Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Qupperneq 7
T>V FÖSTUDAGUR 27. MARS 1998
Mars-maraþon
Grafarvogur l
Reykjavík
Kópavogur
Breiðholt
um helgina =.
SÝNINGAR
Galleri Fold, Rauðarárstíg. Ólöf
Kjaran með sýningu á olíu- og
vatnslitamyndum í baksal. Opið
■! daglega frá kl. 10-18, ld. 10-17 og sd.
1 14-17 til 5. april.
Gallerí hár og list, Strandgötu
39, Hafnarfirði. Sýning Elíasar
Hjörleifssonar.
Gallerí Homið, Hafnarstræti 15.
28. mars hefst ljósmyndasýning
Kjartans Einarssonar. Sýningin
verður opin alla daga kl. 11-23.20
nema sérinngangur aðeins kl. 14-18
; til 15. april.
Gallerí Ingólfsstræti 8. Sigurður
Árni Sigurösson sýnir til 29. mars.
I Opið fim.-sun. 14-18.
Gallerí Regnbogans, Hverfisgötu
i 54. Sýning á verkum Sigurðar Ör-
1 lygssonar er opin virka daga frá kl.
I 16-24 og 14-24 um helgar.
Gallerí Stöðlakot, Bókhlöðustíg
1 6. Jónas Bragi Jónasson opnar gler-
I listarsýningu 28. mars kl. 14.00.
GaUerí Sævars Karls, Banka-
1 stræti. Sýning Bjarna Sigurbjörns-
| sonar og Helga Hjaltalins Eyjólfs-
I sonar til 1. aprD. Opið á venjulegum
í; verslunartíma.
HaUgrímskirkja. Sýning á verkum
I Sveins Björnssonar listmálara.
Hafnarborg, Hafnarfirði. Yfiriits-
| sýning Sigurðar Þóris listmálara til
6. apríl. Opið alla daga nema þd. frá
| kl. 12-18.
Handverk og hönnun, Amtmanns-
Istíg 1, Reykjavík. Sýning á sérhönn-
uðum peysum og ullarvörum frá
Ullarselinu. Opið þd.-föd. frá 11-17
og ld. kl. 12-18 til 28. mars.
Kafil 17, Laugavegi. Sýning á olíu-
málverkum eftir Línu Rut Karls-
dóttur er opin á verslunartíma til
15. apríl.
Kjarvalsstaðir við Flókagötu. í
vestursal Rúrí: Paradis? - Hvenær?
í miðrými Ólafur Elíasson: Hinn
samsíða garður og aðrar sögur. í
austursal: Verk úr Kjarvalssafni
K valin af Thor Vilhjáknssyni. Sýn-
Iingarnar í vestursal og miðrými
verða opnar til 13. apríl en í austur-
sal fram í maí. Opið kl. 10-18 alla
daga.
Listasafh ASÍ við Freyjugötu. Ás-
mundarsalur: Sigurður Magnússon
- „Þankastrik" - málverk. Gryfja:
Steingrímur Eyfjörð, teikningar og
ljósmyndir. Arinstofa: Ný aðföng.
Sýningamar standa til 29. mars.
Opiö þrið.-sun. kl. 14-18.
Listasafn Akureyrar. Sýning á
vatnslitamyndum Asgríms Jónsson-
ar til 19. apríl.
Listasafn íslands. Sýningin Erlend
verk í eigu safnsins stendur til 10.
maí; málverk, höggmyndir og grafík
ÍI eftir íjölda listamanna, marga
heimsþekkta. Opið alla daga nema
mán. kl. 11-17. Ókeypis á miðv.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn.
Sýningar Elíasar B. Halldórssonar,
Mattheu Jónsdóttur og Einars Þor-
| lákssonar standa til 29. mars. Opið
I' alla daga nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugamesi. „Svifandi form“, verk
jí eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er
I opið ld. og sud. kl. 14-17, aðra daga
11 eftir samkomulagi. Sýningin stend-
I ur til 5. apríl.
■ Listhús 39, Hafnarfirði. Gunnar í.
:: Guðjónsson sýnir verk sín. Opið virka
;: daga kl. 10-18, ld. 12-18 o_g sd. 14-18.
Listhús Ófeigs Björnssonar,
Skólavörðustíg 5. Jóhann G. Jó-
I hannsson er með sýningu á vatns-
litamyndum til 29. mars. Opið á
::: verslunartíma.
Ijósmyndakompan, Kaupvangs-
Í stræti 24, Akureyri. Sýning á
É:; verkum Þorvaldar Þorsteinssonar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur,
i Borgartúni 1. Sýning á svarthvit-
;< um ljósmyndum af látnum íslensk-
p um listamönnum eftir Vladimir
I' Sichov. Opið virka daga kl. 12-15.30
til 30. maí.
Menningarmiðstöðin Gerðu-
bergi. Sýning á verkum Guðfmnu
K. Guðmundsdóttur til 10. maí.
Mokka, Skólavörðustig. Nína
. Magnúsdóttir sýnir íkonur til 2.
april. Kaffihúsið er opið alla virka
daga og ld. frá 10-23.30, sun. frá kl.
■ 14-23.30.
; Nýlistasafhið, Vatnsstíg 3b. Eftir-
I farandi listamenn sýna til 29. mars:
| Marlene Dumas, Þór Vigfússon, Gary
Hume, Georgie Hopton, Ráðhildur
Ingadóttir og Tumi Magnússon. Opið
alla daga nema mán. kl. 14-18.
Ráðhús Reykjavikur. Anna Þóra
Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir
f sýna handgerðar mottur í Tjamarsal.
Gallerí Ramma og mynda,
í Kirkjubraut 17, Akranesi. Guðjón
I Ólafsson sýnir teikningar af húsum
á Akranesi
i Kaffi Krókur, Aðalgötu 16, Sauö-
: árkróki. Helga Sigurðardóttir sýn-
; h- verk sin á Kaffi Krók og í Lista-
smiðju Apple-umboðsins.
Café Menning, Dalvík. Sýning á
§ verkum Þorfinns Sigurgeirssonar.
: Lónið á Þórshöfn. Freyja Önund-
s ardóttir sýnir verk sín í anddyri.
• Kaffi Lefolii. Eggert Kristinsson
! sýnir málverk á Kaffi Lefoiii á Eyr-
arbakka.
i Eden Hveragerði. Sýning Lóu Guð-
! jónsdóttur í Eden til 6. apríl.
■BjBBWWMiliiSWMIllMllllllllflillBlKI
Aldrei í betra formi
Á morgun munu um 25 tO 30 manns
hlaupa maraþonhlaup í Reykjavík en
.hlaupaleiðina má sjá á meðfylgjandi
korti. Það er Félag maraþonhlaupara
sem stendur fyrir hlaupinu með
dyggri aðstoð Reykjavíkurmaraþons.
Pétur Ingi Frantzson, skokkari og
einn af skipuleggjendum hlaupsins,
segir maraþonhlaup einungis vera fyr-
ir snarrugiaða. „En þótt við lang-
hlauparar séum nettbilaðir komum
við vel undan vetri. Við höfum aldrei
áður verið í jafngóðu formi á þessum
tíma árs og nú. Þvi má þakka annars
vegar mildum vetri og hins vegar mik-
illi uppbyggingu göngustíga sem átt
hefur sér stað á undanfömum árum.“
Hlaupið hefst við Sörlaskjól kl. 11 en
vert er að benda áhugasömum á að
hægt er að fylgjast með hlaupurunum
er þeir þeysa um Elliðaárdalinn um
það bil hálftíma síðar. Einnig verða
drykkjarslöðvar við Gullinbrú þar
sem búast má við keppendum á milli.
klukkan 13 og 14. Endastöð er siðan
við Ægisíðu en þangað er líklegt að
hinir fyrstu mæti skömmu eftir kl.
14.30.
Hafnarborg:
Þjóðleikhúsið:
Oskastiaman
Síðasta frumsýning leikársins á stóra sviði Þjóðleik-
hússins verður í kvöld á leikritinu Óskastjörnunni eft-
ir Birgi Sigurðsson. Þetta er merk frumsýning því
þarna er á ferðinni fyrsta leikrit Birgis i rúman ára-
tug. Síðasta verk hans, Dagur vonar, var sýnt hjá Leik-
félagi Reykjavíkur 1987 við gífurlegar vinsældir auk
þess sem það hefur síðan verið sýnt víða um lönd.
Hér er á ferðinni efnismikið átakaverk. Sögusvið
leikritsins er íslensk sveit um miðjan síðasta áratug.
Ung myndlistarkona snýr aftur á æskuslóðir þar sem
eldri systirin tekst á viö íslenskan raunveruleika í
sveitinni. Móðir stúlknanna hafði verið listræn og
báðar systumar þóttu efnilegir listamenn í æsku. En
líf þeirra tóku ólíkar stefnur.
Það eru leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir og Hall-
dóra Björnsdóttir sem bera hitann og þungann af sýn-
ingunni. Með önnur hlutverk fara Valdimar Örn
Flygenring, Þór Tulinius, Gunnar Eyjólfsson, Þóra
Friðriksdóttir og Aníta Briem.
Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson.
í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, ætl-
ar Trió Reykjavíkur að halda
tónleika á sunnudaginn kl. 20.
Tríóið er tíu ára um þessar
mundir og titlar tónleikana á
sunnudaginn afmælistónleika.
Jafnframt verða tónleikamir
þeir síðustu í tónleikaröð Triós-
ins og Hafnarborgar í vetur.
Meðlimir Tríósins eru þau
Peter Máté píanóleikari, Guðný
Guðmundsdóttir fiðluleikari og
Gunnar Kvaran sellóleikari. Pet-
er Máté er sá eini sem hefur
ekki starfað með Tríóinu allan
starfstímann.
Þegar Gunnar Kvaran var
spurður að því hvort meðlimir
væru orðnir þreyttir eftir allan
þennan tíma kvað hann svo ekki
vera. „Þvert á móti, þetta er
einmitt mjög skemmtilegt um
þessar mundir. Að vinna lengi
með sama fólkinu er gott fyrir
mann því þetta er mjög krefj-
andi en afskaplega gaman, sér-
staklega þegar hópurinn er orð-
inn reyndur og samstilltur."
Á efnisskrá tónleikanna verða
flutt fjölbreytt og skemmtileg
verk að mati Gunnars. Hið
fyrsta er tríó op.l nr. 1 eftir
Beethoven, en þar er um að
ræða fyrsta verk höfundarins
sem gefið var út. Einnig verður
leikið trió eftir Pál Pálsson sem
kallast Sommermusik og var
samið 1990 fyrir Tríó Reykjavík-
ur. Páll verður sjötugur á árinu
og er flutningur verksins nú til
heiðurs tónskáldinu. Að lokum
verður flutt tríó eftir Ravel sem
telst vera eitt af merkustu verk-
um sem samin hafa verið fyrir
pianótríó.
Tríó Reykjavíkur á merkisafmæli um þessar mundir og heldur tón-
leika í Hafnarborg á sunnudaginn f tilefni þess. DV-mynd Hilmar
Undirgöng
Göngubrýr
Drykkjarstöö
DV