Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Blaðsíða 11
[
Blúskvöld í
Björk
Blúskvöld verður haldið í
Hótel Björk í Hveragerði i
kvöld kl. 21. Þar mun Hljóm-
sveit Guðmundar Pétursson-
ar leika af fingrum fram.
Sóldögg
Hljómsveitin Sóldögg heldur
austur fyrir Qall á laugardag-
inn og spilar á Inghóli á Sel-
fossi.
Svensen og Hallfunkel
skemmta önnur kvöld.
„Boogie'
kvöld
Haldið verður „Boogie"
kvöld á skemmtistaðnum
Broadway i kvöld. Þar verð-
ur Páll Oskar með tónleika
auk þess sem italskir karl-
stripparar troða upp. Á laug-
ardagskvöld mætir Björgvin
Halldórsson svo á staðinn
með sýninguna „í útvarpinu
heyrði ég lag“.
Leynifélagiö Grand ba||
Á skemmtistaðnum Sir Oli-
ver leikur Jasstríóið Leynifé-
lagið bæöi föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Buttercup
Hljómsveitin Buttercup spil-
ar á HB-pöbb í Vestmanna-
eyjum um helgina bæði
föstudags- og laugardags-
kvöld.
Gullöldin
Jasskvartett Þorsteins Ei-
ríkssonar (Steina Krúbu)
leikur á Gullöldinni i Grafar-
vogi á sunnudagskvöldiö.
Á Hótel Barbró á Akranesi
verður haldiö Grand ball í
kvöld. Hljómsveitin Gleði-
gjafar mun leika fyrir dansi
auk þess sem margvísleg
skemmtiatriði verða á
boðstólum.
Naustkjallar-
inn
Á Naustkjallaranum spilar
dúettinn Þotuliöiö í kvöld en
á morgun mun dúettinn
Gammeldansk halda uppi
fjörinu.
FOSTUDAGUR 3. APRIL 1998
ínlist
Hljómsveitin Buttercup:
„Já, við tókum nafnið úr myndinni
Cingpin. Stærsti hesturinn í sveitinni
■ar kallaður Buttercup.“ Þetta fullyrð-
r Heiðar Kristinsson trommari, en
tann og Valur Sævarsson söngvari
:ru mættir í kaííi. Aðrir í Buttercup
iru Davið Þór Hlinason gítarleikari
)g Símon Jakobsson bassaleikari.
?eir eru allir „rúmlega tvítugir“. Mis-
-úmlega þó. Heiðar og Davíð voru
jaman í hljómsveitinni Dos Pilas.
„Við fórum á stúfana eftir að sú sveit
hætti og fundum Val heima hjá hon-
um. Hann tók lagið og við heyrðum að
hann gat sungið.“ Valur hafði verið í
ýmsum böndum í Vestmannaeyjum.
Annar aðkomumaður, Símon Jakobs-
son bassaleikari, var grafinn upp og
bandið small saman.
Símon hafði spilað með ísfírsku
hljómsveitinni Urmull. Þeir byrjuðu
að spila saman lög á ensku með
„Seattle-ívafT', en músíkin gerði sig
ekki alveg fyrr en þeir fóru að syngja
á íslensku. „Við þroskuðumst úr
enskunni og Seattle-rokkinu,“ segir
Heiðar.
- Hver var pælingin þegar þið
byrjuðuð?
„Við rottuðum okkur saman án þess
að pæla mikið í því hvað við ætluð-
um að gera,“ segir Valur. „Við spil-
um allan fjandann, djass og pönk,
yflr í smjörpopp. Við látum hug-
myndaflugið og fiölbreytnina ráða.
„Við tókum nafnið úr myndinni Kingpin.
Það er lýðræði í hljómsveitinni."
Hljómsveitin spilar bæði frumsamið
efni og lög eftir aðra (kóverlög). Strák-
arnir hafa verið að spila á Gauknum
og á böllum úti á landi. Þeir eru bók-
aðir fram í júní en segjast þó ekki lifa
á spiliríinu. Þeir segjast leggja metnað
sinn í spilamennskuna: „Við viljum
ekki falla í froðupoppsdeildina og spil-
um aðeins þyngri tónlist en flestar
ballgrúppur. Við útsetjum og kryddum
kóverlögin svo þau hljómi ekki alveg
eins og upp úr útvarpinu."
I vinnunni með Prodigy
„Takk fyrir“ var það eina sem
ég sá af upphitunarhljómsveitinni
Quarashi. Það var reglulega vel
flutt afkynning. Ég hafði nefnilega
þurft að troðast áfram í iðandi
þvögu framan við Laugardalshöll-
ina í þrjú kortér. Alltaf sama frá-
bæra skipulagningin hér um leið
og fleiri en þrir koma saman. Mér
var sagt að Quarashi hefði verið
frábær, með hoppandi strumpa á
sviðinu, og ég trúi því alveg.
Það var annars hefðbundin stór-
tónleikastemning í Höllinni. Smá-
krakkarnir leiddust hressir í smá-
taumum, einstaka foreldri sást
skjótast smeykt á milli horna og
margir flugu um á fyrsta farrými
hjá einhverju öðru flugfélagi en
ÁTVR- Airlines. Afslöppuð stemn-
ing, en það tók að hitna í kolunum
eftir því sem lengra leið án þess að
Prodigy birtist. Hópurinn smá-
stækkaði framan við sviðið og
gæslumenn þurftu að draga sífellt
fleiri rænulitlar smápíur úr þvög-
unni. Séð úr flarlægð er eins og
þvagan öðlist sjálfstætt líf á svona
stórtónleikum, verði eins konar sí-
breytilegt bakteríuský. Kannski
fannst mér þetta bara af því grasa-
lyktin þar sem ég stóð var svo
stæk.
Hljómsveitin tók öll sín helstu lög og ágætis lyfting var í trommaranum sem
bæst hefur í hópinn síðan Prodigy spilaði hér síðast. Á milli laga tóku þeir
hægari smádjömm sem tengdu prógrammið skemmtilega sarnan.
DV-mynd Hari
Skrímsli Frankensteins
Hvað með það; hrúgan fór nú að
hrópa Prodiggí, Prodiggí og loks-
ins, loksins birtist sköllóttur Breti
og spurði hranalega hvort við vild-
um Prodigy. Jú, jú, jarmaði hrúg-
an og bandiö smátíndist á svið. Að
vanda kom Liam sér fyrir aftan
við tækjahrúguna og ýtti á viðeig-
andi takka. Hann er eins konar
Doktor Frankenstein þessarar
hljómsveitar; geðveikur tilraima-
karl og sviðsmyndin undirstrikaði
þetta; sviðið leit út eins og dular-
fullur draugahellir. Skrímslin
hans smástukku á svið. Maxim
Reality verður að teljast aðal-
skrímslið og var í ágætu stuði.
Hann átti vinalegt spjall við sal-
inn; æpti að viö gætum öll fokkað
okkur, helvítin. Það var eins og
Keith væri kvefaður eða eitthvað,
nennti þessu hálfpartinn ekki, en
lét sig þó hafa það enda' í vinn-
unni. Hann hafði líkt og Maxim
allt á hornum sér enda með klipp-
inguna í það og veltist um sýlspik-
aður og málaður. Dansspíran Lee-
roy var hins vegar skælbrosandi
allan tímann eins og Liam hefði
gleymt að setja í hann heila; lufs-
aðist í spastísku flogi fram og aft-
ur um sviðið eins og grindhoraður
og kryppulaus hringjari frá Notre
Dame. Hann er vonarglæta fyrir
alla lúsera heimsins; þótt þú getir
ekkert er alltaf séns að vinur þinn
fái þig sem dansara í hljómsveit.
Félagarnir þurftu oft að skreppa
frá og fá rafstuð baksviðs. Stund-
um var því enginn uppi á sviði en
ef svo heppilega vildi til að allir
væru á sviðinu í einu dönsuðu
þeir um, hrintu hver öðrum og
ybbuðu sig.
Pallaleikfimi
Hljómsveitin tók öll sín helstu
lög og ágætis lyfting var í
trommaranum sem bæst hefur í
hópinn síðan Prodigy spilaði hér
síðast. Á milli laga tóku þeir hæg-
ari smádjömm sem tengdu
prógrammið skemmtilega saman
og það var flnt flæði á þessum tón-
leikum, en samt eins og Prodigy-
menn væru I vinnunni - sem þeir
voru reyndar - og hefðu ekkert
alltof gaman af þessu sjálfir. Fá
bönd eru þó betur faflin til að hafa
heilalaust gaman að og skaka sér
við. Krakkamir höfðu líka ótrú-
lega gaman af bandinu, kösin
trylltist á hárréttum stöðum og
steytti hnefana og í öllum hornum
mátti sjá krakka í geggjaðri palla-
leikfimi. Sándið á tónleikunum
var ágætt, eins ágætt og það verð-
ur í þessari íþróttahöll sem er
hræðilegur tónleikastaður í alla
staði, en það hefði mín vegna mátt
hækka meira. í lokin var Maxim
voðalega sár að þurfa að yfirgefa
sviðið. Hann fór mörgum orðum
um fegurð lands og þjóðar og
þakkaði öllum kærlega fyrir, sem
var frekar skondið í ljósi þess að
hann hafði eytt kvöldinu í að segja
hópnum að fokka sér. En svona er
bransinn; eintóm látalæti og vit-
leysa.
-glh
Stærsti hesturinn í sveitinni var kallaður Buttercup."
- Hvaða kóverlög takið þið?
„Allan flandann. „My Sherona"
(The Knack), „Blisters In The Sun“
(Violent Femmes), lög úr Grease ...
Við reynum að finna sjaldgæfari ball-
lög en það er erfltt. Þú finnur eitthvað
í plötusafninu hjá pabba þínum, æfir
það upp og spilar á Gauknum, og ef
það virkar eru öll hin böndin komin
með það á sitt prógramm daginn eftir.
Okkur hefur verið gríðarvel tekið
enda keyrum við fólk áfram og látum
það svitna. En við erum með ballöður
líka - erum með allan regnbogann."
r
I láttrugluðu skapi
Frumsamda deildin hjá Buttercup
er líka fyrirferðarmikil. „Það var á
stefnuskránni að gera sjö laga plötu í
sumar - svona létta sumarplötu til að
hasla okkur völl á sem fljótlegastan
hátt - en útgefendur réðu okkur frá
því. í staðinn gefum við líklega út
stóra plötu í vetur með metnaðarfyllri
lögum og setjum eitt lag á safnplötu í
sumar.“ Buttercup átti lagið „Af
hverju“ á Pottþétt 10. „Ég er ósáttur
við viðtökur útvarpsstöðva á laginu,"
segir Valur, „þar sem fólk á tónleik-
um er vægast sagt ánægt með þetta
lag. Ég er líka ánægður með það. Lag-
ið er mjög heilsteypt, bæði uppbygg-
ingin og textinn."
Lagið „Grænar varir“ er nú farið
að hljóma í útvarpi og er komið á ís-
lenska listann. Valur viðurkennir að
þaö sé dálítið léttvægt: „Við vorum
allir í léttrugluðu skapi þegar við
sömdum það og reyndum að hafa það
eins poppað og við gátum, með dú-
vopp-töktum og fleira."
- Hver semur textana?
„Allt það sem er gott sem ég,“ full-
yrðir Valur sposkur. „Þeir eru um allt
og ekkert. Stundum býður lagið upp á
það að textinn sé ekki um neitt en oft
fer maður í dýpri pælingar. Til dæm-
is er eitt nýjasta lagið okkar - sem ég
vona að fari á safnplötu í sumar -
ádeila á ofbeldi og skeytingaleysi flöl-
miðla. Það gengur undir nafninu
„Sjónvarpslagið", en ég býst við að
það verði látið heita „Doflnn“.“
Buttercup verða í Vestmannaeyjum
um helgina en eiga örugglega eftir að
láta að sér kveða annars staðar á
næstunni.
-glh