Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1998 nlist Hljómsveit ársins: Maus Klassísk hljómplata ársins: Ljóð án orða - Bryndís Halla Gylfadóttir og Steinunn Islensku tónlistarverðlaunin: Heiðursverðlauna- hafi ársins: Jón Múli Ámason Jón Múli Árnason er svo sann- arlega vel að heiðursverðlaun- unum kominn. Hann hefur á síð- ustu áratugum samið hverja perluna af annarri og hefur sam- starf hans og bróður hans, Jónas- ar Árnasonar, gefið mikið af sér í formi söngleikja. ! umfjöllun um verk Jóns hefur verið sagt að ef hann hefði ekki verið íslensk- ur þá væri hann heimsfrægur nú. Rokksveitin unga, Maus, sem orðin er margreynd þrátt fyrir aldurinn, hlýtur þennan titil í ár. Síðustu mánuöir hafa verið geysilega spennandi fyrir hljómsveitina. Hún gaf út eina albestu plötu síðasta árs, hélt sína 100. tónleika og tókst loks að koma íslensku þjóðinni I skilning um að hún væri flottasta rokkbandið á landinu. Aðrar hljómsveitir sem tilnefningu fengu voru Sigur Rós, Sóldögg, Subterranean og Quarashi. Birna Ragnarsdóttir Þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Steimmn Bima Ragnarsdóttir gáfu út kostagripinn Ljóð án orða. Aðrir sem fengu tilnefningu voru Hljómeyki og Mótettukór Hallgrímskirkju fyrir plötuna Sól ég sá, Kristinn Ámason fyrir Guitar: Johann Sebastian Bach, Krist- inn Sigmundsson og SÍ fyrir plötuna Óperaaríur, Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil fyrir plötuna Franz Schubert, söng- ljóð, og Sinfóníuhljómsveit Islands fyrir útgáfú á Geysi og öðrum hljómsveitarverkum eftir Jón Leifs. Tónlistarviðburður árs- ins: Endurkoma Nýdanskrar Það er endurkoma hljómsveitar- innar Nýdönsk sem er tónlistar- viðburður ársins. Nýdönsk lagði upp laupana fyrir nokkrum árum en var þá ein af vinsælustu sveit- um landsins og hafði gefið út plöt- ur eins og Hunang og Deluxe auk þess sem sveitin sá um tónlistina í hinum vinsæla söngleik Gaura- gangi. Á síðasta ári reis sveitin upp að nýju með tónleikum i Há- skólabíói í byrjun vetrar. Trommuleikari ársins: Gunnlaugur Briem Gunnlaugur Briem fær í ár útnefn- inguna trommuleikari ársins. Þetta er í fimmta skiptið sem Gunnlaugur hef- ur verið útnefndur trommuleikari ársins og hefur hann unnið titilinn öll þau ár sem titillinn hefur staðið til boða. Hann er einn reyndasti trommuleikari landsins og stóð með öðrum meðlimum Mezzoforte á barmi heimsfrægðar. Aðrir sem vom til- nefndir eru Daníel Þorsteinsson, Jó- hann Hjörleifsson, Númi Þorkell Thomasson, Ólafur Hólm og Sölvi Blöndal. Bjartasta vonin: Subterranean Rapp- og hip hop-sveitin Subterranean var kosin bjartasta vonin á verð- launahátíðinni i gær. Hún gaf út plötuna Central magnetizm á síðasta ári sem reyndist vera prýðisgott byrjendaverk og nutu mörg laga plötunnar talsverðra vinsælda, auk þess sem platan sjálf seldist mjög vel. Aðrar til- nefningar til þessara verðlauna fengu hljómsveitimar Á túr, Sigur Rós, Soð- in fiðla og VínyU. Björk er best Björk Guðmundsdóttir sópaði til sín verðlaunun- um þegar íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent á Hótel Sögu í gærkvöldi. Hún hlaut alls fimm verð- laun af þeim sex sem hún var tilnefnd til. Það er al- veg ljóst að drottning íslenskrar tónlistar ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska tónhstarmenn. Þeir sem lutu í lægra haldi fyrir Björk að þessu sinni geta með sanni sagst hafa faUið með sæmd því nær vonlaust er að ætla að skáka þeirri leikni sem Björk hefur nú yfir að ráða í tónlistarsköpun. Hún hefur fyrir löngu sannað sig sem tónhstarmaður á al- þjóðlegum vettvangi og tekst með hverri plötunni að þróa tónlist sína og gera hana persónulegri. Hún vinnur tU hverrar alþjóðlegu viðurkenningarinnar á fætur annarri i hvert sinn sem plata hefur komið frá henni. Nú síðast vann hún Brit-verðlaunin sem besta söngkonan á alþjóðavettvangi og því ætti að vera Ijóst að fáir hér á landi komast með tærnar þar sem hún hefur hælana. íslenskt tónlistarlíf má því vera stolt af því að eiga örlitið tilkaU til Bjarkar Guðmundsdóttur og veitt henni þessi heið- ursverðlaun íslenskrar dægurtónlistar. Homogenic Það er að sjálfsögðu nýjasta hljómplata Bjarkar, Homogenic, sem lyftir henni á þennan staU íslensks tónlistarlífs í ár. Fyrir hana fær hún titlana lagahöfundur ársins, söngkona ársins, lag ársins, hljómplata ársins og flytjandi ársins. Útgáfa plöhmnar markar tímamót í tónlist Bjarkar að eigin sögn. Með fyrri tveimur plötum sínum, Debut og Post, var hún að klára efni sem hún hafði verið að vinna að í mörg ár og átti í sarpi. Þegar því var lokið gat hún loksins byrjað með hreint borð og byrj- að að semja plötu nákvæmlega eins og hún vUdi. Ákveðið var að Homogenic yrði unnin innan ákveðins ramma, einungis ætti að notast við rödd, strengjahljóðfæri og takt. Með þetta þrennt sem aðalatriði var platan gerð og möguleikar hins afmarkaða ramma skoðaðir út í ystu æsar. Niðurstaðan varð gífurlega faUeg en krefjandi plata sem kemur þeim sem hlusta sífeUt á óvart. -KJA 1 ★ -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Fjörkálfur (06.03.1998)
https://timarit.is/issue/197944

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Fjörkálfur (06.03.1998)

Aðgerðir: