Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Page 5
JL>V FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 helgina 27 Gallerí Ingólfsstræti 8: Hinn sæti líkami Páskasýning Gallerís Ingólfs- stræti 8 var opnuð fyrir stuttu en þar er að fínna nýjasta verk lista- konunnar Ólafar Nordal. Nefnist verkið Corpus Dulcis sem útleggst sem Hinn sæti líkami. Verkið samanstendur af afsteyp- Hluti verks Ólafar Nordal sem nefnist Corpus Dulcis eða Hinn sæti líkami. um af líkamspörtum karlmanns í súkkulaði sem færðar hafa verið upp á trog, sýningargestum til bókstaflegrar neyslu. í verkinu er að finna ýmsar merkingar og tákn sem oft stangast á og mynda at- hyglisverðar andstæður, t.d. milli kristni og heiðins siðar. Sýningin mun standa til 10. maí. ■ jÉflt. | 1111111? <i < Úr leikritinu Dagur vonar sem frumsýnt verður í uppfærslu Leikfélags Selfoss í kvöld. Afmælissýning: Dagur vonar á Selfossi í kvöld frumsýnir Leikfélag Selfoss leikritið Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson. Leikfélagið á 40 ára afmæli á árinu og er þetta þekkta íslenska verk Birgis tek- ið til sýningar í tilefni þess. At- hyglisvert er að um síðustu helgi var einmitt frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fyrsta verk Birg- is síðan Dagur vonar var frum- sýndur árið 1987. Formaður Leikfélags Selfoss, Kristín Steinþórsdóttir, sagði í samtali við DV að hér væri um mjög metnaðarfúlla sýningu að ræða. „Við höfum unnið mjög hörðum höndum að þvi að gera leikritið sem best úr hendi. Á síðasta ári var sýning okkar á Smáborgarabrúðkaupi Brechts valin besta áhugamannaleiksýn- ing ársins og í tilefhi þess sýnd- um við verkið í Þjóðleikhúsinu. Það er ekkert launungarmál að við ætlum okkur aftur í Þjóð- leikhúsið í ár með Dag vonar.“ Með hlutverk í leikritinu fara þau Ingólfur Þórsson, Kristín Steinþórsdóttir, Baldvin Áma- son, Ingvar Brynjólfsson, Jó- hanna Ýr Jóhannsdóttir og Est- er Halldórsdóttir. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og nýja tónlist við leikritið samdi Ingvi Þór Kormáksson. Vert er að benda áhugasöm- um á að bóka sæti sem fyrst því sýningafjöldi verður takmarkað- ur. Oliver í Ýdölum Söngleikurinn Oliver eftir Lionel Bart í þýðingu Flosa Ólafssonar verður fhimsýndur að Ýdölum í Að- aldal í kvöld kl. 20.30. Það er Leikfé- lagið Búkolla í Suður-Þingeyjar- sýslu og Hafralækjarskóli sem vinna saman að verkefhinu. Vel á annað hundrað manns kemur að því á einn eða annan hátt úr sjö sveitarfélögum sýslunnar. Þar af eru um 100 leikarar, söngvarar, hljóðfæraléikarar og starfsmenn í sýningunni. Yngstu leikaramir em 9 ára og sá elsti 65 ára. Sýningin er því geysilega viða- mikil og heilu fjölskyldumar hafa lagt hönd á plóg við að gera hana sem besta úr garði. Nokkur dæmi em um að tveir og jafnvel þrír ætt- liðir úr sömu fjölskyldunni vinni að sýningunni. Með aðalhlutverk fara Oddur Bjami Þorkelsson, James Bóas Faulkner og Jón Ágúst Sigurðsson. Leikstjóri er sjálfur leikhúskóngur Þingeyinga, Sigurður Hallmarsson. Á morgun milli kl. 14 og 17 onar Iréne Jensen graf- íklistakona sýningu í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70. Þar sýnir Iréne myndir sem unnar eru í koparæt- ingu og einnig með blandaðri tækni. Heiti sýningar- innar er Siðbót og em myndimar unnar út frá hug- myndum um íslenska miðaldasögu og nútímann. Þetta er fimmta einkasýning Iréne en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og er- lendis. Hún hefur verið búsett á íslandi síðan 1988 og er meðlimur myndlistarhópsins Áfram veginn sem rekur grafikverkstæði að Laugavegi 1. Eitt verka Iréne Jensen, Kantarakápa annó 1998, sem sýnt er í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70. Svanur leikur kvikmyndatónlist Á morgun kl. 14 heldur Lúðra- sveitin Svanur vortónleika sína í 'Ijamarbíói. Stjómandi er Haraldur Ámi Haraldsson Á tónleikunum mun sveitin leika kvikmyndatónlist, bæði tónlist sem skrifuð er fyrir kvikmyndir og tón- list sem þekkt er úr kvikmyndum. Mynúmar sem um ræðir eru m.a. Stjömustríð, James Bond, Pocahontas, Exodus og Mission: Impossible. Lúðrasveitin Svanur bregður undir sig betri fætinum og flytur tónlist sem þekkt er úr kvikmyndum. SHOOTING FISH-ÚTGflFUPRRTV Vegna útgáfu SHOOTING FISH-myndbandsins sem kemur út um páskana ætlar myndbandadeild STJÖRNUflíÓS og ÞJÓÐICIKHÚSKJRIIRRINN að bjóða Sllum sem eru í fiskamerkinu frítt inn milli kl. 23.45 og 01.00 f kvöld. GÓÐfl VCIDI... DanFutterman SíuarfTownsend omt KafeBeckinsale ÞJOÐLEIKHUSKJAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.