tilnefningu fengu vora þeir Ásgeir Ásgeirsson, Guð- mundur Pétursson, Gunnar Óskars- son og Páll R. Pálsson. Meistari Megas fær íslensku tón- listarverðlaunin sem textahöfúndur ársins að þessu sinni. Hann gaf út plötuna Fláa veröld á síðasta ári og fór þar á kostum í textagerð þar sem hann lét smáborgarana finna til tevatnsins sem aldrei fyrr. Aðrir sem tilnefningu fengu voru Birgir Öm Steinarsson, Björk, Bubbi Morthens og Stefán Hilmarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.