Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Blaðsíða 4
26 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 T>V #n helgina Ásmundarsalur: Uppstillingar ogeitthús í Ásmundarsal Listasafns ASÍ við Freyjugötu opnar Þorbjörg Þorvaldsdóttir sýningu á morgun kl. 15. Á sýningu hennar, sem er ljósmyndasýning, verður að finna þrettán upp- stillingar og eitt hús. Þetta er fyrsta stóra einkasýning Þorbjargar en hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1993. Að auki hefur hún stundað framhaldsnám í hin- um franska Ecole Nationale d’Arts de Cergy-Pontoise. Ein hinna þrettán uppstillinga Þor- bjargar sýnir barnaafmæli. Söng- bræður Karlakórinn Söng- bræður úr Borgarflrði leggur land undir fót á laugardaginn og held- ur tvenna tónleika. Þeir fyrri verða i Lista- skálanum í Hveragerði kl. 15 og þeir seinni í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna að Rauðagerði 27 í Reykjavík kl. 20.30. Kórinn mun flytja fjölbreytta og skemmti- lega dagskrá þar sem fleira verður á ferðinni en kórsöngur. Meðal þess sem mun heyrast er tvöfaldur kvartett, tríó, dúett og einsöng- ur. Stjórnandi kórsins er Jerzy Tosik- War- szawiak og undirleik- ari er Zsuzsanna Bu- dai. Leikfálag Kópavogs: Ur uppfærslu Leikfélags Kópa- vogs á verkinu Umhverfis jörðina á 80 dögum sem frumsýnt verður á morgun. DV-mynd Pjetur iH a Umhverfis jörðina 80 dögum Á morgun kl. 14 ætlar Leikfélag Kópavogs að frumsýna leikritið Umhverfis jörðina á 80 dögum. Leikgerð er eftir Bengt Ahlfors en Stefán Baldursson þýddi leikritið. Flestir kannast við sjáifa söguna eftir Jules Veme, því hún hefur verið endursögð í ýmsum myndum; á prenti, i kvikmynd- um og teiknimyndum. Þar segir frá breska heiðursmanninum Fíleasi Fogg og veðmáli hans um hvort mögulegt sé að ferðast í kringum heiminn á innan við 80 dögum. Á ferðalaginu lend- ir hann í ýmsum hrakningum ásamt fóruneyti sínu og ekki dregur hið sífellda kapphlaup við tímann úr spennunni. Leikritið er stórskemmtflegt því á vegi aðalpersónanna verða ýmsir skrautlegir karakterar og greiða þaif úr margs konar flækjum. Vegna þess hver mannmörg sýningin er ákvað Leikfélagið að auglýsa eftir fólki sem hefði áhuga á að starfa með félaginu. Viðtökurnar voru afar góðar að sögn forráða- manna leikfélagsins og því taka fjölmargir nýir leikarar þátt í sýningunni. Leikstjóri verksins er Frosti Friðriksson, um lýsingu sér Skúli Rúnar Hilmarsson og Þorleifur Eggertsson sér um leik- mynd. Hallgrímskirkja: Atburðir dymbilviku Sýning á teikningum eftir Val- gerði Bergsdóttur myndlistarmann verður opnuð í anddyri Hallgríms- kirkju eftir messu á pálmasunnu- dag, 5. apríl. Valgerður sýnir þar í boði Listasafns Haflgrímskirkju og Listvinafélags Hallgrímskirkju. Á sýningunni verða sjö stórar blýantsteikningar á pappír er lýsa atburðum dymbilviku, eins og þeim er lýst í Biblíunni. Stærsta myndin ber nafnið í loftsal, Kvöld- máltíð. Hún sýnir Jesús frá Nasar- et með lærisveinunum ásamt Mar- íu Magdalenu við máltíðina að kvöldi skírdags. Hinar myndimar nefnast Bænin, Miskunnin, Dimm- an, Fórnin, Fullkomnunin og loks Birtan. Myndimar era unnar sérstak- lega fyrir Hallgrímskirkju til að vera í kirkjunni nú um páskana. Fmmdrög þeirra flestra voru þó gerð fyrir nokkram árum og tengd- ust vinnu Valgerðar við lýsingu Sólarljóða með glugga Reykhoits- kirkju í huga. Síðan hefur Valgerð- ur verið skólastjóri Myndlistar- skólans í Reykjavík og ekki sýnt verk sín opinberlega. Valgerður Bergsdóttir sýnir sjö stór- ar blýantsteikningar í anddyri Hall- grímskirkju um páskana. Eitt verka Egils Sæbjörnssonar sem sýnir okkur möguleika sýndarveru- leikans. í tölvunni er ekki þyngdarafl í dag verður opnuð sýning á verkum Egils Sæbjörnssonar á Mokka við Skólavörðustíg. Egill útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands síðastliðið vor og hefur einkmn fengist við tölvutengda listsköpun. Á sýningunni veltir Egill m.a. fyrir sér sýndarveruleika og veruleika. „I sýndarveruleika tölvunnar er ekkert þyngdarafl. Þar getum við flogið og gengið í gegnum veggi, verið risastór eða á stærð við sandkorn og háhýsi geta litið út eins og rykhnoðri á gólfinu. Allt sem við getum ímyndað okkur er mögulegt og það sem áöur var óhagganlegt tekst nú allt í einu á flug,“ segir Egill. Dansað til Blackpool Á morgun fer fram árleg danshátíð Kringlunnar og Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þar mun fjöldi glæsilegra keppnispara frá skólanum dansa fyrir verslanir Kringlunnar milli kl. 10 og 16. Danshátíðin er hluti af fjáröfiun keppnisparanna sem halda utan til danskeppni í samkvæmisdönsum í Blackpool í Englandi í apríl og maí næstkomandi. Keppni þar er sú stærsta sem haldin er í heiminum og hafa sum paranna sem dansa í Kringlunni náð frábærum árangri í Blackpool. Danspör skólans sem fóru til Blackpool í fyrra. Nú stendur til að fara utan með jafnfríðan hóp í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.