Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Síða 3
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 Dustin Hoffinan fékk á dögunum til- nefningu til óskarsverðlaima fyrir leik sinn í Wag the Dog sem ásamt Sphere, þar sem hann leikur eitt aðalhlutverk- ið, er sýnd í kvikmyndahúsum höfuð- borgarinnar um þessar mundir. Þetta er í sjöunda sinn sem þessi dáði leik- ari er tilnefhdur til þessara verðlauna. Tvisvar hefur hann hreppt óskarinn, fyrir leik í Kramer vs. Kramer og Rain Man. Óhætt er að segja að Dustin Hoffinan er einn virtasti kvikmynda- leikari samtímans. Hann hefur allt frá því hann kom fyrst fram í byijun sjöunda áratug- arins sýnt ótviræða hæfileika og eru hlut- verkin orðin mörg sem hann hefur sýnt eftir- minnilegan leik í. Dustin Hoffinan fæddist í Los Angeles. Eftir að hann lauk námi við Pasadena Playhouse fluttist hann til New York þar sem hann var í tímum hjá virtasta kennaranum þar í borg, Lee Strass- berg. Fyrsta hlutverk hans á sviði var lítið hlutverk á Broadway, í leikriti sem nefiidist A Cook for a General. Þetta var árið 1961. Ári seinna gekk hann til liðs við Theatre Company of Boston en sneri fljótt aftur til New York og fékk vinnu sem aðstoðarleikstjóri við uppsetningu á Horft af brúnni eftir Arthru Miiler. Hoffinan hélt áfram að koma fram í litlum hlutverk- um og fyrir eitt slíkt í The Joumey of the Fifth Horse fékk hann Obie-verð- laim og sama ár fékk hann verðlaun gagnrýnenda fyrir leik sinn í farsan- um EH? sem Alan Arkin leikstýrði. Sljama á einni nóttu Leikstjórinn Mike Nichols tók eftir þessum unga leikara í EH? og fannst hann tilvalinn til að leika í kvikmynd sem hann var að byrja á. Það var að sjálfsögðu The Graduate. Fékk Hoff- þessi fór sigurfór um heiminn og báð- ir aðalleikaramir vora tilnefndir til óskarsverðlauna. Hoffman lék nú í hverri kvikmyndinni á fætur annarri og þriðju óskarstilnefninguna fékk hann fyrir leik.sinn í Lenny þar sem hann lék gamanleikarann Lenny Brace. í fjórðu tilraun fékk hann loks ósk- arsverðlaunin fyrir leik í Kramer vs. Kramer. Fimmta tiinefiiingin kom fyr- ir Tootsie. Sjötta tilnefningin var fyrir Rain Man sem hann fékk óskarinn fyrir og sjöunda tilnefhingin kom svo síðan fyrir Wag the Dog eins og áður segir. Aftur á Broadway iÉÉ*IÉÍ!8SH 3SMP Kvikmyndir sem Dustin Hoffman hefur leikið í: m The Hger Makes Out, 1966 The Madigan's Millions, 1967 The Graduate, 1967 Midnight Cowboy, 1969 John and Mary, 1969 Little Big Man, 1970 Who Is Harry Kellerm- an..„ 1971 Straw Dogs, 1971 Alfredo, Alfredo, 1972 Papillon, 1973 Lenny, 1974 All the President's Men, 1976 Marathon Man, 1976 Straight Time, 1978 Agatha, 1979 Kramer vs. Kramer, 1979 Tootsie, 1982 Ishtar, 1987 Rain Man, 1988 Family Business, 1989 Dick Tracy, 1990 Billy Bathgate, 1991 Hook, 1991 Hero, 1992 Outbreak, 1995 Sleepers, 1996 American Buffalo, 1996 Wag the Dog, 1997 Mad City, 1997 Sphere, 1987 -HK Kvikmyndaframleið- andinn Stanley Motss í Wag the Dog. Dustin Hoffman fékk tilnefningu til ósk- arsverð- launa fyrir túlkun sína. lék kvik Dustin Hoffman i hlutverki sálfræð- ingsins Norman Goodman í Sphere. man sína fyrstu óskar- stilnefn- ingu fyrir túlkun sína á Benjamin Braddock, stúdentinum sem lenti í klónum á fra Robinson. Strax að loknum leik í The Graduate tók hanntil viðaðleika í Jimmy Shine á Broadway, en nú fóra hjólin að snúast og kvik- myndatilboðum rigndi yfir hann. Harrn fór sér að engu óðslega og valdi að leika á móti Jon Voight í Midnight Cowboy sem John inger ] stýrði. Mvnd Frá miðjum níunda áratugnum og á þeim tíunda hefur Dustin Hoffman skipt tíma sínum jafnt á milli kvik- mynda og leiksviðs. 1984 sneri hann aftur á Broadway og tók að sér að leika .WiUy Loman 1 Sölumaður deyr eftir Arthur Mill- er. Fékk Hoffinan Drama Desk-verðlaunin og fyrir leik í sjónvarpsútgáfu af leikritinu fékk hann Emmy- verðlaunin. 1989 fannst Dustin Hoffman tími kominn til að prófa leikhúsin í London og tók að sér að leika Shylock í Kaup- manninum í Fen- eyjum. Sú upp- færsla var mikill sigur fyrir Hoffman sem sannaði að hann var fullfær um að veita breskum leikiuum sam- keppni um Shakespeare- hlutverk. Þessi uppfærsla var einnig sýnd í New York og fékk Hoffman Tony- tilnefiiingu fyrir leik sinn. Leikstjóri Sphere og Wag the Dog er Barry Levinson. Hann er einnig leikstjóri Sleepers sem Hoffman lék í fyr- ir tveim- ur árum og Rain Man. Virðist hafa myndast gott sam- starf milli þessara ágætu lista- manna. Dustin Hoffman þremur myndum fyrra, Sphere, Wag the Dog og Mad City, þar sem hann leikur á móti John Tra- volta, leikstjóri er Costa Cavras. -HK kvikmyndir L.A. Confidental ★★★★ Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar- ins eru sögusviðið I óvenju innihaldsríkri og spennandi sakamálamynd sem enginn ætti aö missa af. Spilltar löggur, ósvífnir æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar vændiskonur eru á hverju strái. -HK Titanic ★★★★ Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst James Cameron að koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta Camerons skilar sér 1 eðlilegri sviðsetningu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leon- ardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir- minnileg í hlutverkum elskendanna. -HK Good Will Huntinq -★★tt I mynd bar sem svo mikið er lagt upp úr per- sónunum verður leikurinn að vera góður. Sérstaklega eftirmlnnilegur er samleikur Williams og Damons. Hiö sama má reyndar segja um flesta leikara I aukahlutverki. Bestur er þó Stellan Skarsgárd en í túlkun sinni á stærðfræöingnum Lambeau dregur hann upp sannfærandi mynd af manni með mikla sérgáfu sem þó verður að játa sig sigraðan í návist ótrúlegrar snilligáfu. -ge Wag the Dog ★*★ Beinskeyttur svartur húmor sem heinist að forsetaembætti Bandaríkjanna og stríðs- rekstri stórveidanna er undirstaðan I kvik- mynd sem er vel heppnuð og góð skemmt- un en er þó ekki gallalaus. Dustin Hoffman er frábær í hlutverki kvikmyndaframleið- anda sem setur stríð í Albaníu á svið. -HK Litla hafmeyian ★★★ Teiknimyndir Walts Disneys eru klassískar og þegar ný kynslóö rís eru þær settar á markaöinn á ný og er ekkert annaö en gott um það að segja, Litla hafmeyjan kom með ferskan blæ inn í þetta kvikmyndaform eftir að teiknimyndir í fuilri lengd höfðu verið í lægð um nokkurt skeið og hún_á fulit erindi enn til ungu kynslóðarinnar. íslenska tal- setningin er vel heppnuð. -HK Welcome to Sarajevo ★★★ Ahrifamikil og vel gerö kvikmynd um frétta- menn að störfum í rústum Sarajevo. Heim- ildarmyndum og sviðsettum myndum er ákaflega vel blandað saman og mynda sterk myndskeið. Mynd sem vekur margar spurningar um eðli mannsins í stríði og kemur við kaunin á stjórnmálamönnum sem eru misiagðar hendur í að leysa vanda- mál sem þessi. -HK The Boxer ★ ★★ Handrit þeirra Sheridans og Georges er ágætlega unnið, leikur Daniel Day-Lewis til fyrirmyndar og hnefaleikaatriöin vel úr garði gerð. Aðrir leikarar standa sig einnig meö stakri prýði. -ge Pjarfar nætur ★★★ I Boogie Nights snýst allt um hin griðar- langa lim klámstjörnunnar Dirks Digglers. Sem tímabilskönnun er mynd Anderssons afbragösgóð, handritið er vel skrifað og ef drengurinn heföi bara skafið af eins og hálfa Tarantinósenu hér og hálfa Travolta- senu þar (og sleppt ofurlanga gúmmitypp- inu) þá hefði þetta getaö orðiö ansi fullkom- ið. En verður að láta sér nægia að vera bara ómissandi. -úd Það gerist ekki betra ★★★ Framan af er As Good As It Gets eins góð og gamanmyndir gerast. Samræðurnar einkenn- ast af óvenjumikilli hnyttni, leikurinn er meö ólíkindum og handritshöfundunum Andrus og Brooks tekst aö stýra framhjá helstu gildr- um formúlufræðanna. Það var mér því til mikilla vonbrigða þegar myndin missti flugið eftir hlé. Leikurinn var enn til fyrirmyndar en þær fjörmiklu og óvenjulegu persónur sem kynntar voru til sögunnar í upphafi fengu ekki svigrúm bl þess að vaxa. -ge Þú veist hvað þú gerðir ... ★★★ Handritshöfundurinn Kevin Williamson er hér aftur búinn að hrista þessa fínu ung- lingahrollvekju út úr ermirmi og er hér með mynd sem er bæöi sjálfsmeövituð og alvöru spennandi hrollvekja, smart og vel gerð. Og það flaug popþ. Það hlýtur að vera þriggla stjörnu virði. -úd Stikkfrí *★★ Gott handrit og góða barnaleikara þarf til að gera góða barnamynd og þetta er að finna í kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess gerir góðlátlegt grin að þeim aðstæðum sem börn fráskilinna foreldra lenda I. Skemmtileg og Ijúf fyrir alla flölskylduna. -HK Flubber ★★★ Rubber býr yfir einfaldleika sem því miður er allt of sjaldséður í kvikmyndum síðustu ára. Hún er barnamynd fyrir börn og ég get engan veginn séð það sem galla. Besti mælikvarðinn á slíkar myndir er salur fullur af ánægöum bömum. Og krakkarnir voru I stuði. . -ge Seven Years in Tibet ★★> Myndin ber með sér að hvert einasta atriði er þrauthugsaö og raunsæiö látið ráða ferð- inni, kannski um of. Myndin verður af þeim sökum aldrei þetta mikla og spennandi drama sem efnið gefur tilefni til þótt ein- staka atriði rísi hátt. Útlit myndarinnar er óaðfinnanlegt, kvikmyndataka stórfengleg og leikur mjög góður en neistann vantar.-HK Desperate Measures ★★★ Sem spennumynd er Desperate Mesures hin sæmilegasta skemmtun en býður þó ekki upp á neitt nýtt í frásagnarfléttu og per- sónusköpun. Helsti kostur hennar eru ieik- ur Michaels Keatons, sem er afbragös ilk menni og morðhundur, og Andy Garcia sem er sannfærandi sem faðirinn sem fórnar öllu í þágu sonar síns. Túikun þeirra tveggja er þaö eina sem hefur myndina yflr meöal- mennskuna. ge

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.