Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1998 HLJÓMPLMU Natalie Imbruglia - Left of the Middle ★★★ Ef þú hefur haft opið fyrir ein- hverja dægurútvarpsstöðina síð- ustu tvo mánuði eða svo ættirðu að hafa heyrt smellinn Torn með Natalie Imbruglia. Þá ættirðu líka að hafa heyrt einhvem út- varpsplötusnúðinn tilkynna að Natalie sé frá Ástralíu og að hún lék í tvö ár Beth í Nágrönnum, sápunni vinsælu. En Tom er bara eitt af mörg- um lögum af þessari fyrstu plötu stúlkunnar sem tekur safann úr nýlegum poppstraumum og blandar honum faglega við auðlærðar poppmelódíur. Platan er full af ágætis freyðipoppi; mjög augljós útskýring á tónlist Natalie er að segja hana blöndu af hinu ameríska nýkvennarokki (Alanis Morissette og Sheryl Crow) og þunglamalegu svartsýnispoppi Bristolbandsins Portis- heads. Þessi blanda gengur prýðisvel upp eins og sést á stöðunni á vin- sældalistunum en er ekki beint frumleg eða spennandi, bitið hefur verið pússað af. Natalie minnir mig líka oft á Lenny Kravitz. Tónlistin er alltaf öll að vilja gerð við að vera fersk og töff og hættuleg en kemst einhvern veginn aldrei út úr viðjum vanans og þess sem var ferskt, töff og hættulegt í gær. Kannski þess vegna er Natalie einmitt svona vinsæl; hún er mátulega fersk, töff og hættuleg fyrir meðaljóninn sem kýs að fylgjast með án þess þó að vaða of langt og enda kannski í ógöngum og verða fyrir aðkasti af starfsfélögum sínum á auglýsingastofunni. Nei, það „ferskasta í gær“ er heilladrýgst og því mun Natalie seljast eins og heit lumma enn um sinn. Ekki skemmir fyrir að freyðipoppið hennar er melódískt og sefjandi og hún sjálf gullfalleg og með fina rödd. Gunnar Hjálmarsson All Saints - All Saint Það læðist að manni sá grunur að All Saints-hópurinn hafi verið sérhannaður á auglýsingastofu. Ég hef aldrei heyrt plötu áður sem minnir mig jafn rosalega á kókauglýsingu. Myndin af stelp- unum Qórum á framhliöinni hef- ur verið mýkt upp í tölvu og það er eins og sama mýkingarefni hafi verið dælt yfir alla plötuna. Einhvers staðar undir finpúss- aðri áferðinni er ágætis poppsál- arfroða sem byrjar að síga í gegnum brynvarða auglýsinga- húðina eftir nokkrar hlustanir. Lögin eru frumsamin af stelpunum með hjálp frá markaðsdeildinni. Þetta eru allt saman finar klisjur og þannig séð góð popplög, sum m.a.s. eðalsmellir, eins og hið vinsæla Never Ever og lagið Bootie Call þar sem klisjan er fónkaðri en poppaði R&B- andinn sem svífur yflr vötnum í flestum öðrum lögum. All Saints-slikjunni er líka dembt á Red Hot Chili Peppers-slagarann Under The Bridge og gamla diskólagið Lady Marmala- de (Voulez-Vous couche avec moi?) og falla þær útgáfur eins og flís við mjúkan rassinn á öðru á plötunni. Maður fær það á tilfmninguna að þessi plata hafi verið búin til í tölvu á sama hátt og risaeðlurnar í Jurassic Park. Þessi plata er einhvem veg- inn ekki lifandi og „í alvörunni", hún er með öðrum orðum alltof unnin, eins og hver tónn hafi verið sendur í skoðanakönnun og fólk á aldrinum 12- 25 spurt i þaula um hvaða áhrif tónninn hafði á það. Sjálfur fyllist ég löngun í skyndifæði þegar ég hlusta á All Saints og mig langar beinlínis að bruna beint upp í Elko og kaupa mér eins mikið af bráðnauðsynleg- um heimilistækjum og ég get borið. Og er það nú svo slæmt? spyr einhver. Og ég yppti öxlum og segist ekki vita það. Á tímum neysluæðis, geggjaðrar auglýsingamennsku og al- menns heiladauða er band eins og All Saints einmitt lykillinn að já- kvæðri markaðshlutdeild. Gunnar Hjálmarsson Catatonia - International Velvet ★★★★ Way Beyond Blue, dehut plata Catatonia sem kom út 1996 hefur engan veginn verið metin að verðleikum. Hljóm- sveitin var annarsvegar flokk- uð með welsku bylgjunni sem kom upp á miðjum síðasta ára- tug og hinsvegar illa borin saman við aðrar indiesveitir sem státa af kvensöngvara. Platan hvarf einhvemveginn sjónum poppskríbenta og al- mennings þrátt fyrir eftirtekt- arverða og stórgóða tónlist. Það er því ánægjuefni að nýja plata sveitarinnar, International Velvet hljóti jafn góðar viðtökur og raun ber vitni. Cerys Matthews, söngv- ari Catatonia er með eina af þessum sérstæðu röddum sem gæða tón- listina karakter og í sambland við góðar lagasmíðar er ekki hægt að komast hjá því að gera góða plötu. Lögin Mulder And Scully og I Am The Mob hafa þegar hlotið frábærar viðtökur en önnur lög plötunn- ar eru ekki síðri og má nefna lög eins og My Selfish Gene, fráhæra ballöðu og Why I Can’t Stand One Night Stands sem undirstrika breidd sveitarinnar i lagasmíðum. Upptökumaður plötunnar Tommy D er okkur íslendingum að góðu kunnur, starfaði með Sykurmolunum á áriun áður og kemst mjög vel frá sínu. Intemational Velvet verður án efa ein af plötum ársins í rokkinu. Hún er einfaldlega frábær rokkplata. PáU Svansson ★★★ tónlist 27 Madonna: Kona með mikinn farangur. Ný og betri ... og ný plata Af stórsijömum síðasta ára- tugar hefur Madonna einna best haldið haus. Fáir hafa lengur áhuga á Prince, eða Listamanninum, sem einu sinni var þekktur sem Prince og þeir sem hafa á annað borð áhuga á Michael Jackson vilja vita hverjum eða hverju hann sefur hjá eða hvort nefið tollir enn þá á hon- um, frekar en hvaða tónlist hann er að fást við. Madonna hefur hins veg- ar alltaf endurnýjað sig og tekist að halda sér nokkuð ferskri í sviðsljós- inu. Nýlega kom út ný plata með henni, sú fyrsta með nýju efni síðan Bedtime Stories kom 1994. í millitíð- inni ól Madonna stúlkubarnið Lour- des, gaf út ballöðusafnplötuna Something To Remember og lék og söng í Evitu. Madonna reynir að vanda að vera fersk í því sem hún er að gera, þó sú tíð sé liðin er hún fór fremst í flokki og varðaði leið- ina. Hún hefur í gegnum árin daðr- að við ýmsar stefnur og strauma, bæði í tónlist og lífsstil, en á nýju plötunni er ekkert sérstakt útlit í gangi, ekkert sadó-masó, Madonna kemur bara til dyranna eins og hún er klædd, að vísu með hárgreiðsl- una hennar Alanis Morissette. Lík- lega hefur mamman Madonna ekki geð í sér til að flippa um of með bamið á öxlinni og svo er hún auð- vitað að nálgast fertugsaldurinn og þar að auki þarf hún ekki lengur að flippa til að fá athygli, Madonna nýtur nógu mikillar virðingar til að geta verið hún sjálf. r Astin og frægðin Líkt og allt annað frægt fólk er Madonna ekkert of hamingjusöm með fylgifiska frægðarinnar. Á nýju plötunni syngur hún; „Ég skipti á ást og frægð án þess að hugsa mig tvisvar um.“ Hún er tvístígandi í garð frægðarinnar, er ekki viss hvort þetta brölt hefur verið þess virði. „Já, það er satt,“ segir Madonna í nýlegu viðtali, „ég er tvístígandi. En ég ætla ekki að veina um það hvað það er erfitt að vera frægur, þó frægðin hafi sannarlega verið þung- ur kross að bera. Ég hef miklu betri yfirsýn yfír feril minn núna. Frægð- in, það að vera hundeltur af fjöl- miðlum og elskaður af alþýðu manna fyrir list sína, kemur aldrei í staðinn fyrir það að vera ástfang- inn sjálfur og fá þá ást endur- goldna." Madonna er ekki frá því að hún komi aldrei til með að finna hinn eina rétta sálufélaga: „Ég held að það líf sem ég lifi, frægðin og allt það, sé ekki mjög aðlaðandi tilhugs- un, nema að aðilinn vilji vekja at- hygli sjálfur í gegnum mig og sé þar af leiðandi frekar yfirborðskenndur. Ég er kona sem er með mikinn far- angur, það þarf sterk bein og kjark til að geta verið I sambandi með mér. Það kemur oft fyrir að mér þykir það nánast óhugsandi að leit- in beri árangru', stundir sem ég hugsa; Ó, gleymd’essu bara, gamla mín!“ Móðurástin En það er ekki bara svartnætti í einkalífi Madonnu. Lagið Nothing Really Matters er um Lourdes litlu, fyrstu fullkomnu ástina í lífi Madonnu: „Hún hefur enga hugmynd um að ég er fræg og ást okkar er alveg án skilyrða sem er nýtt fyrir mér.“ Móðir Madonnu, Madonna Ciccone eldri, dó þegar Madonna var sex ára. „Ég ólst upp hjá pabba svo ég fór al- veg á mis við móðurástina. Núna get ég veitt dóttur minni hana. Það hefur haft mikil áhrif á mig, eins og á alla sem eignast börn. Það er klárt að þeg- ar maður eignast bam þarf maður að stíga út úr sjálfum sér, þá þýðir ekki lengur að vorkenna sér og liggja vælandi í kör.“ Hvernig hefur svo sú litla þao? „Hún er í kyssi-skapi og kyssir allt og alla, hunda og ókunnugt fólk á leik- vellinum. Hún segir „vofii“ og „nei“. Hún er dugleg að segja „nei“.“ Ekki bara sæðisgjafi Hvað er það versta sem sagt hef- ur verið um þig? „Ó, það er svo margt en ætli það allra versta sé ekki það að ég hafi bara eignast dóttur mína til að vekja á mér athygli. Gjörsamlega fá- ránlegt.” Pabbinn er Carlos Leon sem Madonna kynntist á skokki um Central Park. Sumum hefur virst Carlos lítið annað en vesæll sæðis- gjafi en Madonna slær harkalega á slíkt tal: „Sumt fólk virðist halda að allt sem ég geri sé skipulagt og út- pælt og allt partur af einhverri alls herjar áætlun. En að verða ástfang- in og eignast bam, ég hefði nú hald- ið að það væri nógu eðlilegt til að allir gætu fundið sig í því, en sumir vilja ekki trúa öðru en að eitthvað ' vafasamt liggi að baki öllu sem ég geri.“ Carlosi er þá ekki borgað fyrir að ■ halda sig í burtu? „Aldeilis ekki. Lo- urdes er oft hjá honum. Hún er lítil pabbastelpa." Ljósgeislinn Nýja platan heitir Ray of Light og viðtökurnar benda til að þetta verði mest selda plata Madonnu á þessum áratugi. Smáskífan Frozen fór t.d. beint í efsta sætið í Englandi nú í vikunni. Madonna heldur madonnu- poppinu fersku með aðstoð ungs fólks, William Orbit heitir helsti hjálparkokkurinn og Madonna er ekki í neinum vafa um snilld hans: „Hann er brjálaður tónlistarsnill- ingur. Ég hreifst mjög af þeim end- urhljóðblöndunum sem hann hafði gert fyrir mig og fannst tilvalið að hafa hann með frá byrjun í þetta skipti. Við áttum rosalega gott sam- starf, þetta voru mjög skapandi sex mánuðir í hljóðverinu." Vinnubrögö Williams felast m.a. í því að rífa lög og melódíur niður og byggja síðan upp aftur frá nýju sjón- arhorni. Madonna var hrifin af þessu og var jafnvel æstari með skærin en William sjálfur. Það efni sem endaði á Ray of Light er þó allt innan velsæmismarka poppbrans- ans en væntanlega verður gefin út plata síðar með niðurrifnum og end- urklöstruðum útgáfum. Þangað til mun Ray of Light ef- laust gæla við tinda flestra vin- sældalista á Vesturlöndum. Madonna er komin aftur, fersk inn á ný eftir Evitu-leiðindin. glh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.