Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Qupperneq 2
i6 &ikmyndir FÖSTUDAGUR 27. MARS 1998 UV KVIKMYIÍDA ÍJflJilYj'JJ Bíóhöllin - Rocketman: Líflaust á Mars ** Disneymyndin Rocketman fylgir fast á hæla velheppnaðrar ómannaðrar rannsókn- arferðar til Mars og nær því óvenjuglæsi- legri veruleikatengingu (er Mars nýja Di- sneylandið?). Með blöndu af vísunum i at- burðina í kringum Appollo 13. og samspili við samnefnda bíó- mynd er hér kominn ansi góður grunnur fyr- ir ósköp venjulega barna- og fjölskyldu- mynd. Og fyrri hluti Eldflaugarmannsins nær vissulega að halda uppi skemmtilegri stemningu, þar sem tölvunördinn Fred Z. Randall (Harland Williams) rústar NASA á nokkrum vikum. Fred hefur alltaf dreymt um að verða geimfari (og greinilega aldrei séð Alien, né Mars Attacks) en sem næst- besta kost hefur hann hannað tölvuforritið fyrir mannaða ferð til Mars. Því miður kann einn leiðangursmanna ekki gott aö meta og misreiknar sig á forritinu með tilheyrandi líkamsmeiðingum (varúð, þið þarna lé- legir stærðfræðingar), og þá opnast glufa fyrir Fred. Eftir mjög skemmti- legt æfingaprógramm, þar sem lúðinn Fred sýnir líkamsstyrk á við þjálf- uðustu menn, fær hann lottóvinninginn, far til Mars. Því miður tekst honum ekki aö halda uppi sama fjöri þar og heima á jörðu og sannar þar með endanlega að ekki er liflegt á rauðu plánetunni. Helsti húmorinn úti í geimi virðist vera klósetthúmor, sem hefur ákaflega takmarkað skemmtigildi til lengdar, þrátt fyrir að strumpa- bláminn í sótthreinsileginum væri ákaflega ánægjulegur. Grínistinn Harland Williams er nokkuð fyndinn og skondinn sem súpernördinn of- ursjarmerandi, þó ekki nái hann upp í Gæludýralöggu Jims Carreys, en hann hefur einfaldlega ekki nægan sjarma til þess að halda uppi heilli mynd. Aðrir leikarar eru ágætir en helst til litlausir, sem gerir það að verkum að allt hvílir á Williams; helsti keppinauturinn - eða stuðning- urinn - um skemmtigildi er keppinautur Freds um ferðina, Gordon A. Peacock (Blake Boyd), en hann er skiljanlega ekki lengi með. Það má skemmta sér ágætlega á Rocketman, sérstaklega fyrir hlé, og litli simpansinn var æði. Kannski Disney ætti að halda sig við dýramyndir? Leikstjóri: Stuart Gillard. Handrit: Craig Mazin & Greg Erb. Aöalhlutverk: Harland Williams, Jessica Lundy, William Sadler, Jeffrey DeMunn, Beau Bridges, Blake Boyd, simpansinn Raven. Úlfhildur Dagsdóttir Stjörnubíó - Air Bud: Körfuboltahundurinn ** Air Bud kostaði framleiðendurna aðeins 3 milljónir dala og skilaði hagnaði upp á 25 milljónir í Banda- ríkjunum einum. Þá er eftir að telja heimstekjurnar og hagnað af mynd- bandsspólunni sem væntanlega kemur út síðar á árinu. Það þarf þvl engan að undra þótt þessi lítt merkilega mynd sé þegar búin að geta af sér framhald sem er í sama anda. Air Bud 2: Golden Receiver kemur út siðar á þessu ári og fjallar um „golden retri- ever“ sem spilar fótbolta. Air Bud er formúlumynd frá upphafi til enda. Ungur drengur, Josh Framm (Kevin Zegers) flytur í nýjan bæ og á erfítt með að eignast vini. Lát foður hans ári áður einangrar hann enn frekar og það er ekki fyrr en hann kynnist hundinum Buddy að hann fer að líta lífið bjcutari aug- um. Buddy hefur ekki heldur lifað neinu sældarlífi. Læstur inni i búri féll hann af pallbíl á ferð en eigandi hans er drykkfelldur og illskeyttur trúður (Michael Jeter) sem nýtur þess að berja hann með samanvöfðu dagblaði. Josh langar til að leika körfubolta með skólaliðinu en skiln- ingslaus þjálfari fær honum það starf að þvo búninga skólafélaga sinna. Það er ekki fyrr en þjálfarinn er rekinn fyrir að níðast á einum af drengjunum að Josh fær tækifæri. Undir handleiðslu svarta húsvarðar- ins (Arthur Chaney), sem var einu sinni körfuboltastjama í úrvalsdeild- inni, kemst liðið i fylkisúrslitin. Öllum á óvart kemur í ljós að hundur- inn Buddy er afbragðsgóður í körfubolta og þegar tveir drengjanna meiðast í úrslitaleiknum er hann settur inn á. Það stendur jú hvergi í reglunum að hundur megi ekki spila körfubolta. Það kemur eflaust fæst- um áhorfendum á óvart að trúðurinn skuli mæta á staðinn og heimta hundinn sinn aftur. Af leiknum er fátt eitt að segja, en þó þótti mér Michael Jeter nokkuð skemmtilegur sem illskeytti trúðurinn Norm Snively. Þetta er vanþakk- látt hlutverk og nægir að nefna hinn ágæta leikara Harvey Keitel sem var hræðilegur í sams konar rullu í Monkey Trouble (1994). Það sem mér þótti reyndar merkilegast við Air Bud var að engar tölvubrellur hefðu verið notaðar við gerö hennar, eins og auglýst var. Leikstjóri: Charles Martin Smith. Aðalhlutverk: Kevin Zegers, Wendy Makkena, Bill Cobbs og Michael Jeter. Shirley MacLaine og Kvöldstjarnan „Ég er ekkert ánægð með það að vera sú leikkona sem sögð er fá öll bestu hlutverkin. Ef mig langar til að vinna, sem er ekkert allt of oft þessa dagana, þá vel ég að sjálfsögðu það sem mér líkar best og hentar mér best.“ Shirley MacLaine, sem er systir Warrens Beattys, var dansari í fýrstu og í nokkrum kvikmyndum sínum frá fyrri árum sést hversu stórkostlegur dansari hún hefur verið, má nefna Can Can og Sweet Charity. Hún hefur leikið í yfir fjörutiu kvikmyndum. Þegar Shirley MacLaine fékk ósk- arsverðlaunin fyrir Terms of Endear- ment var hún orðin harður tals- maður fyrir framhaldslífi og tók sér frí frá kvikmyndum í fimm ár, skrifaði metsölubækur og lék í sjónvarpskvikmynd sem gerð var eftir bók hennar Out on a Limp. Hér að ofan er listi yfir helstu kvikmyndir hennar. -HK Shirley MacLaine í hlutverki Auroru Greenway í The Evening Star. m „Ég elska Auroru, hún er hluti af mér og það var góð tiifmning að fmna fyrir henni aftur,“ segir Shirley MacLaine um eitt frægasta hlutverk sitt, Auroru Greenway, í The Evening Star sem Sam-bíóin taka til sýningar i dag. The Evening Star er framhald Terms of Endearment, sem gerð var 1983 og fékk mörg óskarsverðlaun, meðal annars fékk Shirley MacLaine óskarinn sem besta leikkonan í aðal- hlutverki: „Aurora hefir mjög vítt tiifmningasvið. Mér líkar vel við þessa persónu, sem getur verið um of dramatísk, ómöguleg í sambúð, ást- úðleg, óútreiknanleg, traust, gribba og margt fleira,“ segir MacLaine um Auroru. „Margt í fari hennar er einnig í mínu fari, meðal annars það að leyna tilfmningum. öllum persónum sem ég hef leikið er hún líkust mér.“ Óhætt er að að Shirley Mac- iÆÍne sé goðsögn í lifanda lifi. Á mjög svo fjöl- breyttri ævi sinni hefur hún leikið í mörgum klass- iskum kvik- myndum og alltaf verið á toppnum, aldrei þurft að taka nið- ur fyrir sig eins og svo margir frægir leikarar þegar aldurinn færist yfir þá. MacLaine er leikkona sem allir bera virðingu fyrir og þótt hún reyni að vera sem eðlilegust við imga leikara sem eru mótleikarar hennar þá finn- ur hún fyrir vissri taugaspennu hjá þeim: „Ég skil ekki af hverju fólk verður stressað af að vinna með mér. Ég læt heyra í mér þegar mér fmnst eitthvað ekki vera í lagi, en hver ger- ir það ekki sem er með snefil af sjálfs- virðingu. Ég er ekkert betri leikkona en flestir mótleikarar mínir. Það sem ég hef fram yfir er persónuleikinn og það er kannski þess vegna sem ég er kvikmyndastjama. Shirley MacLaine er 62 ára \ gömul og fær enn bestu hlut- verkin fyrir sinn aldursflokk inn á sitt borð. Marg- ar aðrar leikkonur eru pirraðar ; segja að hún fái að velja úr öll- um hlutverk- og scg Around the World in 80 Days, 1956 The Matchmaker, 1958 Some Came Running, 1958 Ask any Girl, 1959 Can Can, 1960 The Apartment, 1960 Two Loves, 1961 The Children's Hour, 1962 Two for the Seasaw, 1962 My Geisha, 1962 Irma La Douce, 1963 The Yellow Rolls Royce, 1964 Gambit, 1966 Woman Times Seven, 1967 The Bliss of Mrs. Blossom, 1968 Sweet Charity, 1969 Two Mules for Sister Sara, 1970 Desperate Characters, 1971 The Possession of Joel Delany, 1972 The Turning Point, 1977 Being there, 1979 Loving Couples, 1980 A Change of Seasons, 1980 Terms of Endearment, 1983 Madame Soussatzka, 1988 Steel Magnolias, 1989 Waiting for the Light, 1990 Postcards from the Edge, 1990 Used People, 1992 Wrestling Ernest Hemingway, 1993 Guarding Tess, 1994 Mrs. Winterbourne, 1996 The Evening Star, 1997 Jack Nicholson leikur aftur geimfarann sem hann fékk oskarsverölaun fyrir áriö 1983: „Þaö var dasamlegt að fá aö endurtaka dansinn okkar," segir Shiriey MacLaine: „Viö þurftum ekkert að æfa þaö atriöi, þetta var eins og aö fara í gamla skó sem passa vel. Jack haföi veriö aö skemmta sér kvöldið áður og var ekki sem best fyrir kallaður þegar hann kom um morguninn. Ég gaf honum morgunmat og fljótt vorum viö komin á flug í samræöum og þá fjóra daga sem hann var á tökustaö geröum viö lítiö annaö en tala um börnin okkar, barnabörn og allt milli himins og jarðar. Myndin er af Shirley MacLaine og Jack Nicholson í samræðum meöan á tökum stóö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.