Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 30. MARS 1998 MÁNUDAGUR 30. MARS 1998 25 íþróttir Iþróttir A. Mikil kaflaskipti í Eyjum: Odda- leikur - ÍBV sigraði Fram, 28-26 DV, Eyjum: „Það gekk allt upp í seinni hálf- leik hjá okkur. Simmi fór loks að verja í markinu og vörnin small saman. Leikmenn fóru að vinna eft- ir þeim linum sem búið var setja upp fyrir leikinn, bæði í vörn og sókn. Ég sagði við strákana í hálf- leik, þegar við vorum fimm mörk- um undir, að þetta væri ekki mikið forskot í handbolta. Við gætum auð- veldlega snúið leiknum okkur í vil. Strákarnir sýndu hinn eina og sanna Eyjakarakter og voru vel að sigrinum komnir," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, eftir góðan sigur Eyjamanna á Fram í Eyjum, 28-26, í átta liöa úrslitum Nissandeildarinnar. Þar með jöfnuðu Eyjamenn met- in og liðin mætast i oddaleik í kvöld í Safa- mýrinni. Sagan endur- tekur sig frá því í fyrra þegar liðin mætt- ust einnig í oddaleik í átta liða úrslitum. Framarar unnu i fyrra í oddaleiknum í Eyjum og nú er spurningin hvort Eyjamenn ná að hefna fyrir það. Fæstir ef nokkur á reyndar von á því enda Fram- arar nánast ósigrandi á heimavelli. En leikur liðanna á laugardaginn var frá- bært skemmtun frá upphafi til enda. Framarar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og skoruðu fimm mörk í röð og fóru með fimm marka forystu í hálfleiksteið. En Þorbergur messaði heldur betur yfir sínum mönnum svo það heyrðist um alla höll. Eyjamenn klipptu Daða Haf- þórsson út og stöðvuðu Titov á lín- unni og það virkaði vel. En umfram allt hrökk Sigmar Þröstur í gang í markinu og hann er ótrúlegt fyrir- bæri. Maðurinn er að verða 38 ára og engan bilbug á honum að finna. Þrisvar sinnum varði hann tvö skot af línu í röð frá Frömurum eftir að þeir höfðu hirt fyrra frákastið. Lið með markmann í svona ham tapar ekki leik. Þá var Litháinn Robert í miklu stuði og Davíð Hallgrímsson átti mjög góða innkomu. Svo virtist sem Framarar væru hálfværukærir í seinni hálfleik enda með góða for- ystu. Þeir reyndu að klippa Robert út en Eyjamenn voru greinilega búnir að gera ráðstafanir því hvað eftir annað losnaði um hann. Og þegar Robert er kominn á loft þarf heila þjóðhátíð í markið til að koma í veg fyrir að hann skori. Undir lok- in var töluverð spenna. En þrátt fyr- ir að Eyjamenn væru manni færri gulltryggði Hjörtur Hinriksson sig- ur ÍBV með glæsilegu snúnings- marki úr hominu. Sveiflumar í leiknum voru ótrú- legar. Framarar em með frábært lið en þetta er ekki í fyrsta skipti í vet- ur sem það dettur niður á ótrúlega lágt plan þegar líða fer á leikinn. Ef andstæð- ingunum tekst að stöðva Titov, eins og gerðist í þessum leik, er greinilega mesti broddurinn horfinn úr sókninni. Auk þess náði Reynir sér aldrei á strik í markinu og ef til vill skipti það sköpum. All- ir búast við Fram í úr- slitaleikjum íslands- mótsins og það má eitt- hvað mikið ganga á ef þeir ná ekki þangað. Þeir eru með miklu meiri breidd en ÍBV og flest önnur lið. Hins vegar má ekkert út af bregða hjá lykilmönnum ÍBV. Eyja- menn eru hins vegar komnir mun lengra en nokkur þorði að vona í haust enda var liðinu spáð falli. Enn halda Eyjamenn áfram að koma á óvart og þeir hafa verið spútniklið vetrarins. „Við byrjuðum seinni hálfleik alveg hörmulega og náðum aldrei að fylgja eftir góðum fyrri háifleik. En að tapa hér er enginn heimsendir fyrir okkur. Við vissum að Eyjamenn væru erfiðir heima að sækja. Viö skulum bara segja að við höfum gert þetta fyrir gjaldkera beggja félaga," sagði Njörður Árna- son, besti maður Fram í leiknum. -ÞoGu Sigmar Þröstur var í mikl- um ham gegn Fram i Eyj- um. 2. leikur ÍBV (12) 28 Fram (17) 26 0-2, 3-3, 64, 6-6, 8-8, 10-10, 11-12, (12-17), 14-18, 16-18, 19-20, 21-21, 24-21, 25-24, 27-25, 28-26. Mörk ÍBV: Robert Pauzolis 9, Hjörtur Hinriksson 5, Zoltan Belanýi 4/2, Erlingur Richardsson 2, Guðfinn- ur Kristmannsson 2, Svavar Vignis- son 2, Haraldur Hannesson 2, Davið Haligrimsson 2. Varin skot: Sigmar Þröstur Ósk- arsson, 18/1. Mörk Fram: Oleg Titov 8/4, Daði Hafþórsson 6/1, Gunnar Berg Vikt- orsson 5, Njörður Árnason 5, Sigur- páll Árni Aöalsteinsson 1, Magnús Amgrímsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 8. Þór Bjömsson 2. Brottvísanir: ÍBV 12 min„ Fram 8 min. Áhorfendur: 315. Dömarar: Guðjón Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Loksins al- vömdómarapar í Eyjrun. Maður leiksins: Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV. Bland í poka Nœsíi leikur í úrslitakeppninni fer fram í kvöld er Fram tekur á móti ÍBV í Framhúsinu. Liðið sem sigrar verður síðasta lið í undanúrslit Nissandeildarinnar. Vitaköstin reyndust Haukunum dýrmæt gegn FH. Tvö fóru forgörðum og Lee markvörður FH varði annað þeirra. Dómararnir Anton Pálsson og Hlynur Leifsson voru að dæma sinn stærsta leik til þessa og stóðu sig framar vonum. Um helgina lauk siðasta stiga- móti vetrarins hjá snókermönn- um. Stigahæstur í meistara- flokki eftir bæði tímabilin varð Jóhannes B. Jóhannesson með 329,5 stig. Kristján Helgason varð annar með 312 stig. 2. leikur - mögnuð spenna þegar FH-ingar skildu Haukana eftir og unnu eftir framlengingu, 26-24 2-0, 4-1, 6-3, 8-5, 10-7, (11-8), 12-8, 14-10, 17-12, 20-14, 23-16, 24-18. Mörk Hauka: Daði Pálsson 5, Rúnar Sigtryggsson 4, Sigurður Þórð- arson 4, Gústaf Bjarnason 3, Halldór Ingólfsson 3, Einar Gunnarsson 2, Þorkell Magnússon 1, Petr Baumruk 1, Aron Kristjánsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 18/1, Magnús Sigmundsson 1. Mörk FH: Valur Amarson 3, Hálf- dán Þórðarson 3, Gunnar Beinteins- son 3, Knútur Sigurðsson 2, Sigurgeir Ægisson 2, Guðmundur Pedersen 2/1, Kristján Arason 1, Lárus Long 1, Sig- urjón Sigurðsson 1/1. Varin skot: Suk-Hyung Lee 9/1. Brottvísanir: Haukar 12 mín. (Aron Kristjánsson rautt spjald á 19. mínútu), FH 6 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Skiluðu erfiðu verkefni í heild vel. Áhorfendur: Troðfuilt hús, um 900 manns. Maður leiksins: Bjami Frosta- son, Haukum. Bjarni lokaði Haukarnir náðu að knýja fram oddaleik með öruggum sigri á heimavelli sinum i Strandgötunni á fostudagskvöldið. Haukarnir mættu gíðarlega vel stemmdir til leiks, léku frábæran varnarleik með Bjama Frostason öflugan á miili stanganna. Öflug mótspyrna þeirra rauðklæddu virtist koma FH-ingum gjörsamlega í opna skjöldu. Leikmenn FH voru ekki undir þessi átök búnir og engu líkara en þeir tryðu því ekki að Haukamir gætu rifið sig upp eftir tapið í fyrsta leiknum. Bjarni Frostason var bestur í sterkri liðsheild Hauka. Daði Pálsson átti mjög góða innkomu og þeir Rúnar Sigtryggsson og Sigurður Þórðarson léku vel í sókn og vöm. Haukar urðu fyrir áfaRi þegar Aron Kristjánsson fékk að líta rauða spjaldiö á 19. mínútu leiksins en leikmenn Hauka stöppuðu í sig stálinu og efldust við þetta mótlæti. FH-Iiðið náði sér engan veginn á strik og sóknarleikur liðsins var mjög slakur. Hálfdán Þórðarson lék best FH-inga en þeir Gunnar Beinteinsson, Lee markvörður og Guðjón Árnason, sem fóru á kostum í fyrsta leíknum, voru langt frá sínu besta. -GH FH-ingar eru komnir í und- anúrslit um íslandsmeistara- titilinn í handknattleik eftir glæstan sigur á Haukum, 26-24, í Kaplakrika í gær- kvöld. Leikurinn var hreint út sagt magnaður í meira lagi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að hafa forystu og mátti vart á milli sjá hvort hefði betur. Enda fór svo að aðilar stóðu jafnir eftir venju- legan leiktíma, 20-20. FH-ingar náðu í framleng- ingunni þriggja marka for- ystu og það bil náðu Haukam- ir ekki að brúa þrátt fyrir góða tilburði. Gústaf Bjamason minnkaði muninn úr vítakasti í eitt mark og Haukarnir reyndu allt, tóku maður á mann en leiktíminn fjaraði út og FH-ingar fognuðu lengi og innilega. Klassagóð liðsheild sem skóp sigurinn „Það var fyrst og fremst klassagóð liðsheild sem skil- aði okkur þessum sigri. Við vorum þolinmóðir í sókninni og stóðum vaktina í vöminni. Þetta var stórkostlegur leikur og frábær sigur,“ sagði Guð- jón Ámason, fyrirliði FH. Páli Ólafssyni, aðstoðar- þjálfara Hauka, var vikið af varamannabekknum undir lok venjulegs leiktíma og léku Haukarnir tveimur færri á dramatísku augnabliki leiks- ins. Þeim tókst samt af harð- fylgi að jafna metin. Leikurinn einkenndist af taugaveiklun beggja liða en varnarleikurin stóð upp úr hjá báðum. Suk Hyung Lee, markvörður FH, var besti maður vallarins og varði oft frábærlega. Valur Amarson var einnig góður og Gunnar Beinteins- son. Liðsheildin var annars geysisterk hjá FH. Heimavöllurinn gerði útslagið „Það var fyrst og fremst sterkur heimavöllur sem gerði útslagið að þessu sinni. Þetta var frábær leikur og húsið skiptist í tvennt. Stemn- ingin var frábær og sigurinn ljúfur,“ sagði Valur Amarson sem lék mjög vel fyrir FH. Sárt að enda þetta svona hérna i Hafnar- firði Haukarnir vom fámæltir eftir leikinn enda vonbrigðin mikil. „Það var virkilega sárt að enda þetta svona hér í Hafn- arfirði. Þetta var virkilega sárt tap,“ sagði Gústaf Bjarna- son, Haukum, eftir framleng- inguna gegn FH. Hjá Haukum var Halldór Ingólfsson bestur og Bjami Frostason góður í markinu. Þeir Daði Pálsson og Einar Gunnarsson gerðu góða hluti. Það afskrifuðu margir Hauka eftir fyrstu viðureign liðanna en þeir komu geysilega sterk- ir til baka og með smáheppni hefðu þeir getað staðið í spor- um FH-inga. Bæði lið eiga hrós skil- ið Bæði lið eiga hrós skilið fyrir framlag sitt í gærkvöld. Leikurinn var hreint frábær skemmtun og taugaspennan gífurleg. Það var í raun sárt að ann- að liðið skildi þurfa að detta úr keppninni um titilinn. Ekki verður ljóst fyrr en eftir leik Fram og ÍBV i kvöld hverjir verða mótherjar liðs- ins i undanúrslitum. -GH/ÓÓJ/-JKS/-SK Guðjón Árnason skorar gegn Haukum, hann gerði þrjú mörk í gærkvöld. » &. t VCI 'wmP l>s DV-mynd Brynjar Gauti Stuöningsmenn Hafnarfjaröarliöanna FH og Hauka troöfylltu íþróttahúsiö í Kaplakrika í gærkvöld og stemningin var hreint ótrúleg. Á myndinni til vinstri eru stuöningsmenn Hauka en FH-ingar á þeirri til hægri. Þýsku félögin sýna styrk sinn Það verða Barcelona og Badel Zagreb sem leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða í liandbolta. Lemgo vann Barcelona, 34-32, en Barcelona vann samanlagt, 56-63. Lasko sigraði Badel, 25-24, en Badsel vann samanlagt, 45-51. í keppni bikarhafa leika Dutenhofen og Santander til úrslita. í borgarkeppninni leika Skövde og Nettelstedt til úrslita og i EHF-bikarnum leika Kiel og Flensburg til úrslita. Skövde vann Vigo, 25-21, í síðari leiknum og Nettelstedt sigraði Massenheim, 24-22, í seinni leiknum. Hameln og Dormagen sigruðu Dormagen sigraði Minden, 24-22, í þýska handboltanum um helgina. Héðinn Gilsson skoraði 7 mörk fyrir Donnagen og Róbert Sighvatsson 1. Hameln sigraði Essen á útivelli, 21-24, og skoraði Patrekur Jóhannesson '1 mark fyrir Essen. Konráð Olavsson skoraði 3 mörk fyrir Niederwúrsbach sem sigraði Grosswaldstadt, 23-25. Róbert Duranona skoraði 8 mörk fyrfr Eisenach sem tapaði heima fyrir Gummersbach, 27-28. í fallslagnum hefur Dormagen 13 stig, Hameln 14, Gummersbach 16 og Essen 18 stig. _TKS Haukar (11) 24 FH(8)18 FH (9) 20 26 Hauka (9)20 24 0-1, 2-2, 5-2, 6-3, 6-6, 7-7, (9-9). 10-9, 11-11, 11-13, 13-13, 14-13, 16-15, 17-16, 18-17, 19-18, 19-19, 20-20, (22-21), 23-21, 24-21, 24-22, 25-22, 25-23, 25-24, 26-24. Mörk FH: Valur Amarson 5, Guðmundur Pedersen 4/3, Gunn- ar Beinteinsson 4 , Siguijón Sig- urðsson 3/3, Knútur Sigurðsson 4, Guðjón Ámason 3, Sigurgeir Ægisson 1, Hál fdán Þórðarson 2. Varin skot: Suk-Hyung Lee 21/1 Mörk Hauka: Halldór Ingólfs- son 6, Einar Gunnarson 3, Daði Pálsson 3, Gústaf Bjarnason 5/3, Rúnar Sigtryggsson 2, Aron Kristjánsson 3, Jón Freyr Egils- son 1. Varin skot: Bjami Frostason 14/1. Brottvísanir: FH mín., Hauk- ar mín. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson. Ungir dómarar sem komust ágætlega frá sínu Áhorfendur: 2500. Maður leiksins: Suk Hyimg Lee, markvörðin- FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.