Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Blaðsíða 2
24 kvikmyndir Godzilla Nokkrara risa- myndir verða frumsýndar í ríkjunum í sumar og ein af þeim fyrstu er God- zilla sem frum- sýnd veröur 20. maí. Hún er byggð á nokkrum Godziila- myndum sem uprruna sinn áttu í Japan i byijun sjötta áratugarins. Þeir félagar Roland Emmerich og Dean Devlin fram- leiða, leikstýra og skrifa handrit- iö. Hafa þeir unnið að þessu verki allt frá þvi þeir luku við að gera Independence Day. Sony Pictures hefur gert áætlanir um að myndin taki minnst 250 milljónir dollara inn í aðgangseyri sem mörgum þykir mikil bjartsýni. Keitel vinsæll á Ítalíu Harvey Keitel er farinn að fá fleiri tilboð frá ítölskum kvik- myndaleikstjórum heldur en vin- sælustu itölsku leikararnir. Það sem eftir er af þessu ári mun hann leika í þremur ítölskum kvikmyndum, fyrst ber að telja Shylock í Merchant of Venice, sem verður fyrsta enskumælandi kvikmyndin sem Marco Bell- occhio leikstýrir, þá mun hann leika í itölskum gamanvestra I sumar sem Giovanni Veronesi leikstýrir og að síðustu mun hann leika ítalsk/amerískan prest í nýj- ustu kvikmynd Linu Wertmuller, An Interesting State. Affleck og Damon Leikaramir, handritshöfundamir og vinimir Ben AfQeck og Matt Damon vom hressir þegar þeir tóku á móti ósk- arsverðlaun- unum fyrir handritið aö Good Will Hunting. í þeirri mynd lék Damon aðalhlutverk og Afíleck aukahlutverk. I næsta handriti sem þeir skrifa ætla þeir að snúa hlut- unum við, AfQeck verður í aöalhlut- verki en Damon í aukahlutverki. Áður en að þvi kemur munu þeir leika í Dogma, sem Kevin Smith (Clerks, Chasmg Amy) leikstýrir, en það var einmitt hann sem kom handriti þeirra að Good Will Hunt- ing á framfæri við Miramax, sem siðar geröi myndina. Morgunverður með meisturum Alan Rudolph hefur eins og Ro- bert Altman og nokkrir einfarar í leikstjórastéttinni í Bandaríkjunum staðið fyrir utan risafyrirtækin í Hollywood og því ráðið öll um end- anlega útkomu án afskipta. Þetta frelsi hefur þó Rudolph ekki í nýj- ustu kvikmynd sinni, Breakfast of Champions. Aðalstjama myndar- innar, Bruce Willls, hefur eirrnig eitthvað með það að gera enda er hann einnig framleiðandi. Þetta er í fyrsta sirrn sem Alan Rudolph gerir kvikmynd sem telst til dýrari kvik- mynda í Hollywood. Er myndin gerð efrir skáldsögu Kurt Vonneguts sem fiaUar um bilasala sem breytir um lifsstU eRir að hafa lesið bók. Saga Tobys Gabriel Byme sem leikur í The Man in Iron Mask skyttu númer eitt, D’Artagnan, hefur fengið aðalhlut- verkið 1 dulúðugri sakamálamynd, Toby’s Story. Mótleikkona hans verður Patricia Arquette. Byrne leikur prest sem Vatíkanið sendir tU Boston tU að kanna hvað hæft sé i þvi að kona ein fái heim- sókn frá himneskum verum. Leikstjóri er Rupert Wein- wright og hefst kvikmynda- taka nú í byrjun aprU. \ ' s.r) -li . ■ . \ • V ;/ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 Dustin Hoffman, Samuel L. Jackson og Liev Schreiber í bækistöö sinni neðansjávar. sinna verkefninu og bækistöðvar eru settar á laggirnar neðansjávar. Fljótt eftir að rannsókn hefst finna þau kúlu sem vekur áhuga þeirra, eink- anlega vegna þess að það virðist ein- hver lífskraftur inni í henni. Þegar líður á rannsóknina fara ýmnsir hroða- legir atburðir að gerast sem engin önnur skýring er á en að eitthvert lífs- form sé um borð í geimskipinu. Auk Dustins Hoffmans leika í Sphere, Sharon Stone, Samuel L. Jackson og Peter Coyote. Leik- stjóri er Barry Levinson og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann leikstýrir eftir skáldsögu Crichtons. Það var þegar þeir voru að vinna að Disclosure að upp kom sú hugmynd að gera kvikmynd eftir Sphere, sem þá var orðin tíu ára. Gerir myndir í Baltimore Barry Levinson er fæddur í Baltimore og þar ólst hann upp og kann enn best við sig þar. Hafa sumar kvikmynda hans verið gerðar þar, meðal annars sú fyrsta, Diner, sem hann byggði að hluta til á aevi sinni og Tin Men og Avalon. Áður en Barry Levin- son hóf leikstjórn vann hann sem handritshöfundur við gerð ým- isssa gamanþátta í sjónvarpi. Meðal annars vann hann með Mel Brooks sem fékk hann með sér til að aðstoða sig við að gera tvær myndir, Silent Movie og High Anxiety. Barry Levinson á sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Baltimore Films, og meðal kvik- mynda sem fyrirtæki hans hefur framleitt án þess að hann sé leik- stjóri má nefna Quiz Show og Donnie Brasco auk sjónvarpsser- íunnar Homicide: Life on the Street. -HK Sam-bíóin frumsýna í dag spennumyndina Sphere, sem gerð er eftir skáldsögu Michaels Crichtons, en sögur hans hafa reynst kvikmyndageröarmönnum gjöfular á undanförnum árum. Má þar nefna Jurrasic Park- myndirnar tvær, Rising Sun, Congo og Disclosure svo nokkrar séu nefndar. Sphere er ein af hans fyrstu sögum og gerist hún að miklum hluta neðansjávar. Dustin Hoffman leikur Dr. Norman Goodman, sem ríkis- stjórn Bandaríkjanna fær óvænt til að sinna verkefni úti á miðju hafi. Með honum fara fleiri vís- indamenn og er þeim jafnhulið verkefnið og Goodman. Þegar komið er á ákvörðunarstað er hópnum sagt að verkefnið sé að kanna ókunnugt geimskip sem liggi á hafsbotni. Hefur það legið á hafsbotni að talið er í ein þrjú hundruð ár. Hópurinn hefur alla þá tækni sem vísindin ráða yfir til að Sharon Stone, sem á myndinni er í kafarabúningi, leikur vísindamanninn Beth Halphrin. SPHEHF K V I K IVI Y N D A T Ó N L I S T Fingrafimi og diskósmellir Þær tvær hljómplötur sem fjall- að er um og innihalda tónlist úr kvikmyndunum Wag the Dog og Boogie Nights eru sýnishorn af tvennu sem einkennir útgáfu á tón- list fyrir kvikmyndir í dag, frum- saminni kvikmyndatónlist og sam- ansafni þekktra laga. Yfirleitt er þetta sameinað á eina plötu en á þessum tveimur plötum er þetta aðgreint. Báðar þessar kvikmyndir hafa vakið mikla athygli og eru sýndar i kvikmyndahúsum Reykja- víkur um þessar mundir. Á Wag the Dog er eingöngu frumsamin tónlist eftir Mark Knopfler, einn besta gítarleikara rokksins. Með fram gitarleik i Dire Straits og sólóferli hefur Knopfler verið að fikta við kvikmyndatón- list og er Wag the Dog fimmta kvikmyndin sem hann semur tón- list við. Eins og við er að búast er gítarinn í framlínunni og Knopfler sýnir og sannar að hann er snill- ingur á hljóðfæri sitt. Lögin átta á plötunni, sem er aðeins um hálf- tíma löng, eru einföld, meðtækileg WAG THE DOG Mark Knopfler og bera þess greinilega merki að Knopfler hefur meira og minna starfað í Nashville undanfarin ár. Titillag myndarinnar, er góður kántrí/blús og eina lagið sem Knopfler syngur. í heildina er tón- list Knopflers þægileg og heillandi hlustun á gítarsnilling sem þarf ekki að vera með neina sýndartil- burði á hljóðfseri sitt til að sýna hvers hann er megnugur. Það hefði verið 'hægt að bæta við lögum á plötuna til að fá hana í fulla lengd og má kannski segja að skemmti- legt hefði verið að heyra tilraunir Willie Nelsons í myndinni til að semja lag og texta sem höfðar til þjóðemiskenndar Bandaríkja- manna. V Ólíkt Wag the Dog, sem getur al- veg staðið sem sjálfstætt verk, em lögin sem notuð em í Boogie Night svo samtvinnuð efni myndarinnar að þegar hlustað er á plötuna eina sér verður hún sundurlaus. Boogie Nights gerist snemma á áttunda áratugnum og fjaOar um dekkri hlutann i skemmtanabransanum í Hollywood. Á plötúnni eru ein- göngu lög frá þeim tíma og þar sem diskóið var I algleymingi þá em margir diskósmellir á plötunni sem lítill fengur er að í dag, lög sem falla vel að efni myndarinnar en era mörg hver lúnar lummur þegar hlustað er á þau utan við myndina. Það eina sem í raun til- heyrir beint myndinni fyrir utan slakt lokalag er raul John C. Reilly og Mark Whalberg í byrjun plöt- unnar. Allt annað efni er gamlir smellir. Boogie Night er sem sagt ekki mjög spennandi hlustun ein og sér, vert er þó að geta þess að einstaka lög eiga alveg erindi á plötuspilarann til hlustunar, en þegar á heildina er litið nýtur tón- listin úr Boogie Nights sín best í góðu danspartíi. Wag the Dog ★★★ Tónlist: IVIark Knopfler. Boogie Nights ★★ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.